Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
SSESSUHÖÍSRl
Vantar vistfólk á dvalarheimilið
í Stykkishólmi
Próflaus ók of hratt
innanbæjar
Sú staða er komin upp á Dvalar-
heimili aldraðra í Stykkishólmi að
það vantar vistfólk til að fylla upp í
það pláss sem fyrir hendi er. Sýnir
þetta ákveðna þróun í málefnum
aldraðra, áherslu undanfarinna ára
á að gefa fólki kost á að dvelja
lengur í heimahúsum. A sama tíma
hefur það aukist að fyrirspurnir
koma úr öðrum byggðarlögum,
aðallega frá Reykjavík, um pláss
fyrir sjúklinga sem ekki hafa náð
tilskyldum aldri.
Jóhanna Konráðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Dvalarheimilisins,
sagði í samtali við Skessuhorn að
til þess að reksturinn gengi stór-
slysalaust fyrir sig og hægt væri að
reka heimilið á núlli, þyrfti helst
ekki undir tuttugu vistmenn. Und-
anfarið hefur þeim fækkað sem
leggjast inn til dvalar á heimilið,
en þeim sem búa heima hjá sér
hefur fjölgað. Jóhanna Segir þetta
eðlilega þróun og ánægjulega.
Hins vegar telji hún ekki vanþörf á
að leggjast yfir skipulag umönnun-
ar aldraðra.
„Þó að fólk hafi ekki þörf fyrir
sólarhringseftirlit þá hefur það
kannski þörf fyrir ákveðna þætti
þjónustunnar," sagði hún í samtali
við Skessuhorn. „Við þurfum því
að velta því fyrir okkur hvort við
eigum ekki að bjóða upp á dagvist-
un líkt og önnur bæjarfélög gera.
Þannig getur fólk komið og nýtt
sér ákveðna þætti þjónustunnar,
böð eða félagslega þætti t.d., en
verið að öðru leyti heima hjá sér.
Vantar fjárframlög
Jóhann segir að sífellt verði að
endurskoða rekstrarformið svo
hlutirnir gangi upp. Verið sé að
reyna að gera hlutina rétt svo fólk
fái það sem því ber án þess að fara
fram úr þeim framlögum sem
stofnuninni berast. „Við erum
alltaf að skoða hvaða þjónustu við
getum boðið upp á svo að þetta
gangi upp. Fjárframlögin eru hins
vegar of lág til þess að hægt sé að
reka þetta sómasamlega, daggjöld-
in eru einfaldlega of lág.“
Jóhanna segir að þeir sem komi
inn á dvalarheimilin séu oftar en
ekki í mikilli þörf fyrir kostnaðar-
sama umönnum og stór hluti af því
sé lyfjakostnaður. A meðan ástand-
ið er eins og það er í dag, þar sem
vantar sjúklinga, og þar með þau
framlög sem þeim fylgja, geti
komið upp sú staða að það þurfi að
endurskipuleggja fyrirkomulagið.
„Það gæti orðið til þess að við
þyrftum að fækka plássum og þar
með starfsmönnum til að láta enda
ná saman,“ segir hún.
Aðsókn úr Reykjavík
Undanfarið hefur nokkuð borið
á því að fyrirspurnir komi frá
stofnunum í Reykajvík um hvort
laus séu pláss fyrir skjólstæðinga
þaðan. Oft og tíðum er þar um
fólk undir 67 ára aldri að ræða sem
hvergi á heima í kerfinu. Oftast
eru þar sjúklingar á ferð sem ekki
er pláss fyrir í þeirra heimabyggð.
Jóhanna segir að þetta sé oft fólk
með vandamál sem ekki sé hægt að
flokka undir þá þjónustu sem
Dvalarheimilið veiti. „Neyðin í
Reykjavík er hins vegar slík að í
vissum tilfellum þurfa þeir að leita
út fyrir borgarmörkin, sem er
mjög slæmt. Það hlýtur að vera á
ábyrgð hvers sveitarfélags að sinna
sínum borgurum. Hér er líka oft
um sjúklinga undir 67 ára aldri að
ræða og við rekuin dvalarheimili
fyrir aldraða, ekki fyrir sjúklinga.
Þó að við höfúm laust pláss og
þurfum á einstaklingum að halda
rekstarlega séð, ber hverju bæjar-
félagi að sjá fyrir sínu fólki,“ segir
Jóhanna að lokum.
