Skessuhorn - 30.08.2006, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
^sunuLi
Til minnis
Skessuhorn minnir íbúa á Vest-
urlandi á að sýna aðgát í um-
ferðinni í nálægð við skóla og
fjölfarna staði sem börn eiga
leið um þessa dagana. Þarna
eru á ferðinni óvanir einstak-
lingar í umferðinni og því verð-
ur aldrei of varlega farið.
Ve?nrhorfw
Spáð er norðaustlægri átt frá
fimmtudegi til mánudags,
bjartviðri á suður- og suðvest-
urhluta landsins en vætusömu
veðri norðan- og austanlands.
Hiti verður á bilinu 7 till 5 stig,
hlýjast suðvestantil.
Spwminíj viH^nnar
í síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is; „Ætlar þú í
réttir í haust?"
Tæplega 35% svarenda svör-
uðu spurningunni játandi, þeir
ætla örugglega í réttir, rúm-
lega 33% svarenda ætla ör-
ugglega ekki í réttir, tæplega
16% ætla sennilega ekki í rétt-
ir í haust, tæplega 10% svar-
enda ætla sennilega að mæta
til rétta í haust og að lokum
svöruðu tæplega 6% því að
þeir vissu það ekki.
í næstu viku spyrjum við:
„Er ncegjanlegt
framboð af
tómstundastarfi
fyrir börn í þínu
sveitarfélagi?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendiwjwr
viKnnnctr
Skessuhom útnefnir að þessu
sinni Þuríði Örnu Óskarsdótt-
ur, 4 ára, Vestlending vikunn-
ar. Hún fór í liðinni viku í
áheitaferð Heklu með föður
sínum Óskari Erni Guðbrands-
syni og Stefáni Ásgrímssyni
ritstjóra FÍB hringinn í kring-
um landið á Skoda til stuðn-
ings Félagi krabbameinssjúkra
barna.
Laugard. 19. ágúst kl. 20 uppselt
Swmud. 20. ágúst kl. 15 ðrfá sæti laus
Sunnud. 20. ágúst kl. 20 ðriá sæti tans
Fðstud. 25. ágúst kl. 20 ðriá sasti laus
Laugard. 26. ágúst kl. 15 uppselt
Laugard. 26. ágúst kl. 20 uppselt
laugard. 2. september kl. 20
Simaud. 3. september kl. 15
Sunnud. 3. september kl. 20
Staðfesta þarf miða með greiðslu
viku fyrir sýningardag
lANWAMSSm'R
Sýnt f Landnámssetrí
í Borgarnesi
LEIKHUSTILBOÐ
Tviættaður kvöldvcrður og
fctkftusmiði
kr. 4300 ■ 4800,-
MIÐAPANTANIR i SÍMA Í37
Nýr Sveinbjöm Jakobsson SH
kominn til Olafsvíkur
Viö komu Sveinbjamar Jakobssonar SH10 til Ólafsvíkur. Sitthvorumegin standa þeir
brœður Egill og Sigtryggur Þráinssynir en á milli eru forelárar þeirra þau Guðbjörg
Sveinsdóttir og Þráinn Sigtryggsson.
tryggssonar, stjórnarformanns fé-
lagsins, eins eiganda og skipstjóra
til margra ára, verður farið á
dragnót í byrjun september en
skipið er einnig búið til neta- og
togveiða.
Það var fjölmenni sem tók á móti
hinu nýja skipi þegar það kom til
Olafsvíkur enda alltaf mikil gleði
þegar nýju skipi er fagnað. Skip-
stjóri á Sveinbirni Jakobssyni er
Egill Þráinsson og stýrimaður er
Sigtryggur Þráinsson en þeir bræð-
ur eru m.a. eigendur í útgerðarfé-
laginu en alls er á skipinu 5 manna
áhöfn. PSjf
Nýr bátur kom til Ólafsvíkur sl.
föstudag og er hann í eigu Útgerð-
arfálagsins Dvergs ehf. Báturinn
sem ber nafnið Sveinbjörn Jakobs-
son SH 10 er stálskip smíðað á
Akranesi árið 1967 og er 101
brúttórúmlestir að stærð. Skipið
var endurbyggt árið 1997 og ný vél
sett í það árið 2001 og lítur það
mjög vel út í alla staði. Fyrir á fé-
lagið tréskip með sama nafhi sem
smíðað var í Danmörku árið 1964
en því verður lagt. Er það um 103
lestir og alla tíð verið mikið happa-
skip. Það er einn af
mjög fáum bátum
sem efdr er á land-
inu í þessum báta-
flokki. Útgerðarfé-
lagið Dvergur ehf
er fjölskyldufyrir-
tæki og eitt af elstu
útgerðarfélögum
landsins, en það var
stofnað um 1950
og er enn í eigu
stofnfélaganna. Að
sögn Þráins Sig- Sveinbjöm Jakobsson SH 10 njkominn til hafnar.
