Skessuhorn - 30.08.2006, Side 19
^otasunuu.
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
19
Mmningarsjóðnr Geirlaugs
Amasonar í undirbúningi
Geirlaugur Amason áyrígii árum.
Mynd: Ljósmyndasafn Akraness.
í liðinni viku voru liðin áttatíu ár
firá fæðingu Geirlaugs Amasonar á
Akranesi og af því tálefni undirbúa
afkomendur hans tónleika í hans
minningu og mun aðgangseyrir af
tónleikunum renna í sjóð til styrktar
tónlistarfólki á Akranesi.
Geirlaugur Kristján var fjórði í
röð átta bama Þóra Einarsdóttur frá
Landakoti og Árna B. Sigurðssonar
frá Bæ á Akranesi. Þóra lést er
yngsta bam þeirra var einungis sex
mánaða gamalt. Síðar kvæntist Árni
Vikoríu Markúsdóttur og átti með
henni þrjár dætur. Geirlaugur ólst
upp í Nýhöfh, sem stendur við Vest-
Bæta tölvukost
BORGARBYGGÐ: Byggðaráð
Borgarbyggðar hefur samþykkt
að veita Varmalandsskóla auka-
fjárveitingu að upphæð 400 þús-
und krónur til þess að auka við
tölvukost skólans. Fjármögnun
var vísað til endurskoðunar fjár-
hagsáætlimar ársins. -hj
Myrkvað Island
28.09?
LANDIÐ: Fregnir hafa borist af
því á síðustu vikum að borgarráð
Reykjavíkur og bæjarráð ná-
grannasveitarfélaga borgarinnar
hafi samþykkt að slökkva öll ljós í
tengslum við Alþjóða kvik-
myndahátíðina. Nú hefur hug-
myndin verið útvíkkuð og for-
svarsmenn hátíðarinnar hafa sent
erindi á öll sveitarfélög í landinu.
Hugmyndin er að öll ljós verði
myrkvuð frá klukkan 22:00 til
22:30 fimmtudagskvöldið 28.
september. Erindið hefur þegar
verið tekið til umfjöllunar í bæj-
arráði Snæfellsbæjar og bæjar-
stjóra falið að kanna tæknilega
útfærslu þess og það er á dagskrá
bæjarráðsfundar Akraneskaup-
staðar í gær, eða effir að blaðið
fór í prentun. -kóp
urgötuna, og fór snemma að fylgja
föður sínum til starfa á rakarastof-
una hans. Svo ungur fór hann að
munda skærin að hann klippti flesta
fermingarbræður sína fyrir ferm-
ingu þeirra. Harm fór seinna í Iðn-
skólann á Akranesi og varð hár-
skerameistari. Rak hann stofu sína
við Vesturgötu þar til hann fluttist
búferlum til Reykjavíkur árið 1965.
Geirlaugur fékk snemma mikinn
áhuga á tónHst en ytri aðstæður
hömluðu því að hann gæti farið í
langt tónlistamám. Hann fikraði sig
því áfram á orgel sem til var á heim-
ili foreldra hans og segir sagan að
eldri bræður hans hafi stundum ver-
ið þreyttir á æfingunum og því teláð
til sinna ráða. Tóku þeir hvor undir
sína öxlina á honum og bára hann
frá orgelinu. Síðar safnaði hann sér
fyrir eins árs tónlistamámi í höfuð-
borginni og settist í Tónlistarskóla
Reykjavíkur. Þar nam hann píanó-
leik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni á-
samt undirstöðu í hljómffæði. Góð-
ur árangur þessa náms gerði Geir-
laugi kleift að takast á við hin ýmsu
tónlistarverkefni í heimabæ sínum.
Hann stjórnaði karlakórnum
„Svanir" í tólf ár og notaði iðulega
dauðan tíma á rakarastofunni við
nótnaskriftir fyrir kórinn. Hann
stjórnaði einnig Lúðra-
sveit Akraness um tíma og
hljóp í skarðið fyrir org-
anistann í kirkjunni, ef
svo bar undir. Hann var
einn af stofhendum Tón-
listarfélags Akraness, sem
beitti sér fyrir stofnun
tónlistarskólans á Akra-
nesi og sat í skólanefhd
skólans. Hann var einnig
virkur félagi í starfi
KFUM á Akranesi og
spilaði á fundum og sam-
komum meðan hann bjó
þar.
