Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
19
Geta aðrir ekki gertþetta?
Ábending til foreldra
bama í íþróttafélaginu
Skallagrími
Ég var á almennt boðuðum
íbúafundi mánudaginn 28. ágúst
sem Skallagrímur boðaði til. Agæt
mæting svo sem, en þarna var
langmest fólk sem hefur gefið kost
á sér til stjómunarstarfa og verið
þar lengi. I fleiri en einni stórn og
fleiri en tveimur. Margir hafa ver-
ið þar lengur en þeir hafa sjálfir
kosið. Þeir vita að maður getur
ekki hlaupið ffá ábyrgð við að
halda utan um félagsskapinn og
halda félagsstarfinu gangandi.
Þessvegna er meiri vinna og álag á
þá sem eftir sitja þegar ekki fæst
fólk til að starfa í stjórnum íþrótta-
félaganna.
Fólkið sem átti að koma á fund-
inn, fólkið sem hefur verið ódug-
legt að mæta á aðalfundi viðkom-
andi íþróttadeilda þar sem börn
þeirra æfa, kom ekki. Bara það að
mæta á aðalfund sýnir að foreldri
gerir sér grein íyrir að íþróttastarf
kemur ekki af sjálfu sér. Það er fólk
sem vinnur oft vanþakkláta vinnu
við að útvega þjálfara eða skipu-
leggja tíma í sal, sem oft er erfitt
því allir vilja meira en þeir fá, eða
skipuleggja mót heima í héraði eða
ferðalög á önnur mót.
Það þarf fleira fólk að koma að
málunum til að íþrótta- og æsku-
lýðsstarfið gangi vel. Víða á land-
inu er því þannig háttað að van-
mannaðar stjórnir sjá um þetta
ofan á að langflestir sem eru í
stjórnum íþróttafélaga eru í öðrum
stjórnum einnig. Ég veit að í sam-
félaginu meðal okkar er fólk sem
gæti sýnt meiri áhuga á íþrótta-
starfi og félagsstörfum almennt.
Mætingar á aðalfundi eru al-
mennt afspyrnu lélegar hjá for-
eldrum sem ekki eru í stjórn.
Stjórn mætir og svo 2-8 foreldrar
þess fýrir utan. Það er aumur
grunnur til að byggja á öflugt
íþrótta- og æskulýðsstarf. Nöldur,
nagg og neikvæðni er ekki upp-
byggjandi fyrir samfélag sem við
viljum öll að gott sé að vera í. Það
þarf að taka virkan þátt og ekki
varpa ábyrgðinni á þá fáu sem gefa
sig til starfa.
Ef þú vilt ekki vera í stjórn þá er
ýmislegt annað hægt að gera.
Keyra þarf börn á mót eða bjóðast
til að hjálpa til á mótum ef þess
þarf. Foreldrar ættu alfarið að sjá
um skipulag ferðar á mót og sjá til
að nógu margir foreldrar fari með.
Þjálfarinn á einungis að þurfa að
einbeita sér að keppninni og sjá
um að krakkar séu tilbúnir.
Gleymum því ekki að börnin eru
á okkar ábyrgð og það á að vera
sjálfsagður hlutur að foreldrar
skiptist á um að fara á mót með
börn sín. Lágmark væri að hvert
foreldri færi í það minnsta tvisvar
sinnum á ári. Það myndi auka sam-
skipti milli foreldra og þjálfara og
annarra barna í liðinu. Það sem
skiptir ekki minna máli, er að fleiri
foreldrar vita þá meira um allt
skipulag varðandi íþróttaiðkun
barna sinna. Þar af leiðandi yrði
auðveldara að fá fólk til starfa í
stjórn og minni hætta á að fólk sitji
þar fast.
Oft eru það langir dagar þegar
farið er á mót, en setjum okkur í
spor barnanna: Ef vel gengur á
mótum, hverja vilja börnin þá hafa
næst sér og gleðjast yfir framför-
um? Eða þegar illa gengur, hverja
vilja þau næst sér?
Það eru til börn sem hafa aldrei
foreldra með sér á mót og er
spurning hvort það sé bara vegna
áhugaleysis foreldra eða að barnið
hafi aldrei vanist því að foreldri sé
yfirleitt með í einu né neinu eða að
barnið vilji ekki hafa foreldra með
á mótum? Jákvæðni er drifkraftur
hugans sem er uppbyggjandi fyrir
þig, foreldri góður, og samfélag
okkar.
