Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
„kiSSsÍlÍitoBKI
♦
\
*
f^c/i/u/t/t^.
Hk ;s%';W hlutafélagsins
Menntaskóli
Borgarfjarðar. Þar voru mættir 40-
50 af 150 skráðum eigendum skól-
ans til að fylgjast með hvernig rmd-
irbúningi miðar og arkitektar frá
Kurt og pí kynntu tillögur að útliti
og innréttingu skólabyggingarinn-
ar. Byggingin mun draga dám af
klettaborgunum umhverfis lóð
skólans - sams konar borgum og
Skallagrímur nefhdi bæ sinn eftir.
Tilkynnt var sú ákvörðun að ráða
Arsæl Guðmundsson sem verkefn-
isstjóra við undirbúning skólans.
Ársæll var aðstoðarskólameistari
Fjölbrautarskóla Norðurlands
vestra í sjö ár og síðan sveitarstjóri í
Skagafirði og reynsla hans hefur
nýst vel við undirbúning þessa nýja
skóla.
Skóli fyrir alla
Menntaskóli Borgarfjarðar verð-
ur á margan hátt nýstárlegur skóli.
Hann verður að grunni til þriggja
ára skóli. Það þýðir þó ekki að hann
verði aðeins fyrir afburðanemend-
ur. Menntaskóli Borgarfjarðar
verður skóli fyrir alla og sumir
nemendur munu taka námið á fjór-
um eða jafnvel fimm árum. En það
verður lagt upp með lengra skólaár
og betri nýtingu á skólatíma en í
öðrum ffamhaldsskólum. Nemend-
ur munu geta valið milli almennrar
brautar, náttúrufræðibrautar og fé-
lagsfræðibrautar og fljótlega mtm
bætast við braut sem hefur vinnu-
heitið „listabraut". Mikil áhersla
verður á að nýta tölvutæknina til að
byggja upp gott fjarnám sem geti
nýst fólki sem atvinnu sinnar vegna
getur ekki sótt reglubundið nám.
Menntaskóli Borgatjfjarðar ehf.
Stærð og gerð
Menntaskóli Borgarfjarðar verð-
ur ekki stór skóli en samt nægjan-
lega stór til að skapa jarðveg fyrir
gott félagslíf nemenda og setja
skýran svip á bæjarlífið í Borgar-
nesi. Fyrirliggjandi útreikningar
benda til þess að fullsetinn verði
skólinn með tæplega 200 staðar-
nemendur. Við þá tölu bætast eldri
nemendur sem væntanlega verða
allnokkrir fyrstu árin og fjarnemar,
sem erfitt er að spá um.
Skólahúsið verður mestmegnis á
tveimur hæðum og mun liggja
meðfram klettaveggnum gegnt
Hyrnutorgi. Bílastæði verða að
mestu á núverandi malarplani
þannig að þau geti nýst viðskipta-
vinum Hyrnutorgs á álagstímum.
Eins og flestir þekkja er bílaeign
menntaskólanema vaxandi og því
verða strax í upphafi um 50% fleiri
stæði en byggingareglugerð gerir
kröfu um. Ef það reynist ekki nægj-
anlegt er möguleiki á að bæta fleiri
stæðum við síðar. Skólinn er hann-
aður með það í huga að auðvelt
verði að stækka bygginguna ef þörf
krefur. Utreikningar hönnuða
benda til þess að á núverandi lóð
megi koma fyrir fjór- til fimmfalt
stærri skóla en nú er gert ráð fyrir.
Gert verður ráð fyrir skólaakstri,
en endanlegt fyrirkomulag er ó-
ljóst. Sama má segja um heimavist-
armál. Við leggjum áherslu á að
þjóna nágrannasveitum okkar sem
best en endanleg útfærsla liggur
ekki enn fyrir.
Staðan í dag
Mikil vinna hefur átt sér stað síð-
ustu mánuðina. Vinnan deilist milli
stjórnar einkahlutafélagsins, skóla-
nefndar og bygginga- og fram-
kvæmdahóps. Þar að auki sitja for-
menn þessara nefnda ásamt Arsæli
Guðmundssyni í samráðshópi með
fulltrúum menntamálaráðuneytis.
Þá hefur Guðmundur Eiríksson
verið ráðinn sem ráðgjafi við bygg-
ingarframkvæmdirnar. Grunn-
hönnun er að mestu lokið og nú
stendur yfir burðarþols-, lagna- og
rafrnagnshönnun. Reiknað er með
að jarðvinna fari af stað í október,
en að byggingarffamkvæmdir hefj-
ist fljótlega eftir áramót.
Menntaskóli Borgarfjarðar ehf
er einkaskóli í eigu heimamanna
hér í Borgarfirði en hver sem er
getur keypt hlut. Nú þegar hafa
yfir 150 einstaklingar, fyrirtæki og
sveitarfélög keypt hlut í skólanum
og enn er möguleiki á að tryggja
sér eignaraðild með kaupum á
hlutafé hjá Sparisjóði Mýrasýslu.
Ég er sannfærður um að þetta er
arðsöm fjárfesting, ef ekki fyrir
okkur sem einstaklinga, þá fyrir
okkur sem samfélag.
Torfi Jóhannesson,
stjómarformaður Menntaskóla
Borgarfjarðar ehf.
Jóhanna Lind ásamt hömum sínum 14 í tilefni afmœlisins.
Jóhanna Lind fyllir 90 árin
Þann 11. september síðasliðinn
varð Jóhanna Lind Pálsdóttir í
Borgamesi 90 ára gömul. Af því
tilefni tóku Jóhanna og fjölskylda
hennar á móti gestum sl. sunnu-
daginn í félagsmiðstöðinni Oðali í
Borgamesi.
Jóhanna er fædd og uppalin í
Svíney í Færeyjum. Faðir hennar
var Páll Lind og móðir hennar
Kristína Lind. Hún kom til Island
1936 og giftist síðar Agli Pálssyni.
Þau eignuðist 13 böm, en fyrir átti
Jóhanna eina dóttur. Egill og Jó-
hanna byrjuðu búskap í Borgarnesi
í einu herbergi með aðgangi að
eldhúsi. Þegar börnin vom orðin
þrjú keypm þau sér eigið húsnæði
að Gunnlaugsgötu 10. Þau stækk-
uðu það hús tvívegis eftir því sem
fjölskyldan stækkaði.
Egill var þekktur fyrir dugnað,
en hann var alla tíð með búskap í
Borgarnesi samhliða því sem hann
vann hjá Kaupfélaginu. Dagurinn
hjá honum var því oft langur.
Hann byrjaði daginn á því að
mjólka kýrnar, síðan fór hann í
vinntma og vann til klukkan sex og
stundum lengur. Þá átti hann eftír
að mjólka og gefa kindunum. Egill
lést árið 1992. Dagurinn var líka
mjög annasamur hjá Jóhönnu á
barnmörgu heimili. Hún býr enn á
Gunnlaugsgötu.
-KÓP
'Pe/i/itji/i^^
N ý 1 e g a
barst mér bréf
frá sveitar-
stjóra Borgar-
byggðar þar
sem hann vís-
ar til 39. gr.
laga nr. 6/1986 um afréttamálefni,
fjallskil o.fl. og felur mér og öðmm
bændum, burtséð frá því hvort við
höldum fé eður ei, að smala
heimalönd okkar samhliða leitum.
Þetta hef ég reyndar gert undan-
farin haust, þó með sívaxandi þver-
úð. Ef boði sveitarstjóra er ekki
hlýtt, en það er orðið sem notað er
í lagatextanum og sveitarstjórinn
gerir að sínu, skal smalað á kosm-
að landeiganda og er smölunar-
kostnaður ákveðinn af sveitar-
stjórn. Þótt þessi skylda sé bundin
í lögum er það samt komið undir
sveitarstjórn hvort henni er fram-
fylgt, þannig að það er á ábyrgð
sveitarstjórnarmanna hvort leggja
skuli þessa þegnskylduvinnu á
herðar okkar, hinna fjárlausu land-
eigenda, eða ekki. Sveitarstjórnar-
menn Borgarbyggðar ganga því
greinilega erinda sauðfjárbænda og
gera okkur, hina fjárlausu, að þræl-
um þeirra. Ef við hlýðum ekki á-
kveða þeir sjálfir sektina. Hvílíkt
réttlæti!
Nú er það svo að ótal jarðir í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og
reyndar um land allt eru nýttar til
Að hlýða sveitarstjáminni
annars en sauðfjárræktar og er
þetta því dágóður hópur fólks sem
þannig er þvingaður til nauðung-
arvinnu á sínu eigin landi án þess
að nokkur endurgreiðsla komi til.
Þessum hópi tilheyra kúabændur,
fuglabændur, kornbændur, svína-
bændur, ferðþjónustubændur,
skógarbændur og frístundabændur,
sem eiga það sameiginlegt að eiga
ekki eitt einasta lamb, hvað þá
heldur rollu. Enn viðgengst það að
fjárbændur sleppi fé sínu lausu að
vori án nokkurrar ábyrgðar og
neyði síðan nágranna sína til smöl-
unar að hausti. I skjóli úreltra laga
geta sauðfjárbændur, fyrir tilstilli
sveitarstjórnarinnar, krafist þess að
nágrannar þeirra skili þeim vinnu á
hverju hausti án minnstu þóknun-
ar. Ef hross sleppa úr girðingum
ætlar allt vitlaust að verða og linn-
ir ekki látunum fyrr en þau hafa
verið handsömuð og komið fyrir í
girðingu á ný. Sama á við um naut-
gripi og hvað myndu menn segja ef
svínahópar gengju lausir um lönd
manna? Ef ég týni hundinum mín-
um er hann umsvifalaust hand-
samaður og lokaður inni og verð
ég að greiða stórfé í lausnargjald
ætli ég að koma í veg fyrir að hann
verði skotinn. Reyndar er það
þekkt að hundar hafi verið skotnir
af fjárbændum þar sem þeir voru
taldir vera að atast í fé. Hafa menn
sloppið bótalaust frá slíku. Ekki
má ég skjóta rollur sem eyðileggja
trén mín án þess að þurfa að svara
háum bótum og jafnvel sektum.
