Skessuhorn - 24.05.2006, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI2006
SgKSSglHfiEm
T^e/t/ú/t/t—^i.
Hvað á sveitarfélagið að heita?
I síðasta tölu-
blaði Skessu-
homs vom tvær
greinar um
naíngiftir á hin
nýju, stóru
sveitarfélög í
forðum Mýra- og Borgarfjarðarsýsl-
um. Víkjum fyrst að sveitunum sem
áður vom jafnan kallaðar; „sunnan
Skarðsheiðar." Eg er sammála Jó-
hönnu Harðardóttur um óffumleika
þeirra nafna sem nafnanefnd hefur
mælt með. Eg sendi á sínum tíma
mína tillögu, sem var: „Akrafjalls-
og Skarðsheiðarhreppur eða sveit.“
Kannski hefur rökstuðningurinn
ekki þótt nógu góður, en ég minnti á
hið ffæga ljóð Sigurðar Þórarins-
sonar jarðfræðings - Vorkvöld í
Reykjavík, þar sem segir; „Akrafjall
og Skarðsheiði, eins of fjólubláir
draumar," o.s.frv. Kannski finnst
þeim sem er borgað fýrir að spara
nafngiftir og stafi í hagræðingar-
skyni, þetta of langt nafn. Eg pmfaði
að segja; Ilvalfjarðarstrandarhrepp-
ur og það tók ekkert styttri tíma og í
raun miklu óþjálla nafh. Svo minni
ég á Eyja- og Miklaholtshrepp vest-
ur á Snæfellsnesi (ennþá) og fer vel í
munni.
Þau em nú miklu lengri mörg
nöfnin í stjómsýslunni og óskiljan-
leg að auki. Þetta nýja sveitarfélag
umlyggur að mestu leyti þessi tvö
einkennisfjöll svæðisins og nafhið
þarfnast engra skýringa. Svo er
óþarft að útrýma hreppsnafninu fyr-
ir hið ofnotaða orð - byggð.
I annarri grein var mælt með
nafninu „Borgarfjörður“ um Borg-
arfjarðarhérað. Það ætti raunar að
vera sjálfsagt nafn og engin ástæða
til að hnýta „Sveitarfélagið“ fyrir
ffaman og lengja nafhið um helm-
ing. En nú minni ég á mitt gamla
sveitarfélag; Kolbeinsstaðahrepp og
örlög þess í þessu sameiningarferli
öllu. Allar götur ffá stofinun Þórs-
nesþings í byrjun tíundu aldar hefur
land Kolbeinsstaðahrepps talist til
Snæfellsness. Mjög naumur meiri-
hluti hreppsbúa hefur nú fært
hreppinn í Borgarfjörðinn án við-
komu á Mýrunum og það trndir-
strika allir ferðabæklingar og kynn-
ingarblöð. I nýjum ferðabæklingi
um Snæfellsnes, hefur Kolbein-
staðahreppurinn verið þurrkaður út
af kortinu og aðeins Heydalsvegur-
inn efirir. Og í myndarlegu kynning-
arblaði um Borgarfjörð sem dreiff
var með Mogganum nýlega, er varla
að finna staf um Kolbeinsstaðahrepp
eða mannlíf og fýrirtæki í hreppnum
(ef undan er skihð viðtal við Sigrúnu
í Hallkelsstaðahlíð). Það mætti
kannski bjarga málinu með nafngiff-
inni; Borgarfjarðar- og Kolbeins-
staðahreppur! Næst verður landa-
ffæðinni breytt og sagt; Eldborg í
Borgarfirði!, en áður verður væntan-
lega búið að leggja niðtu- hinn verð-
launaða skóla; Laugargerðisskóla.
Reynir Ingibjartsson,
síðasti Kolhreppingurinn.
T^c/i/ú/i/t^:
Borgatjyörður - ekki spuming
byggð, Brákar-
byggð, Mýra-
byggð og
Sveitarfélagið
Borgarfjörður.
Þetta eru þau
nöfh sem íbúar í sameinuðu sveitar-
félagi Borgarbyggðar, Borgarfjarð-
arsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kol-
beinsstaðahrepps geta valið á milli í
skoðanakönntm um nafn á nýju
sveitarfélagi samhliða sveitarstjóm-
arkosningunum á laugardaginn.
I mínum huga er þetta ekki val.
