Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
SgESSlilBWMaiM
Skráning
ömefna á
vemdarsvæði
BREIÐAFJÖRÐUR: Breiða-
fjarðarnefnd stendur nú fyrir
skráningu örnefna á verndar-
svæðum Breiðafjarðar. Hjördís
Linda Jónsdóttir hefur umsjón
með verkinu. A Omefhastofrum
er að finna mikið af örnefnum á
Breiðafirði, en mikið vantar upp
á staðsetningu þeirra. Ætlunin
er að skrá niður ömefhi og stað-
setja þau og að auki verðu reynt
að finna skýringar á nöfhunum.
Fyrsta árið hafa ömefni tengd
sjó og siglingum verið í fyrri-
rúmi en næstu tvö ár verður
unnið að örnefnum tengdum
Breiðafjarðareyjum. -kóp
Of hratt með
óskráð vopn
BORGARFJÖRÐUR: Veiði-
maður sem lögreglan í Borgar-
nesi stöðvaði fyrir of hraðan
akstur um helgina í umdæmi
sínu var með óskráð skotvopn í
bifreiðinni. Er það vopnalaga-
brot og má maðurinn búast við
sekt fyrir það brot sem og fyr-
ir hraðaksturinn. Alls stöðvaði
lögreglan 33 aðra ökumenn fyr-
ir of hraðan akstur í síðustu
viku. Sá sem hraðast ók mældist
á 143 km/klst. hraða þar sem 90
km/klst. hraði er leyfður við
bestu akstursskilyrði. Þá vom
nokkuð margir teknir á um 120
km/klst. hraða og þar yfir að
sögn lögreglunnar. -so
Undirbúningur
Rökkurdaga
að hefjast
GRUNDARFJÖRÐUR:
Undirbúningur Rökkurdaga,
menningarhátíðar Grundfirð-
inga að hausti, er nú hafin.
Rósa Guðmundsdóttir í
Grondarfirði hefur tekið að sér
umsjón þeirra í ár. Ðagskráin er
í mótun að sögn Rósu og mun
undirbúningur standa næstu
vikur. Rökkurdagar verða
haldnir 26. október til 5. nóv-
ember. -so
Asbestlögn
gaf sig
BORGARNES: Heitavatnsæð
fór í sundur við Seleyri sunnan
við Borgarfjarðarbrú sl. mánu-
dagskvöld og lagði gufumökk
yfir þjóðveginn. Var viðgerðar-
flokkur þegar sendur á staðinn
enda Borgnesingar heitavams-
lausir. Um var að ræða asbest-
lögn sem enn er þama á um 100
metra kafla. Að sögn Guðmund-
ar Brynjúlfssonar hjá OR í
Borgarnesi gekk viðgerðin fljótt
fyrir sig og var heita vatnið
komið á um 22:30. I fyrra var
lögnin endurnýjuð niður Seleyr-
ina á um 1.200 metra kafla en
þessir 100 metrar verða endur-
nýjaðir samhliða öðmm fram-
kvæmdum þar næsta vor.
-so
Framkvæmdir við
Safiiahúsið í Búðardal
Um þessar mundir standa yfir
miklar ffamkvæmdir á lóð væntan-
legs Safhahúss í Búðardal, en það er
gamla Kaupfélagshúsið sem stend-
ur við höfhina. Búið er að byggja
við húsið og byrjað á ffamkvæmd-
um innanhúss en áætlað er að þeim
verði lokið 1. desember nk. Nú í á-
gúst vom framkvæmdir hafnar við
lóð hússins og bílaplan og vænta
menn þess að umhverfi hússins
verði mjög glæsilegt þegar verki
lýlcur. Lokið var við malbikun á 3-4
þúsund fermetra bílaplani í liðinni
viku. MB
UnniS viS jnalbikun bílasuSis viS SafnahúsiS.
