Skessuhorn - 24.05.2006, Qupperneq 23
aSESSIiííöEKI
MIÐYIKUDAGUR 24. MAI2006
23
Umhvetfismálin í öndvegi
Umræðan
um umhverfis-
mál tengist
oftast virkjun-
um og stóriðju
en síður mál-
um sem við
stöndum ffammi fyrir dag hvern. A
hverjum degi erum við með eitt-
hvað sem við teljum rusl og hend-
um því vonandi í föttma. Margir
kæra sig svo kollótta um hvað verð-
ur um úrganginn, bara að hann sé
fjarlægður og vandamálið sé þar
með úr sögunni. Gott ef rétt væri,
en þannig er það nú ekki.
Að tryggja lífsgæði
eftirkomendanna
Velmegun fylgir aukin neysla og
meiri úrgangur. Ef við viljum
vernda umhverfið og náttúruna
kostar það peninga. Ríki, sveitarfé-
lög og fyrirtæki gera sér grein fyrir
að „auðvelda" förgunarleiðin fer
ekki saman við sjálfbæra þróun og
hugmyndir um varðveislu umhverf-
is og lífsgæði þeirra sem á eftir okk-
ur koma. I þessum anda hefur
Akraneskaupstaður samið við fyrir-
tækið Avallt ehf. um umsjón verk-
efhis til að uppfylla núverandi og
væntanleg laga- og reglugerðará-
kvæði og um leið að mæta ákvæð-
um sameiginlegrar svæðisáætlunar í
sorpmálum.
Metnaðaðarfullt
verkefni
Verkefnið felst í uppsetningu og
innleiðingu heildstæðs kerfis sem
þjóna á jafnt stofnunum bæjarfé-
lagsins, lögaðilum og einstakling-
um. I því er gert ráð fyrir flokkun
úrgangs, greiningu söfhunarkostn-
aðar, gerðum íláta, staðsetningu
grenndargáma, tíðni tæminga, end-
urnýtingarmöguleikum og gerð
fræðslu- og kynningarefhis o.m.fl.
Þetta er metnaðarfullt verkefni í
úrgangsmálum og er horft til hins
nýja Urvinnslusjóðs en hlutverk
hans er ekki síst að auka endur-
vinnslu og endurnýtingu úrgangs.
Holræsamálin til OR
Samningur milli Akraneskaup-
staður og OR markar einnig tíma-
mót í umhverfismálum. Holræsa-
kerfið er fært yfir til OR og mun
fyritækið gera fullnægjandi endur-
bætur á því innan þriggja ár með
þeim hætti er lög og reglugerðir
kveða á um. Það er því staðföst ætl-
un bæjaryfirvalda á Akranesi að
bærinn verði í fararbroddi íslenskra
sveitarfélaga í umhverfismálum.
Akranes er það á öðrum sviðum og
nú er þessi málaflokkur einnig tek-
irm föstum tökum.
Svemn Kristinsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á
Akranesi
Fjárhagsstaða Dalabyggðar
Á síðasta
sveitarstjórn-
arfundi Dala-
byggðar þann
1. maí sl. voru
ársreikningar
sveitarfélags-
ins samþykktir með sex atkvæðum
gegn einu. Skv. birtum niðurstöð-
um ársreikninganna var tekjuaf-
gangur hjá A- og B-hluta samtals
kr. 1.425.342. Skuldir í árslok hjá
A-hluta voru kr. 214.605.716, eða
kr. 336.373 á hvem íbúa. Hjá A- og
B-hluta vora skuldimar samtals kr.
299.512.650, eða kr. 469.456.
Þessar tölur gefa þó ekki raun-
hæfa mynda af fjárhagsstöðu sveit-
arfélagsins sem ýmist á meirihluta
eign eða 100% eign í fjórum hluta-
félögum.
Sveitarfélagið stundar fjölbreytt-
an rekstur og m.a. um 70% eignar-
hluta í Sláturhúsinu ehf, 100% eign
í Dalalambi ehf, 100% í Vestur-
braut ehf og 55,7% eignarhluta f
Dalagistingu ehf.
Ef litið er á rekstrarafkomu og
skuldir þessara félaga á síðasta ári
kemur í ljós að Dalalamb skilar um
8,6 millj. kr hagnaði en skuldir fé-
lagsins nema um 14.792.726 kr og
ójafnað eigið fé -11.368.464 kr.
Sláturhúsið ehf var rekið með
tapi sem nam 3.677.122 kr. en nið-
urfelldar skuldir námu um
15.563.838 kr. Heildarskuldir fé-
lagsins voru 55.193.486,00 í árslok.
