Skessuhorn - 23.08.2006, Síða 23
^sunu^.
MIÐVIKUDAGUR 23 AGUST 2006
23
VQja sinna nemendum
og skólum
Á dögunum opnaði Tölvuþjón-
ustan á Akranesi - verslun, nýja
heimasíðu og netverslun undir
slóðinni www.tolvuverslun.is. Hug-
mynd TV er sú að viðskiptavinir
geti nálgast allt það helsta sem við
kemur tölvum á einum stað og er
því með mjög breitt vöruúrval frá
öllum helstu tölvumerkjum heims,
svo sem IBM / Lenovo, HP, DELL
og Acer. Verslunin leggur einnig á-
herslu á að bjóða sama verð og
boðið er í verslunum á höfuðborg-
arsvæðinu. Eggert Herbertsson
framkvæmdastóri TV segir í sam-
tali við Skessuhorn að ekkert annað
fyrirtæki á landinu bjóði á sama
staðnum sama úrval af fartölvum
og því er þetta góður staður til að
bera saman hin ólíku merki.
I verslun TV er að finna alla
aukahluti fyrir tölvur ásamt rekstr-
arvörum fyrir prentara. Einnig eru
skólavörurnar ffá Odda nú fáanleg-
ar í versluninni eða allt það helsta
sem námsfólk þarf til skólans, svo
sem skólatöskur, stílabækur, pennar
og fleira.
„Við höfum undanfama mánuði
selt tölvur, skjái og netþjóna í skól-
ana hér á Akranesi og í háskólann á
Bifföst. Það er okkur mikils virði
að sinna þessum skólum vel og því
reynum við að að standa okkur í
þjónustu og verðum. Vonandi bæt-
ast fleiri skólar í hópinn á næsm
mánuðum,“ sagði Eggert.
MM
Berjaspretta misjöfn
Margir fara og huga að berja-
sprettu á þessum tíma árs. Eitthvað
virðist afrakstur tínslunnar vera
misjafn eftir því hvar borið er nið-
ur. Skessuhorn hefur fyrir því
heimildir að í Borgarfirði séu
krækiber mörg og víða en bláberja-
spretta hafi víða misfarist. Hér með
er auglýst effir nánari upplýsingum
um berjasprettu á Snæfellsnesi,
Dölum og víðar og þætti blaðinu
vænt um að geta í næstu viku birt
nákvæmari upplýsingar um sprett-
una lesendum til ffóðleiks. Með-
fylgjandi mynd er úr Reykholtsdal
sl. sunnudag.
MM
Afli í júlí svipaður
ámilli ára
Strætisvagn Akraness
í júlí var landað samtals 2.924
tonnum af sjávarfangi í höfhum á
Vesturlandi. A sama tíma í fyrra
var landað 2.967 tonnum. Af ein-
stökum tegundum má nefna að
sama magni var landað af þorski
bæði árin eða 782 tonnum. Aukn-
ing er hins vegar í ýsu, ufsa en
samdráttur í úthafskarfa og grá-
lúðu.
Fyrstu sjö mánuði ársins var
landað 68.632 tonnum af sjávar-
fangi á Vesturlandi en á sama tíma
var landað 76.848 og er samdrátt-
urinn því um tæplega 11 % á milli
ára. Af einstökum tegundum má
nefna að þorskafli dregst saman úr
23.292 tonnum í 21.436 tonn, ýsu-
afli jókst á sama tíma úr 8.019
tonnum í 8.665 tonn og ufsaafli
jókst úr 2.206 tonnum í 3.193
tonn. Mestar breytingar í magni
talið verða hins vegar í afla upp-
sjávartegunda. Loðnuafli dregst
saman úr 31.220 tonnum í 9.929
tonn og kolmunnaafli á þessum
tíma var 14.527 tonn en engum
kolmunna var landað á þessum
tírna á síðasta ári.