Einn deildarstjóri æskulýðsmála
í Amardal og Hvíta húsinu
Einn deildarstjóri er nú við störf
að æskulýðsmálum í Amardal og
Hvíta húsinu á Akranesi en áður
vom deildarstjóramir tveir í einu og
hálfu stöðugildi. Bæjarráð Akraness
samþykkti þessa breytingu tíma-
btrndið í kjölfar þess að Elínborg
Halldórsdóttir starfsmaður Hvíta
hússins sagði upp störfum nýverið.
Heiðrún Janusardóttir sem áður var
deildarstóri Arnardals er nú yfir
báðum stöðunum og sér um dagskrá
beggja húsanna. „Með þessu sparast
nokkrir fjármunir og það dregur úr
stjómunarkostnaði. Þeir fjárrnumr
sem sparast nýtast til æskulýðs- og
ffæðslustarfa og ég trúi því að starf-
semin muni styrkjast við sameingu
þessara tveggja starfa," sagði Helga
Gunnarsdóttir sviðsstjóri ffæðslu-,
tómstunda- og íþróttasviðs Akranes-
kaupstaðar í samtali við Skessuhorn.
Amardalur verður áffam rekinn
sem félagsmiðstöð fyrir unglinga en
í Hvíta húsinu er nú söngskóli, dans-
hópur er þar með æfingaaðstöðu,
hugsanlegt er að einhverjir klúbbar
Nemendafélags FVA komi til með
að nýta húsið undir sitt starf og seg-
ir Helga húsið opið fyrir alla sem
vilja koma þangað inn með nám-
skeið eða aðra tengda starfsemi.
„Eg vona að sem mest h'f verði í hús-
unum í vetur og að allir hafi gaman
af,“ sagði Helga að lokum.
SO
Stefiit á virkara markaðsstarf vegna
skemmtiferðaskipa
Eitt starsta skip sumarsins liggur hér viS ankeri úti á
GrundarfirSi. Ljósm. GK
Grundfirðingar stefna á virkara
markaðsstarf til þess að laða fleiri
skemmtiferðaskip til bæjarins en í
sumar komu tíu skip þangað. Þetta
kemur ffam í umfjöllun um komur
skemmtiferðaskipa til landsins á vef
samgönguráðuneytisins. Sigríður
Finsen forseti bæjarstjórnar, segir í
samtali við vefinn að eftir stækkun á
hafnaraðstöðu hafi stærri skip við-
dvöl með fleiri farþega. Hún segir
þau ýmist dvelja í 4-5 tíma eða
daglangt og farþegar komi margir
hverjir í land og fari í ferðir um
Snæfellsnes. Aðrir gangi um bæinn
og nágrennið og segir hún það
mjög misjafnt eftir aldri farþega og
frá hvaða löndum
þeir eru hversu
miklum fjármunum
þeir kjósa að verja í
landi.
Tekjur hafiiarinnar
vegna þjónustu við
skemmtiferðaskipin
er um tvær milljónir
króna og unnt sé að
taka við fleiri skipvun
og hafi hafnaryfir-
völd einu sinni sótt
ferðakaupstefnu á
Flórída þar sem saman koma allir
þeir sem eitthvað kveður að í þess-
um hluta ferðamennskunnar. Segir
Sigríður ædunina að taka virkari
þátt í markaðsstarfi tíl að laða að
fleiri skip. HJ
Borgarbyggð fær áheymarfiintrúa
í stjóm OR
Stjóm Orkuveitu Reykjavíkur ásamt forstjóra fyrirtækisins. Bjöm Bjarki er lengst til
Ljósm: Sigfús Már Pe'tursson.
hœgri.
Nýskipuð stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur samþykkti á sínum
fyrsta fundi ósk sveitarstjórnar
Borgarbyggðar mn að Borgarbyggð
fengi að tilnefha fulltrúa til setu á
stjórnarfundum fyrirtækisins með
málfrelsi og tillögurétti. Tillagan var
upphaflega lögð ffarn á aðalfundi
fyrirtækisins fyrir skömmu og var
vísað til stjómar til afgreiðslu. Bjöm
Bjarki Þorsteinsson forseti sveitar-
stjómar Borgarbyggðar verður fyrsti
áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar og
Finnbogi Rögnvaldsson verður
varamaður hans.
