Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 24
J» «* ' »S' Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðalánasjóður ll I lllll www.ils.is FJÁRHAGSLEG GLITNIR^ VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímar virka daga 8-12 og 13-17. Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is Landffutningar SAMSKIP Upplýsingum haldið leyndum um áhrif sameiningar stéttarfélaga Ljósm: Mats Wibe Lund Hvalstööin í HvalfirSi hefitr látiö mikiS á sjá á þeim 17 árum sem hún hejhir staðið auð. Hvalur hf. endumýjar starfeleyfi sitt í Hvalfirði Engar upplýsingar eru á lausu hjá Akraneskaupstað né formanni Starfsmannafélags Akraness um áhrif hugsanlegrar sameiningar starfsmannafélaga Akraness og Reykjavíkur. Eins og kunnugt er var tilkynnt í byrjun maí að fyrir dyrum væri sameining þessara fé- laga og jafnframt samþykkti bæjar- ráð Akraness að leita eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál. I samtölum við Skessu- horn á þeim tíma létu forráðamenn Akraneskaupstaðar og Starfs- mannafélags Akraness hafa eftir sér að umrædd sameining myndi færa sumum félagsmönnum launahækk- anir sem næmu tugum prósenta. Hún myndi því koma þeim til hags- bóta sem lægst hafa launin. Kom fram að kostnaðarauki bæjarins gæti orðið á bilinu 70-80 milljónir króna á ári í upphafi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur haft miklar efasemdir um þessa stefhu svo og Karl Björnsson starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. I máli þeirra hefur komið fram að með sameiningu sé aðeins verið að hækka laun þeirra er hæst hafa launin. Mál þetta olli hörðum skoðanaskiptum á sínum tíma. Þær deilur blossuðu aftur upp í kjölfar ákvörðunar bæjarráðs Akraness á dögunum um að hækka laun starfs- Akranes. manna í þremur lægstu launaflokk- um bæjarins. A vef Skessuhorns í síðustu viku deildu Vilhjálmur og Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hart um málið. Fullyrðir Vilhjálmur að aðeins hærra settir bæjarstarfsmenn muni hækka í launum við breytinguna og ákvörðun bæjarráðs í síðustu viku sé staðfesting á því og hefur hann á heimasíðu félags síns nefnt ákveðna launaflokka í því sambandi. Engar nákvæmar upplýsingar hafa hins vegar birst um raunveru- leg áhrif sameiningarinnar á laun einstakra hópa. Aðspurður segir Valdimar Þorvaldsson, formaður Starfsmannafélags Akraness að starfsmenn launadeildar bæjarins hafi á sínum tíma unnið samanburð fyrir félagið. Oskaði blaðamaður því eftir aðgangi að þessum upplýs- ingum. Hafnaði Valdimar þessari ósk og sagði þær innihalda upplýs- ingar um laun einstaklinga og því gæti hann ekki birt þær opinber- lega. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að á sínum tíma hafi starfs- menn launadeildar bæjarins unnið samanburð fyrir starfsmannafélag- ið. Sú vinna hafi verið unnin utan vinnutíma starfsmanna. Upplýsing- arnar hafi verið afhentar fulltrúa starfsmannafélagsins. Því hafi hann sem bæjarstjóri ekki umrædd gögn undir höndum og geti því ekki gef- ið neinar upplýsingar um málið. Svo virðist að þrátt fyrir mjög af- gerandi yfirlýsingar í vor um ágæti sameiningar sé enginn málsaðili til- búinn til þess að leggja fram blá- kaldar staðreyndir málsins. HJ A fundi Heilbrigðiseftirlits Vest- urlands þann 21. júní í sumar var samþykkt starfsleyfi fyrir Hval hf. vegna Hvalstöðvarinnar í Hval- firði. Skessuhorn hefur undanfarið fylgst með umræðum um hvalveið- ar og fyrirætlunum forsvarsmanna fyrirtækisins. Fram hefur komið að verði veiðar hafnar að nýju muni aðstaðan í Hvalfirði verða nýtt. Það vekur því upp spurningar um hvort breytingar séu fyrirhugaðar á stefnu Islendinga í hvalveiðum. Nýverið fór Hvalur 9 í slipp og nú hefur starfsleyfi hvalstöðvarinnar verið endurnýjað. Það er þó tekið ffam í starfsleyfinu að það skuli endurskoðað ef breytingar verða á eignarhaldi eða rekstri. Þá segir: „Oheimilt er að hefja starfsemi í fyrirtækinu nema að úttekt hafi áður farið fram.“ Það er því ljóst að útgáfa starfs- leyfisins veitir ekki heimild til þess að starfsemi hefjist á ný í Hvalfirð- inum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. sagði í samtali við Skessu- horn að eingöngu hefði verið um endurnýjun gamals leyfis að ræða. Menn hefðu sótt um leyfi fyrir fjór- um árum til að vera klárir ef eitt- hvað gerðist og það hafi síðan runnið út. Hann segir að ef ákvörð- un verði tekin um að hefja hval- veiðar að nýju sé fyrirtækið í start- holunum. „Við getum hafið veiðar með litlum fyrirvara ef menn ákveða að fara af stað, þó það þurfi að betrumbæta ýmislegt í hvalstöð- inni áður. Það eru öll skilyrði fyrir hendi fyrir veiðum og allir fyrirvar- ar sem menn gáfu sér á sínum tíma eru horfnir, hvað svo sem leiðara- höfundur Morgunblaðsins skrifar í sitt blað,“ segir Kristján og vísar í leiðara Morgunblaðsins sl. þriðju- dag sem mælti gegn hvalveiðum. -KÓP Fiskiri helgina Velkomin á sjávarréttahátíðina Fiskirí á 80 veitingastöðum um land allt. Komið og njótið gómsætra fisk- og sjávarrétta í stórkostlegri sjávarfangsveislu. Kíktu á www.fiskiri.is september Fimm Fiskar ■ Frúarstíg 1 Stykkishólmi Hótel Búðir ■ Búðum ■ Snæfellsnesi Hótel Glymur ■ Hvalfirði Hótel Hamar ■ við Borgarnes Narfeyrarstofa • Aðalgötu 3 ■ Stykkishólmi Hótel Framnes ■ Nesvegi 8 ■ Grundarfirði eru þátttakendur í Fiskiríi! ■mareL 'ísVanössaca' SAMSKIP GLITNIR www.fiskiri.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.