Vandamál eru til að leysa, til-
gangur þeirra er ekki að gera þér
lifið leitt. Öll höfum við nóg að
gera, það vitum við öll. Samt get-
um við ekki ætlast til að aðrir geri
það sem við nennum ekki.
Með kveðju.
Ebba Pálsdóttir,
foreldri og í stjóm fjögurra félaga.
Strandamaðurinn sem
varð að Snæfellingi
Síðbúin afmæliskveðja
til Skúla
Alexanderssonar
I síðasta Skessuhorni var hið
ágætasta viðtal við Skúla Alexand-
ersson á Hellissandi í tilefhi af átt-
ræðisafmæli hans, 9. september sl.
Það hefur sjálfsagt komið ýmsum á
óvart að Skúli skuli hafa lagt að
baki átta áratugi - síungur maður-
inn og fullur af hugmyndum og
framkvæmdagleði. Mig langar að-
eins að nefna einn þátt í störfum
Skúla, sem ekki var mikið nefndur í
þessu viðtali. Það er áhugi hans á
náttúru og sögu svæðisins undir
Jökli, ekki síst í nálægð Hellissands,
en það svæði hefur lengst af verið
mun minna þekkt en byggðirnar
sunnan Snæfellsjökuls.
Sá sem ferðast um þessar slóðir
tekur fljótt efdr mörgum skiltum
og merkingum sem vísa á sögustaði
og forvitnilegar gönguslóðir. Þar á
Skúli mörg handtökin. Ég vil leyfa
mér að segja að hann hafi öðrum
fremur opnað ferðafólki og nátt-
úruunnendum nýjar lendur, áður
lítt kunnar s.s. leið upp að Jökli um
Eysteinsdal og út á Öndverðarnes.
Fiskbirgin á Gufuskálum urðu
þekkt um land allt og sjósóknin og
baráttan við hafið, orðið að merki-
legri strandmenningu í hugum
fleira og fleira fólks. Þannig má
lengi telja og ekki má gleyma hlut
Skúla í tilurð
Þjóðgarðsins
undir Jökli.
Margur hefur
undrast það,
að Strandamaðurinn Skúli, skuli
hafa orðið meiri Snæfellingur en
flestir innfæddir. Sá sem hefur
ferðast um Árneshrepp á Strönd-
um, æskuslóðir Skúla, þarf ekki að
undrast ást hans og aðdáun á land-
inu. Þar fá menn landið beint í æð
og ekki hafa spillt, langar göngur
hans um Steingrímsfjarðarheiði,
ffam og aftur.
I viðtalinu við Skúla koma fram
áhyggjur hans af byggðunum á
Snæfellsnesi og í Dölum og vill að
þær sameinist. Hann bendir á þró-
unina í Borgarfirði og hversu vel
hefur verið staðið þar að samein-
ingarmálum. Ég deili þessum skoð-
unum með hinum síunga Skúla og
langar til að koma þeirri hugmynd
á ffamfæri - Skúla til heiðurs, að
Snæfellingar og Dalamenn, já allir
sem tengjast Breiðafjarðarbyggð-
um, efiii sem fyrst til ráðstefhu til
að fjalla um ffamtíð þessara byggða
og vandi þar sem mest til undir-
búnings. Ég þykist vita að þá verði
félagsmálamaðurinn Skúli Alex-
andersson í essinu sínu.
Til hamingju Skúli með þín átta-
tíu ár.
Reynir Ingibjartsson.
T^CJUlÚUl^:
Sveinn Kristinsson, hvemig getur launahækkun til hinna tekjukegstu
hjá Akraneskaupstað verið óheppileg?
Sveinn Krist-
insson fulltrúi
Samfylkingar í
bæjarráði Akra-
neskaupstaðar
fer mikinn í viðtali sem birtist á vef
Skessuhoms þann 7. september sl.
Sveinn er afar óhress með að ég
undirritaður, formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness, skuli á heimasíðu fé-
lagsins voga mér að gagnrýna bókun
sem Sveinn gerði í bæjarráði vegna
þeirrar ákvörðunar meirihluta bæj-
arráðs að hækka laun þeirra starfs-
manna sem lægstu launin hafa hjá
Akraneskaupstað.
