Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
Listin, menningin og starfið sem sameinar bæði
Rætt við Elísabetu Haraldsdóttur menningarfulltrúa Vesturlands
Elísabet Haraldsdóttir í vinnustofu sinni á Hvanneyri.
Síðastliðið vor var skrifað undir
samning á milli sveitarfélaga á Vest-
urlandi annars vegar og mennta-
málaráðherra og samgönguráðherra
hins vegar um samstarf ríkis og
sveitarfélaga á Vesmrlandi um
menningarmál. Samningurinn
gengur út á að ríkið greiðir árlega
sérstakt ffamlag til menningarverk-
efaa á Vesturlandi og sveitarfélögin á
svæðinu veita mótframlag til rekst-
ms Menningarráðs Vesturlands. I
framhaldi af því var staða Menning-
arfulltrúa Vesturlands auglýst. Eh'sa-
bet Haraldsdóttir leirlistakona var
ráðin í starfið og lét því af störfum
sem deildarstjóri í Grunnskóla
Borgarfjarðasveitar á Hvanneyri síð-
asthðið vor eftir farsælt starf
þar sem kennari og skóla-
stjóri. Blaðamaður Skessu-
homs settist niður með El-
ísabetu á heimih hennar á
Hvanneyri fyrir skömmu til
að fræðast örlítið um hana
sjálfa, hið nýja starf menn-
ingarfulltrúa og hugmyndir
hennar og skoðanir tengdar
nýju starfi. Með heitt te í
leirbolla eftir hana sjálfa
hefst spjall okkar.
Listaborgin Vín
Elísabet Haraldsdóttir er
fædd og uppalin í Reykjavík
en á ættir að rekja vestur á
firði, til Bolungarvíkur og
Flateyrar. Eiginmaður
hennar er Gunnar Orn
Guðmundsson, dýralæknir
og eiga þau þrjú böm, þau Elísahet, Gunnar Öm ásamt birmum sínum og tengdadœtrum.
Bárð Öm, Halldór Öm og
Sólveigu Ragnheiði. „Við Gunnar
ólumst bæði upp í Reykjavík, geng-
um í sömu skólana; Melaskóla og
Hagaskóla en kynntumst ekld fyrr
en að þeim skólum loknum. Þegar
við kynntumst var ég við nám í
Myndlista- og handíðaskóla Islands
og hann við Menntaskólann í
Reykjavík. Þegar við vomm að
kynnast áttuðum við okkur á því að
við þekktum sama fólkdð, en ein-
hverra hluta vegna höfðum við ekki
tekið eftir hvora öðra,“ segir Elísa-
bet um kynni þeirra hjóna. Að fram-
haldsskóla loknum var ferðinni heit-
ið út fyrir landssteinana. „Við leituð-
um að stað þar sem við gætum bæði
lært það sem við ætluðum okkur. A
endanum völdum við Vín. Eg veit
ekki af hverju Vín varð fyrir valinu
en það var einhver þrá í okkur að
segir Elísabet sposk á svip en útskýr-
ir að á Hvanneyri hafi þeim alla tíð
hðið mjög vel. Þegar heim kom setti
Elísabet upp verkstæði og ætlaði sér
að hfa af leirlistinni. „Eg taldi mig
vera með svo praktískt hstanám sem
leirhstarmaður. Allt sem ég bjó til
var svo nýtilegt, bollar, diskar og
þess háttar. Eg setti á fót tvö gallerý
í Reykjavík ásamt fleirum, Gallerý
Langbrók á Bernhöftstorfu og
seinna Gallerý Meistara Jakob á
Skólavörðustíg. Það gekk ekki aht of
vel, en það var gaman og í ratm
nauðsynlegt félagslega fyrir mig því
hér á Hvanneyri var enginn að vinna
við myndlist. En mér tókst þó að
lokka til mín Ólöfu Erlu Bjamadótt-
tu og saman rákum við verkstæði á
fjósloftinu í nokkur ár. Einnig átti
galleríið stórt hlutverk í að koma
útskýrir Elísabet. Aðspurð hver hafi
verið ástæða þess að hún ákvað að
segja sltihð við kennslu og sækja um
starf menningarfulltrúa segir Elísa-
bet að sér hafi þótt tími kominn til
að breyta til. „Eg hef unnið við
kennslu í 14 ár og hef alltaf haft
mikla ánægju af að starfa með böm-
um. Þetta starf kom einhvem veg-
inn upp í hendumar á mér og ég
held að það henti mér ágætlega.