-KÓP
Ökumaður bifhjóls var tekinn í
Borgarnesi af lögreglunni fyrir of
hraðan akstur í síðustu viku. Mæld-
ist hann á 87 km/klst. innanbæjar
þar sem leyfilegur hámarkshraði er
50 km/klst. Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi reyndist ökumaður bif-
Snorrastofa í Reykholti boðar til
árlegs minningarfyrirlesturs um
Snorra Sturluson og mun hann
verða haldinn nk. þriðjudag, 26.
september klukkan 20:30 í bók-
hlöðu Snorrastofu. Fyrirlesturinn
sem nefndur er; „Þorkell prestur
Ólafsson í Reykholti og samtíð
hans. Um atburði og heimildir
1393-1430,“ mun verða fluttur af
Helga Þorlákssyni, prófessor í
hjólsins ekki hafa réttindi til að aka
tækinu. Ökumaðurinn má því búast
við að fá sekt bæði fyrir hraðakstur
og réttindaleysi og taldi lögreglan
að hún yrði vart undir 30 þúsund
krónum.
sagnfræði við Háskóla íslands.
Helgi sem hefur verið í stjórn
Reykholtsverkefnisins ffá upphafi,
hefur einkum fengist við íslands-
sögu miðalda en einnig hefur hann
fengist við sögu Islands á 16. og 17.
öld. Veitingar verða í boði að lokn-
um fyrirlestrinum og umræða um
efni fyrirlestursins.
SO
Stykkis-
hólmsbær
segir upp
sairmingum
viðTM
Bæjarstjórn Stykkishólms hef-
ur samþykkt að segja upp samn-
ingi bæjarins við Tryggingamið-
stöðina um tryggingar sveitarfé-
lagsins. Jafnffamt var samþykkt
að leita eftir tilboðum í þær. Að
sögn Þórs Arnar Jónssonar, bæj-
arritara í Stykkishólmi hefur nú-
verandi tryggingasamningur ver-
ið í gildi ífá 1. janúar 2004 og er
nú uppsegjanlegur. Aðspurður
segir hann enga sérstaka ástæðu
fyrir uppsögninni aðra en þá að
talið er að með útboði nú gæti
náðst ffam sparnaður. HJ
Gengu á brj óstakrabbameinsþing
í Borgamesi
BAS- steípumar, hjúkrunmfi-ceðingamir Anna Ámarsdóttir, Sojfía Eiriksdóttir og
Bríet Birgisdóttir.
Á föstudaginn gengu þrír hjúkr-
unarfræðingar, þær Bríet Birgis-
dóttir, Anna Arnarsdóttir og Soffía
Eiríksdóttir sem allar starfa á
Landspítalanum í Reykjavík, frá
norðurmunna Hvalfjarðarganga til
Borgarness. Var þetta áheitaganga
til styrktar Samhjálp kvenna,
styrktarfélags kvenna sem greinst
hafa með brjóstakrabbamein.
Þennan dag völdu þær stöllur
vegna þess að sama dag fór fram
norrænt bjóstakrabbameinsþing í
Borgarnesi. Þingið sóttu 150 nor-
rænar konur sem greinst hafa með
bjóstakrabbamein og var það hald-
ið dagana 14.-16. september.
Leiðin sem BAS- stelpurnar,
eins og þær kalla sig, gengu var 3 5
kílómetra löng og var þessi áheita-
ganga liðrn- í þjálfun þeirra fyrir
Avon-gönguna sem þær halda í í
New York í byrjun október. Sú
ganga er 63 kílómetra löng alþjóð-
leg styrktarganga gegn
brjóstakrabbameini.
SO
Arlegur mirmingar-
fyrirlestur í Reykholti
PISTILLINN
Að höndla með almannafé
Hver kannast ekki við það ffá
uppvaxtarárunum þegar ráð-
deildarfólk, ýmist foreldrar eða
aðrir uppalendur, reyndu að inn-
prenta hjá unga fólkinu að fara
nú vel með peningana sína?
Sparsemi þótti dyggð, græddur
var geymdur eyrir og svo fram-
vegis. Ekki síður ætti þessi boð-
skapur að eiga við þegar sýslað er
með peninga sem aðrir eiga.
Þeim sem t.d. er treyst fyrir op-
inberum sjóðum er falið það
vandasama hlutverk að gera áætl-
anir, fá samþykki fyrir fjárfest-
ingum og láta þessar áætlanir
standast. Ef þeim ekki tekst það
eru þeir oftast reknir, svo einfalt
er það. A því eru þó undantekn-
ingar.
