Skessuhorn - 07.06.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 7. JXJNÍ 2006
Innbrot í
íbúðarhúsnæði
AKRANES: Brotist var inn í
íbúð á Akranesi í vikunni og
þaðan stolið ýmsum munum.
Húsráðandi hafði verið að
heiman og er hann kom heim
varð hann þess var að talsvert
var búið að róta til í íbúðinni
sem og að ýmsir munir voru
horfnir úr henni. Meðal þess
sem stolið var voru DVD mynd-
ir, farsímar og lyf. Rannsóknar-
deild lögreglunnar á Akranesí
rannsakar nú málið. -so
Vilja
Lopapeysuball á
Jaðarsbakka
AKRANES: Vinir Hallarinn-
ar ehf. á Akranesi hafa óskað eft-
ir leyfi til að halda svokallað
Lopapeysuball í nýja fjölnota
íþróttahúsinu sem er í byggingu
á Jaðarsbökkum. Ballið hefur
undanfarin ár verið einn af há-
punktum Irskra daga og gríðar-
lega fjölmennt. I bréfi fýrirtæk-
isins kemur frarn að starfsmenn
þess hafi kynnt sér þær kröfur
sem gerðar eru til verndunar
gervigrass. Þegar hefur verið
sótt um skemmtanaleyfi vegna
ballsins. Bæjarráð Akraness tók
málið fyrir og fól rekstrarstjóra
íþróttamannvirkja að ræða mál-
ið við starfsmenn fyrirtækisins.
Irskir dagar fara að þessu sinni
fram 7.-9. júlí. -hj
Skemmdarverk
AKRANES: Átta stórir
vinnukastarar voru eyðilagðir á
athafnasvæði verktaka við Ak-
ursbraut á Akranesi í síðustu
viku. Gler, perur og botnar kast-
aranna voru brotin. Taldi eig-
andinn að ekki væri hægt að lag-
færa kastarana og er tjónið all-
nokkuð. Málið er í rannsókn hjá
lögreglunni á Akranesi. Þá var
talsvert tjón unnið á tveimur bif-
reiðum við Sóleyjargötu á dög-
unum. Biffeiðamar vora rispað-
ar með oddhvössu áhaldi og var
bæði teiknað og skrifað í lakk
bifreiðanna. Ekki er vitað ná-
kvæmlega hvenær þetta gerðist
en eigendur bifreiðanna voru
ekki heima við þegar „lista-
mennirnir" voru á ferð. -so
Vilia lækka hraða
AKRANES: Bæjarráð Akra-
ness hefur falið sviðsstjóra
tækni- og umhverfissviðs að
gera tillögu að hraðalækkandi
aðgerðum á Jaðarsbraut. Þetta
var ákveðið eftir að undirskrift-
arlisti barst ffá íbúum við göt-
una. Þar er óskað eftir að gerðar
verði ráðstafanir til þess að
draga sem mest úr umferðar-
hraða við götuna. Þá segir að í
götunni búi fjöldi bama og sé
umferðarhraðinn of mikill.
„Börnin okkar eru mikilvægari
en bílar og beinum við því þeim
óskum til ykkar, ágætu bæjar-
ráðsmenn að þið leitið allra leiða
til þess að bæta þetta óffemdar-
ástand sem hér oft á tíðum rík-
ir,“ segir orðrétt í rmdirskriftar-
listanum. -hj
St. Frandskussystur
heiðraðar í Hóhninum
Franciskussystur jýlgjast með kappróðri á
sjómannadegi í Stykkishólmi.
Þann 10. júní nk. verður opnuð
vegleg sýning í sal Tónlistarskólans
í Stykkishólmi til heiðurs
Franciskussystrum og þeirra góða
starfa í þágu samfélagsins í Hólm-
inum. Nú eru 70 ár liðin síðan syst-
urnar hófu rekstur spítalans þar í
bæ og í þakklætis- og virðingar-
skyni ákvað safha- og menningar-
málanefnd Stykkishólmsbæjar að
efna til sýningarinnar. Eins og flest-
ir vita hafa þær lagt mikið til at-
vinnu- og menningarmála í Stykk-
ishólmi og auk reksturs spítalans
má einnig nefna rekstur leikskóla,
prentsmiðju og sumarbúða.
St. Franciskussysturnar hafa
flestar verið 16 í Stykkishólmi og
komið frá mörgum löndum t.d.
Belgíu, Hollandi, Frakklandi, Aust-
urríki og Póllandi. I dag eru þær
aðeins sjö og flestar orðnar mjög
fullorðnar.
