Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Page 4

Skessuhorn - 23.08.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 ■K|..linn. ■■ Þeir slettu skynnu... B ORGARFJ ÖRÐUR: Aðfar- arnótt síðastliðins mánudags valt aftanívagn flugningabíls á suðurleið á veginum við Skor- holt í Leirársveit. Dróst vagn- inn nokkurn spöl á eftir flum- ingabiffeiðinni áður en tækið stöðvaðist. Vagninn lokaði annarri akreininni um tíma á meðan að björgunarsveitar- menn tæmdu vagninn sem var fullur af vörum, þar á meðal skyri. -so Hafha seinkun skólasetningar BORGARBYGGÐ: Fræðslu- nefhd Borgarbyggðar hafhaði á dögunum beiðni frá Viðskipta- háskólanum á Bifröst um að skólasetningu Varmalandsskóla yrði frestað frá 23. ágúst til 27. ágúst. Grunnskólabörn á Bif- röst eru meðal þeirra bama er sækja Varmalandsskóla. Við- skiptaháskólinn á Bifröst verð- ur settur 3. september. -hj Upplýsingaskilti sett upp GRUNDARFJÖRÐUR: Sett hafa verið upp tvö upplýsinga- skilti rétt austan við þéttbýlið í Grundarfirði. Annað hefur að geyma upplýsingar um Kirkju- fellið en hitt upplýsingar um fuglalíf á svæðinu. Það er Framkvæmdaráð Snæfellsness sem stóð fýrir skiltagerðinni en Náttúrastofa Vesturlands ann- aðist gerð þeirra með styrk frá Ferðamálastofu. -kóp Styrkja sundæfingaferð AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að styrkja Sund- félag Akraness um 150 þústmd krónur vegna góðs árangurs fé- lagsins. Styrkurinn rennur til A- hóps félagsins sem stundar nú æfingar á Spáni. -hj Formannsskipti í félagsmálaráði AKRANES: Bæjarráð Akraness samþykkti í síðustu viku tillögu oddvita Frjálslyndra og óháðra um að Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður og varabæjarfull- trúi taki við formennsku í félags- málaráði af Sæmundi T Hall- dórssyni sem hverfur úr nefhd- inm. Magnús Þór var áður vara- maður í nefhdinni og sæti hans tekur Karen Jónsdóttir bæjarfull- trúi. Þá var einnig samþykkt til- laga um að Magnús Þór verði að- almaður í stjóm Byggðasafnsins að Görðum og Ásgeir Hlinason varamaður í sömu stjórn hafi stólaskipti. Bæjarráð samþykkti einnig tdllögu oddvita Sjálfstæð- isflokksins um að Þorgeir Jósefs- son tald sæti Jóns Gurmlaugsson- ar sem varamaður í menningar- mála- og safnanefiid. -hj HSH ræður nýjan framkvæmdastjóra Unnur María Raftisdóttir er ný- tekin til starfa sem framkvæmda- stjóri Héraðssambands Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu (HSH). Unnur María er menntuð í fiskiðn og hefur unnið sem verkstjóri í fisk- vinnslu síðustu 14 ár. Hún hefur þegar tekið til starfa sem ffarn- kvæmdastjóri, en Alda Pálsdóttir, sem gegnt hefur því starfi undan- farin ár, hefur horfið til annarra starfa. Unnur María sagði í samtali við Skessuhom að nýja starfið legðist vel í hana. Hún væri að reyna að komast inn í starfið og það væri ----------y------------------- alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Hún segir að þar sem fyrrverandi framkvæmdastjóri sé horfinn frá störfum væri þetta sumpart eins og að henda sér út í djúpu laugina, það sé margt að læra. Unnur María fór á unlingalandsmót UMFI að Laug- um í Þingeyjarsýslu um verslunar- mannahelgina. „Ég fór ekki síst til að kynnast börntmum og foreldr- unum og koma mér þannig betur inn í starfið," segir hún. „Annars leggst þetta ágætlega í mig og ég hlakka til að takast á við þetta verk- Unnur María Rafnsdóttir. Oskar og