Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2006, Síða 13

Skessuhorn - 06.09.2006, Síða 13
^»issaUHOBSI MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 13 A kosningaferSalagi í Olafsvík vorid 1987. Sigurður Þorsteinsson (Diddi í Efstabæ), Skúli og Gunnlaugur Haraldsson sem skipaði annað sæti framboðslistans. umræða skapaði gjá milli flokka og nú er sú umræða horfin. Aðalástæð- an fyrir flokkakerfinu á vinstri vængnum núna er foringjaafbrýðis- semi. Það er hlutur sem lagast von- andi með árunum.“ Það er nú áherslumunur í um- hverfismálum á milli Samfylkingar- innar og Vinstri-grænna ekki satt? „Eg veit það nú ekki. Helsta vandamál Samfylkingarinnar er af- staða Neskaupstaðarvaldsins sem lamaði Samfylkinguna í þeim mála- flokki. Þar gerðist það sama og í kvótamálunum. Halldór Asgríms- son og Neskaupstaðarvaldið í Sam- fylkingimni plataði Kárahnjúka- virkjtm inn á þjóðina. Eg var ekki á móti álveri í Reyðarfirði. Virkjrmin var hins vegar illa rmdirbúin því menn voru komnir í svo erfiða stöðu gagnvart íbúum Austfjarða. Eg er sannfærður um að slík virkjun verð- ur aldrei byggð aftur. Hvort sem þaðan kemur rafmagn eða ekki. Við þurfum að opna okkar náttúruperlur þannig að almenningur geti notið þeirra. Það verður ekki gert með virkjunum eins og við Kárahnjúka." Ingibjörg og Moggalygin Að Samfylkingunni. Nú gengur forystu hennar erfiðlega að höfða til þjóðarinnar ef marka má skoðana- kannanir? „Það er Moggalygi. Flokkurinn er 30% flokkur og sá stjómmálaflokk- ur sem á mesta vaxtarmöguleika hérlendis vegna þess mikla fjölda af ungu fólki sem gengið hefur til liðs við flokkinn. Flokksmenn þurfa auðvitað að bæta sig og að stærstum hluta er það baráttuandinn í kring- um kosningar sem má bæta. Fólk þarf að taka baráttuandann sem var í kringum Alþýðubandalagið sér til fyrirmyndar. Við verðum líka að læra að stjóma umræðunni sjálf en láta ekki andstæðinginn stjórna henni. Ingibjörg Sólrún er lang- sterkasti leiðtogi Samfylkingarinnar og því ekld að undra að Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið skuli berjast gegn henni af öllu afli.“ Snæfellingar og Dalamenn sameinist Nú hefur landsbyggðin siglt nokkum ólgusjó. Hvemig lýst þér á stöðu byggðar á Snæfellsnesi í ffam- tíðinni? „Snæfellsnesið býr yfir góðum möguleikum í framtíðinni enda býr hér gott fólk, Við eram hinsvegar óþarflega veik því okkur hefur ekki lukkast að sameina krafta okkar. Við Rifárið 1985. höfum unnið hvert í sínu homi. Forystumenn okkar bára ekki gæfu til þess að leiða okkur irm í samein- ingu sveitarfélaga í fyrra. Það gerðu Borgfirðingar enda verða þeir sterk- ari með hverjum deginum. Maður finnur hvarvetna fyrir þeim. Borgar- fjörðurinn er eins og ávöxtur sem stækkar og stækkar. Sjáðu há- skólaumhverfið og fleira sem þar er að gerast. Vð sitjum áffam í gömlu litlu holunum. Það er það hættuleg- asta í okkar byggðamálum. Vð verðum að læra af Borgfirðingum. Að mínu mati eiga Snæfellingar og Dalamenn að sameinast. Við þurf- um veg inn Skógarströnd og veg yfir Alftarfjörð. Stærra sveitarfélag gemr orðið mjög sterkt. Þá er ég ekki að segja að allt eigi að vera á einum stað. Þvert á móti. Með stærra sveit- arfélagi verða til stærri stofhanir sem hægt er að staðsetja vítt trm sveitar- félagið án þess að það komi niður á starfsemi þeirra. Stjómkerfið þarf ekki allt að vera á sömu þúfunni. Það er mikill misskilningur.11 Drógu forystumenn ykkar þá lappimar í sameiningarumræðunni? „Nei það gerðu þeir ekki. Þeir komust ekki til þess því þeir sátu bara á sínum rassi og gerðu ekki neitt. Enginn mælti þó gegn sam- einingu en óbeint gerðu þeir það með þögninni. Þeir drógu sig í hlé og það þýddi bara eitt. Þeir vora á móti þessu en þorðu ekki að gera það opinbert.