Skessuhorn - 07.06.2006, Blaðsíða 15
^ieasijMoaH
MIÐVIKUDAGUR 7. JXJNÍ 2006
15
Oska svara um stöðu
NATO-stöðvar í Hvalfirði
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
hefur ritað varnarmálaskrifstofu
utanríkismálaráðuneytisins bréf þar
sem óskað er upplýsinga um
framtíð NATO-stöðvarinnar í
Hvalfirði. Vill efdrlitið fullvissu
fyrir því að við skil á svæðinu verði
það mengunarfrítt.
Undanfarna áratugi hefur
NATO rekið olíubirgðastöð í
Hvalfirði. Hún samanstendur af
fjórum stórum olíutönkum sem
grafnir eru í jörðu. Einnig er þar
bryggja, afgreiðslubúnaður og
nokkrar byggingar. Fyrir nokkrum
árum lagðist starfsemi stöðvarinnar
af og hefur eina starfsemin þar
verið gæsla á maimvirkum. Ekki
hefur verið talið að starfsemi hefjist
að nýju í óbreyttri mynd og við
brotthvarf hersins af Miðnesheiði
þykir endanlega ljóst að starfsemi
þar mun ekki hefjast að nýju í
óbreyttri mynd. Hafa því viðræður
staðið um skil á landinu.
Þrátt fyrir að Hvalfjörður sé á
starfssvæði Heilbrigðiseftirlits
Vesturlands hefur það ekki komið
að málum stöðvarinnar í Hvalfirði
því á sínum tíma samdi
varnarmáladeild
utanríkisráðuneytisins við
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja um
eftirlit í stöðinni. Það þýðir þó ekld
að eftirlitið á Vesturlandi fýlgist
ekki með málinu og hefur það verið
talsvert rætt þar á bæ. Vilja menn fá
vissu fyrir því að ekki verði tekið
við landinu fyrr en svæðið hefur
verið hreinsað og tryggt að ekki sé
mengun þar í jarðvegi.
I framhaldi af fundi stjórnar
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í
apríl var varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins skrifað bréf
þar sem óskað var eftir skýringum á
ffamtíð stöðvarinnar í Hvalfirði og
einnig að heilbrigðiseftirlit
Suðurnesja skoðaði svæðið með
hugsanlega mengun í huga. Afrit af
þessu bréfi var sent
Umhverfisstofiiun. Að sögn Helga
Helgasonar framkvæmdastjóra
Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
hefur ekkert svar borist frá
ráðuneytinu.
Starfsmenn varnarmálaskrifstofu
voru ófáanlegir til þess að tjá sig
um málið við blaðamann
Skessuhorns og vísuðu á Ragnheiði
Elínu Arnadóttur aðstoðarmann
utanríkisráðherra. Hún hefur ekki
svarað skilaboðum blaðsins.
HJ
f
Akraneskaupstaður
Útboð
1
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið
„íþróttarhúsið við Vesturgötu og Grundaskóli, endurnýjun
glugga, opnanlegra faga og hurðar "
Helstu magntölur eru:
Endurnýjun glugga, íþróttahús 43stk (62m2)
Opnanleg fög, Ipróttahús 1 3 stk (4,5m2)
Sjálfvirk útihurð tvöföld, íþróttahús 1stk
Opnanleg fög, Grundaskóíi 22stk (13m2)
Verklok eru 25 ágúst 2006.
Útboðsgögn verða til sölu hjáTækni- og umhverfissviði
Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,
mánudaginn 12. júní 2006
Tilboð verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 20. júní 2006, kl. 11:00.
L ■ —d
Akraneskaupstaður
Útboð
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið
„Bílaplan við Bíóhöllina"
Helstu magntölur eru:
Jarðvegsskipti 1500m3
Malbik 2200m2
Steyptar stéttar 250m2
Verklok eru 29 september 2006.
Útboðsgögn verða til sölu hjáTækni- og umhverfissviði
Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr.
3.000, mánudaginn 12. júní 2006
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. júní
2006, kl. 14:00.
IsNord tónlistarhátíðin er komin til að vera
Hjómburöur erjrábær í hellinum í Hallmundarhrauni. Ljósm: BHS
IsNord tónlistarhátíðin fór fram
nú í annað sinn tun helgina með
tónleikahaldi í Reykoltskirkju,
Surtshelli og Borgarneskirkju. I ár
var lögð áhersla á tónlist sem
tengist fyrri tíð, víkingum og
sérstaklega Egilssögu með því
markmið að vekja athygli á söguarfi
Borgarfjarðar. Jónína Erna
Arnardóttir, tónleikahaldari var
afar ánægð með hátíðina og segir
hún tónleikagesti hafa verið um
230 talsins. „Þetta gekk eins og best
var á kosið og aðsókn var mjög fín.
