Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 9
SgESSSiHeiSKl
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
9
Ung Skagakona á leið
til hjálparstarfs í Afiíku
Fríða Björg Skúladóttir er ungur
hjúkrunarfræðingur af Akranesi.
Hún vinnur á Landsspítala - Há-
skólasjúkrahúsi en er á leiðinni í
launalaust leyfi í sjö mánuði. Fríinu
mun hún eyða með vinkonum sín-
um tveimur; Bjarnheiði Böðvars-
dóttur og Astu Rut
Ingimundardóttur, við
störf í Malaví. Þær eru
einnig hjúkrunarfræð-
ingar og var ferðin á-
kveðin í útskriftarferð
þeirra stallsystra í
Tælandi. „Við vorum
saman í bekk og þegar
við vorum í Tælandi
komumst við að því að
okkur langaði allar til
að sjá framandi staði og
Afrfka heillaði okkur,“
segir Fríða. Þær fóru út
sl. mánudag og fyrir
þeim lá ríflega tveggja
sólarhringa ferðalag.
„Við förum ótrúlegar
krókaleiðir þar sem við
eltum uppi lægstu far-
gjöldin. Við borgum
þetta allt úr eigin vasa
þannig að hver króna
skiptir máli.
Það er Hjálparstofn-
un kirkjunnar sem
skipuleggur ferðina til
Malaví. Fríða og félag-
ar hennar verða hins
vegar ekki starfsmenn
Hjálparstofnunarinnar,
heldur vinna þær á eig-
in vegum. Þær verða í
lidu þorpi, Madisi, um
60 kílómetra frá höfuðborginni
Lilongwe. „Við verðum að vinna á
hreyfanlegri heilsugæslustöð, för-
um um þorpin í kring og líknum
þeim sem á þurfa að halda,“ segir
Fríða. „Um leið verðum við með
ffæðslu fyrir þorpsbúa og skóla þar
í kring. Þetta gengur út á að hjálpa
fólkinu þar til að geta hjálpað sér
betur sjálft. Þarna skilst mér að
mestan part sé um að ræða eyðni-
sjúlkinga í þorpunum, en við verð-
um líka við eftdrlit með sjúklingum
og næringarráðgjöf."
Jólatréð var
tuskur á stöng
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Fríða fer til Afríku og hún segist
vera mikill flakkari í eðli sínu. „Eg
hef alltaf verið haldin mikilli ævin-
Fríða Björk Skúladóttir, hjúkrunarfrœðingur er á leið til hjálparstarfa í
Afríku.
týraþrá og get ekki verið lengi kyrr
á sama stað. Eg fór til Afríku að
heimsækja frænku mína þegar ég
var sex ára gömul, síðan var ég au
pair í Bandaríkjunum, skiptinemi í
Finnlandi og svo fór ég náttúrulega
í útskriftarferðina til Tælands."
Fríða segist ekki kvíða því sem að
höndum ber í Afríku og hefur eng-
ar áhyggjur af því að þurfa að vera
úti yfir jólin. „Þegar ég fór til
Gambíu þegar ég var sex ára var ég
þar yfir jól. Það var fátt sem minnti
á hefðbundin jól, fyrir utan íslensku
jólakveðjurnar sem við hlusmðum á
á langbylgjunni. Við vorum til að
mynda með stöng sem við hengd-
um tuskur á til að hafa í staðinn fyr-
ir jólatré."
Fríða segir að þær stöllur viti
ekki alveg hvað þær eru að fara út í
með ferðinni. „Við vitum mjög lít-
ið um þær aðstæður
sem við munum búa
við.Við fáum íbúð með
vatni og rafmagni en
meira vitum við ekki.
Eg veit t.a.m. ekki hvort
það er klósett þar eða
ekki.“ Þær vinkonur
verða ekki með bíl en
heimamaður rntrn lóðsa
þær um svæðið og vera
þeim til handagagns.
Að sex mánaða starfi
loknu ætla þær að flakka
um í einn mánuð.
