Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
11
Ævintýri, álag og ólýsanleg reynsla
Rætt við Sigþór Ægisson um módelstörfin úti í hinum stóra heimi
Sigþór á einni af auglýsingamyndunum sem teknar voru af honum nýlega á Italíu.
Sigþór Ægisson herar dvalið er-
lendis síðasdiðin ár og unnið fyrir
sér sem módel. Efrir að hann tók
þátt í keppnunum Herra Vesturland
og Herra Island árið 1998 beindu
örlögin honum inn í heim tísku og
módelstarfa. Sem stendur er Sigþór
á samningi hjá ítalskri skrifstofu og
ferðast víða um heiminn í vinnu
sinni. Skessuhom kom sér í sam-
band við Sigþór sem brást skjótt við.
Jákvæður og kátur ræddi hann um
tímann á Hellissandi, Herra Vestur-
land keppnina og hvernig það er að
starfa sem módel úti í hinum stóra
heimi.
Oft fjör á sjónum
Sigþór er fæddur árið 1975 í
Hafharfirði en ólst upp á Hell-
issandi. Hann er sonur hjónanna
Ægis Þórðarsonar og Guðbjargar
Sigurbjömsdóttur. Hann á eina syst-
ir, Agnesi. Sigþór segir gott að hafa
alist upp á Helhssandi. „Sem krakld
hafði ég alltaf eitthvað fyrir stafrii,
tók t.d. alltaf þátt í heyskap á sumr-
in og smölun á haustin auk þess sem
við krakkamir fundum okkur alltaf
eitthvað til dundurs." 13 ára gamall
byrjaði Sigþór að vinna í fiski hjá
Kristjáni Guðmundssyni og 17 ára
fékk hann pláss á Tjaldinum og
stundaði sjómennsku í 6 ár eftír það.
„Þetta var frábær tími á sjónum, ég
var með þeim yngstu um borð. Það
var oft mikil vinna en góða tímanum
og stuðinu um borð gleymi ég
aldrei. Það var mikið hlegið, hlustað
á góða tónhst og margar skemmti-
legar sögur sagðar og buhaðar. Eg
sakna mikið margra sjófélaganna og
góðu tímanna á sjónum," segir Sig-
þór í einlægni.
Frábær upplifun
Það var vorið 1998 sem Silja All-
ansdóttir bað Sigþór að taka þátt í
keppninni Herra Vesturland. „Eg
vissi ekki hvort ég ætti að taka þátt
og ég man að ég sagði við Silju „ekki
í þetta skipti, kannski á næsta ári“,
en hún náði að snúa huga mínum og
ég skellti mér í keppnina. Kannski
helsta ástæðan fyrir því að ég tók
þátt í keppninni var tækifærið til að
hitta mikið af frábæru fólki og
breyta aðeins til í lífinu. Eg er auð-
vitað mjög ánægður í dag að hafa
teldð þátt, þetta var frábær upplifun
sem ég gleymi aldrei," segir Sigþór
um upphaf ævintýrisins.
I keppninni var Sigþór valinn
Herra Vesturland og því hélt leiðin í
Herra Island keppnina seirma um
vorið. Þar varð hann í öðru sæti auk
þess að hljóta titilinn Ljósmyndafyr-
irsæta keppninnar. „Eftir aðal-
keppnina fóru mér að berast tilboð.
Eg var fljótlega byrjaður að vinna
hjá Andreu Brabin á modelskrifstof-
unni Casting. Nokkrum mánuðum
síðar óskaði skrifstofa í London eft-
ir mér. Eg var ekld viss hvort ég ætti
að fara en skehti mér og var þar í 6
mánuði. Eftir það fór ég heim og á
sjóinn í smá tíma,“ segir hann. Þá
var boltinn virkilega farinn að rúlla
fyrir Sigþór því Ford Miami sóttist
eftir honum til vinnu. „Eg var mjög
spenntur yfir því tilboði, sá þetta
sem ffábært tækifæri til að ferðast.
