Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 SgBSSIIHftBiM Tii mtnnís Skessuhorn minnir á að nú er rétti tíminn til þess að halda útí móa og tína ber. Þau bíða þess að breytast í Ijúffengar afurðir sem hægt er að geyma til vetr- arins. Veðftrhorfftr Gert er ráð fyrir suð- eða aust- lægum áttum næstu daga og vætusömu veðri. Hiti verður á bilinu 8-15 stig. SpRrniwj viMnnar í síðustu viku var spurt á skessuhorn.is hvort afnema eigi alfriðun á álft. Rúmlega 64% þeirra er svöruðu sögðu að svo ætti að gera. Tæplega 28% svarenda vilja friða fugl- inn hvíta áfram en 8% svar- enda hafa ekki skoðun á mál- inu. í næstu viku spyrjum við: „Ertu fylgjandi því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju við ísland?" Svaraðu án undanbragða VestlenGjiwjMr vikftnnetr Fríða Björg Skúladóttir, hjúkr- unarfræðingur frá Akranesi er Vestlendingur vikunnar en hún er nú á leið til Malaví þar sem hún mun dvelja næstu sjö Mt&ikudasiu 13. (apt kl. 30 Mtas. Srti tstt I fösiadagur 18. sepi. 10.30 UiH>sell UtioarOasor 16. se|rt. W. 20 Oppsett Sunnudagur 17. »pl. U. 30 Uppsslt Uuoardagur 33. sept. kf. 30 Uppselt Sunntnlagur 34, sept. W. 10 Órfi laus steti MtðrtkiKtaottr 37. september kl. 30 Um ssetí FimmtitttoOHr 5. oktdker kt 30 Uus mb« Fostudaijur 0. október kt. 30 UussaeU Uugardajur 7. akttkar kl. 30 tlHmelt Staðfesta þar* ifiða með grelðslu víku lyrír aýnlngardag tEIKHÚSTILBOÐ Tviréttí*óu» kvókiv&töur o§ tttikbw&miöJ kó 4’SJHi 4SaO, ir MHIAWNIANIR 1 SlM,4 457 ISOI Hugmyndir að 40 herbergja hóteli við Golfvöllinu á Akranesi Einkaaðilar hafa kynnt bæjaryfir- völdum hugmynd að byggingu 40 herbergja hótels við Garðavöll sem er golfvöllur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Byggingunni er jaín- ffamt ætlað að þjóna sem skáli golf- klúbbsins. Gísli S. Einarsson bæjar- stjóri segir að þessir aðilar hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir bæjar- yfirvöldum fyrir nokkru enda þurfi að breyta skipulagi til þess að hug- myndirnar nái fram að ganga. Hann segir að þarna sé um að ræða sex hæða byggingu. Neðstu hæð- inni sé ætlað að þjóna sem skáli Golfklúbbsins Leynis. A annarri hæð verði veitingasalir og á fjórum efstu hæðunum verði 40 herbergja hótel. Gísli kynnti hugmyndina fyrir bæjarráði sem tók henni vel og fól honum að fylgja málinu effir. Hann segir þessar hugmyndir geta fallið að framtíðaráformum golfklúbbsins sem um nokkurt skeið hefur stefnt að byggingu nýs golfskála. Nái hugmyndir þessar ffam að ganga er reiknað með að framkvæmdir geti hafist síðla næsta sumars en auk breytingar á skipulagi þarf að færa til eina flöt golfvallarins áður en ffamkvæmdir geta hafist. MM Ibúum fjölgar í stærstu sveitarfélögum á Vesturlandi Frá 1. júlí á síðasta ári til sama tíma í ár hefur íbúum á Vestur- landi fjölgað úr 14.500 í 14.934 eða um 2,93%. A sama tíma fjolg- aði íbúum á landinu öllu úr 295.864 í 304.334 eða um 2,86%. Ibúum á Vesturlandi er því farið að fjölga hraðar en á landinu í heild. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofu Islands um miðársmann- fjölda. A sama tíma hefur íbúum fjölgað í öllum stærstu sveitarfélögum á Vest- urlandi. Ibúum á Akranesi fjölgaði úr 5.721 í 5.855, í Borgarfjarðarsveit fjölgaði úr 685 í 746, í Borgarbyggð fjölgaði úr 2.580 í 2.703, í Grundar- þrði fjölgaði úr 952 í 956, í Stykkis- hólmi fjölgaði íbúum úr 1.136 í 1.177, í Snæfellsbæ fjölgaði úr 1.705 í 1.736 og í Dalabyggð fjölgaði úr 613 í 637 íbúa. Af öðrum sveitarfélögum má nefna að í Hvaífjarðarstranda- hreppi