Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Side 22

Skessuhorn - 23.08.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 g£lSÍIjiiCíi£M í\ TJeíði/io&iut Umsjón: Giinnar Bender Tuttugu þúsund færri laxar á land Veiöihom Skessuhoms er í boði Banlan í hjarta Borgarjjaröar ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR www.limtrevirnet.is i m ii „Laxveiðin er minni núna, það eru bara miklu færri fiskar í veiðiánum heldur en fyr- ir ári síðan. Eg var að koma úr Norðurá sem hefur skilað yfir 2000 löxum, líklega um 2100 stykkjum. Fyrir ári síðan voru miklu fleiri laxar í ánni á þessum tíma þegar ég var við veiðar,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Norðurá, en áin hefur gefið 2100 laxa, mest laxveiðiáa. Fyrir ári síðan gaf hún 3138 laxa þegar upp var staðið. Aðeins á eft- ir að veiða í hálfan mánuð í ánni og má því gera ráð fyrir að hún fari í hæsta lagi í um 2500 laxa. I fyrra gáfú laxaveiðiárnar yfir 55 þúsund laxa en eins og staðan er núna má ekki búast við nema rétt um 35 þúsund löxum. Allar stóru laxagöngur sumarsins eru komnar, stóru straumarnir eru búnir og einn og einn lax er að skríða inn á hverju flóði. Væntingar veiðimanna voru miklar fyrir þetta sumar enda laxveiðin góð í fyrra, en þær hafa brostið í það minnsta hjá sumum. Bleikjuveiðin hefur líka verið slök en sjóbirt- ingurinn er aðeins byrjaður að skila sér, til dæmis í Laxá í Kjós. Það liggur einnig fyrir að færri stórlaxar veiðast nú í ánum, en fyrir t.d. 10-15 árum síðan. Veiddi Maríulaxinn, en sá stóri slapp! „Það var gaman að veiða Maríulaxinn í Laxá í Dölum en fiskurinn tók rauða Franses í Kristnapolli og baráttan stóð yfir í 20 mín- útur,“ sagði Gunnar Helgason sem veiddi Maríulax sinn í Laxá í Dölum fyrir nokkrum dögum. „Þó maður næði Maríulaxinum þá missti ég þann stóra í Neðri-Kistu og það var bolti; hann sleit hjá mér eftir langa bar- áttu. Hann tók í síðasta kastinu rétt um tíu um kvöldið. Við sáum fiskinn aldrei og við réðum ekkert við hann,“ sagði Gunnar. Hann gat þess að dagana áður hafi hann ver- ið í Langá á Mýrum og þar hafi laxinn stokk- ið um allt en hafi ekki tekið hjá þeim félög- um. Veiðin hefur annars verið frekar róleg í Laxá en töluvert er af fiski í ánni, en skilyrð- in gætu verið betri. Það eru komnir 320 lax- ar í Laxá í Dölum en besti tími sumarsins er eftir. Eins og áður segir gengur laxveiðin ffem- ur rólega, laxinn er jú fyrir hendi í ánum en telcur illa og nýjar göngur eru ekki með marga fiska. Bleikjan hefur brugðist veru- lega. Kíkjum t.d. á Hörðudalsá í Dölum: Þar hafa veiðst fáir laxar í sumar og enn færri bleikjur. Svona er bara gangurinn í veiðinni. „Við vorum að koma úr Álftá og fengum tvo laxa, áin er orðin ansi vatnslítil þessa dagana og það mætti aus-rigna á svæðinu í marga daga,“ sagði Eggert Jóhannesson sem var að koma úr ánni. „Það eru laxar í nokkrum stöðum eins og Kerinu, Hrafhshyl, Verpinu og við Hólkinn en þeir taka illa Maríulax Gunnars Helgasonar, sem hann veiddi í Laxá í Dölum, var matreiddurfyrir hann í veiðihúsinu og héma sést Gunnar smakka áfiskinum. Ljósm. Þorsteinn Olafs. núna. Við fengum tvo laxa og það var erfitt að fá fiskinn til að taka í 18 stiga hita, en það er víða fiska að finna í Álftá,“ sagði Eggert ennfremur. „Það reitist upp lax úr Miðá og það er síst minni veiði en í fyrra á sama tíma, í fyrra fengum við á þriðja hundrað laxa,“ sagði Lúðvík Gizzurarson, er við spurðum um stöðuna í Miðá í Dölum. „Það hafa margir veiðimenn fengið fína veiði en það mætti vera meira af bleikjunni," bætti Lúðvík við. Veiðimenn sem hafa verið við Laxá í Kjós að undanförnu segja síst minna af fiski í ánni en fyrir ári síðan, en þá gaf Laxá 1588 laxa. Nú eru komnir 650 laxar á land. Þegar Skessuhorn kom við hjá Kvíslarfossi í Laxá fyrir fáum dögum var lax að ganga á fullu og stökk fiskurinn um alla á. Hellingur var greinilega einnig að ganga af sjóbirtingi en hann var firekar smár. Leiðsögumaður, sem Skessuhorn ræddi við, sagði að hellingur væri af fiski í ánni en skilyrðin væru mjög erfið; lítið vatn og mjög bjart síðustu daga. „Það eru mjög litlar flugur sem eru reyndar en það dugir ekki til, fiskurinn er svo tregur að taka,“ sagði leiðsögumaðurinn við Laxá. Hátíðleg stund í Hjarðarholtskirkju Hjarðarholtskirkja íDölum. Ljósmyndir: Bjöm A Einarsson. „Hvernig sem á er litið er Hjarðarholtskirkja merk- ur menningarsögulegur áfangi. Hún er í raun fyrsta nútímakirkja ís- lensk, hún er fyrsta verk fyrsta íslenska arkitektsins og hún er eitt af mestu listaverkum síns tíma.