Um hvað snýst umrædd bókun
Sveins? Hann lét bóka að hann teldi
samþykktina um hækkun lægstu
launa óheppilega! Vísaði hann til
þess að í vor samþykktd bæjarstjóm
samhljóða að verða við þeim tilmæl-
um Starfsmannafélags Akraness að
ef félagið sameinaðist Starfsmanna-
félagi Reykjavíkur myndu bæjaryfir-
völd samþykkja fyrir sitt leyti að
kjarasamningar yrðu á hendi hins
sameinaða stéttarfélags. Einnig
kemur ffam í umræddri bókun að
Sveinn telji nauðsynlegt að hækka
laun hinna lægst launuðu hjá bænum
en telur sameiningu stéttarfélaganna
farsælli leið til þess.
Það er að mínu mati afar ámæhs-
vert af Sveini Kristinssyni að halda
því ffam að farsælla sé fyrir hina
lægst launuðu sem starfa hjá Akra-
neskaupstað að sameinast Starfs-
mannafélagi Reykjavxkurborgar til
að fá hækkun á sínum launum. Blá-
kaldar staðreyndir sýna að þeir
tekjulægstu sem starfa hjá Akranes-
kaupstað myndu einfaldlega lækka í
launum við þá sameiningu.
Staðreyndimar
tala sínu máli
Fjölmörg dæmi er hægt að finna
um afleiðingar sameiningarinnar á
launakjör starfsmanna Akraneskaup-
staðar. Starfsmenn sem starfa við
ræstingar og í þvottahúsi hafa í dag
samkvæmt kjarasamningi launa-
nefhdar sveitafélaga 143.279 kr. í
laun með mánaðarlegum eingreiðsl-
um. Ef sömu starfsmenn myndu
taka laun effir kjarasamningi Reykja-
víkurborgar þá væru launin fyrir
fuht starf 132.494 kr. á mánuði. Mis-
munurinn er hvorki meira né minna
en 10.785 kr. á mánuði eða 129.420
kr. á ári.
Það liggur fyrir að verkamenn í
sorpmóttöku og matráðar I munu
einnig lækka í launum taki þeir laun
efdr kjarasamningi Starfsmannafé-
lags Reykjavíkur. Það figgur einnig
fyrir að sundlaugaverðir, verkamenn
í bæjarvinnu og skólaliðir standast
nánast í stað í launum komi til þess-
arar sameiningar. Hinsvegar liggur
það alveg hvellskýrt fyrir að stjórn-
endur, milhstjórnendur og forstöðu-
menn munu margir hverjir hækka
um tugi þúsunda króna á mánuði við
sameiningu.
Má ekki
gagnrýna pólitíkusa?
Það er með hreinustu ólíkindum
að Sveinn Kristinsson skuli telja það
pólitískar árásir á sig þegar ég bendi
ófaglærðu starfsfólki Akraneskaup-
staðar á að það hefði lægri laun ef
það tæki laun eftir kjarasamningi
Reykjavíkurborgar. I hverju ætli
þessar pólitísku árásir sem Sveinn
talar um séu fólgnar? Vissulega get-
ur ég viðurkennt að hér er um
verkalýðspólitík að ræða. Sveinn
undrast að heimasíða félagsins skuli
hafa verið notuð í að gagnrýna áður-
nefhda bókun. Rétt er að minna á
ffétt sem birtist á heimasíðu félags-
ins 8. ágúst sl. þar sem Einar Oddur
Kristjánsson þingmaður sjálfstæðis-
manna er gagnrýndur harðlega fyrir
að telja launasamninga og stofnana-
samninga rót þess vanda að fjárlögin
fóru langt ffam úr áætlrm. Það er
hlutverk stéttarfélaga að verja rétt-
indi sinna félagsmanna og eitt af
þeim tækjum sem stéttarfélögin hafa
til þess eru heimasíður félaganna.
Það er í raun og veru undarlegt að
jafn reyndur pófitíkus eins og Sveirm
skuh emja eins og stunginn grís und-
an málefnalegri gagnrýni vegna um-
ræddrar bókunar.
Eru ekki allar launa-
hækkanir af hinu góða?
Sveinn sagði í áðumefndu viðtali
við Skessuhomið „Mér finnst ekki
mikil reisn yfir þeirri leið, sem for-
maður Verkalýðsfélags Akraness
mæhr með, að þiggja launabætur
með sérstökum samþykktum stjórn-
málamanna og maula þannig ein-
hverja mola úr lófum þeirra“.