Tap var einnig á rekstri Dalagist-
ingu og nam 912.152 kr. og ójafn-
að eigið fé var neikvætt upp á
16.835.779,00 kr. Heildarskuldir
voru um 37.096.612 kr.
Rekstur Vesturbrautar ehf skilaði
í fyrsta skipti hagnaði 1.715.356 kr.
upp á en heildarskuldir félagsins
námu um 5.250.729 kr.
Af ofangreindur má sjá að heild-
arskuldir þessara hlutafélaga námu
um 112.333.553 kr í árslok 2005
auk neikvæðs ójafnaðs eigið fé sem
safnast hefur upp á milli ára. Þess
ber þó að geta að sveitarsjóður hef-
ur lánað flestum hlutafélögunum
tugi milljóna króna í reksturinn á
síðasta ári.
Skv. sveitarstjórnarlögum nr.
45/1998, 60. gr. um flokkun í
reikningsskilum sveitarfélaga ber
að taka inn í ársreikninginn stofh-
anir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðr-
ar rekstrareiningar sem að hálfu
eða meirihluta eru í eigu sveitarfé-
laga og eru reknar sem fjárhagslega
sjálfstæðar einingar. Meirihluti
sveitarstjórnar tók þá ákvörðun að
rekstur þessara hlutafélaga færu
ekki inn í samstæðureikning sveit-
arfélagsins en ljóst er að heildar-
skuldir sveitarfélagsins eru mun
hærri en gefið er til kynna.
Framundan era sveitarstjórna-
kosningar og þó ótrúlegt megi
virðast hefur enginn þeirra þriggja
framboðslista sem bjóða frarn í
Dölum lagt fram áherslur sínar í
fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og
fjölbreyttum atvinnurekstri þess.
Enn síður um uppbyggingu nýsam-
einaðs sveitarfélags. Áherslumál
listanna eru bragðdauf og óljóst
hvert þeir stefha enda kosningabar-
áttan hljóðlát. Það skyldi þó ekki
vera tilviljun ein að enginn áherslu-
mtmur er á daufri framtíðarsýn og
stefnu listanna.
Guði'ún J. Gunnarsdóttir
Sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð
Brot úr sögu vershmar við Breiðafjörð
Frá Ólafsvík um 1843.
Á uppstigningardag, fimmtudag-
inn 25. maí 2006, kl. 15.30 hefur
Norska húsið í Stykkishólmi sumar-
starf sitt með því að Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður opnar
sýninguna „Brot úr sögu verslunar
við Breiðafjörð 1400-1900.“ Sýn-
ingin er hluti af verkefninu
„Northern Coastal Experience“
(NORCE) sem er styrkt af NPP
sjóði Evrópusambandsins. Sýningin
er opin daglega kl. 11.00-17.00 og
stendur til 3. september 2006.
Verslun við Breiðafjörð byggir á
aldagamalli hefð sem grundvallast á
nálægð við mjög gjöful fiskimið og
segja má að mannlíf á Breiðafirði
hafi á ýmsan hátt mótast og ein-
kennst af þeim náttúrugæðrun sem
svæðið býr yfir, en Breiðafjörðurinn
hefur lengi verið sannkölluð matar-
kista, jafnt á söguöld sem síðari tím-
um.
Árið 1184 var klaustur flutt úr
Flatey til Helgafells. Ekki er vitað
um ástæður flutningsins en við
stofnun þess styrktist mjög miðstöð
á Þórsnesi og næsta nágrenni.
Klaustrið eignaðist Þrándarstaði
undir Jökli á fyrstu
starfsárum sínum og
talið er að útgerð
klaustursins hafi þá þeg-
ar hafist, og fyrir miðja
14. öld átti það 15 jarðir
undir JöHi. Framleiðsla
á jörðum klaustursins
var meiri en þurfti til að
sinna brýnustu nauð-
synjum og því þurfti að
koma vörunum í verð.
Stuðlaði þetta að auk-
inni utanlandsverslun
og þörfin fyrir góðar hafnir varð til
þess að þegar á 14. öld, spruttu upp
nýir kaupstaðir á Snæfellsnesi. Með
mikilli aukningu fiskveiða hófst út-
flutningur frá höfiium eins og Búð-
um, Rifi, Grundarfirði og Grunna-
sundsnesi.
