Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Page 6

Skessuhorn - 23.08.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 ^suriu.2 Dagmæðrum íjölgar í Borgarbyggð í byrjun þessa mánaðar sam- þykkti byggðaráð Borgarbyggðar nýjar reglur um niðurgreiðslur til dagmæðra. Nokkuð hafði borið á skorti á dagmæðrum á svæðinu og var það ekki síst hvatinn að nýju samþykktinni. Samkvæmt nýju reglunum eru daggjöld hjá dag- mæðrum greidd niður um 11 mánuði á ári fyrir börn á aldrinum sex mánaða til sex ára þar til leik- skólapláss býðst. Upphæðir eru mismunandi eftir flokkum, hæsta greiðsla er fyrir einstætt foreldri eða foreldri sem bæði eru í námi og nemur hún 39.600 krónum á mánuði fyrir níu stunda dvöl. Greiðsla til hjóna eða sambúðar- fólks sem ekki er í námi nemur 30.600 á mánuði fyrir níu stunda dvöl. Ásthildur Magnúsdóttir, for- stöðumaður fræðslu- og menning- arsviðs Borgarbyggðar, sagði að nýju reglurnar væru mjög til bóta. Þær gerðu dagmæðrum kleift að hækka gjaldskrá sína án þess að það bitnaði á foreldrum. „Áður en við samþykktum reglurnar var að- eins ein dagmóðir starfandi hér,“ segir Ásthildur. „Þann 1. septem- ber tekur önnur til starfa í Borgar- nesi og tvær dagmæður eru búnar að sækja um leyfi á Hvanneyri og gætu einnig tekið til starfa 1. sept- ember. Það er því ljóst að þessi málefni eru að lagast og eðlilegast er að tengja það samþykkt nýju reglanna." Ekki er útlit fyrir að dagmóðir verði starfandi á Bifröst í vetur, en leikskólinn ætlar að sinna þörfinni þar. -KÓP Ingunn AK150 við bryggju á Akranesi í liðinni viku. Kolmunninn gefiir sig ekki Forsvarsmenn HB Granda hafa ákveðið að gera hlé á kolmunna- veiðum um sinn. Kolmunninn hef- ur ekki gefið sig fyrir Vesturlandi þó veiðar þar hafi byrjað ágætlega. Fyrirtækið á enn nokkuð af kvóta fyrir síld og sagði Ingimundur Ingimundarson deildarstjóri upp- sjávarfisks að þau þrjú skip sem stundað hafa kolmunnaveiðarnar að undaförnu, Faxi, Ingunn og Sunnuberg, færu öll á síldveiðar. „Ætli við tökum ekki svona tvo síldartúra og tökum svo stöðuna. Kolmunninn gefur sig ekki núna þannig að við gerum hlé á þeim veiðum núna og getum þá tekið þær upp aftur síðar ef ástandið breytist.“ -KÓP Reykjavíkurborg greiðir engan lög- gæslukostnað vegna Menningamætur Reykjavíkurborg þarf ekkert að greiða í löggæslukostnað þrátt fyrir að aukakosmaður lögreglunnar vegna Menningarnæmr hafi verið talsvert á aðra milljón króna. Á sama tíma em ýmsar samkomur á lands- byggðinni að sligast undan greiðslu löggæslukosmaðar. Yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík segir hugsanlega tímabært að endurskoða reglur um innheimtu löggæslukosmaðar. Eins og kunnugt er fór árleg Menningamótt ffam í Reykjavík á laugardaginn. Dagskrá hátíðarinnar dró að vanda til sín tugþúsundir landsmanna. Slík fjöldasamkoma þarfnast mikillar skipulagningar, ekki síst hjá lögreglu. Fram kom í fjölmiðlum að Lögreglan í Reykja- vík var með mikinn viðbúnað og má víst telja að þar hafi verið tjaldað öllu sem hægt var til þess að tryggja ör- yggi borgaranna allt frá því að Reykjavíkurmaraþon hófst snemma að morgni laugardags og þar til yfir lauk aðfaramótt sunnudags. Rætt um sérstakan hátíðasjóð Mikill viðbúnaður lögreglu leiðir hugann að því hvort Reykjavíkur- borg greiði fyrir þann löggæslu- kostnað er hlýst af þessum miklu há- tíðarhöldum líkt og hátíðarhaldarar á landsbyggðinni þurfa margir hverjir að gera. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík sagði í samtali við Skessuhorn síðdegis á fösmdag að áætlaður aukakosmaður embættisins vegna Menningarnætur væri um 1,5 milljónir króna. Reykja- víkurborg greiðir að hans sögn ekki krónu af þeim aukakostnaði. Segir hann að þar ráði að enginn aðgangs- eyrir sé innheimtur af gestum menningarnætur. Nokkrar deilur hafa risið í gegn- um árin vegna innheimtu löggæslu- kosmaðar og hæst bar deilur Ung- mennafélags Islands og lögreglu- stjórans á ísafirði vegna innheimtu löggæslukostnaðar við unglinga- landsmóts sem haldið var á Isafirði. Þykir mörgum sem ekki standi allir við sama borð þegar kemur að greiðslu löggæslukosmaðar. Geir Jón segir tímabært að endurskoða reglur um endurgreiðslu löggæslu- kostnaðar og nefnir í því sambandi hugmyndir um að sérstakur sjóður fái fjárveitingar