Steinþór Sigurðsson er hönnuð-
ur sýningarinnar en þar verður að
finna gamla mimi, minjar og mynd-
ir frá sjúkrahúsinu en einnig verður
saga systranna rakin í vandaðri sýn-
ingarskrá. Sýningin verður opin ffá
kl. 13 til 17 alla daga til 20. ágúst.
Gangsetning stækkunar Norðuráls á áætlun
Starfsmenn Norðuráls á Grund-
artanga hafa á undanfömum vikum
unnið hörðum höndum við gang-
setningu nýrra kerja álversins og er
sú vinna á áætlun að sögn Ragnars
Guðmundssonar framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs Norðuráls.
Reiknað er með að síðla árs verði
ffamleiðslan komin í 220 þúsund
tonn og verða starfsmenn fýrirtæk-
isins á Grundartanga þá orðnir 355
talsins.
Eins og ffam hefúr komið í frétt-
um hefur ffekari stækkun álversins
verið flýtt og er undirbúningur
þeirrar stækkunar í fúllum gangi og
munu framkvæmdir hefjast í kjölfar
verkloka við þær framkvæmdir sem
nú eru í gangi. Gert er ráð fyrir að
heildarfjárfesting við þá stækkun
verði um 120 milljónir dollara eða
um 8,5 milljarðar króna.
Að sögn Ragnars er vonast til
þess að sú stækkun komist í gagnið
síðla næsta árs og verður ffam-
leiðslugeta verksmiðjunnar 260
þúsund tonn og starfsmenn um 400
talsins og segir Ragnar mannaráðn-
ingar hafa gengið vel en helst hafi
borið á nokkurri hreyfingu á iðn-
menntuðu starfsfólki.
HJ
Framkvæmdaröð við
Brekkubæjarskóla breytt
Hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn
Akraness hefur ákveðið að breyta
fyrirhugaðri framkvæmdaröð við
endurbætur á Brekkubæjarskóla á
Akranesi og ráðast nú þegar í end-
urbætur á lóð skólans. Fyrir
skömmu var auglýst útboð vegna
byggingu á nýju anddyri við skól-
ann og nýrri utanhússklæðningu
hússins. Gunnar Sigurðsson verð-
andi forseti bæjarstjórnar segir
hinn nýja meirihluta hafa tekið
ákvörðun að slá á ffest byggingu
anddyris. Þess í stað verður þess
freistað að fara í framkvæmdir á lóð
skólans og einnig að klæða húsið að
utan eins og þegar hefur verið
ákveðið. Gunnar segir að hönntm
lóðarinnar liggi þegar fyrir og því
ætti vonandi að vera vandalaust að
bjóða verkið út strax. Hann segist
vonast til þess að hægt verði að
ljúka endurnýjun skólalóðarinnar í
sumar. HJ
Grunnaljörður á verkefnalista
samgönguáætlunar
Lagning vegar yfir Grannafjörð '
er einn þeirra þriggja kosta, er stytt
geta leiðina milli Akureyrar og
Reykjavíkur, sem gætu komið inn á
nýja samgönguáætlun 2007-2018.
Þetta kom fram á Alþingi í síðustu
viku í svari Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra við fyrirspurn
Halldórs Blöndals um styttingu
þjóðleiðarinnar milli Akureyrar og
Reykjavíkur.
I svari Smrlu kemur ffam að á
áðurnefúdri leið hafi verið gerð
lausleg yfirlitsáætlun yfir fjóra
styttingarmöguleika. Þriggja þeirra
er getið á verkefúalista sem gerður
hefúr verið til undirbúnings vinnu
við samgönguáætlun 2007-2018.
Að mati ráðherra er einn þessara
kosta sýnu vænsmr. Er það leið um
Svínavam, sunnan Blönduóss, en
þar mætti stytta leiðina um 13-15
km, eftir leiðavali. Þá ef leið sunn-
an Varmahlíðar sem styttir leiðina
um 3-4 km og leiðin yfir Granna-
fjörð sem eins og ffam hefur komið
í fféttum Skessuhorns styttir leið-
ina norður í land um 1 km en leið-
ina ffá Akranesi til Borgarness um 7
km. I niðurlagi svars ráðherra segir
að óvíst sé á þessu stigi hvaða verk
komi til ffamkvæmda á næstu sam-
gönguáætlun og hvort eða hvenær
verður ráðist í einhver þessara
verkefúa.