Einnig er ég farin að hlakka til þess
að geta skipt mér í hálfu starfi sem
menningarfulltrúi og hálfu starfi
sem hstamaður í vetur því lítill tími
hefur gefist til að sinna því hugðar-
efiú undanfarið," segir hún.
Líkt og ómótaður leir
Starf menningarfuUtrúa á Vestur-
landi er nýtt starf og á vafalaust eftir
fara lengra en flestir fóm og á stað
sem var menningarlega allt öðravísi.
Kanski var þetta bara rómantík í
okkur,“ segir Ehsabet og hlær.
Praktískt nám
Þau Elísabet og Gunnar dvöldu
við nám í Vínarborg í 5 ár þar sem
hann nam við Dýralæknaháskólann
og Elísabet lauk námi við Listahá-
skólann í Vínarborg. Að því loknu
dvöldu þau eitt ár í Þýskalandi.
„Gunnari bauðst þá vinna hér á
Hvanneyri við að leysa af Odd Rún-
ar dýralækni. Við vorum í raun á
leiðinni til Astrahu því þar hafði
Gunnari boðist vinna. Svo höfúm
við einhvem veginn ílengst hér,“
mér á framfæri sem leirlistarmanni.
Samhliða þessu kenndi ég í Mynd-
listarskólanum í mörg ár,“ segir El-
ísabet. Þar fyrir utan hefur hún sótt
mörg námskeið og dvalið á vinnu-
stofum fyrir listamenn erlendis.
Tími til að breyta til
Um árabil hefur Elísabet starfað
við grunnskólann á Hvanneyri við
góðan orðstýr. Þar hafa nemendur
og kennarar fengið mikla innsýn í
heim hstarinnar því Ehsabet hefur
lagt mikla áherslu á að samþætta list
og útinám í námi bamanna. „I gegn-
tun hstina og útinámið ná bömin að
njóta sín vel. Einnig höfúm við lagt
áherslu á næsta nágrenni skólans,“
að þróast mikið. Á Austurlandi hefúr
verið starfandi menningarfulltrúi
um nokkurra ára skeið og segir El-
ísabet að nokkur reynsla sé komin á
starfið þar á bæ. „Við höfum leitað í
smiðju Signýjar Ármannsdóttur,
menningarfuhtrúa á Austurlandi og
nýtum okkur það brautryðjendastarf
sem hún hefur unnið þar.“ Á bak við
menningarfulltrúa Vesturlands er
menningarráð og þar situr fulltrúi
frá Akranesi, Stykkishólmi, Búðar-
dal, Borgamesi og úr uppsveitum
Borgarfjarðar. Formaður þeirrar
nefndar er Helga Halldórsdóttir.
„Þetta fólk er bakland mitt, en hlut-
verk mitt er meðal annars að veita
þeim sem starfa að menningarmál-
um á Vesturlandi ráðgjöf, t.d. varð-
andi styrki,“ segir Elísabet.
Illutverk
men ni n garfull trúa
Aðspurð um verkefni menningar-
fúlltrúa á Vesturlandi segir hún þau
vera margvísleg. „Tilgangurinn er
að efla menningarstarf á Vestur-
landi, beina stuðningi ríkisins og
sveitarfélaga á Vesturlandi í einn far-
veg og auka um leið frumkvæði og
áhrif aðila á svæðinu til uppbygging-
ar verkefna á sviði menningarmála.
Þá þarf að skipuleggja nám-
skeið og ráðstefnur um
menningarmál og halda að
minnsta kosti eina sameig-
inlega ráðstefnu á ári.
Menningarfulltrúi hefur
frumkvæði að þróunarverk-
efnurn sem stuðla að fjöl-
breyttu samstarfi sveitarfé-
laganna og veitir faglega
ráðgjöf varðandi umsóknir
um styrki og ýmis konar
hugmyndavinnu. Menning-
arfúlltrúi annast einnig, fyr-
ir hönd Menningarráðs
Vesturlands, auglýs-
ingar eftir umsóknum
um styrki til menningarstarfs
og sér um kynningu á þeim,
ásamt fjölda annarra verk-
efna,“ útskýrir Elísabet.