Síðan þá hef ég ferðast um allan
heim, allavega 30 lönd sem ég taldi
saman um daginn.“
Ólýsanleg reynsla
Sigþór segir reynsluna mikla sem
hann fái á ferðalögum sínum. „Eftir
að hafa ferðast svona mikið, farið í
gegnum marga erfiða og góða tíma,
þá er besta upplifunin allur lærdóm-
urinn sem eftir situr. Það sem mað-
ur lærir í skóla h'fsins; tungumál,
aðrir menningarheimar, samskipti
við annað fólk og allar minningam-
ar sem eftir sitja. Það er erfitt að út-
skýra þessa upplifun. Eg á fullt af
góðum minningum og mikið af
góðu fólki sem ég hef hitt á þessum
tíma en vinnan gemr verið mjög erf-
ið. Margir sem ég hef hitt halda að
þessi vinna sé ein sæla, en það er
ekki alltaf. Það þarf rétta framkomu
og mikla þolinmæði, sterkan per-
sónuleika og mikið sjálfstraust til að
þola álagið sem er oft mikið. Eg
þakka foreldrum mínum hvernig
þau ólu mig upp, þau eiga stóran
þátt í því að mér hefur gengið vel og
átt góða samvinnu við fólkið sem ég
hef unnið hjá. Eg hef líka verið svo
heppinn að hafa unnið með mikið af
besta fólkinu í tískubransamun. Það
eru svo margir sem hafa klúðrað öllu
vegna þess að þau voru ekki tilbúin í
þessa miklu vinnu og álagið sem
henni fylgir,“ útskýrir Sigþór.
Mikil samkeppni
Eins og stendur býr Sigþór í
Þýskalandi en í byrjun september
mtm hann flytja til Barcelona og búa
þar. „Eg er á samningi hjá skrifstofú
í Italíu sem heitir Beatrice models
og er ein stærsta skrifstofan í Italíu.
Skrifstofan er með 300-400 menn á
skrá og því verð ég að halda mér í
góðu formi. Samkeppnin er mikil,
stundum eru um 500 strákar að berj-
ast um sama verkefhið, það er oft
erfitt.
Nýtir frítímann vel
„Ég vakna yfirleitt snemma,
hlusta á góða tórdist, borða morgun-
mat, æfi í 2 tíma og fer síðan í vinn-
una,“ segir Sigþór þegar hann er
spurður um hvemig hvunndagurinn
gengur fyrir sig. Hann heldur áffam:
„Stundum hef ég mikið af frítíma og
þá reyni ég að hitta vini mína, fara út
að borða, í bíó og út á hfið. Ég les
líka mikið og nýtí svo allan mögu-
legan tíma sem gefst með unnust-
unni, Marilyn. Hún er ffá Brasilíu,
ffábær stelpa, við kynntumst fyrir
nærri 5 árum og höfum ferðast mik-
ið saman en þurfum oft að fara í sitt
hvora áttina í nokkrar vikur vegna
vinnimnar, hún er líka módel.“
Þakklátur og jákvæður
Aðspurður um plön fyrir ffamtíð-
ina segist Sigþór ætla að njóta lífsins
og gera sem best úr hverjum degi
sem líður. „Ég vil koma kærum
þökkum til Silju Allans og Andreu
Brabin fyrir að koma mér á ff amfæri
og foreldrum mínum fyrir aht sam-
an, elska þau rosalega mikið,“ segir
Sigþór af einlægni að lokum.
Skessuhorn vih þakka þessum já-
kvæða unga manni fyrir ffábært
samstarf með ósk um áffamhaldandi
gott gengi.