“ Nýtt safnað- arheimili eða þjónustuhús við Hjarðar- holtskirkju í Dölum var vígt og tekið í formlega í notkun við hátíðlega athöfn sl. sunnudag. Jafnframt var minnst 100 ára affnælis kirkjunnar. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson predikaði og vígði safhaðarheimil- ið. Fjölmenni var við athöfnina og stolt og gleði ríkti sem búast mátti við. En svona átak byggist fyrst og síðast á samtakamætti fólksins, fórnfúsu starfi og framlögum sjálf- boðaliða. Eitt mesta listaverk síns tíma Hjarðarholtskirkja er einstaklega fallegt og hlýlegt hús. Rögnvaldur Olafsson, sem nefndur hefur verið fyrsti arkitekt landsins, teiknaði kirkjuna á námsárum sínum. Hún er tvímælalaust eitt af fallegustu húsum landsins. Kirkjan var reist sumarið 1904 og vígð 27. nóvemer það ár. Hjarðarholtskirkja trónir á þess- um sögufræga og helga stað eins og drottning yfir Laxárdalnum og minnir okkur á svið og helstu sögu- persónur Laxdælu, Ólaf Pá og Kjartan Ólafsson, sem þar bjuggu. Hörður Ágústsson, listmálari, segir svo í bréfi til sóknarnefndar Hjarðarholtskirkju í maí 1981: Homsteinn menningalífsins Kirkjan og safnaðar- starfið eru víða homstein- ar fjölbreytts menningar- lífs ekki síst í minni samfé- lögum úti um land. Söng- Afmœlis- og tónlistarlíf tengt kirkju og safhaðarstarfinu er mikilvegur hlekkur í þessu menningarstarfi. Þjónustuhúsið sem var vígt og tek- ið í notkun sl. sunnudag er einmitt mikilvægt til að bæta alla aðstöðu fyrir safnaðarstarf en einnig eykur það möguleika á samkomuhaldi í kirkjunni og til móttöku á ferða- fólki sem leggur leið sína heim í Hjarðarholt. Þjónustuhúsinu er snyrtilega komið fyrir við Idrkjuna án þess að tmfla ásýnd hennar eða aðkomu. Bílastæði og umgjörð öll við kirkjuna og á bænum er til fyr- irmyndar. Til hamingju með þessa framkvæmd Dalamenn. Arfleið og saga þjóðarinnar Þessi hátíðisstund í Hjarðarholts- kirkju leiðir hugann að stöðu Þjóð- kirkjunnar, einstakra kirkna og kirkjustaða. Hjarðarholtskirkja eins og sóknamefnd Hjarðarholtskirkju. og fjöldi annarra kirkna vítt og breitt um landið er byggingarsögu- legir dýrgripir og búnaður þeirra oft hluti af listasögu landsins. Kirkjustaðirnir em einstæðar vörð- ur í sögu, atvinnu-og menningarlífi þjóðarinnar og samofnir örlögum hennar um aldir. Þessrnn dýra verð- mætum verður að halda til haga og gera sýnileg í nútímanum. Þetta gerir söfnuður Hjarðarholtskirkju af mikilli prýði. Kirkjurnar og saga kirkjustaðanna gegna oft fykilhlut- verki t.d. í menningartengdri ferða- þjónustu í mörgum héraðum. Abyrgð og samfélags- skyldur þjóðkirkjunnar Ég tel mikilvægt að bæði for- svarsmenn kirkjunnar og lands- stjórnarinnar, já við öll höfum þessa fjölþættu ábyrgð stöðugt í huga. Trúfrelsi og virðing fyrir öðrum trúarbrögðuin eru sjálfsögð. En traust samband milli ríkis og kirkju gefur samfélaginu öryggi sem okk- ur er mikilvægt. Og einmitt í sam- félagi umburðarlyndar þjóðkirkju er líklegast að við okkar aðstæður verði slíku best fyrirkomið Kirkjustarfið er mikilvægur hlekkur í byggðamálum og ómetan- legt í öllu félags og menningarlífi stærri og minni samfélaga út um land. Gagnvart þessari ábyrgð meg- um við einnig gæta okkur á hagræð- ingarhnífnum sem oft er beitt meira af kappi en forsjá. Þess vegna þurfum við m.a. að standa vörð um kirkjurnar, prests- setrin og prestaköllin vítt og breitt um landið. Við þurfum ef þörf kref- ur að finna þeim aukin og ný hlut- verk í síbreytilegu samfélagi. Jón Bjamason, alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar grœns fi-amboðs.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.