Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 ■■.rl-uiM... Nú segjum við stopp! Frá borgarafimdinum í Borgameskirkju sl. fimmtudag. Ágæt þátttaka var á almennum borgarafundi sem haldinn var sl. fimmtudag í Borgameskirkju í til- efiii þeirrar öldu umferðarslysa sem riðið hefur yfir undanfarin misseri. Þeiman dag höfðu 19 manns látdst í umferðarslysum hér á landi eða sami fjöldi og lét lífið í umferðarslysum allt síðastliðið ár. Síðan á fimmtudag hefur fjöldi látinna í umferðarslysum aukið. Sambærilegir fundir fóru samtímis frarn á sex stöðum á land- inu auk Borgamess. Yfirskrift firnd- anna var: „Nú segjum við stopp,“ og var markmið þeirra að hvetja al- menning í landinu til þess að hug- leiða þær fómir sem umferðin krefst og drúpa um leið höfði í virðingu við þá sem látdð hafa lífið í umferðar- slysum á árinu. Átakið „Nú segjum við stopp!“ er samstarfsverkefiú fjiil- margra ráðuneyta, stofnana og fé- lagasamtaka sem öll láta sig umferð- aröryggi varða. Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar stýrði fundinum í Borgarneskirkju. Auk hans tóku til máls Stefán Skarphéðinsson, sýslu- maður, sem m.a. flutti ávarp ffá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráð- herra, Kristján Ingi Hjörvarsson, lögregluþjórm ræddi um umferðar- slys og ástandið á vegum landsins út ffá sjónarhóli lögreglumannsins og Þorbjörn Hlynur Amason, sóknar- prestur fór með bæn. Þá vom flutt tónlistaratriði. Á öllum þeim stöðum sem borg- arafundir þessir vora haldnir töluðu aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum. Kristmar Olafs- son flutti áhrifaríkt ávarp í Borgar- neskirkju þar sem hann lýsti skelfi- legri reynslu sinni og fjölskyldunnar, þegar sonur þeirra hjóna, Auðunn Hlíðkvist lést í umferðaslysi við Borgarnes fyrir 11 ártim síðan, 14 ára gamall. Það er í senn ómetanlegt og þakkarvert að aðstandendur stígi ffam með þessum hætti og miðfi þeirri hræðilegu reynslu sem ást- vinamissir er. Ekkert hefur dýpri áhrif á þá sem á hlíða og fær fólk betur til að setja sig í spor þeirra sem eiga um sárt að binda vegna ástvina- missis en reynsluffásagnir, eins og sú sem Kristmar Olafsson fluttd í Borg- ameskirkju. Með góðfúslegu leyfi Kristmars Olafssonar og fjölskyldu hans er ávarp hans úr Borgameskirkju sl. fimmtudag birt hér í Skessuhomi í heild sinni. Þetta er átakanleg lýsing en varpar betur en allt annað ljósi á afleiðingar þess atburðar sem breytti á einni svipan h'fi fjölskyldu þessa unga manns, sem ágústmorgun einn fyrir 11 árum síðan var á leið til sinnar fyrstu sumarvinnu á hjóli sínu þegar hann varð fyrir flutningabíl og lét lífið. Frásögn Kristmars og ann- arra sem stíga ffam og segja slíka sögu mætti vera skyldulesning t.d. allra þeirra sem taka ökupróf og ger- ast þannig beinir þátttakendur í tun- ferðinni en e.t.v. ekki síður þeirra fjölmörgu sem uppvísir era af því að virða ekki umferðarlög, sama á hvaða aldri þeir em. Landsmenn þurfa að bæta um- ferðarmenninguna og nú virðist sem vakning sé í þá vem því sífellt fleiri verði samstíga í að segja; „Nú segj- um við stopp!“ MM Augnablikið sem breytti lífi okkar Erindi Kristmars Olafssonar í Borgarneskirkju 14. september sl. Ljósm. HD. KristmarJ Ólafssm flytur hérfrásögn sína. Þegar þess var farið á leit við mig að segja nokkur orð hér á fundinum um slys sem breytti lífi mín og fjöl- skyldu minnar til ffambúðar, þá var ég ekki viss um með hvaða hætti ég gæti komið reynslu minni til skila. Eg var ekki viss um það, þrátt fyrir að hafa hugsað meira um þetta augnablik og þennan atburð en allt annað sem gerst hefur í mínu h'fi. Fyrstu mánuðina vék það ekká úr huga mínum eitt augnablik og ég varð að beita mig hörðu til að hugsa um eitthvað annað. I raun má segja að ég hafi hugsað um slysið og af- leiðingar þess meira og minna á hverjum degi í ellefu ár. Slysið sem ég er að tala um er þegar sonur minn Auðunn Hlíðkvist lést hér á þjóðveginum í gegnum Borgames þann 2. ágúst 1995. Hann var á leiðinni tdl sinnar fyrstu sumar- vinnu á hjófi þá