Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Page 8

Skessuhorn - 23.08.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 ^ttúsvnvKt Þómnn María tekur við stjómun Varmalandsskóla Þórann María Óðinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Varma- landsskóla í Borgarbyggð. Tekur hún við starfinu af Flemming Jes- sen sem gegnt heíúr starfi skóla- stjóra í fimmtán ár. Flemming mun sinna ýmsum verkefnum við skólann fram til 1. nóvember í vet- ur en Þórann hefur þegar tekið við skólastjórnun. Þórann er með yngstu skóla- stjórum hér á landi, eða 34 ára að aldri. Hún er elst átta barna þeirra hjóna Bjargar Karitasar Jónsdótmr og Óðins Sigþórssonar í Einars- nesi svo óhaett er að segja að strax í uppvexti sínum hafi hún þurft að hafa hönd í bagga við stjórnun sér yngri barna; reynsla sem vafalaust kemur nú að góðum notum. Eig- inmaður hennar er Þórarinn Ingi Ólafsson, en hann er þessi misser- in að ljúka mastersprófi í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst og starfar hjá Sparisjóði Mýra- sýslu. Þau eiga tvo syni; Óðinn Inga 5 ára og Hermann Þór 2 ára. Aðspurð segir Þórann að starfið leggist afar vel í sig og ekki síður skólaárið sjálft sem nú er að hefj- ast. „Varmalandsskóli er sá grunn- skóli er ég lauk mínu grannskóla- prófi ffá og hef ég því sterkar taug- ar til hans. Þegar ég kom síðan til starfa við Varmalandsskóla kenndi ég fyrsta árið sem almennur kenn- ari en næstu þrjú starfaði ég sem aðstoðarskólastjóri við skólann. Síðasta vetur lagði ég hinsvegar stund á mastersnám í stjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Auk náms og starfa við Varmalands- skóla kenndi ég í nokkur ár við Klébergsskóla á Kjalamesi og í eitt ár á Akureyri,“ segir Þórann. Þóninn María Óðinsdóttir skólastjórí Varmalandsskóla. Nemendur á Varmalandi eru um 150 talsins og kemur um 60% þeirra frá Bifröst en um 40% þeirra úr dreifbýlinu. MM 220 ára kaupstaðar- aftnæli Grundarfjarðar Þarm 18. ágúst árið 1786, eða fyrir nær réttum 220 árum síðan, gaf Dana- konungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum yrði veitt kaupstaðarétt- indi. Þetta vora plássin Grundarfjörður, Reykja- vík, Isafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vest- mannaeyjar. Kaupstaðirn- ir sex áttu að verða miðstöðvar versltmar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opin- berra embættismanna og stofnana. Árið 1786 var verslunarstaðurinn í Grundarfirði á Grundarkampi og gerði séra Sæmundur Hólm prestur á Helgafelh þá uppdrátt af lóð kaup- staðarins og telst það vera fyrsti skipulagsuppdrátturinn sem gerður var hér á landi. Hugmyndimar hvað varðar Grandarfjörð gengu ekki all- ar eftir og svo fór að árið 1836 var gefin út tilskipun um að Reykjavík ein væri kaupstaður en hinir staðim- ir fimm löggiltir versltmarstaðir. Engu að síður markar þessi dagsetn- ing upphaf mikilla breytinga á Is- landi og er í raun sá dagur sem Grundfirðingar geta nefnt sinn af- mælisdag ekki síður en Reykvíking- ar, Eskfirðingar, Isfirðingar, Akur- eyringar eða Eyjamenn. MM Akranesbær mótmælir rökstuðningi SI Eins og fram hefur komið í um- fjöllun Skessuhoms sendu Samtök iðnaðarins (SI) bæjaryfirvöldum á Akranesi bréf þar sem þess var kraf- ist að samþykkt bæjarráðs um að ganga til samninga við Þrótt um gatnagerð við Smiðjuvelli verði aft- urkölluð. Tiltóku SI nokkur atriði sem þau töldu að bæjarráð hefði ekki staðið rétt að málum og með því brotið á Skóflunni hf. Bæjarráð fól Þorvaldi Vestmann, sviðsstjóra tækni- og umhvefissviðs að svara bréfinu og koma sjónarmiðum bæj- arins á framfæri. I svarbréfi Þorvaldar kemur ffam að verkkaupi, Akraneskaupstaður, telji að hann hafi staðið eðlilega að málum. SI hafði gert athugasemdir við að lista yfir tmdirverktaka vant- aði í tilboð Þróttar og því hafi það ekki verið gilt. Þessu er mótmælt í bréfinu og vísað í grein í útboðs- sldlmálum þar sem tekið er fram að verkkaupi áskilji sér rétt til að hafna