Borgarbyggð er sem kunnugt
hlutahafi í Orkuveitu Reykjavíkur á-
samt Reykjavíkurborg og Akranes-
kaupstað. Akraneskaupstaður hefur
tilnefnt einn stjórnarmann af sex.
Bjöm Bjarki segir ákvörðun stjóm-
arinnar mikið fagnaðarefrd og und-
irstriki það góða og gjölfula samstarf
sem sveitarfélögin þrjú hafa átt við
rekstur fyrirtækisins.
Þess má geta til gamans að ný-
kjörinn stjórnarformaður Orkuveit-
unnar er Borgnesingurinn Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, alþingismaður.
HJ
Umsóknarfirest-
ur framlengdur
AKRANES: Umsóknarfrestur
um stöðu byggingafulltrúa hjá
Akraneskaupstað rann út 31.
ágúst sl. en hefur nú verið
lengdur til 15. september. Að
sögn Þorvaldar Vestmann,
sviðsstjóra tækni- og umhverf-
issviðs hjá Akraneskaupstað
virðast auglýsingar um stöðuna
hafa algjörlega farið ffarn hjá
fólki og því hafi engin umsókn
borist. Því hafi verið gripið til
þess ráðs að ffamlengja frestinn
til 15. september. Nú þegar
hefur það borið árangur því
nokkrar umsóknir era að sögn
Þorvaldar komnar í hús. -so
Fjórir undir
áhrifum
BORGARNES: Lögreglan í
Borgarnesi hefur stöðvað þrjá
ökumenn grunaða um ölvun
við akstur á síðustu dögum.
Einn var stöðvaður aðfararnótt
laugardags, annar aðfararnótt
sunnudags og sá þriðji var
stöðvaður aðfararnótt þriðju-
dags. Þá var einn ökumaður
stöðvaður vegna gruns um akst-
ur undir áhrifum lyfja á sunnu-
dagskvöldið. Lögreglumenn í
Borgarnesi segja akstur undir
áhrifum áfengis og lyfja alls
ekki bundinn við helgar og ó-
trúlegt að fólk skuli taka þá
miklu áhættu sem slíkum akstri
fylgir. -so
VLFA styrkir
SÁÁ
AKRANES: Stjórn Verkalýðs-
félags Akraness hefur ákveðið á
styrkja unglingastarf SAA um
100 þúsund krónur. I samþykkt
stjórnarinnar kemur ffam að fé-
lagið telji sér það skylt að styðja
unglingastarfið enda hafi tugir
einstaklinga á félagssvæðinu átt
um sárt að binda sökum of-
neyslu áfengis eða fi'kniefna og
notið aðstoðar og hjálpar SAA.
-hj
Albert í
Félags- og
skólaþjónustuna
SNÆFELLSNES: Albert Ey-
mundsson, fyrrverandi bæjar-
stjóri og skólastjóri á Horna-
firði hefur verið ráðinn for-
stöðumaður Félags- og skóla-
þjónustu Snæfellinga. Sigþrúð-
ur Guðmundsdóttir sem gegnt
hefur starfinu ffá stofnun þjón-
ustunnar lætur jafnframt af
störfum. Sveitarfélögin á Snæ-
fellsnesi standa í sameiningu að
rekstri Félags- og skólaþjón-
ustu Snæfellinga. Hún sinnir
félagsþjónusm, barnavernd og
þjónusm við leik- og grann-
skóla á svæðinu. Albert hefur
lengi verið virkur í félagsmálum
á ýmsum sviðum meðal annars
sveitarstjórnarstiginu og í ung-
mennafélags- og íþróttahreyf-
ingunni.
-mm
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is
Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is