HJ
Götugrill á Borgfirðingahátíð
Borgfirðingahátíð er ólík öðrum
héraðs- og bæjahátíðum því htin
byggir nær eingöngu á þátttöku
heimamanna. Borgfirðingahátíð er
hátíð Borgfirðinga. Eins og alltaf
þegar við höldum veislu þá bjóðum
við gestum að njóta stundarinnar
með okkur, og það á líka við um
Borgfirðingahátíð; gestir eru meira
en velkomnir. Þetta er helgin þegar
við eigum öll að bjóða til okkar
gestum til að njóta borgfirskrar
mennmgar.
Laugardaginn 10. júní verður
fjölbreytt dagskrá í Borgarnesi. Við
hefjum daginn á gönguferð á fjall
eða fjöru, síðan verður sögustund í
Landnámssetri og að því loknu
skemmtidagskrá á tjaldstæðinu.
Seinnipartinn getur fólk svo valið
milli einsöngstónleika, diskósunds
og landnámssögu fyrir fullorðna.
Og þá verða allir orðnir svangir!
Og hvað er betra þegar maður er
svangur en grillveisla með ná-
grönnunum. Borgfirðingahátíð er
hið fullkomna tækifæri til að
skreyta götur og halda götugrill -
ekki bara í Borgamesi heldur út um
allt hérað! Bara að skella sér í
kuldagallann, brenna svolítið af
kjöti og kynnast krökkunum í göt-
unni. Og að því loknu á ball með
Baggalúti.
Verið velkomin!
UMSB og Borgfirðingar
Aðeins þrír sátu
heima
LEIRÁR OG MELAHR:
Kjörsókn var afar góð í þeim
fjórum hreppum sem nú sam-
einast í nýtt sveitarfélag stmnan
Skarðsheiðar og mun að öllum
líkindum hljóta nafnið Hval-
fjarðarsveit. I Hvalfjarðar-
strandarhreppi var 88,79% kjör-
sókn, í Skilmannahreppi kusu
89,31%, í Innri-Akraneshreppi
kusu 89,41% og í Leirár- og
Melahreppi var kjörsókn
96,30% og aðeins þrír íbúar á
kjörskrá sátu heima í þeim
hreppi. -hj
Þrettán
útstrikanir
STYKKISHÓLMUR:
Þrettán sinnum nýttu kjósendur
í Stykkishólmi sér rétt sirm til
þess að strika út einstaka fram-
bjóðendur á þeim tveimur hst-
um sem buðu ffam til bæjar-
stjórnar á dögunum. Oftast var
það nafn Ólafs Guðmundssonar
á D-lista sem var strikað út eða
fjórum sinnum. Félagi hans á D-
lista, Grétar Pálsson, var strik-
aður tvisvar út. Samtals voru
ffambjóðendur D-lista sjö sinn-
um strikaðir út. Frambjóðendur
L-lista voru strikaðir út sex
sinnum. Lárus Ástmar Hannes-
son var strikaður út tvisvar sinn-
um og sömu sögu var að segja af
Davíð Sveinssyni. -hj
Flestir breyttu
D-lista
BORGARBYGGÐ: Þrjátíu
kjósendur D-lista Sjálfstæðis-
flokks í nýju sveitarfélagi í Borg-
arfirði breyttu listanum með út-
strikimum. Lista Framsóknar-
flokksins var breytt af 22 kjós-
endum og L-lista félagshyggju-
fólks var breytt 20 sinnum með
útstrikunum. Þórvör Embla
Guðmundsdóttir sem var í
fjórða sæti D-lista var sá ffam-
bjóðandi sem oftast var strikuð
út af lista eða 25 sinnum. Finn-
bogi Rögnvaldsson efsti maður á
hsta félagshyggjufólks var strik-
aður 12 sinnum út og Svein-
bjöm Eyjólfsson efsti maður á
hsta Framsóknarflokksins var 10
sinnum strikaður út. -hj
Flestar yfirstrik-
anir á E-lista
HVALFJARÐARSVEIT: í
kosningum til nýrrar sveitar-
stjórnar í sameinuðuð sveitarfé-
lagi sunnan Skarðsheiðar á laug-
ardaginn komu ffam sextán at-
kvæðaseðlar þar sem kjósendur
nýttu sér rétt sinn til þess að
strika út ákveðna ffambjóðend-
ur þess lista er þeir kusu. Flestar
yfirstrikanir komu ffam á E-hsta
eða tólf, tvær yfirstrikanir komu
ffam á hvom hinna listanna er í
framboði voru. Af einstökum
frambjóðendum strikuðu flestir
út ffambjóðanda í fjórða sæti E-
listans eða átta kjósendur.
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR 8LAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Qlgeir Helgi Ragnarsson. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is