Skessuhorn - 06.09.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
SgKSSiiÍHMMSgl
Réttir haustið 2006
Nú haustar og sól lækkar á lofti.
Margir bændur og aðrir smalar
halda þessa dagana á fjöll og til
heiða á tveimur jafnfljótum eða á
reiðskjótum sínum til smala-
mennsku. Hafa reyndar nú þegar
fyrstu leitir hafist á nokkrum afrétt-
um. Mikið annríki er í vændum hjá
sauðfjárbændum á næstu vikum við
smalamennsku, fjárrag og við slát-
urtíð. Skessuhorn óskar öllum þeim
er í smölun halda góðrar ferðar og
réttagestum góðrar skemmtunar.
Hér er listi yfir réttir á Vestur-
landi í haust en Olafur Dýrmunds-
son ráðunautur hjá Bændasamtök-
um Islands tók listann saman.
Fyrir þá sem gaman hafa að
bregða sér í stóðréttir birtum við
einnig lista yfir stóðréttir sem fram
fara á Norðurlandi í haust. SO
Meðfýlgjandi mynd erjrájyrstu rétt haustið 2005. Hér er Svanborg á Gillastöðum í
Dölum með vœnan dilk í Ljárskógarétt. Ljósm. Sig.Jök.
Fjárréttir:
Réttir
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýras.
Fellsendarétt í Miðdölum, Dalas.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dala.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýras.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dalas.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýras.
Hítardalsrétt í Httardal, Mýras.
Hólmarétt í Hörðudal, Dalas.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjósars.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dalas.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dalas.
Múlarétt í Saurbæ, Dalas.
Núparétt í Melasveit, Borgarfj.s.
Oddsstaðarétt í Lundarr.dal, B.jj.s. miðvikudag 13. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borgarf.s. sunnudag 17. sept.
Reynisrétt undir Akrafj., Borgarfj.s laugardag 16. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dalas. laugardag 16. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignask., Mýras. mánudag 18. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvamms., Dalas. sunnudag 17.
sept.
Svarthamarsrétt á Hvaljj.str., B.jj.s sunnudag 10. sept.
Dagsetning
sunnudag 17. sept.
sunnudag 17. sept.
augardag 16. sept.
laugardag 9. sept.
sunnudag 17. sept.
þriðjudag 19. sept.
mánudag 18. sept.
sunnudag 1. okt.
sunnudag 17. sept.
laugardag 16. sept.
laugardag 2. sept.
sunnudag 17. sept.
sunnudag 10. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýras. mánudag 18. sept.
Stóðréttir:
Réttir Dagsetning
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.
laugard. 16. sept. kl. 12-13:00
Staðarrétt í Skagafirði. laugard. 16. sept. um kl. 16:00
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag.
sunnud. 17. sept. wm kl. 16:00
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún.
sunnud. 24. sept. kl. 13:00
Skrapatungurétt íA.-Hún.sunnud. 17. sept. kl. 8-10:00
Unadalsrétt, Skag. laugard. 7. okt. kl. 13:00
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag.
laugard. 30. sept. kl. 13:00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún.
laugard. 30. sept. um kl. 13:00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún.
laugard. 7. okt. kl. 10:00
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit
laugard. 7. okt. kl. 11:00
Magmís Þór Hafsteinsson er hér á bryggjunni í Klakksvík við hlið Barsskors.
Ljósm. Hilmar Snorrason.
Höfrungsmenn
nauðlentu í Björgvin
Mennirnir, sem á föstudaginn
fóru áleiðis til Færeyja til þess að
sækja strandferðaskipið Barsskor,
áður Höffung AK, voru meðal far-
þega í þotu sem nauðlenti á flugvell-
inum í Björgvin í Noregi á laugar-
dagskvöldið. Lendingin gekk slysa-
laust fyrir sig og mennimir komust
til Færeyja um nóttina.