rétt rúmlega fjórtán ára gamall. Leiðin ffá heimih okkar í Bjargslandi lá yfir þjóðveginn og yfir á Sólbakka. Augnabliks andvaraleysi virðist hafa orðið tdl þess að hann hjólaði í veg fyrir stóran flutningabíl með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. Þetta gerðist rétt fyrir klukkan hálf átta að morgni og fyrir höndum héldum við að væri ósköp venjuleg- ur dagur með vinnu og tómstund- um. Rétt rúmlega átta bámst okkur hins vegar fféttir sem breyttu ekki bara þessum degi og næstu dögum heldur öllu lífinu sem við áttum ffamundan. Þegar okkur var tdlkynnt að Auð- unn væri dáinn var eins og við hefð- um fengið heljar þungt högg á brjóstið. Það fyrsta sem flaug í gegnum hugann var að þetta gæti ekki verið satt, þetta væra mistök, þetta hefði verið einhver annar. Fljótlega fylgdu síðan spurningar eins og hvað hefði gerst og hvort ekkert hefði verið hægt að gera hon- um til hjálpar. Þetta vora okkar fyrstu viðbrögð við þessum skelfilegu fféttum en ég ætla ekki að fjalla ffekar um það augnablik að sinni. Þess í stað ætla ég að fá að segja ykkur aðeins ffá hvað beið okkar næstu daga, vikur, mánuði og ár. Þá kom ýmislegt í ljós, stórt og smátt, sem við höfðum ekki gert okkur fyllilega grein fyrir að biði þeirra sem lenda í áfalfi sem þessu. Að sjálfsögðu vissum við það að tíminn efidr ff áfall væri ættingjum og vinum erfiður. Engu að síður var fjölmargt sem kom meira á óvart og var enn erfiðara en við höfðum gert okkur í hugarlund. Kannski er rétt- ara að segja að það var ýmislegt sem við höfðum ekki leitt hugann að með hvaða hætti yrði erfitt. Þetta er sá þáttur sem ég ætla að fá að segja ykkur aðeins frá hér í dag og kýs að nálgast þá ffásögn út ffá orð- unum „ég gerði mér ekki grein fyr- ir.“ Þó ég segi ffá því hvemig ég sjálfur upplifði þessi atriði, þá er þetta ekki síður frásögn Irisar móður Auðuns og Bjama yngri bróðir hans þó að það sé alltaf einstaklingsbund- ið hvemig sorgin birtist fólki. * Það fyrsta sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir, en var líklega erf- iðasta verkefnið af öllum, var hve erfitt það yrði að færa Bjama, yngri bróður Auðuns fréttimar, en hann var sofandi þegar þær bárust. Ég hafði ekki heldur gert mér grein fyrir hve erfitt yrði að taka á móti nánustu ættingjum og vinum sem komu til að vera hjá okkur og veita okkur stuðning fyrstu klukkustundimar eftir slysið. Ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir hve ótrúlega erfitt það yrði að sjá Auðunn í líkhúsinu og gera sér endanlega grein fyrir að það væri ekki um nein mistök eða misskilning að ræða. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve undirbúningur jarðarfarar yrði erf- iður, hve einföld ákvörðun eins og hvort hafa ætti erfisdrykkju að út- för lokinni, val á sálmum og tónhst og fleira var erfitt verkefni. Ég gerði mér ekki grein fyrir að þegar ég við kistulagningu kvaddi drenginn minn með kossi á kinn- ina í síðasta sldpti, að sá koss yrði á kalda kinn. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve erfitt yrði að hlusta á minningar- orðin við útförinni og ganga á eft- ir kistunni út úr kirkjunni eða hve þung sporin yrðu að bera kistuna síðasta spöhnn inn í kirkjugarðinn. Ég gerði mér ekld grein fyrir hve yfirþyrmandi en um leið vel þeg- inn og hjálplegur sá mikli samhug- tu og stuðningur var, sem við fundum fyrir í Borgamesi og víðar. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve þungt ásökunin myndi hvfla á mér fyrir að sjá ekki hættuna fyrir af umferðinni í gegnum bæinn okkar. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve fyrstu ferðirnar í búðina eftir nauðsynjum tdl heimilisins yrðu erfiðar eða að sjá lífið ganga sinn vanagang hjá öðram eftir þetta áfall. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve fyrsta sldptið sem ég hló eftir að Auðunn dó var í rauninni sárt. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve mikil og djúpstæð áhrif andlát Auðuns hafði á Bjama bróður hans fyrr en löngu seinna. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve mikil áhrif fráfall Auðuns hafði á vini og jafnaldra hans og ekki held- ur hve erfitt yrði að horfa á fyrsta fótboltaleildnn hjá flokknum hans Auðuns, án hans eða hve erfitt yrði að fylgjast með ýmsum áföngum hjá jafhöldrum hans, s.s. útskrift úr grannskóla, fyrstu giftingunni, fyrsta baminu. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve sú gleðilega stund að sjá fyrsta afann og ömmuna í okkar vinahópi yrði í raun erfið vitandi það að við hefðum geta verið í sömu sporum. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað sárt er að sjá hæfileikum og bjartri ffamtíð kastað á glæ vegna atburð- ar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve samfélagið var fljótt að gera ómeð- vitaða kröfu um að við skiluðum okkar hlutverld í vinnu og tóm- stundum með sama hætti og áður. Ekki heldur að samfélagið myndi meta meira sjáanlega áverka og beinbrot sem ástæðu tdl fjarvera eða vangetu ffá venjubundnum störfum, meira en gapandi sár á sálinni. Ég gerði mér ekki grein fyrir að samfélagið lítur stundum á um- ferðarslys og afleiðingar þeirra sem eðlilegan kosmað af umferð- inni sem ekki er hægt að komast hjá. Ég gerði mér ekki grein fyrir fyrr en löngu seinna að verslunarhags- munir væra meira metnir hér í Borgamesi en öryggi íbúanna sem daglega þurfa að fara um þjóðveg- inn. En minnst af öllu gerði ég mér ekki grein fyrir hvað þetta er ótrú- lega sárt og ósanngjamt og hvað stóran þátt í tilveruna vantar þegar náinn ástvinur hverfur skyndilega á braut. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir er að umferðin tekur alltof háan toll. 'Ibll sem í flestum tilfell- um er óþarfur og hægt að komast hjá að greiða. Nú verða allir að segja stopp. Ráðherra boðar hert viðurlög við umferðarlagabrotum I samgönguráðuneytinu hefur undanfarið verið unnið að breyting- um á umferðarlögum í því skyni að sporna gegn hraðakstri. Mikil um- ræða hefur verið í gangi í samfélag- inu um umferðarmenningu og hefur hún fyrst og fremst snúið að hraðakstri. Skessuhom hefur tekið virkan þátt í því að reyna að bæta umferðarmenningu þjóðarinnar og mun áffam leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu. Rætt var stuttlega við Sturlu Böðvarsson samgönguráð- herra um aðgerðir í þá vegu að bæta umferðarmenningu landans. Sturla segir að undanfarið hafi ver- ið unnið að því að breyta lagaramm- anum svo hægt sé að hækka sektir við umferðarlagabrotum. „Við höfum unnið að þessu í sumar og ætlum að reyna að fara af stað með máhð í haust. Hugmyndin er að herða viður- lög við alvarlegum umferðarlaga- brotum, t.a.m. með hærri sektar- greiðslum.“ Sturla segir að málið eigi eftir að kynna fyrir ríkisstjóm og leggja fyrir alþingi og því vilji hann ekki fara nánar út í fyrirhugaðar breytingar á þessu stigi málsins. Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar séu hluti af umferðarör- yggisáædun og einnig standi tíl að herða eftirlit með umferðinni. Vega- gerðin muni setja upp fleiri efirhts- myndavélar í samráði við lögregluna. Fjármunir til verkefnisins muni koma ffá samgönguáætlun. Sturla segir að stór þáttur í bættri umferðarmenningu sé aukin ffæðsla til verðandi ökumanna. „Við ætlum að stórauka fræðslustarf í grunn- og framhaldsskólum. I Grandaskóla hefur verið unnið feiknarlega merki- legt starf í þessum máltun sem hefur smitað út frá sér tdl fleiri skóla. Þá er ætlunin að koma upp ökugerði fyrir verðandi ökumenn og að breyta reglugerð þarnúg að ffá ársbyrjun 2008 verði akstur í því skilyrði fyrir ökuréttindum. Við höfum verið í samstarfi við Akraneskaupstað um verkefnið sem og Okukennarafélag Islands. Aðalatriðið er að breyta hugsunarhætti ökumanna.“ Aðspurður segir ráðherra að hvað varðar flutninga á eldfimum efhurn sé það utan þessa sviðs og verið sé að vinna að þeim málum á öðrum vett- vangi. Hins vegar segir hann að búast megi við því að sektir fyrir akstur með of háan farm í gegnum Hval- fjarðargöng verði endurskoðaðar. -KÓP

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.