HJ
Quizno's leitar
samstarfeaðila
Veitingakeðjan Quizno's, sem
rekur tvo staði í Reykjavík og er að
opna einn í Kópavogi, hefur hug á
að opna staði á Akranesi og í Borg-
amesi. Keðjan hóf göngu sína í
Bandaríkjunum árið 1981 og hefur
síðan breiðst út um allan heim og
árið 2005 voru staðirnir orðnir
4500 talsins. Hjónin Hjörtur Aðal-
steinsson og Auður Jacobsen eru
einkaleyfishafar hér á landi. Hjört-
ur segir í samtali við Skessuhorn að
Quizno's leiti eftir samstarfi við
heimamenn. „Það gengur ekki að
fjarstýra svona keðju. Við erum til-
búin til að setja upp stað fyrir fast
verð og fá svo heimamenn til að
eiga 50% á mótd ökkur og þeir eiga
svo kauprétt á okkar hlut.“
Hjörtur segir að viðræður um
staðsetningu séu komnar á skrið,
sérstaklega á Akranesi. „Við höfum
góða möguleika á að fá inni í versl-
unarhúsi Bónuss við Þjóðbraut. Þar
myndum við bæði hafa veitingastað
og eins lúgu fyrir bílaumferðina.
Þær viðræður eru komnar vel á veg.
í Borgarnesi er möguleiki á að fá
inni í bensínstöð Olís, en ekkert er
fast í hendi með það.“
Hjörtur segir að þeir sem taki að
sér að reka staðina muni fá alla
nauðsynlega þjálfun hjá Quizno's
og þurfi því ekki að búa yfir reynslu
á þessu sviði. Náist samningar við
samstarfsaðila á Akranesi gæti stað-
urinn þar opnað um hvítasunnu
árið 2007. Mun þá fjölga nokkuð í
skyndibitaflóru bæjarins því heyrst
hefur að Subway muni einnig opna
stað á Akranesi innan tíðar.
KÓP
LATTU OKKUR FA ÞAÐ
ÓÞVEGIÐ
illloiiol
ffjrmt ouc
Efnalaugin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
TIMATAFLA
Mánudaga - föstudaga
Frá Grundaskóla:
7:05 7:35 8:05 8:35
9:05 9:35 10:05 10:35
11:05 11:35 12:05 12:35
13:05 13:35 14:05 14:35
15:05 15:35 16:05 16:35
17:05 17:35 18:05
Áætlaður tími
Mínútur yfir - heilan og hálfan tíma
Hafnarbraut
- Leynisbraut
Leynisbraut ■
Hafnarbraut
Leynisbraut
Höfði
íþróttamiðstöð
Garðabraut
Þjóðbraut
Esjubraut
Vesturgata
Háholt
Pósthús
Landsbanki
Suðurgata
Hafnarbraut
Tímajöfnun
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
Hafnarbraut
Bárugata
Vesturgata
Merkigerði
Kirkjubraut/ísl.b.
Stillholt
Garðabraut
Tímajöfnun
Grundaskóli
Grundaval
Garðagrund
Jörundarholt
Jörundarholt
Leynisbraut
25
25
26
27
28
29
30
5
6
7
8
9
10
Shellstöðin
Borgamesi
Relcstur Shellstöðvarinnar í Borgarnesi er laus til umsóknar.
Miðab er við að nýr aðili taki við um miðjan september. Um er að ræða frábæra
staðsetningu en Shellstöðin stendur við stofnbraut þegar komið er inn í bæinn.
Breytingar verða gerðar á staðnum á næsta ári og taka nýir rekstraraðilar þátt
í þeirri uppbyggingu.
Leitað er að öflugum einstaklingi eða fyrirtæki til að koma inn
i reksturinn á staönum.
Bensínsala
Verslun
Vetingasala
Lottó
Þvottastæði (háþrýsti)
Umsóknir berist Skeljungi hf., Hólmaslóð 8, 101 Reykiavík, fyrir 27. ágúst n.k.
eða á ingvi@skeliunáur.is. Nánari upplýsingar veita Ingvi J. Ingvason eða
Rebekka Ingvarsaóttir í síma 444 3000
©
Q
©
©
©