Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 9
gSESSUHÖBí j
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
9
Réttum flýtt til að slátran geti hafist fyrr
Ný fjallskilasamþykkt hefur verið
gefin út fyrir Borgarfjarðarsýslu og
Akraneskaupstað og var hún undir-
rituð af Guðna Ágústssyni, land-
búnaðarráðherra fyrr á þessu ári.
Meðal helstu breytinga ffá fyrri
reglugerð má nefha að leitarvikur á
þessum afréttum hafa allar breyst,
flestar fyrri leitir hafa verið færðar
frá 22. viku sumars í 21. viku sum-
ars og seinni leitum hefur ýmist
verið flýtt eða seinkað.
I nýju reglugerðinni kemur m.a.
ffam að leitarsvæðið stækkar sem
rekið er til Svarthamarsréttar á
Hvalfjarðarströnd þar sem lönd
jarða sunnan Fitjaár í Skorradals-
hreppi að mörkum Stóru og Litlu
Drageyrar verða nú smöluð til suð-
urs og réttað í Svarthamarsrétt. Þá
hefur Bakkakotsrétt verið lögð af
ffá síðustu fjallskilasamþykkt. „Það
eru breyttar aðstæður í Skorradaln-
um, fénu hefur fækkað þar og rétt-
in er eiginlega ekki til lengur,"
sagði Ármann Bjarnason, bóndi á
Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í
samtali við Skessuhorn, en hann
vann að breytingum samþykktar-
irmar ásamt Olafi Jóhannesson á
Hóli í Lundarreykjadal, Brynjólfi
Ottesen á Ytra-Hólmi í Innri-Akra-
neshreppi og Sigurði Valgeirssyni á
Neðra-Skarði í Leirár- og Mela-
sveit.
Fyrri Rauðgilsrétt í Hálsasveit
hefur verið færð frá föstudegi í 22.
viku sumars til sunnudags í 22. viku
sumars og hin seinni hefur verið
færð frá sunnudegi í 23. viku sum-
ars til sunnudags í 24. viku sumars.
Oddstaðarétt fyrri er óbreytt; hún
skal áffam fara ffam á miðvikudegi í
21. viku sumars og hin seinni
sunnudaginn í 24. viku sumars í
stað 23. Þverfellsrétt færist frá
sunnudegi í 22. viku sumars til
sumiudags í 21. viku sumars og hin
seinni færist til sunnudags í 23. viku
sumars. Þverfellsrétt skal áfram
vera skilarétt meðan núverandi
reglur um sauðfjárveikivarnir gilda
á þessu svæði. Þá má vera sundur-
dráttarrétt á Varmalæk í Andakíl.
Hreppsrétt færist ffá 22. viku sum-
ars til 21. hin fyrri en seinni
Bújörð óskast
. Óska eftir jörð í makaskiptum fyrir stórt og
gott einbýlishús á besta stað á
j höfuoborgarsvæðinu.
Upplýsingar í síma 616-1973.
Nú getur þú deift uppskríftum
þínum með fjölskyldu og vinum!
Vertu velkomin/n á www.Matseld.iS/
ókeypis uppskriftabanka fyrír þig og þina!
Hreppsrétt skal fara ffam laugardag
í 23. viku sumars í stað laugardags í
24. viku sumars.
Svarthamarsrétt hin fyrri hefur
færst til frá sunnudegi í 22. viku
sumars til 21. viku en hin seinni skal
fara ffam á sunnudegi í 23. viku
sumars í stað 24. viku. Núparétt
fyrri og seinni færist ffam um eina
viku, fyrri réttin skal fara ffam
sunnudaginn í 21. viku sumars og
seinni réttin á laugardegi í 23. viku
sumars. Fyrri Reynisrétt skal fara
fram á laugardegi í 21. viku sumars
í stað 22. viku og hin seinni á laug-
ardegi í 23. viku sumars í stað 24.
Þegar Skessuhorn spurði Ár-
mann út í þessar breytingar á reglu-
gerðinni sagði hann þær mikið hafa
verið ræddar í nefndinni og athug-
að hvað hlutaðeigandi aðilum fynd-
ist um þær. „Þar sem þetta er fyrsta
haustið sem unnið er eftir nýrri
reglugerð verður það bara að koma
í ljós hver viðbrögðin við henni
verða.“ Sagði Ármann þessar breyt-
ingar vera til að koma til móts við
sláturleyfishafa sem hafa viljað fá
dilka til slátrunar sem fyrst á
haustin, sérstaklega í ljósi þess að
minni birgðir eru nú en oft áður af
lambakjöti. SO
Armann Bjamason er hér að draga tvo væna dilka í Fljótstungurétt haustið 2004.
Ljósm. MM
Utboð -byggingaframkvæmdir
Pósthús í Stykkishólmi
Yfirlit verksins
Um er að ræða útboð á byggingu Pósthúss og frágangi lóðar í Stykkishólmi. Verk þetta
skal vinna samkvæmt verklýsingum og teikningum frá ASK Arkitektum ehf, RTS verkfræðistofu
hf og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
Pósthúsið verður að Aðalgötu 31, Stykkishómi.
Húsið er staðsteypt hús á einni hæð, þak er úr einingum og ganga þarf frá bílastæðum og
gangstéttum á lóð. Verkið skal unnið á tímabilinu september 2006 til júní 2007.
Stærð húss er um 315 m2.
Stærð lóðar er 2302 m2.
[ verkinu felst að byggja húsið og ganga frá því að öllu leyti bæði að utan og innan, með
öllum lagnakerfum og öðru sem til heyrir. Einnig skal ganga frá lóð með malbiki, kantsteinum,
grasi og skiltum.
Útboðsgögn
Útboðsgögn verða til afhendingar frá og með 25. ágúst 2006 á Pósthúsinu Aðalgötu 5,
340 Stykkishólmi og hjá (slandspósti hf. á Stórhöfða 29, 110 Reykjavík.
Tilboðum skal skila til: Pósthúsið Aðalgötu 5, 340 Stykkishólmi eða
(slandspóstur hf. Stórhöfði 29, 110 Reykjavík
Skilafrestur á tilboðum er 25. september 2006 kl. 14.00
Flligger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
BUREKSTRARDEILD
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga