Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 ^ttUsvnu^: 'etltUtltl^^ I sannleika sagt - leiðrétting varðandi Norðurá í síðasta tölublaði Skessuhoms, Veiðihomi er vitnað í veiðimann nýkominn af veiðum í Norðurá. Hann telur að í ánni séu miklu færri fiskar en í fyrra og álítur að áin mtmi kannske ná 2500 fiskum. Helst er á greininni að slrilja að það sé slakur árangur. Vegna þessara skrifa þykir mér rétt að koma efrirfarandi upp- lýsingum á ffamfæri. Árið 2005 var sérstætt á margan hátt hér í Norð- urá. Þá veiddust í ánni 3137 laxar og er það miklu meiri veiði en nokkum tíma er vitað um áður. Árið 2005 er því ekki heppilegt til viðmiðunar. Það sker sig úr svo miklu munar frá öllum aflatölum í ánni allt aftur til ársins 1963. Það ár þegar mest veiddist í ánni áður var árið 2002 en þá veiddust þar 2308 laxar. Þann 26 ágúst síðastliðirm höfðu veiðst í Norðurá 2175 laxar. Þetta sumar er því nú þegar orðið þriðja besta veiðisumarið frá því að skráning hófst.á veiðum í ánni. Teljarinn í Glannastiganum gefúr haldgóðar upplýsingar um ástandið. Meðfylgjandi tafla gefur nokkra hugmynd um það. Mér þykir ólíklegt að heildarafl- inn í ánni nái tölunni 2500 eins og tafið er hugsanlegt í umræddri grein en engu að síður erum við harla á- nægð með það hér við ána að þetta skuli nú þegar vera orðið þriðja mesta veiðisumar, sem sögur fara af í henni og þá erum við ekki síst ánægð með það ástand, sem virðist vera á hrygningarstofni árinnar. Það er því von mín að umræddur veiði- maður taki aftur gleði sína og horfi björtum augum til næstu lax- veiðisumra í Norðurá. Umsjónar- maður veiðihornsins mætti hins vegar hafa það í huga að leita ffam- vegis traustari heimilda um gang mála við ána. Gunnar Jónsson Veiðivörður við Norðurá. Ár Heildarveiði I ánni Göngur um teljara á veiðitímanum Veiðin ofan við teljaran Óveiddir fiskar 2002 2308 1801 806 927 2005 3137 4949 1250 3699 2006 2175 2767 783 1984 www.skessuhorn.is T^etitiititi^ Minjagarður myndast - Minjakirkjan í Reykholti Sunnudag- inn 27. ágúst sl, um það leiti sem keppt var í hrútaþukli í Sauðfjársetr- inu á Strönd- um og opnuð var ný kjöt- iðnaðarstöð í Borgarnesi, var hátíð haldin í veðurblíðunni í Reykholti. Dyrum gömlu kirkjunnar, sem þar hefur nú staðið í stórt hundrað ára, var formlega lokið upp en kirkjan hefur nú verið færð til fyrsta horfs bæði að utan og innan. Fyrr um daginn hafði verið verið guðsþjón- usta í Reykholti og dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir hafði haldið fyrirlestur á vegum Snorrastofu um athyglisverðar rannsóknir sín- ar á eldri kirkjum í Reykholti, m.a. um niðurstöður fornleifarann- sókna þessa sumars. Með minjakirkjunni í Reykholti hefur nýr hluti bæst við staðar- myndina. Á tímabili ríkti nokkur óvissa um örlög þessa húss, hvort rifið skyldi, fjarlægt eða endurgert. Eftir vandaða umhugsun og síðan með samstilltu átaki margra, er málið varðaði, var hin gamla Reykholtskirkja endurgerð og stendur nú sem veigamikill hluti hinnar hlýlegu staðarmyndar. Kirkjuhúsin tvö kallast ekki á held- ur styrkja hvort annað enda gegnir hvort húsanna sínu hlutverki: Hin nýja og glæsilega Reyk- holtskirkja, sem reist var af dugn- aði og framsýni heimamanna með tryggum stuðningi margra, inn- lendra sem erlendra, hefur löngu sannað sig sem fagurt og gagnlegt guðshús en líka sem miðstöð ann- arrar menningar og tónlista hvers konar. Hún hefur stórlega styrkt Reykholt sem þjóðmenningarstað - ekki aðeins úr fortíð heldur líka til ffamtíðar. Minjakirkjan - hin gamla Reykholtskirkja - segir hins vegar sögu síns tíma, auk þess að vera mikilvægt framlag til kirkju- sögu staðar, héraðs og lands. Hún er fulltrúi tíma sem spannar mestu breytingar í byggðum og þjóðlífi á þessu landi: þar má sjá hvernig öfl- ug sókn rækti kristni sína, og hvert sóknarbörn sótti huggun jafnt sem gleði á helgum stundum. Mann- virkin tvö eru því hlekkir í langri keðju sem haslar völl um sögu og helgi þjóðmenningarstaðarins í Reykholti. Stjórn Snorrastofu hefur mótað stefnu um Minjagarð í Reykholti og þessi misserin er unnið að