Skessuhorn - 23.08.2006, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
^sunu^
Til minnis
Skessuhorn minnir alla öku-
menn á að vera sérstaklega
varkárir í umferðinni nú
þegar skólabörn landsins
fara mörg hver gangandi til
og frá skóla.
Vechvrhorfur
Gert er ráð fyrir suðlægri átt
og mildu veðri næstu daga.
Rigning eða súld með köfl-
um, einkum sunnan- og
vestanlands. Snýst í aust-
lægari átt eftir helgi.
Spitrnin^ viKijnnar
í síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is; „Nær ÍA að
halda sér í efstu deild
karla í fótbolta?" Meiri-
hluti svarenda eða tæplega
56% svöruðu því að ÍA
myndi ekki halda sér í efstu
deildinni, 35% svöruðu því
að liðið myndi halda sér í
efstu deildinni og rúmlega
9% svarenda svöruðu því
að þeir vissu það ekki.
í næstu viku spyrjum við:
„Ætlar þú
í réttir í haust?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendiníjtvr
viKi^nnar
Skessuhorn útnefnir að
þessu sinni Vestlendinga
vikunnar börnin sem eru að
hefja sína skólagöngu í
fyrsta bekk í grunnskólum
Vesturlands.
Fréttavefur
Vesturlands
www.skessuhorn.is
Benedikt Erlingsson
Sýnt í
í
Laugard. 19. ágúst kl. 20 uppselt
Sunnud. 20. águst kl. 15 Örfá sæti laus I
Sunnud. 20. ágúst kl. 20 ðrfá sæti laus ]
Föstud. 25. ágúst kl. 20 ðrfá sæti laus
Laugard. 26. ágúst Id. 15 uppselt
Laugard. 26. ágúst kl. 20 uppselt
Laugard. 2. september kl. 20
Sunnud. 3. september kl. 15
Sunnud. 3. saptember ki. 20
Staðfesta þarf miða með greiðslu
vlku fyrir sýnírtgardag
LEIKHÚSTILBOÐ
LLinriwJ » ILDvU Tvirettadur kvolóveróur og íeikhusmiói kr. 4300 - 4800.-
MiÐAPANTANIR 1 SÍMA Í37 1603 iAN'ttN VMVsl'ttiS
Ekkert í hendi með hvalveiðar
Undanfarið hafa menn velt því
fýrir sér hvort svo gæti farið að Is-
lendingar ætli að hefja hvalveiðar
að nýju. Stjórnvöld stefna að því að
hefja veiðarnar og fulltrúar þeirra
hafa talað fyrir því á alþjóðavett-
vangi. Það sem hefur gefið umræð-
unni byr undir báða vængi nú mn
stundir er sú staðreynd að Hvalur
9, eitt hvalveiðiskipa Hvals hf., er á
leið í slipp. Einnig hefúr sést til
fúlltrúa fyrirtækisins í hvalstöðinni
í Hvalfirðinum og því ekki nema
von að menn spyrji sig að því hvort
hvalveiðar séu að hefjast.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., sagði í samtali við Skessuhorn
að hann hefði ekkert í hendi með
veiðarnar, aðgerðir fyrirtækisins
séu til þess gerðar að passa upp á að
hlutirnir séu í lagi. „Maður verður
að vita í hvaða ástandi hlutirnir eru
áður en maður fer að rífa kjaft,“
sagði Kristján. „Það hefur ekki ver-
ið hreyft við neinu í Hvalfirðinum í
sextán ár og maður hreyfir sig ekki
mikið ef hlutirnir eru ekki í lagi.“
Kristján segir að ef svo fari að
hvalveiðar verði hafúar á ný muni
fyrirtækið hafa starfsemi sína í
Hvalfirðinum. „Ef við förum í gang
þá verðum við þar. Þar er öll okkar
aðstaða."
-KÓP
Langur biðlisti í tónlistamám á Akranesi
Um þessar mundir eru 76 manns
á biðlista efrir námi í Tónlistarskól-
anum á Akranesi. Þetta kemur firam
í svari Gísla S. Einarssonar bæjar-
stjóra við fyrirspurn frá Sveini
Kristinssyni bæjarfulltrúa Samfylk-
ingarinnar. I svari Gísla kemur
fram að flestir bíða efrir námi í gít-
arleik eða 21 að tölu. Eftir námi í
slagverksleik bíða 17 manns og 13
bíða efrir námi í rafgítar- eða raf-
bassaleik og 12 bíða efrir námi í pí-
anóleik. Nemar í Tónlistarskólan-
um eru að jafnaði í kringum 300
talsins og biðlistinn því um fjórð-
ungur nemendafjöldans.
