Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 23.08.2006, Blaðsíða 21
ÍSESSUH0BRI MIÐVIKUDAGUR 23 ÁGÚST 2006 21 Þjóðlýöm Hannesson er sóknaniefndarformathir á Akranesi. Hans bídur vafalítiö erfitt verkefni þegar kemur að því að ákveða í hvaða framkvæmiir verður ráðist; byggingu njrrar kirkju við Garða eða viðbyggingu við gömlu kirkjuna á neðri Skaga. breytingum, en svo virðist sem bæj- aryfirvöld hafi aldrei staðfest hann. Árið 1955 kom fram tillaga að nýju skipulagi nýrri hluta bæjarins og samkvæmt því varð Kirkjubraut aðalinnkeyrslugata bæjarins. Við gamamót Stillholts og Kirkjubraut- ar var ráðgert að reisa nýja kirkju, norðvestan við torg innan Stillholts og sunnan Kirkjubrautar. Var tillag- an samþykkt en fljódega var ljóst að staðsetningin var óheppileg. Að endingu var ákveðið að velja nýrri kirkju lóð á Görðum og var það staðfest í aðalskipulagi bæjarins 1982 og stendur sú ákvörðun enn. Má því segja að kirkjan muni halda aftur heim að Görðum. Viðbygging til bráðbirgða? Hafi kirkjan verið of lítíl árið 1896 er ljóst að hún er of lítil árið 2006. Ljóst er að bygging nýrrar kirkju að Görðum verður bæði dýr og tímafrek. Þess vegna hefur kviknað sú hugmynd hvort ekki sé hægt að reisa viðbyggingu við nú- verandi kirkju til bráðbirgða. Þjóðbjörn Hannesson, formaður sóknamefiidar Akraneskirkju segir að þessi hugmynd hafi verið reifúð innan nefiidarinnar. Þegar safhaðar- heimilið var reist hafi sóknin átt nægt fé í sjóði og þurftí ekki að stofna tíl skulda, en sú sé ekki raun- in nú. I samráði við Þorstein Gunn- arsson arkitekt hefur verið sent inn erindi til Húsafriðtmarnefiidar ríkis- ins með rissaðri teikningu af við- byggingu. „Ef nefndin samþykkir hugmyndina er hægt að setjast nið- ur og taka ákvörðun um hvort farið verði í það ferli að hanna rýmið, fá samþykki o.s.frv. Ef nefndin hins vegar segir þvert nei við viðbygg- ingu þarf ekki að ræða það mál frek- ar,“ segir Þjóðbjörn. Hann gat þess að á að giska mættí gera ráð fyrir að ný kirkja fyrir söfnuðunn gætí kost- að 800-1000 milljónir króna en við- bygging við gömlu kirkjuna um fjórðung þeirrar upphæðar. Hvort sem af verður viðbyggingu eða ekki er ljóst að núverandi kirkja er of lítil. Eins og sóknargjöldtun er nú háttað mun sóknin trauðla getað lagt fyrir mikið fé í ffamkvæmdasjóð á næstu árum. Hvort fetað verður í fótspor ffumherjanna sem tóku lán fyrir kirkjubyggingunni fyrir 110 ámm skal ósagt látið. -KÓP/ Ijósm. MM r ; \ Tilkynning Sjúkraþjálfun í Borgarnesi Peiminn kaupir Bókabúð Andrésar Pexminn hefur fest kaup á Bóka- búð Andrésar á Akranesi. Fyrirtækin hafa verið í samstarfi um nokkra hríð, sem m.a. felst í því að bóka- búðin hefur nýtt sér vörur og mark- aðsefni ffá Pennanum. Fyrrum eig- andi verslunarinnar, Steinunn Olafs- dóttir, flyst til Reykjavíkur og tekur við verslunarstjórastarfi hjá Pennan- um í haust. Um leið tekur Jóhanna Elva Ragnarsdóttir við stjórnar- taumxmum þar sem hún hefur starf- að hjá verslununni um árabil. Engar róttækar breytingar em fyrirhugaðar, en verslunin á Skagan- um mun njóta góðs af aukirmi samvinnu við verslanir Penn- ans um land allt. Sama vömúrval verður á boðstólum og í verslunum Pennans á höfuð- borgarsvæðinu og á sama verði og er ætlunin að auka þjónustustigið. Samningar milli Pennans og fyrri eigenda era undirritaðir með fyrir- vara um samþyklti Samkeppniseffir- hts, sem hefur kaupin til skoðunar, en skylda er að tilkynna öll kaup af þessari stærðargráðu til eftirlitsins. -KÓP Reiðtúr Freyjukórsins Laugardaginn 19. ágúst sl. fóm um 30 konur í Freyjukórnum í Borgarfirði í sinn árlega reiðtúr og að þessu sinni í góðu veðri með hlýjan vindinn í fangið. Riðið var ffá Grímsstöðum í Reykholtsdal inn með Rauðsgili og áð í Kristínar- brekku þar sem hægt var að tína ber, fara í sólbað, drekka, borða og skemmta sér. Síðan var riðið affur til baka og áð í Rauðsgilsrétt og þaðan farið að Hægindi og lagið tekið með Vigfúsi bónda. Þaðan var farið yfir Reykjadalsá og heim að Grímsstöðum aftur til að borða kvöldverð sem beið effir ferðafólk- inu. Þeir sem vildu gátu þar farið í Að um stund, hér við Rauðsgil. sund og fengið mat og drykk ffam- reiddan á sundlaugarbarminum eða setið í sólskininu og sleikt kvöldsól- ina á sólpallinum. með frábæm fólki. Yndisleg ferð ES f \ Öflug fullorðinsfrœðsla í heimabyggð Námsvísirinn kemur út 5. september fylgist með á www.simenntun.is SIMENNTUNARMIÐSTOÐIN Á V6STURLANDI Helga Ágústsdóttir, sjúkraþjálfari, hóf störf þann 21. ágúst 2006 að Borgarbraut 65 í kjallara j Dvalarheimilisins. Veitt er meðferð og ráðgjöf til heilsueflingar í samráði við tilvísandi lækni. ' Tímapantanir eru í síma 437-1035 og 899-8035. ________________________________________________y BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR Bílverk GJ Akursbraut 11 - 300 Akranes - Sími: 430 0708 ATVINNA Bifreiðasmiður/bílamálari óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 430-0708 og 698-3359 V____________________________________________________________________________J Grundarfjarðarbœr Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi: “Norðurgarður” í Grundarfírði Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að deiliskipulagi “Norðurgarðs” í Grundarfirði. Breytingin tekur til metralóðanna B, C og D. Samanlögð stærð lóðanna og ytri mörk haldast óbreytt en mörkin milli þeirra breytast. Lóðimar eru nú skilgreindar sem sjálfstæðar lóðir í stað metralóða. Byggingarreitur er skilgreindur fyrir hverja lóð en samanlögð stærð byggingarreita minnkar í 5136,5 m2 en var áður 5575,9 m2. Mænisstefiia breytist og snýr nú 90 gráður á nyrðri lóðarmörk í stað syðri lóðarmarka. Nýtingarhlutfall lóðanna C og D helst óbreytt, en minnkar á lóð B. Aðrir skilmálar lóðanna haldast óbreyttir og er vísað til greinargerðar gildandi skipulags. Uppdráttur, ásamt greinargerð með ffekari upplýsingum, liggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstoftitíma, frá og með 30. ágúst n.k. til og með 27. september 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 11. október 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, ágúst 2006 Jökull Helgason Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.