Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 23
gSESSIÍHÖBKI MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 23 m Enn er von hjá Kára Liðsmenn knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi eygja ennþá von um að vinna sæti í 2. deild í knatt- spyrnu þrátt fyrir að hafa tapað seinni leiknum í úrslitakeppni 3. deildar gegn Hetti á Egiisstöðum með tveimur mörkum gegn engu. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli og vann Höttur því viðureignina með þremur mörkum gegn einu. Lið Kára leikur nú gegn ÍH um eitt laust sæti í 2. deild. Leikurinn fer fram á laugardaginn en ekki hefur verið ákveðið hvar hann fer fram. HJ Breyttur leik- dagur ÍA-ÍBV Leikur ÍA og ÍBV í 17. umferð úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu sem vera átti sunnudaginn 17. septem- ber á Akranesvelli hefur verið færður fram og verður laugardag- inn 16. september kl. 16. HJ Arnór með U19 landsliðinu Arnór Smárason, Skagamaðurinn knái sem spilar með hollenska lið- inu Heerenveen, fór á dögunum með íslenska U19 karlalandsliðinu í knattspyrnu til Skotlands í æf- ingaferð. Liðið lék tvo vináttuleiki við heimamenn og unnust þeir báðir. Fyrri leikurinn fór fram á mánudaginn og sigruðu íslending- ar 3-1. I gær léku liðin aftur og unnu íslendingar þá 2-1. Arnór var í byrjunarliðinu í báðum leikjum og þótti standa sig vel. Honum hefur gengið vel úti hjá Heerveen, var t.a.m. valinn besti leikmaður al- þjóðlegs móts sem liðið tók þátt í í Danmörku, eins og greint var frá í Skessuohrni. Á myndinni séstArn- ór taka við verðtaunum á því móti. -KÓP Fjórir Skagamenn í U17 úrtakshópi Fjórir leikmenn ÍA eru í úrtakshópi sem Lúkas Kostic, þjálfari knatt- spyrnulandsliðs íslands skipað leikmönnum undir 17 ára aldri, hefur valið. Það eru Trausti Sigur- björnsson, Björn Bergmann Sig- urðsson, Ragnar Þór Gunnarsson og Ragnar Leósson. HJ íslandsmótið í Hálandaleikum á laugardaginn íslandsmótið í Hálandaleikum fer fram á Akranesi á laugardaginn. Mótið er orðið fastur liður í íþrótta- lífinu á Akranesi og sem fyrr fer það fram við skógræktina í Garða- lundi. Flestir sterkustu menn landsins taka þátt í mótinu. Meðai keppnisgreina má nefna staurakast, lóðkast, sleggjukast og lóðkast yfir rá. Meðal keppenda veröa Pétur Guðmundsson, Sæ- mundur Unnar Sæmundsson, Auðunn Jónsson, Unnar Garðars- son, Heiðar Geirmundsson, Jens Fylkisson og Óðinn Þorsteinsson. Mótið hefst kl. 14 við skógræktina eins og áður sagði. HJ Jafntefli í fallbaráttunni Skagamenn náðu ekki að tryggja sér þau þrjú stig sem liðið sárlega þurfti á að halda í fallbar- áttunni um helgina. Liðið sótti Breiðablik heim sem var einu stigi yfir ÍA fyrir leik. Eftir 2-2 jafntefli munar enn einu stigi á liðunum og ÍA situr í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Aðeins ÍBV hefur færri stig en Skagamenn, en liðin mætast einmitt á Akranesvelli nk. laugardag klukkan 16:00 í næst- síðasta leik deildarinnar. Skaga- menn eru með 18 stig, líkt og Grindavík, en mun verri markatölu auk þess sem Grindavík á einn leik til góða. Það er því Ijóst að mikil barátta er framundan hjá liðinu við að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu. Svo gæti farið að ÍA og Vfk- ingur Ólafsvík léku í sömu deild að ári, en ef Víkingur sigrar Hauka í síðasta leik 1. deildar nær liðið að bjarga sér frá falli. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki góðar í Kópavoginum á sunnudaginn, hellirigning og rok. Leikmenn gerðu þó sitt besta til að ylja knattspyrnuáhangendum um hjartaræturnar og leikurinn varð fjörugur. Blikar voru mun hættu- legri aðilinn í upphafi leiks og þeir Stig Krohn Haaland og Nenad Zi- vanovic hefðu báðir getað skorað á upphafsmínútum leiksins. Það var því í takt við leikinn þegar Guð- mann Þórisson kom Blikum yfir á 10. mínútu eftir að aukaspyrna Haalands barst til hans. Þá var eins og Skagamenn vöknuðu til lífsins og áttu bæði Þórður og Bjarni Guðjónssynir ágætis tilraun- ir sem voru varðar. Það var svo Hafþór Ægir Vilhjálmsson sem jafnaði metin fyrir IA á 27. mínútu eftir fínan einleik. Skagamenn fögnuðu gríðarlega um tíu mínút- um síðar þegar Arnar Gunnlaugs- son skoraði eftir laglega sendingu frá Þórði Guðjónssyni. Dómarinn dæmdi markið hins vegar af vegna rangstöðu, en tæpt var það. Skagamenn létu þetta ekki á sig fá og Guðjón Heiðar Sveinsson kom þeim yfir með skalla rétt fyrir leik- hlé. Haaland skallaði frá en dóm- arinn mat það svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna. Seinni hálfleikur var fjörugur og áttu bæði lið sín færi. Hafþór Ægir átti ágætis tilraun áður en Nenad Zivanovic jafnaði metin fyrir Breiðablik á 64. mínútu. Liðin sóttu stíft eftir markið og voru Skaga- menn ívið hættulegri. T.a.m. áttu þjálfararnir báðir, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, ágætis tilraunir sem voru varðar. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og úrslitin 2-2 því staðreynd. Ljóst er að erfitt verkefni er framundan hjá Skagamönnum ætli þeir sér ekki að falla niður í fyrstu deild. Liðið spilar oft og tíðum ágætis bolta, en það vantar oftar en ekki herslumuninn upp á að hlutirnir gangi upp. Nú á liðið tvo leiki eftir; við ÍBV á laugardaginn og lokaleik við Víking á Víkingsvelli laugardaginn 23. september. Liðið er með lakari markatölu en Grindavík en betri en Breiðablik sem er í sjöunda sæti með 19 stig. Nú er því að duga eða drepast og Ijóst að hvert mark getur skipt máli. -KÓP Björn Bergmann hlaut Donnabikarinn Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður 3. flokks var valinn leikmaður yngri flokka lA árið 2006 og hlaut að að launum Donnabikarinn. Þetta var tilkynnt í fjölmennu lokahófi unglinga- deildar ÍA sem haldið var á laug- ardag. Allir liðsmenn 6.-8. flokks fengu viðurkenningu í samræmi við stefnu fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Veittar voru viðurkenningar til ein- staklinga í 3.-5. flokki drengja og stúlkna. Annars vegar var valinn sá leikmaður sem mestar fram- farir þótti hafa sýnt og einnig var valinn besti leikmaður flokkanna. í 5. flokki þóttu Konráð Freyr Sigurðsson og Þóra Björk Þor- geirsdóttir hafa sýnt mestar fram- farir og bestu leikmenn flokksins voru valin Sindri Kristinsson og Eyrún Eiðsdóttir. í 4. flokki þóttu Jón Björg- vin Kristjánsson og Erla Kar- ítas Pétursdóttir hafa sýnt mestar framfarir og Ragnar Már Viktorsson og Heiður Heimisdóttir voru valin bestu leikmenn flokksins. í 3. flokki höfðu Viktor Ýmir Elíasson og Helga María Hafsteinsdóttir sýnt mestar framfarir og bestu leikmenn voru valin Ragnar Leósson og Arna Björg Jónsdóttir. Á meðfylgjandi mynd sjást nokkrir verðlaunahafanna. Björn Bergmann var ekki viðstaddur verðlaunaafhend- inguna. HJ Valdís Þóra í Skotlandi Hinni efnilegu golfkonu, Valdísi Þóru Jóns- dóttur, golfklúbbnum Leyni og íslandsmeistara stúlkna 16-18 ára var nýlega boðin þátttaka í The Duke of York Young Champions Trophy sem fram fer á Dundonald golfvellinum nálægt Troon í Skotlandi um þessar mundir. Leikinn er 54 holu höggleikur í flokki pilta og stúlkna. Þetta golfmót er haldið í sjötta skipti og er efni- legum kylfingum, 18 ár og yngri, boðin þátttaka og koma þeir frá öllum Evrópulöndunum, Suð- ur Afríku og Indlandi. Mótið er skipulagt eins og alvöru atvinnumannamót til að gefa þátttak- endum, sem væntanlega eiga eftir að verða framtíða atvinnukylfingar, tækifæri til að upplifa hvað felst í því að keppa á stórum golfmótum. MM Sveitarómantík um síðustu helgi Um síðustu helgi var efnt til sveitarómantíkur á Safnasvæð- inu að Görðum á Akranesi. Boð- ið var upp á ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Meðal þess var sýning á gömlu hand- bragði þar sem unnið var úr ull, málmi og leðri. Dean Ferrell kontrabassaleikari lék við hvern sinn fingur ásamt félögum sín- um og Hólmsteinn Snædal hélt Ijósmyndasýningu og fyrirlestur sem hann nefndi „Uppgefnir nytjahlutir". Boðið var upp á kleinur og kjötsúpu ásamt því sem hægt var að gæða sér á heilgrilluðu lambi. Um kvöldið var harmonikkuball í tjaldi á svæðinu og stóð það fram eftir kvöldi. Mikill fjöldi sótti söfnin heim en aðgangseyrir var felldur niður í tilefni dagsins. -KÓP Valdís Þóra ásamt Karli Ómari Karlssyni golfkennara sínum að fínstilla púttstrokuna. Ljósm: golf.is Nær Víkingur Ólafsvík að verjast falli? Lið Víkings í Ólafsvík er á góðri leið með að verjast falli úr 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir að liðið bar sigurorð af liði HK í Kópavogi á laugardag. Leiknum lauk með því að liðsmenn Víkings skoruðu eitt mark en HK menn ekkert. Það var Sivko Aljosa sem skoraði mark Víkings. Með jafntefli eða sigri hefði HK tryggt sér sæti í úrvalsdeild en það tókst ekki. Lið Víkings hefur hins vegar á undanförnum vikum gjörbreytt stöðu sinni í deildinni og er nú í áttunda sæti með 18 stig eftir 17 umferðir. Síðasti leikur liðsins verður gegn Haukum í Ólafsvik á laugardaginn. Haukar eru sæti neðar en Víkingur og getur leikur- inn því orðið hreinn úrslitaleikur um hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. HJ Vel merkt verður höllin Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu Harðar Kára Jóhann- essonar rekstarstjóra íþróttamann- virkja um merkingar á fjölnotaí- þróttahúsinu sem er í byggingu á Akranesi og nú hefur fengið nafnið Akraneshöllin. Samkvæmt tillögu Harðar verður komið fyrir merking- um á gafli hússins með nafni húss- ins og skjaldarmerkjum bæjarfé- lagsins annars vegar og ÍA hins vegar. Áætlaður kostnaður viö verkið er um 470 þúsund krónur. HJ j* *■ e

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.