und- irbúningi og framkvæmd hennar. Minjakirkjan er mikilvægur hluti þessa minjagarðs - hún bætir nýrri vídd við staðinn og raunar héraðið allt. Opnun minjakirkjunnar er því ánægjulegur áfangi í framkvæmd þessarar stefnu Snorrastofu og því markvissa uppbyggingarstarfi sem svo farsællega hefur staðið í Reyk- holti síðustu árin. Það er ástæða til þess að gleðjast yfir þeim áfanga í eflingu Minja- garðsins í Reykholti sem opnun minjakirkjunnar er. Það er líka á- stæða til þess að færa þeim fjöl- mörgu er lögðu hönd að verkinu þakkir fyrir starf og stuðning. Héraðsbúar eru eindregið hvattir til þess að líta við í Reykholti og kynna sér það fjölbreytta starf sem þar er unnið. Bjami Guðmundsson Hvanneyri (Jdu&ihoztiCS Umsjóh: Gunnar Bender Síðasta holl með 40 laxa úr Flóku Veiðin hefur gengið vel í Flóka- dalsá í Borgarfirði og eru núna komnir 370 laxar á land. Síðasta holl náði 40 löxum, sem verður að teljast mjög gott. Víða er fiskur í ánni en flestir eru þeir á bilinu 4 til 6 pund. „Hollið fékk 40 laxa og það er fínt, stærsti laxinn sem veiðst hefur í Flóku í sumar er 9 pund,“ sagði Ingvar Ingvarsson frá Múlastöðum sem var á bökk- um Flókadalsár fyrir nokkrum dögum síðan. Norðurá er komin í 2230 laxa „Við erum að byrja veiðiskapinn núna í Norðurá, ég held að veiðin gæti orðið góð hjá okkur, veður- spáin gerir ráð fyrir breytingum í veðri. Það er fiskur í mörgum hyljum árinnar," sagði Eggert Jó- hannesson sem var að byrja veið- ina seinni partinn á mánudaginn. „Við fengum góða veiði hérna í fyrra á svipuðum tíma en þá voru líklega fleiri laxar en núna eru í ánni,“ sagði Eggert sem var að byrja veiðina fyrir neðan Krók í Norðurárdal. Norðurá hefur nú gefið 2230 laxa og það er svipuð veiði og fyr- ir tveimur árum síðan. Fælir sjóbirtingurinn bleikjuna burtu? Sífellt fleiri sjóbirtingar veiðast í veiðiánum núna þegar komið er undir haust, þar sem bleikjur veiddust áður. Má í þessu sam- bandi nefna ár eins og Hítará, Álftá og Laxá í Kjós. Sjóbirting- urinn tekur sér sffellt bólsfesm í fleiri veiðiám á sama tíma og bleikjunni fækkar verulega og hún hverfur reyndar alveg í mörgum veiðiám. Laxá í Kjós er að verða helsta sjóbirtingsáin á vestanverðu land- inu, mikið af birtingi hellist í ána þegar ágústmánuður hefst og sumir þeirra eru vel vænir. Veiði- menn sem Skessuhorn hitti við Laxfoss í Laxá í Kjós, voru í hörku birtingi en laxinn tók ekki. Þeir dunduðu sér við að kasta flugunni og fá sprækan birtinginn til að taka ýmsar flugur. En fyrir nokkrum árum var lítið um sjó- birting í Kjósinni. > Wa Tí Örn Helgason með fallegan sjóbirting úr Leirá, en sjóbirtingurinn hefur víða veiðst á Vesturlandi að undanfómu. Sjóbirtingurinn er fiskur sem á hvergi heima og flækist á milli vatnasvæða og hefur mest haldið sig fyrir austan, en hefúr greini- lega fært sig meira og meira á Vesturlandið. „Við vorum að koma úr Álftá og fengum 3 laxa og 3 sjóbirtinga, það er víða fiskur í ánni en hann tekur illa, en það er farið að rigna og þá getur ýmislegt gerst þar,“ sagði Eggert Jóhannesson sem var að koma úr ánni fyrir fáum dög- um. Það er töluvert af sjóbirtingi neðarlega í Álftá. Á Vatnasvæði Lýsu er sjóbirtingur að veiðast en hann er frekar smár og það sama er hægt að segja um Staðará á Snæfellsnesi. Bleikjan er á undanhaldi, alla- vega núna í ár og í fyrra líka, en hún kemur vonandi aftur, en dæmi eru um ár þar sem bleikja hefur nánast horfið eins og í Hörðudalsá í Dölum, en mjög fáar bleikjur hafa veiðst þar í sum- ar. Víða er gæs að finna Margir hafa farið á gæs fyrstu dagana sem mátti veiða hana og veiðin hefur verið ágæt en reynd- ar fer það mikið eftir landshlutum hvernig veiðiskapurinn gengur. „Eg var að koma af Ströndum og það var alveg hellingur af fugli á flestum túnum, ég var ekki að skjóta heldur ferðast. Hitti veiði- menn fyrir utan Hólmavík og þeir voru búnir að fá 15 fugla, sagði Skagamaður sem var á ferðalagi á Ströndum, reyndar byssulaus og sá hann eftir því. Tveir veiðimenn voru vestur í Dölum um helgina og fengu 20 fugla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.