Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER2006 Bæjarráð Akraness mælir með áframhaldandi starfsleyfi Laugafisks leiks og sótti baukana góóu. Ljósm. JÓ. Göngum til góðs: Um tvær milljónir söfiiuðust á Vesturlandi Bæjarráð Akraness hefur lýst vilja sínum til að fiskþurrkunarfyrirtæk- ið Laugafiskur á Akranesi fái áframhaldandi starfsleyfi þrátt fyrir að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telji að forsendur þer sem forráða- menn fyrirtækisins gáfu til grund- vallar starfsleyfi hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann. Jafnframt verði hvatt til áframhald- andi rannsókna og tilrauna til þess að vinna bug á lyktarmengun ffá fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir stofnunina ekki bundna af óskum bæjarráðs. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa nokkrar deilur staðið um starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. Fiskþurrkun fylgir ólykt sem ekki er vinsæl hjá nágrönnum fyrirtækisins. Ibúar við Vesturgöm óskuðu í vetur efrir því að starfsleyfi fyrirtækisins yrði afturkallað en það rennur út í apríl 2007. Að undan- fömu hefur verið unnið að rann- sóknum undir stjórn Rannsóknar- stofinmar fiskiðnaðarins og stóðu vonir til þess að með því mætti koma í veg fyrir mengunina. I maí voru niðurstöður rannsóknanna kynntar og í framhaldi af því vildi framkvæmdastjóri Heilbrigðisefrir- lits Vesturlands ekki slá því föstu að fyrirtækið fengi endurnýjað starfs- leyfi. umhverfismálum. Þar segir m.a: „Verulega vantar á að umgengni sé komin í skikkanlegt horf í bænum okkar en á það vantar bæði hjá ein- staklingum, fyrirtækjum og bæn- um. Það sem þarf að gera betur er málun húsa, tiltekt á lóðum og hreinsun. Bæjaryfirvöld ætla sér að gera betur í þessum málum, um- Fyrir nokkru óskaði stjóm Heil- brigðisefrirlitsins efrir fundi með bæjarráði þannig að hægt yrði að byggja á sjónarmiðum bæjarráðs við endurskoðun eða breytingu á starfsleyfinu. I bókun stjórnarinnar kom á þeim tíma fram að þrátt fyr- ir viðamiklar rannsóknir þyki ljóst að ekki séu til staðar lausnir sem koma í veg fyrir lyktarmengun fyr- irtækja eins og Laugafisks „og einnig þykir ljóst að þær upplýsing- ar sem forráðamenn fyrirtækisins lögðu fyrir HEV og vora forsendur starfsleyfis fyrirtækisins hafa ekki reynst í samræmi við raunveruleik- ann og lyktarmengun meiri en for- sendur starfsleyfis gera ráð fyrir,“ sagði orðrétt í bókun stjórnarinnar. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á fund bæjarráðs Akraness á ar eru að vinna við frágang bygg- inga og lóða þar muni hlutur bæjar- ins ekki eftír liggja. A þessu sviði má nefria frágang lóða Pípó, Bflvers á homi Esjubrautar og Þjóðbrautar og lóðir Búmanna við Vallarbraut.“ Sjá má pistil Gísla S Einarssonar í heild sinni á www.akranes.is MM dögunum þar sem málefhi fyrirtæk- isins voru rædd. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að á fundinum hafi bæjarráðsmenn lýst vilja sínum til að fyrirtækið fái áframhaldandi starfsleyfi og samhliða hvatt til að rannsóknum og tilraunum verði haldið áfram til að vinna bug á lykt ffá framleiðslunni. Helgi Helgason, ffamkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands segir að á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar verði fjallað um vilja bæjarráðs og einnig skýringar ffá stjórnendum Laugafisks. Hann segir stofnunina ekki þurfa að lúta óskum eða vilja einstakra sveitar- stjórna en eðlilegt sé að skoðanir þeirra liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin í málum sem þessum. Starfsmenn Snæfellsbæjar nýttu góða veðrið í liðinni viku og mal- bikimarstöðina á Breiðinni til við- gerða og malbikunar á nokkrum Líklegt má telja að um tvær millj- ónir króna hafi safnast á Vesturlandi sl. laugardag í fjáröflun Rauða kross Islands, Göngum til góðs. Jóhanna Olafsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vesturlandi segist himin- lifandi með fjölda sjálfboðaliða í söfiiuninni og ekki síður viðtökur almennings. Hún segir að á Akra- nesi hafi 99 sjálfboðaliðar gengið og hafi þeir aldrei verið fleiri. Er þá ekki með talinn fjöldi barna er gekk söfnunargönguna með sínum nán- ustu. Stærstur hluti þessara sjálf- boðahða kom úr 10. bekk Grunda- skóla. Nemendafélag skólans ákvað að gefa í söfhunina 100 krónur á hvern nemanda skólans sem eru 525 að tölu. Framlag nemendafélagsins götum