Sveitarfélagið Borgarfjörður er eina
nafnið sem kemttr til greina að mínu
mati. Nafnið Borgarfjörður er vel
þekkt „vöramerki" sem hefur á sér
jákvæða og góða ímynd. Það má
vissulega til sannsvegar færa að
hvorki Mýramar né Kolbeinsstaða-
hreppur liggi við Borgarfjörðinn.
En það er ekkert eitt nafh sem nær
landffæðilega yfir allt sveitarfélagið.
Nema ef vera skyldi Kolborgar-
mýrasíðubyggð.
Ef Brákarbyggð eða Mýrabyggð
verða fýrir valinu þá tæki það mörg
ár að festa sig í sessi, auk þess sem
bæði Brák og Mýramar ná yfir enn
afmarkaðara svæði en Borgarfjörð-
urinn.
Eg bý í Borgarbyggð. Eg er og
verð Borgnesingur. Eg er líka og
verð áffam Borgfirðingur. Eg hef
hins vegar aldrei getað sætt mig við
að vera Borgbyggðungur. Mér
finnst „byggð“ leiðinleg ending á
heiti sveitarfélags. Þó svo að vissu-
lega megi færa rök fýrir því að nafn-
ið Borgarbyggð sé orðið þekkt á
landsvísu þá finnst mér ekki sann-
gjamt að heiti á einu af fjórum
sveitarfélögum verði yfirfært á allt
svæðið. Ibúar annarra sveitarfélaga
gætu þannig fengið það á tilfinning-
una að það væri ekki verið að búa til
nýtt sveitarfélag heldur væri verið að
innfima þrjú sveitarfélög í Borgar-
byggð.
Kolhreppingar verða áffam Kol-
hreppingar og Hvítsíðingar áfram
Hvítsíðingar o.s.frv. Eitthvað verður
sveitarfélagið að heita og að mínu
mati falla öll rök með Borgarfirði.
Afram Borgarfjörður!
Hólmfríður Sveinsdóttir,
Borgfirðingur.
7^e/tHi/i/u~~rí
Með augunfull afrykiu
Héraðsveg-
irnir, „sveita-
vegirnir,“ inn
til dala og út til
stranda eru
samgönguæðar
heils atvinnu-
vegar. En einnig býr fjölmargt fólk í
dreifbýli sem sækir vinnu um langan
veg til næsta þéttbýhs og börnum er
ekið í skóla. Ferðaþjónustan er ört
vaxandi atvinnugrein og miklar von-
ir bundnar við hana til að treysta at-
vinnu til sveita. Islendingar vilja
gjarnan laða til sín ferðamenn og
auglýsa náttúmfegurð landsins á er-
lendri grund og við viljum ekki síð-
ur njóta sjálf íslenskrar náttúm. Þá
má og nefha vegi að stómm sumar-
bústaðalöndum sem þurfa að anna
mikilli umferð á vissum árstímum.
Góðir sveitavegir em því ekki sér-
hagsmunamál bænda heldur hluti af
því að byggja Ísland upp sem ferða-
mannaland og á þeim byggist ný-
sköpun í atvinnulífi til sveita.
Rykbinding og viðhald
Nú þegar sumarið fer í hönd
verðum við áþreifanlega vör við hve
margir sveitavegir hafa dregist aftur
úr í viðhaldi. Veikur burður, þunnt
slitlag, holur og ryk takmarka flutn-
inga og alla umferð og gera fólki
gramt í geði. Mikilvægt er því að
rykbinda þessa vegi sem fýrst til að
draga úr slysahættu. A þessum veg-
um em gjarnan þröngar, einbreiðar
brýr eða ræsi sem skerða enn frekar
umferðaröryggið. Ferðamenn aka í
síauknum mæli sjálfir um landið og
þeir fýllast ótta og örvinglan þegar
þeir ramba inn á malarkafla sem
þeim finnst alltof mjóir og lausir í
sér. Aðrir ferðast um á reiðhjólum
og hjóla meira og minna í rykskýi
um landið. Gæði veganna og um-
ferðaröryggi ráða því miklu um
samkeppnishæfni einstakra svæða til
búsem og ferðaþjónustu. Gera þarf
átak varðandi þessa vegi og þá
einnig með lagningu varanlegs og
bundins slitlags þar sem því verður
við komið.