Geirlaugi var fátt
mannlegt óviðkomandi
og hann tók virkan þátt í
félagslífi bæjarins og
fannst það skylda sín að
láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu.
Hann var jafhaðarmaður í hjarta
sínu og sat í bæjarstjórn fyrir Al-
þýðuflokkinn 1958-1962 aukþess að
sitja í niðurjöfnunarnefhd. Hann var
formaður skólanefhdar Iðnskólans
1957 - 1965 og formaður bókasafhs-
nefndar Bæjarbókasafhsins nokkur
ár.
Eins og áður sagði æda afkom-
endur Geirlaugs að efha til tónleika
í minningu hans. Þeir verða væntan-
lega haldrúr í Vinaminni 14. sept-
ember. Efnisskrá tónleikanna mun
spanna margar tónlistarstefhur og
flytjendur verða allir úr fjölskyldu
Geirlaugs. Aðgangseyrir að tónleik-
unum mun renna óskertur í sjóð
sem stofnaður verður tíl styrktar
tónfistarfólki á Akranesi og er skipu-
lag sjóðsins í mótun. Að sjóðurinn
sé fyrir upprennandi tónlistarfólk er
við hæfi því Geirlaugur var mjög
hvetjandi við alla þá sem hann áleit
eiga erindi í tónhstarnám, án efa
minnugur þess að hann sjálfur hefði
gjarnan viljað afla sér meiri mennt-
unar á því sviði.
Geirlaugur var kvæntur Svein-
björgu Arnmundsdóttur og eignuð-
ust þau sex börn. Hami lést 13. júlí
BæjarfuUtrúi í
Snæfellsbæ leitar til
umboðsmanns Alþingis
Gunnar Örn Gunnarsson bæjar-
fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn
Snæfellsbæjar hefur ákveðið að
leita til umboðsmanns Alþingis
vegna úrskurðar Félagsmálaráðu-
neytisins á stjórnsýslukæm hans.
Hann tilkynnti þetta á fundi bæj-
arráðs Snæfellsbæjar í gær. Eins og
fram kom í fréttum Skessuhorns
fyrir nokkru taldi Gunnar Örn að
málsmeðferð sem viðhöfð var við
breytingar á bæjarmálasamþykkt
hafi ekki uppfyllt skilyrði sveitar-
stjórnarlaga. I úrskurði ráðuneyt-
isins var ekki fallist á sjónarmið
Gunnars Arnar og var tilkynnt að
ráðuneytið myndi staðfesta sam-
þykktina.
Á fundi bæjarráðs í gær lét
Gunnar Örn færa til bókar að
hann teldi úrskurð ráðuneytisins
furðulegan „og er að mati þeirra
lögfræðinga sem ég hef borið
þessa málsmeðferð undir ekki
byggður á lögfræði heldur ein-
hverju öðru agjörlega óskyldu
þeim fræðum. Til að fá vitrænan
úrskurð í þessari kæru hef ég
ákveðið að senda þetta mál til um-
boðsmanns Alþingis.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
Snæfellsbæjar lét þá bóka að hann
teldi að máli þessum þyrfti að
ljúka þar sem þessar deilur skaði
sveitarfélagið.
HJ
VG álykta um slátur-
hússmál í Búðardal
Á félagsfundi Vinstri Grænna í
Dölum sem haldin var 27. ágúst sl
var tekin til umfjöllunnar sú staða
sem komin er upp í málefnum
Dalalambs og Sláturhússins í Búð-
ardal, vegna þess samnings sem
gerður var við Norðlenska mat-
borðið í mars sl. Eftirfarandi ályk-
un var samþykkt:
„Félagsfundur Vinstri grænna í
Dölum, haldinn 27. ágúst 2006
harmar þá stöðu sem komin er
upp vegna samnings milli Dala-
lambs og Sláturhússins í Búðardal,
við Norðlenska Matborðið. Mikl-
ar vonir heimamanna, um að þær
aðgerðir sem farið var í til að
byggja upp sláturhúsið í Búðardal
á árunum 2004-2005 og að sá
samningur sem gerður var við
Norðlenska Matborðið til 10 ára
um rekstur Sláturhússins í Búðar-
dal, myndi tryggja framtíð þessa
sláturhúss, sem sláturhús, eru nú
að engu orðnar. Eigendur slátur-
hússins í Búðardal hafa lagt í mikl-
ar, nauðsynlegar og kosmaðarsam-
ar framkvæmdir við húsið til að
byggja það upp sem framtíðarslát-
urhús. Nú er ljóst að þessar fram-
kvæmdir munu að svo stöddu ekki
skila því sem til var ætlast, þ.e.
tryggja slátrun í húsinu.
