Skessuhorn - 06.09.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
■.KVIIIIi... 3
Heitdr hér eftir Háskólinn á Biíröst
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
BIFRÖST UNIVERSITY
Viðskiptaháskólinn á Bifröst var
settur síðastliðinn sunnudag. Mikl-
ar breytingar voru kynntar á starfi
og skipulagi skólans, sú stærsta að
skólinn skiptir um nafn, heitir nú
Háskólinn á Bifröst. Með þessu er
skólinn ekki lengur hefðbundinn
sérskóli á háskólastigi með áherslu
á viðskiptagreinar heldur háskóli
sem býður upp á fjölbreytt nám.
Skóhnn mun hér eftir heita Bifröst
University á ensku. Rúmlega 700
nemendur stunda nú nám við skól-
ann í þremur háskóladeildum; við-
skipta,- félagsvísinda- og lögffæði-
deild og að auki við frumgreina-
deild, sem er undirbúningur undir
háskólanám. Þetta er í 89. sinn sem
skólinn er settur, en hann var stofn-
aður árið 1918 sem Samvinnuskól-
inn í Reykjavík, varð Samvinnu-
skólinn á Bifröst árið 1955, Sam-
vinnuháskólinn á Bifröst árið 1988,
Viðskiptaháskólinn á Bifröst árið
2000 og nú Háskólinn á Bifröst.
Nokkrar breytingar hafi orðið
undanfarið á skipulagi skólans, sem
að hluta hafa áður verið kynntar í
Skessuhomi. Tvær stöður; ffarn-
kvæmdastjóri Viðskiptaháskólans
og framkvæmdastjóri nemenda-
garða, vora lagðar niður. Þeirra í
stað voru stofnaðar fjórar nýjar
stöður sviðsstjóra; sviðsstjóri
kennslu, sem Steinunn Eva Björns-
dóttir gegnir, sviðsstjóri þjónustu
sem Geirlaug Jóhannsdóttir gegnir,
sviðsstjóri hús-
næðis sem Guð-
rún Arnadóttir
gegnir og Einar
Sigurjón Valde-
marsson er nýr
sviðsstjóri fjár-
mála.
Miklar hrær-
ingar hafa orðið í
mannahaldi á Bifröst tmdanfamar
vikur. Þann 24. ágúst lét Bernard
Þór Bernhardsson af starfi deildar-
stjóra viðskiptadeildar, en þeirri
stöðu hafði hann gegnt í rúmt ár.
Við tók Magnús Ami Magnússon
aðstoðarrektor. Seta hans í deildar-
forsetastóli var hins vegar skömm.
Síðastliðinn miðvikudag sagði hann
starfi sínu á Bifröst lausu þar sem
hann hefur að sögn fengið spenn-
andi atvinnutilboð. I stað Magnús-
ar Árna hefur Bryndís Hlöðvers-
dóttdr nú verið ráðin aðstoðarrekt-
or skólans. Bryndís hefur gegnt
stöðu forseta lagadeildar á Bifföst
ffá því í ágúst á síðasta ári en þá lét
hún af þingmennsku fyrir Samfylk-
inguna.
Þá hefúr Bárður Om Gunnars-
son, markaðsstjóri einnig látið af
störfúm, auk þess sem fyrrgreindar
framkvæmdastjórastöður voru
lagðar niður og þeir Stefán Kalm-
ansson og Þórir Páll Guðjónsson
sem þeim gegndu hafa snúið til
annarra starfa innan skólans.
Á fundi stjórnar skólans sh
fimmudag vora samþykktar breyt-
ingar á reglugerð sem ná yfir sam-
þykktir skólans um ráðningarferli
og ráðningartíma rektors. Var þar
samþykkt að veita stjórninni beina
heimild til að ráða rektor og semja
við hann og reglur um ráðningar-
ferli vora felldar niður. Stjórnin
nýtti sér það strax og framlengdi
samning við Runólf Ágústsson
rektor um eitt ár, eða til 1. ágúst
2008.
Guðjón Auðunsson, formaður
stjórnar skólans, sagði aðspurður í
samtali við Skessuhorn að þegar
fyrir lá að aðstoðarrektor myndi
láta af störfum hafi ekki annað
komið til greina en að framlengja
samning Runólfs. Ótækt væri að
missa tvo æðstu sjórnendurna á
sama árinu. Guðjón segir að Há-
skólinn á Bifföst sé ekki opinber
menntastofnun heldur þekkingar-
fyrirtæki og verði að lúta sömu lög-
málum og fyrirtæki á markaði.
-KÓP
Opið hús hjá MS í Búðardal
Síðasthðinn laugardag var opið
hús hjá mjólkurstöðinni í Búðardal.