Ólafsvíkur. Á vef Snæfells- bæjar segir að búið sé að lagfæra göturnar Hábrekku, Túnbrekku og Grundarbraut. var því 52.500 krónur. Einnig settu nemendur skólans sér það markmið að í það minnsta tíundi hver nemi tæki þátt í göngunni og tókst það. „Þetta ffamtak nemenda Grunda- skóla er stórkostlegt og gerði það að verkum að við gátum sent fólk til Reykjavíkur til þess að aðstoða við söfntmina þar,“ segir Jóhanna. I Borgarfirði var einnig mun meiri þátttaka en áður og þar gengu alls 47 manns í stað 15-20 manns í síðustu göngu. Nægur sjálfboðaliða- fjöldi var í Búðardal, Reykhólum og í Grandarfirði og gekk söfhunin á þessum stöðum framar vonum að sögn Jóhönnu. Þá var metþátttaka í söfhuninni í Snæfellsbæ en þar gengu 38 manns sem söfnuðu í Ólafsvík, Rifi, Hellisandi, Gufuskálum, Arnar- stapa, Hellnum, Breiðuvík, Staðar- sveit og í Fróðárhreppi. Þegar tafið hefur verið úr söfhun- arbaukum af stærstu svæðum Vest- urlands er söfnunarfjárhæðin að nálgast tvær milljónir króna að sögn Jóhönnu. Eiga þá efrir að skila sér baukar sem lágu ffammi í verslun- um og baukar eiga einnig effir að berast úr nokkrum sveitum. Jóhanna segir söfhunina á Vestur- landi því hafa farið ffam úr björtustu vonum. „Við eram í skýjunum yfir samborguram okkar. Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel og það setti sannarlega svip sinn á söfh- unina að hingað komu hljóðfæra- leikarar í heimsókn og spiluðu fyrir gesti og gangandi sem litu við í kaffi á skrifstofu okkar á Akranesi. Stemningin var því ffábær í alla staði,“ sagðijóharma að lokum. HJ HJ Bæjarstjóri telur mngengm enn ábótavant Gísli S Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi skrifaði sl. sunnudag pistil á heimasíðu Akraneskaupstaðar; akranes.is. Þar nefnir hann ýmsar framkvæmdir sem lokið er við und- anfarnar vikur og víkur síðan að hverfisnefhd hefur verið mjög virk og hvetjandi og á sú nefnd lof skil- ið fyrir að nálgast verkefnin með vettvangsferðum og kröftugum ábendingum. Bæjaryfirvöld hafa sett sér það að þar sem einstakling- Lagfært og bikað í Ólafsvík PISTILL GISLA Ellefti Þegar þetta er ritað stendur 11. september á dagatalinu. Þegar þetta er lesið er hins- vegar kominn allt annar dag- ur en það er líka allt í lagi. Ef frá er talinn 24. desem- ber er sennilega enginn dag- ur á almanakinu sem er jafri kirfilega greiptur í hugskot innbyggjara jarðarinnar, og jafhvel að honum meðtöld- um. Astæðuna þarf varla að rifja upp. Það er gert í öllum öðrum fjölmiðlum í dag og jafhvel óþarft þar einnig. Að sjálfsögðu er það þó eðlilegt og sjálfsagt að menn minnist þessara hörmunga sem dundu yfir fyrir sléttum fimm árum síðan. Þegar slíkir stórviðburðir eru rifjaðir upp muna flestir hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera þegar þeir fengu fféttirnar. Eg man það alla- vega glöggt því ég var að smala fé á afrétti Lunddæl- inga og Andkílinga þennan dag og missti því af því þegar heimsmyndin hrundi. Eg hefði samt ekki getað kosið mér betri stað á þessari stundu því þarna var ég í frið- semd fjallanna, fjarri illsku mannanna og öllum hriðju- verkum. Að vísu var þarna á fjallinu einn afleitur smali sem er að sjálfsögðu refsivert þó ekki sé það dauðasök. Ég ætla að minnast þessara tímamóta með því að fara aft- ur á sömu fjöll í sama tilgangi en óska þess að sjálfsögðu heitt og innilega að heimur- inn verði til ffiðs þótt ég líti af honum í hálfan annan sól- arhring. Engin orð duga til að lýsa þeirri mannvonsku sem býr að baki hryðjuverkunum sem áttu sér stað þann elleffa sept- ember í New York og Wasington. Ég hef sjálfur staðið á vettvangi þessara hörmunga og þá upplifir maður vissulega enn sterkar það sem þama gerðist. Afleið- ingarnar em hinsvegar ekki aðeins dauði og örkuml þeirra þúsunda sem urðu fyrir árásinni. I kjölfarið hafa stríð verið háð í nafni hefndarinnar. Það hefur verið alið á fordóm- um og heimurinn verður aldrei samur aftur. Hefhdin er kannski sæt en hún er súr fyrir alla þá hina saklausu sem óvart em í skot- línunni. I dag þykir það nefnilega eðlilegur fórnar- kostnaður að nokkur htrnd- ruð eða þúsund saklausra borgara falli með hverju ill- menni. Hvað sem því líður þá er ég farinn til fjalla. Þar em frið- sælli sauðir og viðráðanlegri en þeir forystusauðir sem stjórna heiminum í dag. Gísli Einarsson, í öðrum heimi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.