I samtali við Skessuhorn segir
Gísli biðlista þennan með öllu
óviðunandi í samfélagi sem vilji
vera í fararbroddi í menntamálum
enda hafi núverandi meirihluti bæj-
arstjórnar einsett sér að bæta þarna
úr þannig að biðlistinn hverfi á
næstu misserum. Eins og fram hef-
ur komið í fréttum eru uppi hug-
myndir um að tónlistarskólinn flytji
í húsnæði það sem Akranesbær
keypti í nýbyggingu á Miðbæjarreit
og var áður ætlað undir starfsemi
bókasafnsins. Gísli segir leitt til
þess að vita hversu víða biðlistar
hafi myndast efrir þjónustu sveitar-
félagsins í tíð fyrrverandi meiri-
hluta og bæjaryfirvöld muni á næst-
unni beita öllum sínum kröftum til
þess að þessir biðlistar hverfi. HJ
Ráðið í nýjar stöður í Borgarbyggð
Byggðaráð Borgarbyggðar hefúr
staðfest ráðningu fjögurra nýrra
starfsmanna af fimm sem auglýstar
voru fyrr í sumar. Að sögn Páls S
Brynjarssonar, sveitarstjóra á aðeins
eftir að taka ákvörðtm um hver
verður valinn í nýtt starf markaðs-
og menningarfúlltrúa en ákvörðun
um ráðninguna verður tekin í dag,
miðvikudag, á fundi byggðaráðs.
I stöðu skólastjóra Varmalands-
skóla hefur Þórurm María Oðins-
dóttir, 34 ára verið ráðin. Þórunn
María hefúr starfað við skólann og
er honum auk þess vel kunnug þar
sem hún var sjálf þar á grunnskóla-
árum sínum, en hún er ffá Einars-
nesi í Borgarbuggð. Flemmingjes-
sen skólastjóri mmi starfa að ýms-
um verkefnum við skólann til 1.
nóvember nk. en Þórunn María
hefur þegar tekið við starfi skóla-
stjóra. Rætt er stuttlega við Þór-
unni Maríu á bls. 8 í blaðinu í dag.
Jökull Helgason, sem undanfarið
hefur starfað sem bæjartækniffæð-
ingur í Grundarfirði hefur verið
ráðinn í nýtt starf umsjónarmanns
eigna og verklegra ffamkvæmda hjá
Borgarbyggð.
Þá var Björg Gunnarsdóttir á
Hvanneyri ráðin í nýtt starf um-
hverfisfulltrúa hjá sveitarfélaginu.
Starfsstöð hennar verður í Reyk-
holti.
Loks var Guðrún Hulda Pálma-
dóttir ráðin í starf afgreiðslufulltrúa
á skrifstofu sveitarfélagsins í Borg-
amesi. MM
Fundað með Jámblendinu
vegna mengunar
Oddviti Hvalfjarðarsveitar og
formaður umhverfis- og náttúru-
verndarnefndar sveitarfélagsins
funduðu nýverið með fram-
kvæmdastjóra Islenska járnblendi-
félagsins ehf. vegna mengunar er
stafað hefur af starfsemi verk-
smiðju félagsins á Grundartanga
að undanförnu. Eins og fram hefur
komið í Skessuhorni hafa verið
erfiðleikar í rekstri reykhreinsi-
búnaðar verksmiðjunnar með
þeim afleiðingum að mengun hef-
ur verið mjög sýnileg frá verk-
smiðjunni. Hefur stjórn Faxaflóa-
hafna meðal annars óskað eftir
fundi með stjórnendum fyrirtækis-
ins vegna þessa.
Einar Orn Thorlacius, sveitar-
stjóri Hvalfjarðarsveitar segir
fundinn með framkvæmdastjóra IJ
hafa verið gagnlegan. Fram hafi
komið að unnið sé nú að ákveðn-
um endurbótum á reykhreinsibún-
aði verksmiðjunnar og vonast sé til
þess að þeirri vinnu ljúki innan
tíðar. Hann segir ákveðið að sveit-
arstjórn Hvalfjarðarsveitar heim-
sæki verksmiðjuna þann 13. nóv-
ember og kynni sér starfsemina,
meðal annars þá vinnu sem unnið
hefur verið að í mengunarvörnum.