Mjólkurframleiðendum, íbúum
svæðisins, starfsmönnum MS um
allt land og fjölskyldum þeirra gafst
þar kostur á að kynna sér starfsemi
fyrirtækisins frá klukkan 12-16.
Skoðunar- og kynnisferðir vora
farnar undir leiðsögn og fram-
leiðsluvörar kynntar. Að því loknu
vora bornar ffam veitdngar þar sem
Gunnar Björnsson kokkur ásamt
starfsldði grillaði ofan í mannskapinn
af sinni alkunnu snilld. Lambakjöt
úr héraði var á boðstólum ásamt sós-
um úr sýrðum rjóma og Feta osti á
salatið, en Fetaostur er sem kunnugt
er meðal ffamleiðsluvaranna í Búð-
ardal. I eftirrétt var síðan boðið upp
á ljúffenga skyrtertu. Utandyra gám
Ungir sem aldnir létu þetta tœkifieri ekkifram hjá sérfara og
mœttu á opna húsið.
yngri gestir skemmt
sér í tveimur
hoppikastölum en
innandyra var and-
litsmálning í boði á-
samt svaladrykkj-
um. Þar með gátu
foreldrar notið þess
í rólegheitum að
rölta um hina fjöl-
mörgu sali fyrirtæk-
isins. Höfðu margir
gesta á orði að
stærð, umfang og
fjölbreytni fram-
leiðslunnar kæmu
sér veralega á óvart.
Við brottför vora
gestir leystdr út með myndarlegum
gjöfum. Fuhorðna fólldð fékk bak-
poka með alls kyns
góðgæti og bömin
fengu boli með auð-
kennisstöfum MS.
Sigurður Rúnar
Friðjónsson, mjólk-
urbússtjóri var að
vonum ánægður
með aðsóknina enda
komu á fjórða hund-
rað manns, sem er
að sögn Siguðar
Rúnars mjög gott
miðað við stuttan
fyrirvara. I samtali
Ostar, jógúrtdrykkir og margtfleira góðmeti var í boðijýrir
gesti.
við fféttaritara Skessuhoms sagði
hann meðal annars: „Það er gaman
að gefa starfsmönnum hinna mjólk-
urstöðvanna möguleika á að koma
og kynna sér starfssemina hér. Við
leggjum metnað okkar í að vera með
stöðuga vöraþróxm og kappkostum
að bjóða neytendum ávalt uppá fjöl-
breytta gæðavöra. Á sama hátt var
gaman að fá heimamenn í heimsókn
hingað til okkar, en MS er stærsti at-
vinnurekandinn í sveitarfélaginu
með um 50 ársverk og því gríðarlega
mikilvægt fyrirtæki fyrir Dalabyggð
alla.“
Gróa Dal
Ljósm. Bjtim A Einarsson.
Tvö tilboð bárust í
sorphirðu á SnæfeUsnesi
Tvö tilboð bárast í sorphirðu og
rekstur gámasvæðis á Snæfellsnesi
en tilboð vora opnuð hjá Ríkis-
kaupum í síðustu viku. Annars veg-
ar barst tilboð frá Islenska gámafé-
laginu ehf. og hins vegar frá Gáma-
þjónustu Vesturlands ehf. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Ríkiskaup-
um þarf að umreikna tilboðin og
því liggur ekki ljóst fyrir tun hvort
tilboðið er hagstæðara fyrr en eftir
nokkra daga.
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni bauð Ríkiskaup verkið
út fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar,
Stykkishólmsbæjar, Snæfellsbæjar,
Eyja- og Miklaholtshrepps og er
þetta í fyrsta skipti sem sveitarfé-
lögin bjóða sorphirðuna út sameig-
inlega. Fram að þessu hafa sveitar-
félögin hvert í sínu lagi sinnt sorp-
hirðunni og til dæmis hefur Stykk-
ishólmsbær verið með samning við
Islenska gámafélagið ehf. um sorp-
hirðu sem rennur hann út 1. maí
2007.
Oll áðurnefnd sveitarfélög, ásamt
öðram sveitafélögum á Vesturlandi,
era eigendur að Sorpurðun Vestur-
lands hf. sem sér um móttöku, urð-
tm og förgun sorps. Félagið á jörð-
ina Fíflholt á Mýram þar sem rek-
inn er urðunarstaður. Þangað er
flutt allt sorp frá sveitarfélögunum
sem heimilt er að urða.
HJ
Mildl fækkun smábáta
/ X £* 1 • X* ' •
a nyJionu nskveiðian
Frá Stykkishólmshöfn.