BG
Verð íbúðarhúsnæðis
á Grundarfirði hækkar um 37%
Eins og Skessuhorn hefur greint
ffá stóð Fasteignamat ríkisins fyrir
endurmati allra fasteigna í þéttbýl-
inu í Grundarfirði og er því nú lok-
ið. Hið nýja fasteignamat tekur
gildi þann 1. nóvember nk. og
ffestur til athugasemda rennur út
þann 1. október. Á Grundarfirði
voru þann 14. ágúst skráðar 346
lóðir, þar af 303 byggðar og voru
290 lóðir sérmetnar. Þegar endur-
mat íbúðarhúsnæðis á landinu fór
ffam árið 2001 var miðað við hvert
verðmætahlutfall viðkomandi
byggðar var miðað við höfúðborg-
arsvæðið. Nú var hins vegar smðst
við sérhannað matskerfi fyrir
Grundarfjörð og miðað við 77
kaupsmaninga ffá árunum 2002-
2006. Breytingar á matinu eru því
mismunandi eftir eignum og hækka
elstu eigningar minnst og þær
yngsm mest.
Lóðarmat í Grundarfirði rúmlega
tvöfaldast samkvæmt nýja matinu.
Lóðarmat sérbýhs hækkar að jafnaði
tun 101% en lóðarmat fjölbýhs enn
meir, eða um 135% að jafnaði. Fast-
eignamat íbúðarhúsnæðis, sem sam-
anstendur af húsmati og lóðarmati,
hækkar samtals um 37% en einstak-
ar eignir hækka á bilinu 6-65%.
Húsmat nýbyggingar er eftir hækk-
un um 63% af samsvarandi nýbygg-
ingu á höfuðborgarsvæðinu, en
hlutfallið fer lækkandi eftir því sem
húsin em eldri. Fasteignamat at-
vinnuhúsnæðis hækkar að jafhaði
inn 16%, þar af hækkar húsmat um
12% en lóðarmat um 47% að jafn-
aði. Lóðarmat atvinnuhúsnæðis á
Grandarfirði er um 30% af sam-
svarandi eign á höfúðborgarsvæðinu
eftir hækkun, en húsmat um 45%.
-KÓP
VIÐSKIPTAHÁSKÓUNN
BIFRÖST
Þjónustufulltrúi á Bifröst
Sfaða þjónustufuliírúa á Bifröst er laus til umsóknar.
Um er að ræða almenní skrifstofustarf á háskólaskrifstofu
en í því felst m.a. simsvörun. þjónusta við nemendur og
atmenn skrifstofustörf,
Vmnutími er frá kt. 8.00-16.00 og þarf viðkomandi að geta
hafið störf sem fyrst.
Umsöknir með uppiýsingum um menntun og fyrri störf
sendist Viðskiptaháskótanum á Bifröst merkt “starfsumsókn’
eigí síðar en 5. september eða með tölvupósti til Geirtaugar
Jóhannsdóítur, qeirlauq@bifrost.ís.
r
Hjúkrunarheimilið Fellsendi, Miðdölum í Dalasýslu
Stöður sjúkraliða og
starfsfólks við aðhlynningu
Óskum eftir sturfsfólki fil framtíðarstarfa. Á Fellsenda er verið að byggja
nýtt hjúkrunarheimili samkvœmt nýjustu kröfum. Heimilið er byggt fyrir
28 heimilismenn þar sem allir munu búa í einbýli og verður tekið í notkun
í byrjun september.
Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sjúlfseignarstofnun og hefur núverandi
heimili verið starfrœkt fró úrinu 1968 og er staðsett í fallegu umhverfi og
býr yfir góðum heimilisbrag um 20 km. fró Búðardal.
Óskað er eftir starfsfólki sem er tilbúið að starfa með núverandi
starfsmönnum að skipulagningu og þróun nýs heimilis. Húsnœði er í boði.
Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi.
Nónari upplýsingar veitir Ásta S. Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri í síma 434 1230, netfang
asta@fellsendi.is eða Theódór S. Halldórsson
framkvœmdastjéri í síma 896 2818, netfang tsh@hbh.is