á fjárlögum. Úr þessum sjóði verði greitt til lög- regluembættanna vegna löggæslu- kostnaðar sem til fellur vegna ýmissa hátíða. Hann telur slíkt nauðsynlegt þar sem á undanfömum árum hafi ýmsar bæjarhátíðir fest sig í sessi á landsbyggðinni sem kallað hafi á aukna löggæslu. Gæta skal nicðalhófs Ef marka má umburðarbréf sem dóms- og kirkjumálaráðherra gaf út til lögreglustjóra fyrir liðna versltm- armannahelgi er lögreglustjórum nokkuð í sjálfsvald sett hvort og þá með hvaða hætti þeir irmheimta lög- gæslukostnað. I bréfinu segir m.a.: „Samkvæmt reglunum skal sá sem fyrir skemmtun stendur endurgreiða lögreglustjóra þann kostnað er leið- ir af aukinni löggæslu vegna skemmtunar umfrarn það sem eðli- legt má telja. Við mat á því hvað megi teljast eðlilegt ber lögreglu- stjóra að taka mið af reynslu fyrri ára vegna sambærilegra skemmtana, þeim fjölda sem búist er við að sæki skemmtun, viðbúnaði leyfishafa vegna skemmtunar, hvort áfengi er leyft á skemmtun og staðsetningu skemmtunar, það er hvort hún er haldin í þéttbýli eða í dreifbýli". Síð- ar í bréfinu segir einnig: „Við ákvörðun um löggæslukostnað ber að gæta meðalhófs þannig að aðilum sé ekki íþyngt með kostnaði umfram það sem eðlilegt getur tahst. Gæta skal samræmis við ákvörðun lög- gæslukostnaðar innan lögregluum- dæmis þannig að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð. Þá skal einnig gæta samræmis milli lög- regluumdæma með þeim hætti að í lögregluumdæmum af sambærilegri stærð gildi sömu reglur“. HJ Fimmta leiðin valin Betur fór en á horfðist þegar ökumaður fólksbíls missti stjórn á fólksbifreið sinni í hringtorgi Vesturlandsvegar við Borgarnes um miðjan dag á sunnudag. End- aði biffeiðin úti í skurði og sat þar föst uns hjálpsamur ökumaður vel útbúins jeppa kom farþegum til aðstoðar. Fólksbiffeiðin var dreg- in snarlega úr skurðinum, sam- hliða því sem farþegar settust á skottið og þyngdu afturhlutann. Effir smáræðis lagfæringar héldu ferðalangar för sinni áffam á nýj- an leik, eflaust fegnir því að ekki fór verr og að enn eru til hjálp- samir ökumenn. BT PISTILL GISLA Ofmemi og annað Ég vaknaði í fyrradag heldur illa á mig kominn líkamlega líkt og gerist stundum um þetta leiti árs. Eg fékk nefnilega í vöggu- gjöf forláta frjóofnæmi sem hefur í för með sér óþæg- indi af ýmsum toga. Ég er alls ekki að kvarta því ég fékk þó allavega eitthvað. Sumir fá ekki neitt. Sumum er útdeilt hæfi- leikum til að læra utanað alls kyns vísindi. Aðrir fá birgðir af tónlistarhæfíleik- um eða haug af hagmælsku. Enn öðrum eru skenkt ósköpin öll af sköpunar- gleði og hugmyndaauðgi og sumir fá lánaðar lista- mannshendur á meðan þeir dvelja hérna megin. Ég fékk þó allavega frjóofnæmið og hef því varla efni á að kvarta. Enda var það svosem ástæðulaust á sínum tíma. Að vísu er það ekkert eftir- sóknarvert að vera blind- fullur af kvefi á þeim árs- tíma sem engum ætti að vera vorkun að bera sig mannalega. Jafn óskemmti- legt er það að vera rauð- eygður og þrútinn eins og atvinnudrykkjumaður án þess að hafa unnið fyrir því. Kosturinn var aftur á móti sá að þegar ég var ungur ofnæmisgemlingur þá hafði ég nokkra sér- stöðu. A þeim tíma voru of- næmi nefnilega ekki til á hverju heimili. Frjóofnæmi var meira að segja allt að því fágætt og því ekki laust við að ég vekti nokkra at- hygli þar sem ég hnerraði eins og ég fengi borgað fyr- ir það um hábjargræðistím- ann. I dag er þetta ekkert gam- an lengur. I dag eru nefni- lega allir með ofnæmi og þykir ekki merkilegt. Svona er reyndar allt í dag. Ef menn ætla að vera frumleg- ir þá eru allir komnir í sömu fótsporin daginn eft- ir. Það fær ekkert að vera í friði! Þetta var að vísu ekki það sem mér var efst í huga heldur sú staðreynd að þar sem ég lá í fleti mínu fyrr- nefndan morgun, stíflaður af kvefi, varð mér einmitt hugsað til stíflunnar á Kárahnjúkum. Enda ekki nokkur steypuklumpur sem mönnum hefur orðið jafn tíðrætt um. Ég neita því ekki að þetta er mannvirki sem ég vildi síst vilja hafa í garðinum hjá mér. Það er alls ekki fal- legt. Það er hinsvegar kom- ið á sinn stað og gæti reynst torvelt að flytja það úr stað þannig að ég sé ekki full- komlega tilganginn með þessu tuði. Gísli Einarsson, stíflaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.