Norska húsið er í eigu Byggðaj
safns Snæfellinga og Hnappdæla. Á
miðhæð Norska hússins hefur verið
sett upp heimili Árna og Onnu
Thorlacius „Heldra heimili í Stykk-
ishólmi á 19. öld“. Á jarðhæð eru
sýningarsalir og Krambúð þar sem
hægt er að fá vandað handverk, Hst-
muni, minjagripi, póstkort, bækur
og gamaldags nammi, gamalt leirtau
og fleiri forvitnilegar vörur. Og í ris-
inu er opin safngeymsla þar sem
safhgestir geta glöggvað sig á hinum
miklu viðum sem húsið er byggt úr
og upplifað stemmingu liðins tíma á
annan hátt en á neðri hæðunum.
Byggðasafn Snæfellinga og
Hnappdæla er rekið af Héraðsnefhd
Snæfellinga. Formaður hennar er
Sigríður Finsen, formaður safha-
nefndar Héraðsnefndar er Gunnar
Kristjánsson og Aldís Sigurðardóttir
er forstöðumaður Byggðasafhsins.
(fréttatilkynning)
Málefni aldraðra til
sveitarfélaga - samþætt
ogfiölbreytt þjónusta
Þess mis-
skilnings hefur
ítrekað gætt í
umræðum að
fj ölmargir
bæjarbúar telja
Akraneskaup-
stað reka
Dvalarheimil-
ið Höfða og
finnst að betur megi gera. Eg held
að allir séu sammála um að betur
eigi að gera í málefnum aldraðra.
En hafa verður það sem sannara
rcynist og segja upphátt að ríkis-
valdinu ber að greiða kostnað
vegna Dvalarheimilisins. Sveitarfé-
lögin taka þátt í byggingarkostnaði
en rekstur dvalar- og hjúkrunar-
heimila er alfarið háður daggjalda-
greiðslum ríkisins. Sá vandi sem
blasir við í málefnum eldri borgara
er ekki síst tilkominn vegna lágra
daggjalda, mikils mismunar á milli
almennra daggjalda og hjúkrunar-
daggjalda, en hvort tveggja er
ákveðið af ríkisvaldinu. Það er því
ómaklegt af sjálfstæðismönnum að
kenna meirihluta bæjarstjórnar eða
fimm manna stjórn Dvalarheimil-
isins (sem er raunar að meirihluta
skipuð sjálfstæðismönnum) um
hvernig rekstri heimilisins er hátt-
að. Þar fer saman ábyrgð stjórnar
Höfða, sveitarfélaganna sem að
Höfða standa en síðast en ekki síst
ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð.
Samfylkingin leggur áherslu á að
málefni aldraðra verði flutt til
sveitarfélaganna eins og gert var
með grunnskólann á sínum tíma.
Enginn þarf að efast um vilja Sam-
fylkingarinnar til að taka duglega
til hendinni og meðal annars
tryggja samþætta sólarhrings
heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Mikilvægt er að tryggja fjölþætta
þjónustu í tengslum við Dvalar-
heimilið Höfða, en ekki síður með
íbúðar- og þjónustuúrræðum niður
í bæ. Tillaga er um að byggja íbúð-
ir og efla þjónustu við aldraða í
hjarta bæjarins, nærri Sjúkrahús-
inu, verslunum og annarri þjónustu
á svokölluðum bókasafnsreit.
Eg skora á bæjarbúa að fylkja sér
um þann flokk sem hefur lýst vilja
sínum til að losa málefni aldraðra
úr áralangri kyrrstöðu ríkisstjóm-
arflokkanna og taka yfir þennan
málaflokk og tryggja þannig eldri
borgurum áhyggjulaust ævikvöld.
Sköpum saman sterkara samfélag
þar sem allir geta verið með óháð
efnahag. Kjósum Samfylkinguna
27. maí.
Hrönn Ríkharðsdóttir.
Höf. skipar annað sœtið á lista
Samfylkingarinnar á Akranesi.
Sumaropnun:
Miðvikudaga, fimmtudaga og töstudaga opnar kl. 17:00
Þó daga er tilboð: 2 fyrir 1 ó smjörsteiktri gæða Kiausturs Bleikju.
Einnig er hægt að velja af matseðli.
Laugardoga og sunnudaga er opið fró kl. 14:00.
Fró kl. 14:00 er boðið upp á kaffi, kakó og meðlæti.
Fró kl. 17:00 -19:00 er hlaðborð ó fróbæru verði.
Einnig er hægt að veljn af motseðli.
Upplýsingar og pnntanir:
j 861 3976 og 433 8956 - skessubrunnur@simnet.is
Verið velkomin
, Plast-X
I Dalbraut 2b, Akranesi
1 Sími 431-5506-Gsm 869-6696
o
v:______________
Vatnabátar
og
viðgerðir
Heitustu
pottamiriH
1200- 1500 - 1900 lítra