Hið rétta er ég fagnaði því að
meirihluti bæjarráðs ákvað að hækka
laun þeirra sem lægst hafa launin hjá
Akraneskaupstað. Ég kæri mig koll-
óttan um það hversu mikil reisn
Sveini finnst vera yfir þeirri leið sem
bæjarráð fór varðandi launahækkan-
ir til þeirra lægst launuðu. Það sem
skiptir máli er að laun þeirra vom
hækkuð. Rétt er að spyrja Svein að
því hvort honum hafi fundist lítil
reisn yfir þeim einhliða latmahækk-
unum sem fyrrverandi borgarstjóri
Reykjavíkuborgar kom með í des-
ember2005? Eitt er víst að formað-
ur VLFA fagnaði þeim sem og öðr-
um launahækkunum til handa þeim
sem lægst hafa launin.
Skorað á Svein
Einnig sagðist Sveinn í áður-
nefndu viðtali imdrast það að ég
skuh helst treysta málflutningi Karls
Björnssonar, harðsnúnasta samn-
ingamanns Launanefiidar sveitafé-
laga og væntanlega er Sveinn að
draga í efa þau ummæh Karls að þeir
tekjulægstu fengu minnst og þeir
tekjuhæsm mest við sameiningu fé-
laganna. Ég byggi útreikninga mína
á fyrirliggjandi kjarasamningum
þessara tveggja stéttarfélaga og
einnig fyrirliggjandi starfsmati. Ég
þarf því á engan hátt að treysta
samningamanni launanefndar í
þessu máli. Ég hef hins vegar komist
að sömu niðurstöðu og Karl Bjöms-
son í þessu máli þegar þessi gögn em
skoðuð.
Ég skora því á Svein Kristinsson
að fara yfir fyrirliggjandi gögn ásamt
mér. An nokkurs efa munu þau sýna
ffam á að laun tekjulægstu starfs-
manna Akraneskaupstaðar myndu
lækka við sameiningu. Einnig mun
koma í ljós veruleg hækkun hjá þeim
tekjuhæsm við sameiningu Starfs-
mannafélags Akraneskaupstaðar við
Starfsmannafélag Reykjavíkur.
Rétt er að segja frá því að ég fúnd-
aði um þessi mál með bæjarráði í vor
þegar Sveinn var í meirihluta. A
þeim fundi spurði ég Svein hvort
hann teldi það sanngjamt að við
sameiningu Stak við Starfcmannafé-
lag Reykjavíkur, myndu þeir sem
lægstu hefðu launin lækka eða
standa í stað á meðan stjómendur
hækkuðu margir hverjir um tugi
þústmda á mánuði. Sveinn kannski
svarar því núna hvort hann telji það
sanngjamt.
Miklir hagsmunir fyrir
þá tekjulægstu
Vissulega er það rétt hjá Sveini að
félagsmenn Stak eigi að ráða örlög-
um sínum sjálfir varðandi samein-
ingu. En það er algert lágmark að
félagsmenn séu rétt upplýstir um
breytingu á launakjörum við sam-
einingu við Starfsmannafélag
Reykjavíkur. Það er því ámæhsvert
hjá Sveini að reyna að telja þeim
tekjulægstu trú um að það sé farsæl-
ast að sameinast Starfcmannfélagi
Reykjavíkur til að fá launahækkun.
Reyndar er ég ekki í neinum vafa um
að hagsmunum ófaglærðs fólks sem
starfar hjá Akraneskaupstað sé vel
borgið innan Verkalýðsfélags Akra-
ness og að félagið sé algerlega sam-
keppnishæft við Starfsmannafélag
Reykjavíkur hvað varðar þjónustu
við sína félagsmenn.
Er sameiningin fyrir
þá tekjuhæstu?
Að lokum spyr ég: Atti ég sem
formaður VLFA að láta það ógert að
benda t.d ræstingafólki og starfefólki
í þvottahúsi sem starfar hjá Akranes-
kaupstað á þá staðreynd að við sam-
einingu við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar gæti það jafhvel
lækkað í launum rnn 10.785 kr. á
mánuði? Ég spyr hvort ég hefði átt
að þegja yfir þessum mismun.
Kannski einhverjir hefðu viljað það,
en ekki ég, síður en svo. Einnig velti
ég því fyrir mér hvort umrædd sam-
eining sé fyrst og fremst fyrir þá
tekjuhæstu hjá Akraneskaupstað. Að
minnsta kosti er ekki að sjá að hún sé
fyrir þá tekjulægstu, svo mikið er
víst.
Vilhjálmur Birgisson,
formaður VLFA.
*
<
>
>