fækkaði íbúum úr 148 í 144, í Skilmannahreppi fjölgaði úr 194 í 219, í Innri-Akraneshreppi fjölgaði um einn íbúa úr 116 í 117, í Leirár-og Melahreppi stóð íbúa- fjöldinn í stað og var 130, í Skorra- dalshreppi fækkaði úr 64 í 61, í Hvítársíðuhreppi fækkaði úr 84 í 78, í Kolbeinsstaðahreppi fjölgaði úr 98 í 102, í Helgafellssveit fjölg- aði úr 50 í 54, í Eyja- og Mikla- holtshreppi fækkaði úr 146 í 142 og í Saurbæjarhreppi fækkaði úr 78 í 77. Sérstaklega er athyglisvert að sjá að á þessum tíma fjölgaði íbúum í strjálbýli á Vesturlandi úr 2.758 í 2.774. HJ Borgarbyggð vill þróa grunnskóla að þriggja ára menntaskóla Fræðslunefndar Borgarbyggðar hefur samþykkt að óska eftir við- ræðum við menntamálaráðuneytið um að grunnskólar Borgarbyggðar taki að sér tilraunaverkefni við að aðlaga grunnskólana að námskrá þriggja ára framhaldsnáms til stúd- entsprófs. Þegar samþykkt var að fara út í stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar var það gert með því fororði að þar yrði þriggja ára nám til stúdentsprófs. Menntamálaráð- herra hefur lýst yfir vilja sínum til styttingar námsins og á skólinn að vera sá fyrsti sem kennir eftir nýrri námsskrá. Asthildur Magnúsdóttir, fræðslu- fulltrúi Borgarbyggðar, sagði í sam- tali við Skessuhorn að verið væri að stíga fyrstu skrefin í þróun náms miðað við fyrirhugaðar breytingar. Með styttingu náms í menntaskóla væri verið að færa hluta af náminu niður í grunnskóla. A því væri vilji til að taka og því væri óskað eftir þessu tilraunaverkefni. Asthildur segir að þessi þróunarvinna sé mjög skammt á veg komin. Menn hafi fundað með starfsmönnum ráðu- neytisins og allir líst yfir vilja sínum til að taka á málinu. Ekkert fjár- magn hafi hins vegar verið sett í verkefhið ennþá. „Við viljum vinna að þessu í vetur,“ segir hún. „Það gengur ekki að krakkar héðan fari í þriggja ára framhaldsnám án þess að vera sérstaklega undir það búin og í því viljum við vinna.“ KÓP Segir Norðlenska ekki hafa undirbúið slátrun Bóndinn á Á í Dalasýslu telur ljóst að Norðlenska hafi ekki á nokkurn hátt undirbúið slátrun sauðfjár í Búðardal í haust. Hann hafði samband við sláturhússtjóra með viðskipti í huga en var fálega tekið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur Kaup- félag Skagfirðinga yfirtekið leigu- samning Norðlenska á sláturhús- inu í Búðardal. Jafnframt hefur verið ákveðið að leggja slátrun af í Búðardal einu ári eftir að endur- bótum á sláturhúsinu lauk sem talið er að hafi kostað nærri sjötíu milljónir króna. Sveitarstjóri Dalabyggðar sagði í samtali við Skessuhorn á dögunum að Norðlenska hafi brugðist skyld- BORGARBYGGÐ: Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að veita auknum fjármunum til menningarnefndar Borgarbyggðar vegna vinnu nefndarinnar við mótun menningarstefnu sveitarfé- lagsins. Oskaði nefndin eftir fram- lagi að upphæð 120 þúsund krón- ur. Nefndin hyggst nýta þessa fjár- um sínum með því að undirbúa ekki slátrun. Þessu neitað fram- kvæmdastjóri Norðlenska. Trausti Bjarnason, bóndi á Á í Dalasýslu segir ljóst í sínum huga að Norðlenska hafi ekki haft slátr- un í huga í Búðardal. „Eg hafði samband við sláturhússtjóra þeirra um miðjan júlí og leitaði eftir við- skiptum því ég tel það lífsspursmál fyrir byggð hér að slátrun fari fram á svæðinu. Mér kom það því í opna skjöldu að ég fékk lítil sem engin svör og það litla sem ég fékk að vita var afar loðið. I mínum huga höfðu þeir engan áhuga á að und- irbúa slátrun í Búðardal." Trausti er afar ósáttur