“ Nú em sameiningarkosningar ný- afstaðnar. Þýðir nokkuð að fara í slíkar kosningar á næstu ámm? ,Jú við verðum að gera það sem allra fyrst. Það er lífsnauðsynlegt fyrir byggðirnar hér að þessi um- ræða fari ffam sem allra fyrst.“ Skúli Alexandersson er ekki af baki dottinn. Hefur ennþá skýrar skoðanir og er ekki feiminn við að viðra þær. Stundum er sagt að með aldrinum verði menn íhaldssamari. Ef svo er þá er Skúli ennþá ungling- ur. Hann segist hraustur til heils- unnar enda hafi hann hugsað vel um skrokkinn. Því megi menn ekki gleyma þó þeir virmi langan vinnu- dag. Skúli og hans ágæta kona til rúm- lega fimmtíu ára, Hrefha Magnús- dóttdr, verða ekki heima á afmælis- daginn. Þau hafa nú þegar fagnað tímamótunum með afkomendum sínum. Skúli ætlaði reyndar að klífa fjallið Glissu á Ströndum en fylgdar- menn helmst úr lestinni. Fjallið bíð- ur. Ekkert fararsrúð á því frekar en Skúla. HJ Af andlegri áraun smalamanna Á síðasta fundi byggðaráðs Borg- arbyggðar var lagt fram bréf ffá Jóni Gíslasyni bónda á Lundi í Lundarreykjadal varðandi afréttar- girðingu á Lundartungu. Jón vekur þar athygli á því að girðing neðst á Lundartungu, ffá Oddsstaðagirð- ingu að svonefndum Drangi við Flóku, sem girt hafi verið til varnar ágangi fjár ffá afrétti í heimalönd Ltmdar og Gullberastaða, sé farin að láta á sjá. Girðinguna kostaði Borgarfjarðarsveit að fjórum fimmtu og ábúendur á Gullbera- stöðum að einum fimmta, en eng- inn samningur var gerður um við- hald hennar og var hún aldrei full- frágengin. Vonast bréfritari til þess að yfirvöld sveitarfélagsins komi girðingunni sem fyrst í boðlegt á- stand, svo hún geti gegnt hlutverki sínu sem best. Skessuhorn gemr ekki á sér setið að birta hluta bréfs- ins, enda leitun að skemmtilegri framsetningu slíks erindis. „Eg tel mig ekki vera grassáran mann og get alveg umborið talsvert af ókunnu fé í mínum högum þess vegna. Mér þykir hinsvegar lakara að fé því sem af afréttinum kemur virðist afskapalega óljúft að renna í þá átt sem við ætlum því við smala- mennskur, sem veldur smölum bæði andlegri og líkamlegri áraun. Því verður að vísu ekki á móti mælt að þessi afstaða fjárins er skiljanleg í ljósi þess að það á flest sveitfesti í Bæjarsveit. (Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr þeim sem í Bæjarsveit búa, eðlilega finnst fénu stefnt í vitlausa átt þegar við reyn- um að þvæla því suður yfir Lundar- háls og síðan í ausmrátt.) Eg eldist með hverju árinu sem líður og verð að sama skapi stirðari jafnt til hlaupa sem skapsmuna. Erfiðar smalanir á fé sem ég er á engan hátt vandabundinn fara því æ ver með mig líkamlega, og jafnvel spilla mínu jafnaðargeði.“ Skemmtilegt verk bíður Páls Brynjarssonar, sveitarstjóra Borgar- byggðar, en honum var af bæjarráði falið að svara bréfritara. -KOP STARFSFÓLK ÓSKAST! Óskum eftir að ráða starfsfólk í framtíðarstörf og hlutastörf við Kjötafurðastööina í Búðardal. Þarf aó geta hafið störf strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS, Ágúst Andrésson í síma 455 4580 gusti@ks.is Gengur þú til góðs? RKÍ Borgarfjarðardeild óskar eftir sjálfboðaliðum í Landssöfnun Rauða krossins, „Göngum til góðs", laugardaginn 9. september. Gangan hefst kl. 11:00. Skráning sjálfboðaliða fer fram í síma 663 3919, Krístín eða 898 7508, Hafdís. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið krístine@grunnborg.is. I Nánarí upplýsingar um söfnunina er að finna á ! heimasíðu Rauða kross íslands, www.redcross.is . I Við hveljum þig til að leggja góðu máli lið og ganga með okkur til góðs á komandi laugardegi. Stjórn RKÍ Borgarfjarðardeild. Nú getur þú deiit uppskriftum þínum með fjölskyidu og vinum! Vertu velkomin/n á www.Matseld.is, ókeypis uppskriftabanka fyrir þig og þína!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.