I ljósi þessarar stöðu teljum við
að sá samningur sem gerður hefur
verið við Kaupfélag Skagfirðinga,
um að það taki á leigu eiginir Slát-
urhússins í Búðardal, tryggi fjár-
hagslega hagsmuni eigenda húss-
ins, þar með talið Dalabyggðar
sem er stærsti eigandi . Að auki
tryggir hann notkun á húsnæðinu,
reglulegar leigutekjur, sem standa
undir fjárskuldingum Sláturhúss-
ins í Búðardal og tryggir grandvöll
fyrir a.m.k. 5 ársstörf í húsinu.
Fundurinn beinir því til fulltrúa
okkar í sveitarstjórn Dalabyggðar
að þeir samþykki þennan samn-
ing.“
Sláturhúsið í Búðardal
Vorið 2006, í byrjun mars, var
gerður samningur milli Dalalambs
og Norðlenska matborðsins um að
Norðlenska matborðið tæki á leigu
Sláturhúsið í Búðardal til 10 ára.
Það varð að samkomulagi þessara
aðila að standa saman að uppbygg-
ingu sláturhússins, m.a. með því að
vinna saman að því að sláturfé verði
árlega ekki færra en 25.000 fjár.
Sl. haust stóð Dalalamb að slátr-
un í húsinu og Norðlenska keypti
allt kjötið. Slátrað var um 15.000
fjár. Öllum má vera ljóst og ekki síst
samningsaðilum að það markmið
að slátra 25.000 fjár á ári að lág-
marki, myndi tæplegast nást strax í
haust og þar með að ekki kæmu inn
nægar tekjur til að standa undir
fjárhagsskuldbindingum eigenda
hússins, en sá samningur sem gerð-
ur var við NM gilti til 10 ára og því
mátti búast við að fyrst eftir 2-4 ár
myndi staðan vera sú að slátrað yrði
meira en 25.000 fjár. Þvíhlýturþað
að vera svo, að þegar samningurinn
var gerður hefur sveitarstjórn Dala-
byggðar, sem er eini eigandi Dala-
lambs, gert sér grein fyrir því að
öllum hkindum myndi það taka tvö
til þrjú ár að ná þessum fjölda og
því gæti sveitarfélagið þurft að
standa straum af hluta af rekstri
sláturhússins, verði það rekið með
tapi, í hlutfalli við eignarhluta í því.
Samanber að standa saman að því
að sláturfé verði a.m.k. 25.000 fjár.
Nú gerist það í sumar, í byrjun á-
gúst, nákvæmlega 5 mánuðum eftir
undirritun samnings, að Norð-
lenska matborðið gugnar á því að
ganga þessa braut. Fulltrúar þeirra
koma á fund í Búðardal og gera
grein fyrir því að þeir séu heldur
hræddir um að þeim mirni ekki
takast að slátra þeim fjölda fjár sem
þeir höfðu reiknað með, þar sem
bændur á þessu svæði vilji ekki stað-
festa sláturfjárloforð, en taka þó
ffam að aðalástæða þess sé sú að
bændur vilji sjá hvaða verð em í
boði áður en að þeir áhveði hvar
þeir leggi inn.
Á þessum sama fundi greina þeir
frá því að þeir séu búnir að gera
samkomulag við KS um að KS yfir-
taki samninginn og taki við réttind-
um og skyldum þeim sem í honum
eru, þó með samþykki eigenda
Dalalambs og Sláturhússins og því
séu þeir hér nú hingað komnir til að
óska eftir samþykki eigenda.