Uppbygging og slitlag á
sveitavegum
Ástand og viðhald sveitaveganna
er mjög misjafiit. Þannig njóta ýms-
ir mikilvægir sveitavegir mjög tak-
markaðrar þjónustu þótt þeir séu
eina vegtenging íbúa á stórum svæð-
um við stofnvegi. Þegar byggð
leggst af á einum bæ getur vegurinn
fallið úr tölu þjóðvega. Ber þá eng-
inn ábyrgð á viðhaldi hans úr því
nema helst sveitarfélagið. Engu að
síður getur vegurinn verið jafh mik-
ilvægur við nýtingu auðlinda lands-
ins svo sem til búskapar og ferða-
þjónustu.
Mjög hallar á sveitavegina, hvað
varðar lagningu btmdins slitlags. Sú
þróun er varhugaverð og getur leitt
til þess að ákveðin svæði einangrist,
missi af viðskiptum og öðmm tæki-
fæmm sem tengjast umferð ferða-
manna. Bundið slitlag eykur og
möguleika íbúanna til að komast ör-
ugglega til og ffá heimih sínu. Vel
má setja sérreglur um hámarkshraða
á þessum vegum til að fullnægja ör-
yggiskröfum.
Ákall um betri vegi er
kosningamál til sveita
Astand sveitaveganna brennur
mjög á íbúum til sveita. Hagkvæmni
við sameiningu sveitarfélaga strand-
ar ekki hvað síst á lélegum samgöng-
um. Vegir innanhéraðs em því eitt
aðalmál kosninganna til sveita.
Þessi hópur fólks er mjög dreifður
um landið og getur því illa beitt
hópþrýstingi á stjórnvöld til að
fýlgja málum sínum efrir. Þingmenn
Vinstri grænna hafa látið málefhi
sveitaveganna sérstaklega til sín
taka. Höfum við í því skyni lagt til á
Alþingi að gert verði sérstakt stórá-
tak í uppbyggingu safh- og tengi-
vega, svokallaðra héraðs- eða sveita-
vega. Góðir vegir era forsenda sam-
keppnishæfrar byggðar og stækka
Island sem ferðamannaland. Nú er
svo sannarlega komin röðin að
sveitavegunum.
Jón Bjamason, fingmaður Vinstri-
hreyfmgarinnar græns framboðs í
Norðvesturlfördæmi
Löng bið eftir tónlistamámi
er með öllu ólíðandi
Nú fýrir
kosningar hafa
málefni Tón-
listarskólans á
A k r a n e s i
(TOSKA) ver-
ið mikið til
umræðu. En af
hverju skyldi
þetta vera?
Undanfarin ár höfum við þurft að
sætta okkur við langa biðlista eftír
skólavist og er það engan veginn
boðlegt. Undirrituð sat í starfshópi
um málefni TOSKA. Hópurinn
gerði ákveðnar tillögur til að efla
skólann og fjölga nemendum. A
meðal þeirra var:
• Tekin yrði upp forskólakennsla í
grunnskólum bæjarins.
• Gerð yrði tílraun með hópa-
kennslu.
• Samningum við hreppana yrði
sagt upp í núverandi mynd. Akranes-
kaupstaður legði aukið fjármagn til
skólans. Um er að ræða 7 millj. kr.
framlag miðað við fjárhagsáætlun
2006.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti
hluta tillagna starfshópsins. Samn-
ingarnir við hreppana vom síðan
samþykktir af meirihluta bæjarsjórn-
ar, eins og kunnugt er.
Sem bæjarfulltrúi á Akranesi er ég
afar ósátt við þessa niðurstöðu. Sjö
milljónir em ekki stór upphæð þegar
kemur að bættri þjónustu við yngstu
þegna okkar. Skyldur okkar em em
fýrst og fremst gagnvart íbúum
Akraness. Það em þeir sem kjósa
okkur. Þeir eiga að hafa forgang!
Er það ábyrgðarlaust að fara ffam
á aulrið fjármagn til skólans? Nei,
þetta er aðeins spurning um for-
gangstöðun. Til ffóðleiks má geta
þess að kostnaður við svokallað
Skorkort Akraneskausptaðar er nú
kominn í 6 milljónir kr.
Asókn í TOSKA er staðfesting
þess frábæra starfs sem þar er unnið.
Því verðum við að standa vörð um
skólann. Nýtt húsnæði, aukið fjár-
magn og aukið námsffamboð em
þau atriði sem eiga að vera leiðarljós
að enn betri skóla. Byggjum upp
betri bæ - tónlistarbæinn Akranes!
