Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 'í^c/i/u/i/v—. 1 'Pe/i/ii/i/i-^, Kaupa, kaupa, kaupa, mikill er máttur auglysinga Slæm varðveisla skipa Móðir tekur sig til að fara út að gera inn- kaup. Lítill snáði spyr þá mömmu sína hvort þau séu að fara í Hag- kaup? Jú, hann vill fara þangað af því að þar finnst Islendingum skemmtilegast að versla. Móðirin verður agndofa yfir sannfæringar- krafd bamsins en gerir sér svo grein fyrir því að barnið hefur þennan ffasa orðrétt úr auglýsingu. Bamið hefur enga ástæðu til að rengja það sem fyrir því er haft. Móðirin rifjar upp þegar snáðinn grenjaði úr sér augun í stórmarkaði um daginn því hann trúði því að hann fengi kraft úr kókómjólk. Dæmið hér að ofan er aðeins eitt af mörgum um það hvemig aug- lýsendur höfða sífellt meira beint til barna og virðast hafa uppgötvað hversu næm þau em fyrir áróðri. Já, markaðurinn og þeir sem honum stýra hafa nefnilega uppgötvað hve móttækileg böm em fyrir því sem boðað er og síendurtekið fyrir aug- um þeirra og eyrum. Er það ekld þannig sem böm læra? Ung böm allt að níu ára aldri hafa ekki þróað með sér gagnrýna hugsun og era á viðkvæmu mótunarskeiði. Þau skilja ekki hvað auglýsing er og foreldrar gera sér heldur ekki grein fyrir því að á bak við auglýsingagerð stendur heill hópur manna sem með sér- þekkingu sinni finnur út hvað virkar best á bömin - hinn nýja, stóra markhóp. Þessir aðilar nota sál- ffæðikenningar og ýmis önnur vís- indi til að finna veikan blett á neyt- endum og hvað virki nú best til að varan seljist. Því það er jú takmarkið með auglýsingunni ekki satt? Eru böm berskjölduð? Æ fleimm finnst að auglýsendur séu að seilast meira og meira inn á viðkvæmt svið eða jafnvel bannsvæði og sífellt áreiti auglýsinga tmfli for- eldra í uppeldishlutverkinu því það er erfitt að halda börnum ffá þeim miðlum sem þykja sjálfsagðir á hverju heimili í upplýsingasamfélagi nútímans. Inn um lúguna streyma svo auglýsingapésar og boðskapur- inn er endurtekinn reglulega bæði í útvarpi og sjónvarpi um hvað sé nauðsynlegt að fá og eiga. Þessi eini sanni „boðskapur" skellur eins og flóðbylgja á bömum hvort sem þau era við morgunverðarborðið, í bíln- um eða á leið í háttinn. Foreldrar sem era á hlaupum með böm sín milli staða finna vanmátt sinn gegn ofúrefli auglýsenda og nýrra auglýs- ingamiðla og eru oft á tíðum grandalausir þar til þeir lenda í þræt- um við bamið í stórmarkaðnum um hvað þeim sé fyrir bestu. Gleði eða brostnar væntingar Sumt af þeim áróðri sem viðhafð- ur er í auglýsingum getur líka brenglað verðmætamat bama ogýtir oft og tíðum undir óheilbrigðan lífs- stfl. Hvenær ædar t.d. einhver að ganga ffam fyrir skjöldu og stöðva í eitt skipti fyrir öll ólöglegar bjór og vín auglýsingar í fjölmiðlum? Lög- brotið gætd ekki verið augljósara en samt fáum við ekkert að gert. Oll höfum við líka heyrt sorglegar sögur af fjölskyldudeilum í kringum jól og páska. Deilur sem eiga rætur sínar að rekja til auglýsinga þar sem ung- um börnunum er talið trú um að þau vanti, þurfi að fá, og verði að eiga, ákveðna hluti til að teljast gild eða verðug í sínu félagasamfélagi. Auglýsingar geta nefnilega byggt upp miklar væntingar hjá börnum sem oft enda í grátköstum þegar í ljós kemur að þær standast ekki. Slíkar uppákomur og vonbrigði bamanna era mikill streituvaldur hjá foreldrum