A undanförnum misserum og
árum hafa landsmenn oft heyrt
minnst á hús eitt í Reykjavík sem
byggt var af stofhun í eigu sveit-
arfélaga; hús Orkuveitu Reykja-
víkur á Bæjarhálsi. Aður en í þá
framkvæmd var lagt gerðu spakir
menn ráð fyrir að byggingin
myndi kosta um tvo milljarða
króna og hægt yrði að byggja
hana fýrir söluandvirði eldri
bygginga í eigu fýrirtækisins. En
reyndin varð önnur. Byggingar-
kostnaður hússins varð tæpir sex
milljarðar króna þegar allt er tek-
ið (skv. upplýsingum núverandi
stjórnarformanns). Þegar saman
fer dýr hönnun, viðgerðir vegna
galla sem fljótt komu í ljós, gríð-
arstórir salir, gangar og ýmis
rými sem lítið nýtast, svo ekki sé
nú talað um ffágang utanhúss,
má búast við að bygging sem
þessi verði dýr. Framúrkeyrsla að
upphæð fjórir milljarðar króna,
er greidd af almannafé þar sem
fýrirtækið er 100% í eigu al-
mennings og bera því kjörnir
fulltrúar í stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur alla ábyrgð á að
verkið fór þetta mikið fram úr
áætlun. I viðtali sem Stöð2 tók
nýverið við Alffeð Þorsteinsson,
fv. formann stjórnar OR sagðist
hann m.a. ekki vera töluglöggur
maður. Um það verður sennilega
ekki deilt. Um þessa fjögurra
milljarða króna ffamúrkeyrslu er
ekki nema eitt að segja: Þeir sem
bera ábyrgðina hafa gleymt því
að fara á vel með peninga ann-
arra og sólunduðu þeim í þessu
tilfelli af ótrúlegu gáleysi. Eg
fullyrði að stjórnandi í hvaða
einka- eða almenningshlutafélagi
sem væri hefði fengið reisupass-
ann með hraði, hefði viðkomandi
sýnt ffam á viðlíka vanþekkingu í
áætlanagerð eða rekstri.
Svo skemmtilega vill til að
sveitarfélagið sem ég greiði um
þessar mundir útsvar mitt tdl, á
hvorki meira né minna en tæp
6% í Orkuveitu Reykjavíkur sem
byggði sér þessa sex milljarða
króna skrifstofubyggingu. Einfalt
reikningsdæmi segir mér að ef
skrifstofubygging OR í Reykja-
vík kostaði Akurnesinga 360
milljónir króna (6% af 6 millj-
örðum), þá hef ég sjálfur lagt
heilar 60.000 krónur til mann-
virkisins (360m/6000 íbúar) og
fjölsk)4da mín öll því 300.000
krónur (semsagt
5 manns). Eg
viðurkenni að
ég sé gríðarlega
mikið eftir þess-
um peningum
og hefði kosið
að greiða svo
ekki væri nema
tímabundið að-
eins lægri orkureikning. Eg full-
yrði auk þess að Orkuveitunni er
ekkert betur stýrt þó skrifstofu-
fólkinu sem hjá því starfar sé gert
að vinna í svona dýru húsi.
Um svipað leyti og í ljós kom í
reikningum Orkuveitunnar að
framúrkeyrsla kostnaðar við
byggingu Bæjarhálshússins yrði
þetta mikil, þá sáu yfirvöld heil-
brigðismála hér á landi sérstaka
ástæðu til þess að verðlauna fyrr-
nefhdan formann stjórnar OR
sérstaklega. Hann fékk þá
sponslu að verða gerður að yfir-
rnanni byggingar hátæknisjúkra-
húss sem reisa á við Hringbraut í
Reykjavík m.a. fýrir afrakstur
Símasölunnar. Af ýmsum miður
gáfulegum ákvörðunum og póli-
tískum bitlingum stjórnmála-
manna, er sú ákvörðun líklega
ein sú allra vitlausasta á þessari
öld og vonandi þeirri næstu líka.
Getum við almennir skattborg-
arar þá ekki bara treyst því að
sjálfsagt mál þyki að fara 300%
fram úr áætlun í byggingarkostn-
aði spítalans? Svari þeir sem á-
byrgð hafa, en skoðun mín er sú
að vandfundinn sé vanhæfari að-
ili til að stýra þeirri framkvæmd.
Magnús Magnússon