Símon M. Sturluson, for-
maður Snæfells; félags smá-
bátaeigenda á Snæfellsnesi,
segir að miklar breytingar
hafi orðið í útgerð á nýaf-
stöðnu fiskveiðiári, hand-
færabátar séu að leggjast af
og megnið af kvótanum sé
komið á stóra línubáta. Þeir
séu ekki eins bundnir
heimahöfn og minni bát-
arnir og geti farið hvert á
land sem er, enda komnir
markaðir víðast hvar.
Á Snæfellsnesi hefur
smábátum fækkað úr 140
árið 2004 í 117 í ár. Það er
því mikil samþjöppun á
veiðiheimildum. „Þetta er
ekki nógu góð þróun. Þetta
var svo mikið basl síðustu
tvö árin að margir gáfúst
upp, þar á meðal ég,“ segir Símon,
en hann er hættur í útgerð og far-
inn að vinna sem verktaki. Af því
tilefúi mun hann láta af starfi sem
formaður Snæfells á næsta aðal-
fundi sem verður haldinn í lok
september eða byrjtm október.
Símon segir hins vegar að árið í
ár hafi verið mjög gott. „Verðið var
allt annað og betra en í fyrra, allt að
því 40% hærra núna. Gengismálin
hafa þar áhrif en svo er að verða æ
meiri effirspurn effir fiski veiddum
á vistvænan hátt. Kaupendur gera
kröfu um að fá besta fiskinn og
hann kemur klárlega frá smábátun-
um. Menn era því bjartsýnir núna
og loksins famir að sjá ljósið.“
Símon segir að allur kvóti hafi
veiðst og vel það og bendir á þá
staðreynd að krókabátar hafi veitt
mun meira af ýsu nú en í fyrra.
Krókabátarnir veiddu sem svarar til
23% af heildaraflanum í ýsu eða
22.146 tonn, en veiddu í fyrra
15.944 tonn af ýsu. Úthlutaðar
fiskveiðiheimildir á árinu samsvör-
uðu 15% af heildarafla og því er
ljóst að mikill tilflutningur hefur
átt sér stað á aflaheimildum úr afla-
markskerfinu.
-KÓP
Undirbúningur
byggingar vatnsverk-
smiðju í Rifi gengur vel
Undirbúningur byggingar vatns-
verksmiðju sem fyrirtækið
Icelandia hyggst reisa í Rifi á Snæ-
fellsnesi gengur vel að því er kem-
ur fram á vef Snæfellsbæjar. Fram
kemur að verið er að leggja loka-
hönd á samninga um kaup á tækj-
um í verksmiðjuna og fyrstu teikn-
ingar era tilbúnar að verksmiðju-
húsi og skrifstofubyggingu. Þá er
komið tilboð er komið gerð vatns-
veitu sem sjá á verksmiðjunni fyrir
nægilegu vatni.
Icelandia hefúr borist tilboð frá
sjö aðilum sem áhuga hafa á að
smíða og reisa verksmiðjuhúsið í
Rifi og í lok september verður val-
ið úr þeim hópi. Áætlanir gera ráð
fyrir að bygging verksmiðjuhússins
hefjist fyrir áramót og uppsetning
véla verksmiðjunnar hefjist sumar-
ið 2007.
Um þessar mundir starfa sautján
manns hjá Icelandia við undirbún-
ing vatnsátöppunarverksmiðjunnar
og af þeim era fjórir á Islandi, tveir
í Englandi og níu í Bandaríkjunum
og Kanada. Af þessum fjölda era
fjórir sem starfa að hönnunar- og
kynningarmálum. Að auki era svo
nokkrir sjálfstæðir verktakar í sér-
verkefúum.
Fjármögnun verkefnisins hefur
gengið vel að því er kemur fram á
vefúum og er fjármögnun á undir-
búningsverkefúinu á lokastigi.
Fjármögntm á byggingu verksmiðj-
unnar og markaðssetningu afurða
hennar gengur einnig vel og er nú í
gangi vinna með fjárfestingabanka
við áreiðanleikakönnun fyrir fjár-
festa sem gefið hafa vilyrði fyrir því
fjármagni sem til þarf. Forsvars-
menn Icelandia gera ráð fyrir að
vinnu við fjármögnun ljúki á næstu
1-2 mánuðum. HJ
Magnús göngugarpur
Síðasta ganga UMSB á þessu
sumri í verkefúinu „Fjölskyldan á
fjallið" var farin á Lida Skarðsljall í
hðinni viku. Þar var Magnús Guð-
bjamarson útnefúdur göngugarpur
UMSB. Hann hefur gengið hvert
fjallið á fætur öðra í sumar og farið í
allar ferðir UMSB. I þessu verkefúi
á aðeins effir að fara og sækja gesta-
bókina sem komið var fyrir á
Hraunsnefsöxl fyrr í sumar og verð-
ur sú ferð kynnt sérstaklega. ES