Þau lög sem sveitarstjórinn
ágætur vísar til eru auðvitað úrelt
fyrir löngu. Að stofni til voru þau
upphaflega sett þegar allir bændur
héldu fé og hafa verið endurnýjuð
síðan án þess að löggjafinn gerði
sér grein fyrir þeim breytingum
sem orðið hafa í sveitum landsins.
Aður fyrr sáu menn hag í því að
smala heimalöndin, öðruvísi náðist
fé þeirra ekki og þá skipti ekkt máli
hvort einhverjar aðkomurollur
þvældust með í hópnum. I nútíma-
þjóðfélagi eru breyttar aðstæður.
Ef fólk vill rækta fé þá er það bara
af hinu góða, því íslenskt lamba-
kjöt er auðvitað besta kjöt í heimi,
en fjárræktin má ekki bitna á öðru
fólki og valda því fjárútlátum og
jafnvel skaða. Enginn á að geta
þvingað mig til að smala fyrir sig ef
ég vil það ekki. Ef fjárbændur beita
mitt land sumarlangt án endur-
gjalds er það lágmarkskrafa að þeir
smali sjálfir fé sínu að hausti
þannig að ég og mínir líkir þurfi
ekki fyrst að bera skaðann af beit-
inni og borga síðan fyrir að losna
við skepnurnar af landinu. Þótt
reynt sé að girða er það því miður
svo að sumar kindur líta á girðingu
sem ögrun en ekki sem þvingun og
sæta lagi að smeygja sér gegn um
þrengstu göt, eða þá stökkva bara
yfir ef göt eru ekki fyrir hendi. Það
versta er að þetta geðslag gengur í
erfðir.
Þessar línur má ekki skilja svo að
að ég hafi eitthvað á móti sauðfé
eða suðfjárfjárbændum. Síður en
svo. Ég á marga góða vini og
kunningja í hópi fjárbænda sem ég
vil eiga áfram að vinum. Sumir
hverjir eru meira að segja sömu
skoðunar og ég og stunda sinn bú-
skap af ábyrgð og með miklum
sóma. Hins vegar mega þeir, sem
vilja ekkert af breytingum vita,
ekki misnota mig með fulltingi úr-
eltra laga og sveitarstjórnarmanna
sem staðnaðir eru í gömlum hugs-
unarhætti og þvinga mig til verka
sem ég sem frjáls maður á ekki að
þurfa að leysa af hendi. Ef þeir
geta í skjóli ólaga haft mig að þræli
sínum ásamt þeim sem ég verð að
kalla mér til hjálpar við smölunina,
er lágmark og í samræmi við jafn-
ræðisreglu að ég fái sem endur-
gjald af þeirra hálfu jafn mörg
dagsverk við skógræktina, sem
reynt er að stunda á mínu koti við
illan leik, og ég læt þeim í té við
smölunina.
I sjálfu sér er ekkert leiðinlegt að
smala. í þokkalegu veðri er gaman
að ganga um landið og hóa á fé,
grípa niður eftir berjum eða bara
njóta náttúrunnar. Eg vil þó gera
það sem frjáls maður, ekki ánauð-
ugur. Sauðfjárbændum líkt og öðr-
um bændum verður að vera Ijóst að
ábyrgðin á skepnunum er þeirra en
ekki annarra. Að þetta hafi tíðkast
frá alda öðli eru engin rök. Þjóðfé-
lagið er í sífelldri mótun og allir
bændur verða að taka þátt í þeirri
mótun líkt og aðrar stéttir. Sveitar-
stjórnarmenn þurfa líka að átta sig
á að þeir eru þjónar allra, ekki bara
sauðfjárbænda.
Ég vonast til að næsta bréf sveit-
arstjórans um smölun verði vin-
samleg tilmæli um smölun heima-
lands ef mögulegt er og sleppt
verði hótunum um greiðslu smöl-
unarkostnaðar ef ég hlýði ekki. Ég
er alltaf tilbúinn að fara að sann-
gjörnum og eðlilegum tilmælum
sveitarstjóra, en hann getur reynt
að láta hundinn sinn hlýða sér, ef
hann á slíkan, ekki mig. Ef hvorki
ég né fjáreigendur vilja smala
heimalandið mitt má búast við að
fé skili sér þegar fer að snjóa og er
það þá undir eigendunum komið
hvort þeir vilja bjarga því undan
vályndum vetrarveðrum eða ekki.
Ef þetta fer eitthvað í taugarnar á
sveitarstjórninni er henni velkom-
ið að smala sjálfri, þó án endur-
gjalds frá mér.
I ofanverðum tvímánuði,
Jóhannes Helgason
Hamri í Þverárhlíð.
r