Setjum X við D á kjördag!
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins á Akranesi og skipar 9. sæti
framboðslista flokksins fýrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
7^ð/i/ú/i/i~^rí
Um nafngift sveitarfélags
Þegar valið
verður nafh á
nýtt sveitarfé-
lag skal vel til
vanda. Nafnið
Borgarbyggð
sem menn
kusu sem heiti
á sameinuðu
sveitarfélagi
Borgarness, Hraunhrepps, Álfta-
neshrepps, Borgarhrepps, Norður-
árdals Stafholtstungna og Þverár-
hlíðar hefur hlotið verðugan sess
og mundi sóma vel á því nýja sveit-
arfélagi sem mun verða til eftir
komandi sveitarstjórnarkosrúngar.
Nafnið er þjált, hljómmikið og
með góðri stuðlasetningu. Þar að
auki vísar það til byggðar í Borgar-
firði og á Mýmm og ekki síst til
Borgar á Mýram sem hefur þann
sess í héraði að vera landnámsjörð
og höfuðból.
I síðasta tölublaði Skessuhorns
birtist grein þar sem nafnið Sveit-
arfélagið Borgarfjörður er talinn
góður kosmr. Þessi tillaga er harla
ffáleit, þar sem austur á landi er
sveitarféiag sem ber það sama nafh.
Stefán M. Olafsson, Litlu Brekku.
7^e/i/ú/i/i~^~-
Hvað á að kjósaí
Margir þeir
sem velta fýrir
sér augljósu
fylgishruni
Framsóknar-
f 1 o k k s i n s ,
undrast jafn-
ffamt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli
ekki einnig tapa umtalsverðu fýlgi.
Hvemig þessum málum er háttað er
ekkert undrunarefni ef grannt er
skoðað. Fylgi Framsóknar hefur
gegnum tíðina verið að stómm hluta
fýlgi fólks sem hefur álitið Fram-
sóknarflokkinn flokk jafhréttisstefhu
og að hann, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti, - bæri hag þeirra fýrir
brjósti sem minna mega sín eins og
það er oft kallað. Þetta er og hefur
verið misskilningur alla tíð. Fram-
sóknarflokkurinn hefur alltaf verið
flokkur sérhagsmunafólks og það
hefur stórversnað í seinni tíð. Sem
betur fer er fólk loksins farið að sjá
hvers konar úlfar það era sem skrið-
ið hafa tmdir sauðargæm Framsókn-
arflokksins. Það er ástæða þess að
fólk er farið að yfirgefa hann nú í
stórum hópum.
Um Sjálfstæðisflokkinn gildir allt
annað lögmál. Smðningsfólk Sjálf-
stæðisflokksins horfir til verðbréfa
og kauphallarviðskipta, ekki til al-
mennra starfa sem gefa lítið í aðra
hönd. Sjálfstæðisflokkurinn verður
ekki fýrir neinu fýlgishruni. Þeir
sem matað hafa krókinn, eða vonast
til að geta gert það þurfa að verða
fýrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni
til þess að þeir hætti að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn. Frjálshyggjupostular
og hinir útvöldu gæðingar íhalds og
ffamsóknar kæra sig gjörsamlega
kollótta um öryrkja, fátækt fólk,
sjúkt og aldrað.
Nú berast tíðindi um vaxandi
ójöfhuð, fátækt og að ekki er hægt
að manna stöður í heilbrigðisþjón-
usm nema að litlu leyti. Hverju er
um að kenna? Ætlar fólk að trúa því
að einhverjar raunhæfar úrbætur
verði gerðar ef við verðum svo
ólánssöm að fá yfir okkur áffarn-
haldandi óstjórn þeirra flokka sem
mesm hafa ráðið hér ffam að þessu?
Fals og hræsni rennur í lækjum af
forkólfum Framsóknar og Ihalds
þessa dagana. Eg skora á fólk að láta
ekki blekkjast eina ferðina enn.
Kjósum ekki þennan ófögnuð yfir
okkur í þetta sinn og fýlgjum því eft-
ir í alþingiskosningunum að vori.
Styðjum til valda þann eina flokk
sem ekki á við fortíðarvanda svik-
inna loforða að stríða. Kjósum
Frjálslynda Flokkinn, bæði nú og að
vori.
Pétur Gissurarson, skipstjóri.
Höf. skipar 15. maður á lista
Ftjálslynda flokksins á Akranesi.