tilboðum þar sem upplýsingar um undirverktaka fylgi ekki með. Telja bæjaryfirvöld að ekki væri ástæða til að taka slíkt fram ef túlka bæri þannig tilboð ógild líkt og SI gera. Af þeim tilboðum sem bárast líta bæjaryfirvöld á tilboð Þróttar hf. sem lægsta tilboðið miðað við fýr- irliggjandi tímaramma. Hvað varð- ar ffávikstilboð Skóflunnar hf., sem var lægst, kemur í bréfinu ffam að tímarammi þess hafi verið óviðun- andi, en í því var gert ráð fýrir verklokum 15. desember í stað 15. nóvembers. Að endingu segir að verkkaupi hafi talið öll tílboðin of há og því hafriað þeim og falið Þor- valdi Vestmann að ganga til við- ræðna við lægstbjóðenda, þ.e. Þrótt hf. um verkið. -KÓP Leikskólaböm í nýja búsrueðinu. Ljósm. www.grundarfjordur.is Nýtt hús við leikskól- ann í Grundarfirði Leikskólinn Sólvellir í Grundar- firði tók aftur til starfa þann 14. ágúst síðastliðinn efrir sumarffí. Við það tækifæri var nýtt húsnæði tekið í notkun en búið er að reisa 173 ffn viðbyggingu við skólann sem hýsir eldhús og starfsmanna- aðstöðu. Fleira var ffamkvæmt við húsnæðið því anddyri skólans var stækkað og endurnýjað auk þess sem elsti hluti hússins var endur- bættur. Það vora því kátir krakkar sem komu tíl leikskólans í Grund- arfirði í vikunni. -KÓP Nýtt hús Borgamess kjötvara vígt á sunnudag Inngangur bússins við Vdllarás 1-9 sem snýr jrá jýóðveginum fyrir ofan Borgames. Næstkomandi sunnudag, 27. á- gúst munu ný húsakynni Borgar- ness kjötvara ehf. að Vallarási 7-9 í Borgamesi verða vígð við athöfin sem hefst klukkan 13:30. Af þessu tilefini býður fýrirtækið íbúum hér- aðsins og öðrum velunnurum að vera við vígsluna. Það verður Jón Sigurðsson iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og ný- kjörinn formaður Framsóknar- flokksins sem mun klippa á borða til marks um það að húsið sé tekið í notkun. Þá mun sönghópurinn Silfurrefirnir flytja nokkur lög, stjórnarformaður BK flytur ávarp og almenn kynning verður á bygg- ingunni. Opið hús verður milli kl. 13:30 og 16 og geta áhugasamir skoðað húsið undir leiðsögn starfs- manna Borgarness kjötvara og Stjörnusalats. Veitingar verða í formi ffamleiðsluvara félagsins auk þess sem boðið verður upp á tertu að hætti Geira bakara. Nýja húsið stendur við Vallarás í nýju matvælavinnsluhverfi ofan Borgarness. Sólfell hf. var alverk- taki við byggingu hússins sem alls er rúmir 1900 fermetrar að flatar- máli. Að sögn Bjöms Bjarka Þor- steinssonar, markaðsstjóra BK verður strax eftir næstu helgi hafist handa við flutning starfseminnar ffá Brákarey og í Vallarás. Hluti ffamleiðslutækja verður nýttur á- ffam. Stefiit er að því að flutningi verði að fullu lokið í annarri viku og að ffamleiðsla geti þá hafist af fullum krafti. Að sögn Björns Bjarka eru verkefni fýrirtækisins ærin um þessar mundir og því verð- ur lögð áhersla á að flutingur taki eins skamman tíma og kostur er. MM Jón Eggert Guðmundsson hefur nú gengið 3446 kílómetra til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þótti Hvalfjörðurinn fallegur í einmuna blíðu Göngugarpurinn Jón Eggert Guðmundsson sem verið hefur á göngu hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu var staddur í Hvalfjarðarsveit sl. mið- vikudag í blíðskapar veðri. Er blaðamaður Skessuhorns hitti kappann var hann á göngu við Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Jón Eggert stefndi að því að ljúka strandvegagöngunni sl. laugardag í Reykjavík. Að strandvegagöngunni lokinni á hann að baki 3446 kíló- metra sem hann hefur gengið og til gamans má geta þess þá samsvarar sá fjöldi kílómetra um það bil 82 maraþonhlaupum. Síðastliðið sum- ar hélt Jón af stað í gönguna og gekk hann þá frá Reykjavík til Eg- ilsstaða og 6. maí í vor hélt harrn þaðan af stað aftur. Jóni Eggert þótti afar fagurt um að litast í Hvalfirði enda sjórinn spegilsléttur, glampandi sólskin og fjöllin allt í kring skörtuðu sínu feg- ursta. SO

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.