Eins og sagt var frá í Skessuhorni
á dögunum héldu fulltrúar Akranes-
kaupstaðar og Faxaflóahafha áleiðis
til Færeyja til þess að kanna ástand
strandferðaskipsins Barsskor sem
Lögþingið í Færeyjum hefur sam-
þykkt að selja Akurnesingum fyrir
eina krónu. Skipið var smíðað á
Akranesi og hét áður Höffungur.
Ferðin til Færeyja var ekki tíðinda-
laus. Haldið var til Kaupmanna-
hafnar þaðan sem taka átti vél til
Færeyja. Vegna seinkunar á fluginu
til Kaupmannahafnar misstu menn-
imir af flugi sínu til Færeyja á fösm-
dag. A laugardag var síðan haldið
áleiðis til Færeyja með þotu ffá fær-
eysku flugfélagi.
Magnús Þór Hafsteinsson, al-
þingismaður og formaður menning-
armála- og safhanefhdar Akraness
segir að þegar vélin hafi átt skammt
efdr til Færeyja hafi verið tilkynnt
að vegna bilunar í vængbörðum vél-
arinnar yrði að hætta við lendingu
þar sem fhigbrautin væri of stutt því
þegar vængbörð virka ekki sem
skyldi þarf eingöngu að treysta á
bremsur hjólanna og því þarf lengri
braut. Haldið var þá áleiðis til
Stavanger. Ekki þótti ráðlegt að
lenda þar og var að lokum haldið til
Björgvin þar sem flugbrautir þar em
lengri en í Stavangri. Að sögn
Magnúsar Þórs var mikill viðbúnað-
ur við lendingu vélarinnar sem tókst
giftusamlega. Hann segir farþega í
raun ekki hafa gert sér grein fyrir al-
varleika málsins fyrr en eftir lend-
ingu þegar viðbúnaður slökkvihðs
og annars björgunarliðs kom í ljós.
Það hafi óneitanlega verið óvenjuleg
lífsreynsla að sjá flugstjóra vélarinn-
ar koma affur í farþegarýmið á flugi
til þess að athuga ástand vængbarð-
anna. Onnur þota var send efrir far-
þegunum og lenti hún heilu og
höldnu í Færeyjum aðfararnótt
sunnudags.
Af Barsskor er það að frétta að
skipið er komið í slipp í Klakksvík
og skoðuðu Skagamennimir ástand
þess sl. sunnudag. llj
Línur að skýrast í framboðsmálum Samfylldngarinnar
Anna Kristín Gunnarsdóttir al-
þingismaður Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið
að gefa kost á sér í 1.-2. sæti fram-
boðslista flokksins við næsm Al-
þingiskosningar. I tilkynningu ffá
henni kemur fram að ýmislegt
bendi til þess að víðast verði próf-
kjör af einhverri gerð notað til að
ákvarða skipan á ffamboðslistum
Samfylkingarinnar. Hún segist von-
ast til þess að reynsla sú og þekking
sem hún hefur aflað sér á mönnum
og málefhum síns víðfema kjör-
dæmis geti komið að góðum notum
„í stjórnartíð Samfylkingarinnar á
næsta kjörtímabili“ eins og segir
orðrétt í tilkynningu hennar.
Þá segir að Samfylkingin sé
flokkur jöfnuðar, samábyrgðar og
frelsis til athafha sem eigi erindi við
kjósendur í Norðvesturkjördæmi
„sem lengi hefur búið við vanrækslu
og skeytingarleysi stjórnvalda.“
Anna Kristín tók annað sæti á
lista Samfylkingarinnar í Norðvest-
urkjördæmi við síðustu kosningar
og náði kosningu ásamt Jóhanni
Arsælssyni sem leiddi listann. I
samtali við Skessuhom sagði Anna
Kristín að ekki mætti líta á framboð
sitt sem vantraust á störf Jóhanns,
enda lægi ekki fyrir hvort hann gæfi
kost á sér til áframhaldandi forystu
á framboðslistanum. Gerði hann
það, myndi hún styðja hann til þess.
Nokkur hreyfing virðist vera
komin á framboðsmál Samfylking-
arinnar í Norðvesturkjördæmi.