Slökkviliðin í Borgarbyggð sameinuð
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur
falið sveitarstjóra að hefja vinnu
við sameiningu slökkviliða í hinu
nýja sveitarfélagi. Til skamms tíma
áttu Borgarbyggð eldri, Kolbeins-
staðahreppur og Eyjahreppur sam-
an hlutafélag sem annaðist rekstur
slökkviliðs í sveitarfélögunum.
Höfuðstöðvar voru í Borgarnesi
en útibú voru á Varmalandi og í
Laugagerði. Snemma á þessu ári
var félaginu slitið og yfirtók Borg-
arbyggð eignarhluti hinna sveitar-
félaganna en tók jafnframt að sér
að sinna brunavörnum samkvæmt
sérstöku samkomulagi. Þá hefur
einnig verið starfandi slökkvilið
Borgarfjarðardala og er hugmynd-
in að það sameinist slökkviliði
Borgarbyggðar þannig að úr verði
eitt öflugt slökkvilið sem sæti
sömu yfirstjórn. Nefna má að
framkvæmdir standa nú yfir við
endurbyggingu verkstæðishúss í
Reykholti sem hýsa mun slökkvi-
stöð.
HJ
Þremur sjómönnum bjargað
út af Snæfellsnesi
Rétt fyrir klukkan níu að kvöldi
sl. föstudags bárust boð ffá neyð-
arsendi 30 tonna eikarbáts, Sigur-
vins GK sem staddur var um 15 sjó-
mílur NV af Rifi á Snæfellsnesi.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, Björg ffá Rifi, hélt
skömmu síðar á sjó til leitar sem og
---------*--------------------------
skemmtibáturinn Svalan með
þriggja manna fjölskyldu innan-
borðs. Þyrla landhelgisgæslunnar
TF-LIF fór einnig á staðinn.
Skemmtibáturinn Svalan fann
mennina þrjá í gúmbjörgunarbáti
og tók þá um borð en eikarbáturinn
var þá sokkinn. Veður var gott á
staðnum og spegilsléttur sjór. Eftir
björgun í Svöluna fóru skipbrots-
mennirnir þrír um borð í björgun-
arskipið Björgu þaðan sem þyrlan
hífði þá upp og flaug með til
Reykjavíkur. Skipverjarnir voru
nokkuð hressir miðað við aðstæður.
MM
Avísanir á tómstundastarf berast
ungmennum á Akranesi
Næstu daga berast inn á heimili á
Akranesi ávísanir sem hægt verður
að nýta til greiðslu á tómstunda-
starfi hjá viðurkenndum félögum á
Akranesi. Ávísunin er að upphæð 5
þúsund krónur og gildir til 31. maí
2007. Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni ákvað bæjarstjórn
Akraness fyrir nokkru að breyta
reglum um niðurgreiðslu tóm-
stundastarfs barna og unglinga á
þann veg að iðkendur réðu í raun
hversu miklar niðurgreiðslurnar
yrðu með því að framvísa þessum
ávísunum. Markmiðið var einnig að
allir finni sér tómstundastarf við
hæfi.
Félög þurfa að uppfylla ákveðin
skilyrði til að geta notið niður-
greiðslnanna. Má þar nefna að færa
verður félagatal árlega, árlega þar
að leggja ffam ársreikning þar sem
helstu bókhaldsreglum er fylgt,
starf þeirra sé skipulagt með þeim
hætti að börn starfi undir stjóm
leiðbeinenda og þjálfara sem era í
stakk búnir til að vinna að mark-
miðum félagins. Þá þarf félag að
starfa með reglubundnum hætti í
að minnsta kosti fjóra mánuði á ári
og félög þurfa að innheimta árgjald
eða æfingagjald af þátttakendum.