HJ
Höfinin í Olafsvík
Mikið átak hefur verið gert í
umhverfismálum í höfninni í
Olafsvík, líkt og í Rifi og á Arnar-
stapa. Fyrir miðri mynd má sjá
grjótgarða sitthvoru megin við
Gilið, þar sem áin rennur út í
höfnina, og voru þeir hlaðnir 2001
og 2004. Fyrir miðri mynd er tré-
bryggja sem reist var á árunum
1967-1969 og hefur verið endur-
byggð. Hún er 108 metrar og
óvenjulöng af trébryggju að vera
sem stendur út í miðja höfn. Því
verki mun ljúka í haust. Við Norð-
urtanga hefur verið steypt bílaplan
og í vor var þar sett upp lág-
stemmd lýsing og komið fyrir
tveimur bekkjum. Það er ekki
óalgeng sjón að sjá ferðamenn sitja
þar, borða nestið sitt og dást að út-
sýninu. Meðfylgjandi mynd tók
Mats Wibe Lund, ljósmyndari og
góðkunningi Skessuhorns.
-KÓP
Lýst eftir sæt-
um strákum
VESTURLAND: í október í
haust fer hið árlega val um
Herra Vesturland fram. Keppn-
in verður haldin á Akranesi en
þátttökurétt hafa þeir Vestlend-
ingar sem ná 18 ára aldri á ár-
inu og komast í gegnum nálar-
auga keppnisstjóra. Hámarks-
aldur keppenda er hinsvegar 27
ár. Að sögn Silju Allansdóttur,
umsjónarmanns keppninnar
þurfa þátttakendur helst að vera
að lágmarki 1,78 metrar á hæð,
vera í líkamlega góðu formi en
keppnin er fremur hugsuð sem
módelkeppni en hefðbundin
fegurðarsamkeppni. Gagnstætt
fegurðarsamkeppnum kvenna
mega keppendur vera orðnir
feður og vera í hjónabandi eða
sambúð og er ekki gert skilyrði
um neina sérstaka kynhneigð.
Keppnin er liður í undirbúningi
fegurðarsamkeppni Islands;
Herra Island. Þeim sem vilja
láta reyna á þátttökurétt sinn er
bent á að ræða við Silju Allans-
dóttur í síma 869-1016 eða
senda póst með mynd á net-
fangið: siljaallans@visir.is
-mm
Lést í
umferðarslysi
BORGARNES: Maðurinn
sem lést í bílslysi á Vesturlands-
vegi aðfaranótt sl. sunnudags
hét Eugeniusz Leszek Lojko til
heimilis að Egilsgötu 11 í
Borgarnesi. Hann var 47 ára
gamall starfsmaður hjá
Loftorku Borgarnesi ehf. Hann
lætur eftír sig konu og tvö börn
sem búsett eru í Póllandi. -mm
Daglega ekið á
kindur
SNÆFELLSNES: Lögreglan
á Snæfellsnesi segir það nárrast
daglegan viðburð að ekið sé á
kindur á vegum í umdæmi lög-
reglunnar. Kind drapst þegar
ekið var á hana sl. föstudag en
engin meiðsl urðu á fólki. Að
sögn lögreglunnar er erfitt við
þetta að eiga þar sem rollurnar
ganga lausar meðfram vegun-
um eins og víða er í umdæminu.
Biður lögregla ökumenn að
hafa varann á sér þar sem
skepnur þessar ktmna engin skil
á umferðarreglum, eins og gef-
ur að skilja og geta því fyrir-
varalaust hlaupið upp á vegi og
í veg fyrir bíla. -mm
í bankaviðskipti
í KB-banka
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefur ákveðið að taka tilboði
KB-banka um bankaviðskipti
sveitarfélagsins. Sveitarfélagið
Hvalfjarðarsveit varð til í vor
við sameiningu fjögurra sveit-
arfélaga sunnan Skarðsheiðar.
Einar Orn Thorlacius sveitar-
stjóri segir í samtali við Skessu-
horn að sveitarfélögin fjögur
hafi verið víða með sín banka-
viðskipti og því hafi þótt rétt að
leita eftir tilboðum í viðskipti
hins nýja sveitarfélags. Tilboð
bárust frá nokkrum bönkum og
eftir að sveitarstjórn hafði ráð-
fært sig við endurskoðanda
sveitarfélagsins var ákveðið að
taka tilboði KB banka.
-bj