með þró- un mála í sauðfjárslátrun í Búðar- muni til þess að halda tvo auka- fundi í nefndinni auk þess að kalla til sérfræðing í stefnumótunar- vinnu inn á fund nefndarinnar. Einnig hyggst nefndin kalla full- trúa helstu menningarstofnana, félaga og fyrirtækja í sveitarfélag- inu til samstarfs við mótun menn- ingarstefnunnar. -hj dal. „Hér lyftu menn grettistaki við endurreisn sláturhússins á síð- asta ári og endurbæturnar kostuðu mikið fé. Það var því lífsspursmál að leigutaki hússins hefði allar klær úti við öflun viðskipta. Því miður varð svo ekki og nú lítur út fyrir að ekki verði slátrað hér í framtíðinni. Það er afar dapurleg niðurstaða svo ekki sé meira sagt,“ sagði Trausti að lokum. HJ Rækjan hrunin LANDIÐ: Á síðasta fiskveiði- ári veiddust aðeins 1.037 tonn af úthafsrækju við Island. Er það einungis rétt rúm 8% af út- hlutuðum aflaheimildum. Þá veiddust einungis 6 tonn af inn- fjarðarækju á sama tíma. Þetta er minnsti rækjuafli við Island í marga áratugi og undirstrikar algjört hrun stofnsins og á síð- ustu tveimur fiskveiðiárum hafa útgerðir ekki treyst sér til þess að veiða ríflega 25 þúsund tonn af úthafsrækju. -hj Menningarstefiia í mótun ✓ A sjötta tug án atvinnu VESTURL AND: í liðinni viku var 61 maður án atvinnu á Vesturlandi, þar af 34 konur. Atvinnuleysi hefur því heldur aukist að undanförnu því í júlí var 51 maður að meðaltali án atvinnu í landshlutanum, þar af 28 konur. I vikulokin var 41 starf í boði hjá Svæðisvinnu- miðlun Vesturlands. -hj Húsaleiga hækkar STYKKISHÓLMUR: Bæjar- stjórn Stykkishólms hefur sam- þykkt að hækka húsaleigu fast- eigna í eigu eignasjóðs sveitar- félagsins um 10% frá síðustu mánaðamótum. Jafnframt var samþykkt að húsaleiga hækki fjórum sinnum á ári og miðist leigan við breytingu á vísitölu neysluverðs. -hj Tíðindalítil vika BORGARNES: Bflvelta varð við Árdal á Borgarfjarðarbraut á föstudaginn. Tveir menn voru í bflnum og slasaðist hvorugur. Á laugardag var maður gripinn við veiðiþjófnað við Gufuá. Annars var tíðindalítið í um- dæmi Borgarfjarðarlögreglunn- ar í síðustu viku, ef svo má að orði komast. 20 voru teknir fyr- ir of hraðan akstur, en það er nokkuð algengur vikuskammt- ur. -kóp Kostnaður við viðbótarstofu AKRANES: Framkvæmdir við lausu kennslustofuna, sem komið var fyrir á lóð leikskól- ans Garðasels á Akranesi, kost- aði tæpar tíu milljónir króna. Þetta kom fram í yfirliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku. Kostn- aðurinn skiptist þannig að kaupverð hússins var 2,5 millj- ónir króna, endurbætur á hús- inu og lagfæringar á lóð kost- uðu tæplega 5,3 milljónir króna, til kaupa á innanstokks- munum og kennslugögnum var varið 1,1 milljón króna og girð- ing lóðarskika og útileiktæki kostuðu 1,1 milljón króna. -M Makaklúbbur stofinaður BIFRÖST: fbúar á Bifröst stunda ekki allir nám við Há- skólann. Þeim fylgja makar sem setjast þar að á meðan sambýl- ingurinn stundar nám við skól- ann. Til að þessu ágæta fólki leiðist nú alls ekki var nýverið ákveðið að stofna sérstakan fé- lagsskap fyrir þessa einstak- linga. í frétt á vef skólans segir: „Það getur verið erfið ákvörðun að fara frá fjölskyldu og vinum en ekki má gleyma því að flest- ir makar eru í sömu stöðu á Bif- röst. Til þess að þessi tími verði jafn eftirminnilegur fyrir þá sem setjast hér að til þess að sinna öðrum hlutum en námi, mun í vetur verða settur á stofn makaklúbbur." Sérstök móttaka var fyrir maka nemenda í gær, þriðjudag. -mrn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.