Með góðum
stuðningi
Fríða segir að það
hafi verið lítið mál fyrir
þær að fá leyfi frá
vinnuveitendanum til
að vera burtu svona
lengi. „Við mættum
ótrúlegum skilningi á
spítalanum og fjöl-
skyldur okkar stóðu vel
við bakið á okkur. Þar
sem við borgum þetta
allt sjálfar verður ein-
hvern veginn allt að
ganga upp og það hefur
gert það hjá okkur. Við
höfum greitt allar
tryggingar, bólusetningar og flug
sjálfar og tökum svo launalaust leyfi
þannig að við þurftum á stuðningi
að halda. Við fórum í yfir 30 fyrir-
tæki og leituðum eftir stuðningi en
það var bara KB-banki sem studdi
okkur. Þess vegna skipti stuðningur
vinnuveitandans svo miklu,“ segir
Fríða. Skessuhorn óskar Fríðu og
vinkonum hennar góðrar ferðar og
velfarnaðar í starfi. Lesendur munu
njóta ferðar hennar þar sem hún
mun lýsa lífinu í Afríku í greinum í
blaðinu á næstu mánuðum.
-KÓP
Akraneskaupstaður ReykikC
Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur
óskar eftir tilboðum í verkið:
Hólmaflöt - Bresaflöt
Malbikun og frágangur
Helstu magntölur eru:
Malbik.............................. 3.150 m2
Jöfnunarlag......................... 3.520 m2
Steyptur kantsteinn................ 180 m
Steyptar gangstéttar.................. 560 rrr
Þökulagnir............................ 800 m2
Sáning............................ 2.900 m2
Verklok eru sem hér segir:
Malbikun gatna og gangstéttar....15. des. 2006
Göngustígar og annar frágangur... 1. júní 2007
I Útboðsgögn eru til sölu frá og með 14. sept. n.k. hjá tækni- og umhverfissviði
Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,-.
Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 25. sept. 2006, kl. 11:00.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Borgarbyggð
Starfsmaður óskast
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi
Leikskólakennara vantar tímabundið til starfa við
leikskólann Klettaborg. Um er að ræða ca 80% starf á
eldri deildir og 50% starf fyrir hádegi á yngstu deild.
Störfin eru laus nú þegar og ráðið verður í þau út
skólaárið.
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í
mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni,
sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.
Fáist ekki leikskólakennarar kemurtil greina að ráða
starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Nánari upplýsingar veita Steinunn Baldursdóttir
leikskólastjóri eða Guðbjörg Hjaltadóttir
aðstoðarleikskólastjóri í síma 437-1425 eða á
netfanginu klettaborg@borgarbyggd.is
+
Rauði kross íslands
Akranesdeild
Rauði kross Islands - Akranesdeild þakkar öllum
sem tóku þátt í landssöfnuninni
n
Göngum til góðs.
n
Með samstilltu átaki höfum við bætt lífsskilyrði fjölda
barna í sunnanverðri Afríku.
Mánudaginn 18. september kl. 20.00 verður
kaffihúsakvöld í húsnæði deildarinnar að
Þjóðbraut 11 þar sem fjallað verður um sögu og
markmið Rauða krossins og sjálfboðin störf í þágu
mannúðar. Allir velkomnir.
Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing
í heimi með 97 milljónir félaga í 185 löndum.
Vilt þú vera með?
Pourquoi-Pas?
strandið
Safnahús Borgarfjarðar, Hollvinasamtök
Englendingavíkur og Borgarbyggð auglýsa:
Pourquoi-Ras? strandið
Sýningaropnun í Tjernihúsi, Englendingavík,
16. september kl 1500.
Dagskrá:
• Páll S. Brynjarson, bæjarstjóri Borgarbyggðar flytur ávarp.
Erindi:
• Ása S. Harðardóttir, forstöðumaður Safnahúss
Borgarfjarðar
• Svanur Steinarsson, verndari flaks Pourquoi-Pas? á Mýrum
• Friðrik Rafnsson, þýðandi bókarinnar: Jean-Baptiste
Charcot, heimskautafari, landkörmuður og læknir
• Finnbogi Rögnvaldsson, formaður byggðarráðs
Borgarbyggðar
• Odile BRELIER, sendiráðunautur Frakka
Kaffi og veitingar undir hressandi harmonikkuslögurum