Þuríður Ama með í áheitaferð Heldu Við opnun nýs sýningarsalar fyrir Skoda í húsnæði Heklu hf. í Reykja- vík um helgina var Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna afhentur styrkur að upphæð 500 þúsund krónur frá fyrirtækinu. Að auki var greint frá því að samtökin gætu tryggt sér afnotarétt af Skodabifreið frá Heklu í eitt ár - EF fulltrúa sam- takanna og FIB tekst að aka hring- veginn á einum olíutanki á Skoda ffá Heklu. Lagt var af stað í sparaksturinn fyrir hádegi sl. mánudag frá aðal- stöðvum Frumherja á Artúnshöfða og stefht að því að koma til baka um hádegi á miðvikudag [í dag]. Biffeið- in sem ekið er á er af gerðinni Skoda Octavia, með TDI dísilhreyfli sem er afar sparneytinn á eldsneyti við öll akstursskilyrði. Uppgefin eyðsla er 4,9 lítrar á htmdraðið í blönduð- um akstri en 4,2 h'trar í utanbæj- arakstri. Tankur bílsins tekur 5 5 lítra af eldsneyti. Þannig er nokkuð mik- ið lagt undir; Samtök krabbameins- sjúkra barna eignast bílinn ef öku- marmi þeirra tekst að ljúka hring- veginum um landið á einum tanki af eldsneyti. Knútur G. Hauksson hjá Heklu afhendir hér Þuríði Omu leikjatölvu til að slytta henni stundir meðan á akstrinum stendur. Okumaður í ferðinni er Stefán Ásgrímsson ritstjóri hjá FIB og hon- um til aðstoðar þau Oskar Orn Guðbrandsson, nýr framkvæmda- stjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna og Þuríður Ama, fjög- urra ára dóttir Oskars en hún greindist með góðkynja æxli við heila fyrir tveimur árum. Eins og lesendum Skessuhorn muna þá fylgdist blaðið sl. vetur með ferð Þuríðar Omu og foreldra hennar þegar hún fór utan í erfiða skurðað- gerð. Oskar Om, sem er frá Akra- Ljósm. GK nesi, er vel þekktur keppnismaður en hann var m.a. í sundlandsliði Is- lands um árabil: „Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er mjög þakklátt fyrir stuðning Heklu og er staðráðið í að sigrast á þeirri skemmtilegu þraut sem nú hafi ver- ið lögð fyrir okkur. Stefán Ásgríms- son er þrautreyndur sparakstursöku- maðrn- og segist muni gera sitt besta til að tryggja Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna afnotarétt af bíln- um næsta árið,“ segir Oskar Om. MM Rætt um frestun framkvæmda vegna þenslu Þessa dagana em til umræðu í stjómkerfi Akraneskaupstaðar hug- myndir um hugsanlega frestun ffamkvæmda fyrir á annað hundrað milljónir króna vegna þenslu. Þess- ar hugm^mdir era ræddar í kjölfar tilmæla ríkisstjómarinnar til sveit- arfélaga um ffestun ffamkvæmda til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. Á fundi bæjarráðs á miðvikudag lagði Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og ffamkvæmdasviðs bæjar- ins ffam lista yfir framkvæmdir á árinu sem unnt væri að ffesta. Er þar um að ræða tíu verk og kostn- aðurinn við þau er áætlaður tæpar 117 milljónir króna. Þessar ffamkvæmdir era endur- nýjun slitlags á Sandabraut, slitlags- framkvæmdir í nýjum hverfum, göngustígagerð á Sólmundarhöfða, endurnýjim gangstétta meðal ann- ars við Höfðabraut og Heiðarbraut, gerð leikvallar við Eyrarflöt/Dals- flöt, framkvæmdir við anddyri og utanhússklæðningu Brekkubæjar- skóla, hönnun stúku við knatt- spyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum, hönnun breytinga á bókasafni, framkvæmdir við Akratorg og hönnun við tjaldsvæði. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að þessi mál væra til skoðunar þessa dagana að beiðni ríkisstjómarinnar og samtaka sveitarfélaga. Eins og ffam hefur komið í fréttum Skessu- horns hafa engin tilboð borist í nokkur verk sem bæjarfélagið hugðist ráðast í að undanförnu. Gísli segir að skort á verktökum geri það að verkum að sum þessara verka muni sjálfkrafa ffestast en ástæða hafi þótt að skoða öll þau verk sem til greina gæti komið að ffesta. Þessi mál þurfi að kanna bet- ur og ræða til dæmis við íbúa Sandabrautar sem búist hafi við ffamkvæmdum í götunni í sumar. Þar hafi ekki fengist verktaki og því ekki viturlegt að byrja viðamiklar ffamkvæmdir rétt fyrir veturinn. Sem kunnugt er ákvað nýr meiri- hluti bæjarstjórnar effir kosningar að flýta ffamkvæmdum við endur- nýjun slitlags Grenigrundar og var lofað að ráðist yrði í þær í sumar. Þar hafa ffamkvæmdir ekki hafist ennþá vegna skorts á verktökum að sögn Gísla. Hann segir ennþá reynt að hrinda úr vör ffamkvæmdum við götuna en á þessari stundu sé óvíst að það takist. HJ Mótar stefiiu í malamámi HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur falið oddvita og sveitar- stjóra að skoða málefni malar- náms í sveitarfélaginu í heild sinni og móta stefnu í mála- flokknum í sveitarfélaginu. Þetta var ákveðið í ffamhaldi af umsókn frá Snóki verktökum ehf. og Islandsgámum um leyfi til malartöku í malarnámu á Stóra-Fellsöxl. -hj Endurbætur knattspymu- vallar HVALFJARÐARSVEIT: Sveitarstjóm Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að ráðast í end- urbætur á knattspymuvellinum í Melahverfi. Tilboði ffá Brynjólfi Ottesen í túnþökur og undirlag á völlinn, sem er um 1.000 fer- metrar, var samþykkt. Tilboðið er að upphæð 230 þúsund krón- ur og er flutningur efhis á stað- inn innifalinn í því tilboði. Jafh- ffamt hefur Hlynur Sigurbjöms- son varaoddviti tekið að sér að fá foreldra í Melahverfi sér til að- stoðar við að leggja þökumar á völlinn. -hj S Ohöpp og ofsaakstur BORGARFJÖRÐUR: Fjöratíu og fimm ökumenn vora teknir lýrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í hð- inni viku. Þar af vora tveir á ofsa- akstri langt yfir leyfðu hámarks- hraða. Þá var ökumaður BMW sportbíls tekinn á 170 km/klst. hraða undir Hafiiarfjalh um síð- ustu helgi. Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi í síðusm viku. Bíll fór útaf á Uxarhryggjum og valt. Ökumað- urinn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en hann kvartaði yfir eymslum í hálsi og baki. -so Skipulags- breytingar BIFRÖST: Breytingar hafa ver- ið gerðar á skipuriti Viðskiptahá- skólans á Bifföst. Á vef skólans segir að markmið þeirra sé að einfalda stjórnkerfi skólans, draga úr kosmaði, auka skilvirkni og bæta þjónusm með því m.a. að stytta boðleiðir og skýra betur ábyrgðarsvið starfsfólks. I dag era þrjár háskóladeildir starf- ræktar við skólann: viðskipta- deild, lagadeild og félagsvísinda- og hagffæðideild. I nýju skiptiriti hafa verið sett upp fjögur stoð- svið sem vinna þvert á þessar deildir; kennslusvið, þjónusm- svið, húsnæðissvið og fjármála- svið. Nýir sviðsstjórar við skól- ann era þau Steinunn Eva Bjömsdóttir, Geirlaug Jóhanns- dóttir, Guðrún Árnadóttir og Einar S Valdemarsson. Þá hefur Hrafrihildur Valdimarsdóttir verið ráðin aðstoðarmaður rekt- ors. -ntm WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er tíl 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasöiu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.