sem hefur áhrif á samvera og gleði innan fjölskyldunnar. Ein- hverjir foreldrar hljóta líka að hafa fómað höndtim þegar fermingar- bamið setti upp fílusvip að afloknu gjafaflóðinu og skellti hurðum yfir því hvað það fékk ömurlegar gjafir - miðað við hina - eða miðað við það sem lagt var upp með í auglýsingun- um. Keirna þarf bömum auglýsingalæsi Það getur vissulega verið erfitt að vera foreldri og vilja veita baminu sínu það besta. Allir foreldrar eiga það sameiginlegt að vilja stuðla að hamingjusömum bömum og geta veitt þeim sjálfstraust og öryggi í líf- inu. Snýst ekki uppeldi einmitt um að undirbúa bömin undir lífið og þann nútíma sem við hfum í - nú- tíma þar sem ffeistingar og „tilbúin tækifæri“ em á hverju götuhorn? Sumum kann að þykja sterkt til orða tekið en foreldrar róa í dag ákveðinn líffóður fyrir ffiðhelgi til að ala upp börn sín án áreitni markaðarins. Sú staðreynd að seljendur era reiðu- búnir að eyða stórum fjárhæðum í auglýsingar sem miða að því að skapa löngun og flytja tilbúinn boð- skap frekar en upplýsingar ætti að kveikja á öllum viðvörunarbjöllum í mælaborðum í stjómstöð heimilis- ins. Þó við foreldrar séum oft grandalaus fyrir öllu því áreiti sem börnin okkar verða fyrir á hverjum degi þurfum við samt að axla ábyrgð og kenna bömunum okkar að þreifa sig áfram í því umhverfi sem þau búa í. Við þurfum að kenna þeim auglýs- ingalæsi sem felst í gagnrýnni hugs- un, sýna þeim hvar brögð em í tafli og kynna þeim brögðin sem beitt er til að ragla þau í ríminu. Ef við for- eldrar erum betur á verði, ræðum við börnin okkar rnn hvað auglýsing er, tryggjum við að þau verði ekki skotmark á vígvelli gróðahyggjunn- ar. Helga Margi-ét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla Við félagar í Kiwanis- kl ú b b n u m Þyrli á Akra- nesi keyptum fyrir áratug- um kútter Sigurfara frá Færeyj um, fluttum hann heim og í byggðasafn með aðstoð góðra manna. Gáfum síðan byggðasafninu í Görðum þetta mikla skip. Mörg fögur orð og há- stemmdar yfirlýsingar féllu um „ómetanlegt gildi þess að varð- veita þennan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar,“ og maður var stoltur yfir því að eiga þátt í slfku á þeim tíma. En í dag skammast maður sín þegar kúttrinn ber fyrir augu. Hann er trúlega í dag gjörónýtur, vegna vanhirðu. Molnar niður af fúa eftir að standa úti og uppi á landi í 30 ár. Sömu örlög bíða hinna bátanna á Safnasvæðinu, sem atvinnusöguminja. Vestur á Grenjum bíður aflaskipið Höfr- ungur AK-91 endaloka sinna, smíðaður og teiknaður af skipa- smiðun á Akranesi á sínum tíma. Þrír hafnarverðir, hafnarstjóri, skoðunarmaður og varabæjarfull- trúinn Magnús Þór, sendir til Fær- eyja, með viðkomu í Köbenhavn til að berja augum nýjasta bátinn sem ætla má að fúni með öðram merkisgripum úr atvinnusögunni. Stefán Lárus Pálsson. ~í^e/i/u/i/i-^^: Bœjarráð nuelir með því að lög og reglugerðir séu brotnar Það var undarlegt að lesa frétt á skessuhorn.is þess efhis að B æ j a r r á ð Akraness mæli með áframhald- andi starfs- leyfi Laugafisks (á núverandi stað), þrátt fyrir að vita af því að með því að veita fyrirtækinu starfsleyfi (á núverandi stað) sé verið að brjóta lög og reglugerðir. Gaman væri að vita hvort Þórð- ur Þ. hafi tekið þátt í atkvæða- greiðslu um þetta mál, þar sem hann hefur mikilla hagsmuna að gæta við að halda