Fáir starfa
eingöngu við listina
Aðspurð hvort þörfin hafi
verið orðin mikil fyrir starf-
andi menningarfúlltrúa á Vest-
urlandi segir Elísabet það svo
sannarlega vera. „Það er nauð-
synlegt að huga betur að þess-
um málum á Vesturlandi til
þess að við getum vaxið og
dafnað á sviði mermingar og
hsta, við þiufum að hlúa að
okkar sérstöðu. Vesturland
hefur ýmislegt uppá að bjóða.
Menningartengd ferðaþjón-
usta er komin vel á veg á Vestur-
landi, en það em ekki margir lista-
menn í lanshlutanum sem starfa ein-
göngu við listina. En svo skemmti-
lega vih til að Páll Guðmundsson frá
Húsafelh varð þess heiðurs aðnjót-
andi að hljóta styrk úr Minningar-
sjóði Guðmundar Böðvarssonar
skálds firá Kirkjubóh um hðna helgi.
Af því tilefni var opnuð yfirhtssýning
á verkum hans í Safnahúsinu í Borg-
amesi síðasthðinn sunnudag."
Að lifa af listinm
Ehsabet er full af metnaði og hug-
myndum í nýju hlutverki menning-
arfúlltrúa. Þegar hún er spurð hvað
sé henni efst í huga þessa dagana
segist hún vera með hugann við ráð-
stefnu sem haldin verður í samvinnu
við Háskólann á Bifröst nú í októ-
ber. ,Á Bifföst er teldn til starfa ný
deild um menningu og mennta-
stjómun og er ætlunin að skoða á
ráðstefnunni hvemig tmgt fólk geti
lifað af listinni og hvemig hægt sé að
hafa tekjur af menningu. Margir
listamenn vinna mikið samhliða
sinni listsköpun til að ná endum
saman, en fæstir þeirra hafa hlotið
einhverja menntun er varðar rekstur
fyrirtækja. Mér ftnnst þessi tenging
milli rekstrarfræði og lista mjög
spennandi og ég tel að báðir gætu
haft gagn af.“
Þá segir Ehsabet að styrkir menn-
ingarsjóðs séu ætlaðir til að efla fólk
með góðar hugmyndir og hjálpa
þeim af stað með fjölbreytileg verk-
efúi. „Eg óska eftir að komast í sam-
band við fólk frá Vesturlandi sem er
í listnámi hvort sem er hér á landi
eða erlendis, til að reyna að koma á
samvinnu þeirra á rnihi, sem leitt
gæti til samstarfs þeirra hér í heima-
byggð.“
www.menningarviti.is
Undanfama daga hefur Elísabet
verið að hanna og koma af stað
heimasíðu Menningarráðs. Þar segir
hún hugmyndina vera að hafa ein-
falda heimasíðu með grunnupplýs-
ingum, fféttum, tenglasafni og
myndum frá atburðum og verkum
sem tengjast menningunni. „Eg
hafði hugsað mér að eitt af helstu
hlutverkum heimasíðtmnar væri að
hún yrði einhvers konar miðptmktur
upplýsinga um menningu og hstir á
Vesturlandi. Þar verði upplýsinga
um listamenn og listviðburði ásamt
fréttum og upplýsingum um verk-
efiú. Þar er ég til dæmis mikið að
hugsa til unga fólksins sem er er-
lendis við nám, að það finni bakland
sitt hér heima og geti nýtt sér
tenglasafhið á síðunni til að koma
sér í samband við aðra.“
Orðið menning
svo víðfemt
Að lokum er við hæfi af spyrja
menningafulltrúa Vesturlands hvað
orðið menning þýði? „Orðið menn-
ing er svo víðfemt, það er í raun auð-
veldara að útskýra hvað ómenning
þýðir. Það er svo margt sem fellur
undir menningu, t.d. þjóðlegar
hefðir, alþýðumenning og svo nátt-
úrulega listir. Hugtakið er vítt og
eins og alltaf þegar þannig er þá er
margt á gráu svæði hvað telst til
menningar og hvað ekki, off mjög
erfitt að skilgreina það. En það ætlar
Njörður Sigurjónsson, einn fyrirles-
arinn á ráðstefiiunrú í Bifröst í októ-
ber að gera,“ segir Elísabet að lok-
um.
Skessuhom óskar Elísabetu vel-
famaðar í starfi með ósk um að
menning og fistir á Vesturlandi dafiú
enn frekar í ffamtíðinni.
BG
Bollar úr smióju Elísabetar.