Þau félög sem nú þegar hafa upp-
fyllt skilyrðin eru Hestamannafé-
lagið Dreyri, Badmintonfélag
Akraness, Fimleikafélag Akraness,
Golklúbburinn Leynir, Karatefélag
Akraness, Knattspyrnufélag Akra-
ness, Körfuknattleiksfélag Akra-
ness, Ungmennafélagið Skipaskagi,
Keilufélag Akraness, Sundfélag
Akraness, Smábílafélag Akraness,
Skátafélag Akraness og Skagaleik-
flokkurinn.
HJ
Hætt við ráðningu markaðs-
og menningarfúUtrúa
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur
ákveðið með tveimur atkvæðum að
ráða ekki að svo stöddu í starf
markaðs- og menningarfulltrúa
Borgarbyggðar. Starfið er nýtt af
nálinni og var auglýst laust til um-
sóknar skömmu eftir að Borgar-
byggð hin nýrri varð til. Um starfið
sóttu átta manns og var sveitar-
stjóra falið að kynna umsækjendum
þessa ákvörðun. Páll S. Brynjars-
son sveitarstjóri Borgarbyggðar
segir að farið verði yfir þær for-
sendur sem lagðar voru til grund-
vallar starfinu í upphafi og þær
endurmetnar meðal annars með
hliðsjón af því hvort rétt sé að deila
þessum verkefnum á fleiri störf.
Sveinbjörn Eyjólfsson byggða-
ráðsmaður lét bóka að staða máls-
ins sýni glöggt að menn verði að
vanda sig betur þegar kemur að
skipulagi og starfsmannamálum.
HJ
Hundrað
féllu út
LEIÐRÉTTING: í umfjöllun
um starf tónlistarskólanna á
Vesturlandi í síðasta tölublaði
var sagt að í vetur yrðu um 125
nemendur við Tónlistarskóla
Borgarfjarðar en svo er ekki
rétt. I vetur verða um 225 nem-
endur við skólann og beðist er
velvirðingar á þessum mistök-
um.
-so
Fyrirgefðu
Skotta!
SMALAHUNDAR: í frétt um
frábæran árangur vestlenskra
smalahunda f Skagafirði fyrir
nokkru var rangt farið með
nafn þess hundar sem stóð sig
best. Hún heitir Skotta en ekki
Týra eins og sagt var. Hlutað-
eigendur era beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum.
-mm
Björgunar-
félaginu afhent
nýtt hús
AKRANES: Um næstu helgi
mun Björgunarfélag Akraness
fá afhent nýtt húsnæði sem ver-
ið hefur í byggingu við Kalm-
ansvelli. Húsið er viðbót við þá
aðstöðu sem félagið hefur yfir
að ráða og mun hýsa tæki og
aðstöðu til viðgerða. Þrátt fyrir
að félagið taki nú við húsinu er
það ekki tilbúið, eftir á að vinna
það að innan og laga að starf-
semi félagsins. Sú vinna verður
unnin í sjálfboðavinnu og því
ekki gott að segja fyrir um
hvenær henni lýkur.
-kóp
Lést af áverkum
sínum
RVK: Maðurinn sem slaðaðist
alvarlega í umferðarslysi á Vest-
urlandsvegi aðfararnótt sl.
sunnudags er látinn. Maðurinn
hét Dariusz Wojewoda og var
Pólverji. Hann var starfsmáður
Loftorku í Borgarnesi og bjó
þar. Slysið varð með þeim hætti
að hross sem fældist við flug-
eldasýningu vegna Menningar-
nætur hljóp yfir veginn á milli
Þingvallaleiðar og Köldukvíslar
með þeim afleiðingum að öku-
maður bifreiðarinnar, sem var á
leiðinni upp á Kjalarnes, missti
stjórn á henni og lenti bifreiðin
á annarri bifreið sem var að
koma úr gagnstæðri átt. Félagi
mannsins sem var með honum í
bíl lést einnig.
Líkamsárás
kærð á Dönsk-
um dögum
STYKKISHÓLMUR: Maður
á þrítugsaldri hefur kært lík-
amsárás sem hann varð fyrir á
Dönskum dögum í Stykkis-
hólmi. Margt var um manninn í
bænum á hátíðinni, þó oft hafi
þar verið fleiri. Maðurinn lenti
í áflogum við annan mann og
var laminn þannig að tennur í
honum losnuðu. Er þetta eina
staðfesta kæran eftir hátíðina
sem gekk að öðru leyti vel að
sögn lögreglu.
-kóp