Við vorum rosalega heppin með
veður á laugardeginum og um 100
manns mættu í Surtshelli til að
hlýða á rímur kveðnar," sagði
Jónína. Aðspurð mn hugmyndina
að Surtshelli fyrir tónleikahald,
sagði hún: „Páll á Húsafelli hélt
sýningu þama fyrir nokkmm ámm
þannig að hugmyndin blundaði í
undirmeðvitundinni. \5ð fómm og
skoðuðum aðstæður og komumst
að þeirri niðurstöðu að
Stefánshellir væri best til þess
fallinn með aðgengi og hljómburð í
huga. Flestum fannst þetta frábær
hugmynd þar sem Surtshellir er ein
af náttúmperlum Borgarfjarðar en
þetta er án efa óvenjulegur staður
fyrir tónleikahald,“ sagði Jónína.
Það er óhætt að segja að hátíðin
hefur fengið sitt brautargengi og er
undirbúningur fyrir næsta ár nú
þegar hafinn. Jóm'na er komin með
fullt af hugmyndum fyrir næstu
hátíð en vill ekki gefa þær upp að
svo stöddu en segir þó að
hugsanlega verður norrænt þema
fyrir valinu.
KÓÓ
Einleikstónleikar í Reykholtsldrlqu
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson
heldur tvenna einleikstónleika í
Reykholtskirkju í sumar. Þeir fýrri
verða þriðjudaginn 13. júní klukkan
21:00 en þeir síðari fimmtudaginn
20. júlí á sama tíma. Ólafur var
nemandi Rögnvaldar
Sigurjónssonar heitins en stundaði
framhaldsnám fyrst í París hjá
hinum heimsþekkta píanóleikara
Vlado Perlemuter og síðar í
Englandi, m.a. við konunglega
tónlistarháskólann í London (Royal
Academy of Music) þar sem hann
lauk einleikaraprófi 1994. Hann
hefur haldið tónleika víða, bæði
hérlendis og erlendis, einkum í
Bretlandi og Þýskalandi. Hann
hefur leikið inn á nokkra
geisladiska, meðal annars
píanókonserta bæði efdr Bach og
Mozart ásamt
sinfóníuhljómsveitinni London
Chamber Group og hafa þeir
fengið ffábæra dóma.
A efnisskránni á þriðjudaginn eru
Sónatína Ravels, Sónata eftir
Schubert í A dúr og 7 píanóetýður
eftir Chopin, Liszt, Moszkowsld og
Schriabin. Þessar etýður eru á
meðal erfiðustu verka
píanóbókmenntanna og eru sumar
jafnframt þekktustu píanóverk
sögunnar svo sem La Campanella
eftir Liszt og Byltdngaretýðan efdr
Chopin. (fréttatilkynning)
FJÖLBRAUTASKÓLI
VESTURLANDS
Vogabraut 5, 300 Akranes
IIMIMRITUIM
fyrir haustönn 2006 stendur yfir
Fjölbrautaskóli Vesturlands býður upp á nám á eftirtöldum námsbrautum:
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs:
Félagsfræðabraut, hagfræðibraut, málabraut, náttúrufræðibraut.
Duglegir námsmenn geta lokið stúdentsprófi á 3 árum.
Starfstengdar brautir:
Byggingagreinar: Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina, húsasmíði.
Málmiðnadeild: Grunnnám málmiðngreina, vélvirkjun, grunnnám bíliðna.
Rafiðnadeild: Grunnnám rafiðngreina (skv. nýrri námskrá), rafvirkjun.
Félagsmála- og tómstundabraut, sjúkraliðabraut, tölvufræðibraut,
viðskiptabraut.
Aðrar námsbrautir:
Almenn námsbraut, starfsbraut, listnámsbraut-tónlistarkjörsvið.
Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfstengdum námsbrautum og listnámsbraut.
Sjúkraliðanám - rafvirkjun - húsasmíði
Við vekjum sérstaka athygli á eftirfarandi:
• Ef þú hefur lokíð grunndeild rafiðna eftír eldrí námskrá en ekkí haidíð áfram í rafvirkjun,
þá er tækífæri til þess á haustönn 2006. I>að eru laus pláss á 3. önn.
* Víð vekjum sérstaka athyglí á sjúkraliðanámi með vinnu sem hefst í haust.
• Nám með vinnu í húsasmíði, 1. önn (TRÉ109 og VTS103) hefst í ágúst
ef næg þátttaka fæst.
Innritun lýkur 12. júni.
Aðstoð við rafræna innritun verður veitt í skólanum 9. og 12. júní, kl. 9 - 16.
Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjöfum til 12. júní. Námsráðgjafi frá skólanum
verður til viðtals í Grunnskólanum í Borgarnesi kl. 10-13 föstudaginn 9. júní.
Nánani upplýsingar í síma 433 2500
og á heimasíðu skólans www.fva.is