Búist er við að kjördæmisþing
flokksins verði haldið um miðjan
september og þar verður væntan-
lega tekin ákvörðun um tilhögun
uppstillingar. Nokkrir hugsanlegir
frambjóðendur á Vesturlandi hafa
verið nefndir til sögunnar. Guð-
bjartur Hannesson skólastjóri á
Akranesi sagðist í samtali við
Skessuhorn fyrir skömmu ekki úti-
loka möguleika á framboði. Einnig
hefur Hólmfríðar Sveinsdóttur
verkefnisstjóra við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst verið nefnd.
Þá er ógetið Jóhanns Arsælssonar
alþingismanns sem verið hefur
þingmaður Norðvesturkjördæmis
og áður Vesturlandskjördæmis á ár-
unum 1991-1995 og frá 1999. í
samtali við Skessuhorn sagðist
Jóhann að hann muni tilkynna
flokkssystkinum sínum sínar fyrir-
ætlanir á kjördæmisþingi Samfylk-
ingarinnar sem haldið verður á Isa-
firði 16. september nk.
HJ
PISTILL GISLA
Smalaþurrð
Nú er runninn upp sá tími
ársins sem flestum hugsandi
mönnum, og jafnvel kon-
um, er kærastur. Tíminn
þegar sauðfé er smalað af
fjalli, það skotið, flegið og
étið. Þetta er yndislegur
tími svo ekki sé meira sagt.
Samkvæmt mínum upp-
lýsingum hófust réttahöld í
einstökum sveitum um
síðustu helgi og framundan
er stanslaus gleði þar sem
dilkar eru dregnir í dilka.
Síðan er drukkið, svo sung-
ið, þá drukkið meira og féð
síðan sett upp á litla kerru
sem hengd er aftan í stóran
traktor og ekið heim.
Undanfari rétta er víðast
hvar göngur eða leitir. Allt
eftir því hvar á landinu við-
komandi fé og smalar eru
niðurkomnir. Verknaðurinn
er engu að síður yfirleitt sá
sami. I þessum pistli hefur
verið ákveðið að notast við
heitið göngur án þess að á
bak við það liggi neinar
ákveðnar röksemdir.
Fátt veit ég unaðslegra en
að hlaupa út um holt og
móa og hóa hátt og snjallt
og hvellt. Baða út öllum
öngum í öngum sínum og
beita öllum löglegum
brögðum til að beina fénu í
réttan farveg. Setjast síðan
niður á næstu þúfu með mal
sinn, éta ket og sötra viðeig-
andi drykk, allt eftir smekk
hvers og eins. Lífið verður
ekki öllu dásamlegra. Það
vita þeir sem reynt hafa og
þeir sem ekki hafa reynt,
þeir hafa ekki lifað. I stuttu
máli þá er fátt ákjósanlegra
til að fá útrás fyrir sína
hreyfiþörf. Það er að segja
fyrir þá sem hafa slíka þörf á
annað borð. Eg fæ þess
vegna trauðla skilið að í
seinni tíð skuli það vera
orðið vandamál að fá fólk til
að sinna smalamennskum.
Bændur eru vissulega orðn-
ir fámennir og margir fót-
fúnir auk þess sem húskarlar
og griðkonur eru í seinni tíð
sjaldgæfur munaður til
sveita. A hinn bóginn hefði
ég haldið að þetta væri kær-
komið tækifæri fyrir alla þá
sem ekki á annað borð eru
þokkalega gangfærir og geta
komið upp hljóði. Eg er í
raun undrandi á því að ekki
séu langir biðlistar eftir því
að komast í göngur. Fólk
æðir upp á fjöll allt sumarið
án þess að það þjóni
nokkrum tilgangi. Sömu
fjöll og þarf síðan að smala
skömmu síðar. Sjö þúsund
manns hlupu í svokölluðu
Reykjavíkurmaraþoni án
þess að það þjónaði neinum
sérstökum tilgangi. Kannski
þarf að auglýsa sauðamara-
þon Sparisjóðsins til þess að
hægt sé að manna göngur.
Gísli Einarsson, smali.