Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 23
gglSSiíIiöBS i
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
23
Baráttusigur í botnslagnum
ÍA vann góðan baráttusigur
gegn Keflavík á heimavelli sl.
fimmtudag, 1-0. Hafþór Ægir
Vilhjálmsson skoraði eina mark
leiksins þegar hann skallaði bolt-
ann í markið á 29. mínútu. Bolt-
inn barst til Hafþórs eftir að
Ómar í marki Keflvíkinga náði að
blaka boltanum út í teig eftir
góðan skalla Bjarna Guðjóns-
sonar. Þar var Habbó mættur og
setti hann í netið. Skagamenn
héldu áfram að sækja það sem
eftir lifði hálfleiks en Keflvíkingar
áttu einnig hættulegar sóknir.
Skagamenn voru greinilega
harðákveðnir í því að láta ekki
það sama henda og gerðist á
móti Fylki á dögunum þegar þeir
misstu forystu sína niður. Þeir
komu ákveðnir til leiks eftir hlé og
gerðu oft harða hríð að marki
Keflvikinga. Þórður Guðjónsson
átti hættulegustu færin en tókst
þó ekki að skora. Eftir því sem
leið á leikinn sóttu Keflvíkingar
stífar en vörn ÍA hélt vel og Bjarki
Freyr, sem var að leika sinn síð-
asta leik í sumar áður en hann
heldur utan til náms, varði allt
sem slapp í gegn.
Skagamenn lyftu sér upp úr
fallsæti í áttunda sæti með 17
stig. Það stóð þó ekki lengi þar
sem Breiðablik náði jafntefli við
FH sl. sunnudag og við það féll (A
aftur í níunda sæti. Skagamenn
leika næst við Breiðablik sunnu-
daginn 10. september í Kópavogi
og er Ijóst að þar verður hart
barist, enda að duga eða drepast
fyrir bæði lið. -KÓP
Víkingur Ó vann Stjörnuna
Víkingur Ólafsvík lagði Stjörn-
una úr Garðabæ á Ólafsvíkurvelli
í baráttuleik um helgina. Heima-
menn urðu hreinlega að sigra í
leiknum ef það ætlaði sér ekki að
falla niður í aðra deild. Það var
Sivko Alosa sem skoraði mark
Víkings skömmu fyrir leikslok, en
hann kom inn á sem varamaður
á 66. mínútu. Með sigrinum lyfti
Víkingur sér úr botnsætinu og er
nú í níunda sæti deildarinnar
með 15 stig. í næstu sætum fyrir
ofan eru Haukar með 16 stig,
Leiknir með 17 stig og KA með
18 stig, en Þór vermir botnsætið
með 13 stig. Víkingur á eftir úti-
leik við HK, sem er í öðru sæti
deildarinnar, laugardaginn 9.
september og síðasti leikur liðs-
ins verður í Ólafsvík þegar Hauk-
ar mæta í heimsókn þann 16.
september.
-KÓP
Enn ein seinkun á
vígslu Akranesshallarinnar
Einu sinn enn hafa bæjaryfir-
völd á Akranesi neyðst til þess
að fresta vígslu fjölnotaíþrótta-
hússins á Jaðarsbökkum sem
nýlega hlaut nafnið Akraneshöll-
in. Eins og margoft hefur komið
fram í Skessuhorni var upphaf-
lega stefnt að vígslu hússins í vor
og í fyrstu voru nefndar dagsetn-
ingar í maí. Síðar var stefnt að
vígslu 17. júní og enn síðar 8. júlí.
Fyrir tveimur vikum var tekin
ákvörðun um að stefna að vígslu
hússins þann 2. september og
skipaði bæjarráð Akraness und-
irbúningsnefnd fyrir vígsluat-
höfnina.
Að sögn Harðar Kára Jóhann-
essonar, rekstrarstjóra íþrótta-
mannvirkja Akraneskaupstaðar
hafa framkvæmdir á lóð hússins
tafist og því var ákveðið að fresta
vígslunni enn einu sinni. Ekki
hefur önnur dagsetning verið
ákveðin en vonast er til þess að
það liggi fyrir síðar í þessari viku.
HJ
Lokahóf mfl. Skallagríms
Lokahóf meistaraflokks Skallagríms
fór fram á Model Venusi sl. föstudag.
Markahæstu leikmenn Skallagríms á lið-
inni leiktíð voru þeir Emil Sigurðsson
með 7 mörk (10 leikjum og Valdimar K.
Sigurðsson með 7 mörk í 15 leikjum og
telst því Emil vera markakóngur Skalla-
gríms 2006. Efnilegasti leikmaðurinn var
kjörinn Trausti Eiríksson og leikmaður
ársins gamla kempan Valdimar K. Sig-
urðsson sem leikið hefur yfir 250 deildar-
leiki fyrir Skallagrím.
Lokahóf yngriflokka Knattspyrnudeild-
ar Skallagríms verður í félagsmiðstöðinni
Óðali fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30.
MM Trausti Eiríksson var kosinn efnilegasti ieikmaðurinn.
Valdimar K Sigurðsson var leikmaður ársins.
Emil Sigurðsson var markakóngur ársins.
Fyrst kvenna holu í höggi
Sá einstaki atburður gerðist
þann 7. ágúst síðastliðinn að
ÞóraBjörgvinsdóttir, félagi í
Golfklúbbi Borgarness, fór holu
í höggi á 11. braut Hamarsvallar.
Brautin er par 3, 144 m löng á
rauðum teigum. Þóra er fyrst
kvenna til að fara holu í höggi á
Hamarsvelli en í 33 ára sögu
klúbbsins hafa 21 karlmaður
náð draumahögginu á Hamar-
svelli.
-KÓP
Loðfóðruð siígvél
Stærðir 25-35 Verð kr: 4.795.-
Með hverju
keyptu pari
fylgja inniskór
að eigin vali!
xena
BORGARNESI S: 437 1240
í 'fözyfehóltifefofejU Z. SCfst. fcl. 1?:6Ö
Flytjendur eru Guðbjörg Sandholt mezzósópran og
Anna Helga Björnsdóttir píanóleikari.
Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Manuel de
, Falla, Mozartog Chopin.
o
] Enginn aðgangseyrir
í Allir velkomnir
Nánari upplýsingar í síma 433-8000
Við reykium fiskinn
REYKOFNIMN H
Skemmuvegur 14 • 200 Kópavo?
Fax 587 2134 • Sími 557 2122
Efnalcmgin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
k
r