I sumar hefur verið unnið að því
af hálfu Dalalambs að undirbúa
húsið þannig að það verði tilbúið til
afhendingar 1. sept 2006 til leigu-
taka, eins og getið er um í samn-
ingi. Það er því ekki rétt sem kem-
ur ffarn á vef Skessuhorns 28. ágúst
og haft er eftir Sigmundi Ófeigs-
syni að leigusali, Dalalamb, hafi
ekki náð að skila húsinu, því skila-
fresturinn er ekki rannin út. Það er
fyrst 1. september nk. I Sl. viku
kom síðan fulltníi frá Landbúnað-
arstofun að taka húsið út fyrir vænt-
anlegt starfsleyfi. Okkur er í dag
ekki kunnugt um hvort að það hafi
fengist starfsleyfi, né heldur um það
hvort að einhverjir verulegir ágallar
hafi verið á húsinu, sem komið
gætu í veg fyrir að leyfið fáist. Þetta
er því rangt hjá Sigmundi og rétt að
geta þess að á fúndinum sem hann
kom á í byrjun ágúst, og getið er
hér að framan, getur hann ekki um
það að hann óttist að húsið verði
ekki tilbúið á tilsettum tíma.
Það var ekki ósk Dalalambs, Slát-
urhússins í Búðardal né sveita-
stjórnar Dalabyggðar að losna und-
an samningi við Norðlenska og
ganga til samninga við KS. Það er
hinsvegar rétt að þegar málin voru
rædd á þessum fyrrnefnda fúndi,
kom ffam að menn töldu að hugs-
anlega yrði meiri ásókn í að slátra fé
í Sláturhúsinu í Búðardal, ef að það
væri KS sem stæði að þeirri slátrun.
Það var mat allra þeirra aðila sem
voru á fúndinum, þar með talið
fulltrúum Norðlenska.
Gott og vel. Það er engin áhætta
tekin með því að ffamselja samn-
ingin til KS, en þegar til átti að taka
var KS ekki áfjáð um að slátra í hús-
inu. Og einu tekjur Dalalambs af
samningnum voru kr/kiló slátraðs
fjár. Það þýddi að yrði ekki slátrað
þá kæmu engar tekjur til Dala-
lambs, né heldur Sláturhússins í
Búðardal. Og hvað gera bændur
þá? Norðlenska vill losna undan
slátrunnunni! KS vill leigja slátur-
húsið en ekki slátra í því! Það er
það sem gerist og við stöndum
frammi fyrir þegar til átti að taka.
Það hefði verið hægt að láta
Norðlenska matborðið standa við
samninginn, en eigum við að standa
að því þegar svona er komið? Þeir
sjá ekki hag í því að standa við
samninginn. Báðir samningsaðila
væru ósáttir og trúnaðarbrestur
kominn upp. Þá er betra að leita
annarra leiða og það var það sem
gert var.
Sveitarstjórn Dalabyggðar, sem
er eini eigandi Dalalambs og stærst-
ur eigenda Sláturhússins í Búðardal
áhvað að freista þess að ná samningi
við aðra aðila, sem gætu tryggt
hagsmuni Dalabyggðar. Sveitarfé-
lagið hefur staðið að þessari upp-
byggingu og lagt til fé í formi lána
og hlutafjár og eitthvað verður að
gera til að lágmarka það tjón sem af
gæti hlotist ef enginn vildi slátra
þar. Haft var samband við fleiri að-
ila og hugur þeirra til slátrunar í
Búðardal kannaður, en hann var því
miður ekki mikill. En KS hafði
ennþá áhuga á því að taka húsið á
leigu þó ekld væri til að slátra í því
og það varð niðurstaðan að skoða
hvað væri í þeirra spilastokk. Nið-
urstaðan er sá samningur sem sveit-
arstjórn samþykkti á fundi í dag og
kynntur verður á almennum borg-
arafundi nú í vikunni.
Á hitt ber að líta að við trúum því
að það hafi verið einbeittur vilji eig-
enda Dalalambs og Norðlenska
matborðsins í mars sl. að standa
saman að því að uppfylla skilyrði
samningsins, en hvort að menn hafi
ekki gert sér grein fyrir því að það
tæki meira en 5 mánuði að ná ffam
viðunandi árangri til að ná mark-
miðum samningsins, skal ósagt lát-
ið.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson,
fulltrúi VG í
sveitarstjóm Dalabyggðar
Halla Steinólfsdóttir, fulltrúi VG í
sveitarstjórn Dalabyggðar
Asmundur Einar Daðason,
varafulltrúi VG í
sveitarstjóm Dalabyggðar