þessu fyrirtæki ólöglega gangandi á neðri Skagan- um, þar sem hann er að leigja þeim húsnæði og er líka tilbúinn að selja þeim lóð undir stækkun. Eru það svona vinnubrögð sem við viljum sjá ffá pólitískt kjörnum forráðamönnum bæjarins. Hver stendur fyrir svona vit- leysu, vitandi að mikill fjöldi bæj- arbúa vill og hefur bent á að þetta fyrirtæki þarf að vera staðsett fjær byggð til að sátt náist tun starf- semi þess. Þar sem Laugafiskur er að sækj- ast eftir lóð á Akranesi til stækk- unar fyrirtækisins er þá ekki rétt að þeim verði úthlutað lóð eins fjarri byggð og kostur er og er þá besti kosturinn líklega iðnaðarlóð- ir sem eru lausar í Höfðaseli. Stoppum þetta eigin hagsmuna- pot pólitískt kjörinna fulltrúa bæj- arráðs og förum að vinna að bæj- armálunum af fagmennsku, er það til of mikils ætlast af bæjarráði? Ketill Már Bjömsson k C ^CLtSlllOtHL<S Umsjón: Gwinar Bender w Aldrei séð svona marga laxa á ævinni •srtfei Vírnet ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ARANGUR www.limtrevirnet.is í rigningunum að undanförnu hefur vatn aukist veralega í veiði- ánum og veiðimenn kætst við það. Þó ekki sé mikið eftir af veiðitím- anum geta þeir glaðst sem enn vilja renna fyrir fisk. „Það verður veisla hérna við Grímsá næstu daga, vamið er frá- bært í ánni núna og það er mikið af fiski í henni. Eg taldi um 300 fiska í Skarðshyl fyrir nokkram dögum og ég hef aldrei séð eins mikið af fiski á ævinni eins og þarna í hyln- um,“ sagði Jón Þ. Júlíusson við Grímsá, þegar rigndi sem mest sl. föstudag, en laxa sá hann áður en vatnið fór að vaxa að ráði í ánni. „Það era komnir yfir 900 laxar á land og það er fínt ef áin fer í 1200 laxa. Agúst var svakalega erfiður mánuður fyrir veiðimenn í þessu litla vami sem var. Sömu sögu er að segja úr Laxá í Kjós en þar er rosa- lega mikið af fiski og verður góð veiði þegar vamið minnkar á allra næstu dögum. Það verður líka að taka það með í dæmið að við veið- um ekkert á maðk, hvorki í Grímsá né í Kjósinni. Bræðumir Gunnar og Magnús Gunnarssynir meS einn lítinn lax úr Langá. Mikið vatn „Veiðin gengur rólega þrátt fyrir að mikið hafi rignt, við erum bún- ir að fá tvo laxa núna eftir hádegi,“ sagði Baldur Baldursson, er við hittum hann neðarlega í Langá. Mikið vam er í ánni. „Hollið hefur fengið á milli 30 og 40 laxa,“ sögðu þeir Gunnar og Magnús Gtmnars- synir, en þeir voru gera sig klára við veiðihúsið við Langá og ætiuðu uppá fjall við Langá. „Fiskurinn mætti vera stærri,“ sögðu þeir bræður og brunuðu upp- eftir, þar sem hafði veiðst ágætlega síðusm daga. veiðistað númer þrjú, væru að minnsta kosti 30 laxar og sumir vel vænir. Vamið er fyrir hendi í veiðiánum, en laxarnir mætm vera fleiri, en Gísli Vagn Jónsson og fleiri voru að koma úr Andakílsá og sagði hann að í „ Við erum búin að taka víóa upp í sumar og náfínum skotum og vorum nýlega við Grimsá við tökur og gekk það vel. Erum að fara í Tunguáa líka, “ sagði Gunnar Helgason er vií hitt- um hann við Grímsá í Borgarfirði sl. fóstudag. Gunnar vinn- ur að gerð nýrrar veiðimyndar. Fyrri myndin sem hann tók gekk feiknavel enda hafa margir séð hana. „ Veiðin erfrábær og við erum með gott lið íþessu með okkur, annars væri þetta ekki hægt og leigutakar veiðiánna hafa tekið okkur vel, “ sagði Gunnar mnfi-emur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.