Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 Músagangur á dvalarheimilinu STYKKISHÓLMUR: Tölu- vert hefur borið á músagangi í Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi að unanförnu. Þetta hefur verið þráleitt vandamál í húsinu, enda komið til ára sinna. Nú er svo komið að meindýraeiðir hefur verið ráð- inn til að kortleggja hvaðan mýsnar koma og loka fýrir inn- gönguleiðir. Þetta hefúr lengi verið vandamál í húsinu, en minnkaði þegar eldhúsi og matsal var bætt við það fyrir nokkru. Nú hafa mýsnar sótt í sig veðrið og því þarf að gera eitthvað í málunum. -kóp Ungir frum- kvöðlar BORGARBYGGÐ: í vor var haldið námskeið á Varmalandi á vegum Evrópuverkefninsins „Ungir frumkvöðlar“ og SSV fyrir unglinga af Vesturlandi. Fjórum nemendum ffá Grunn- skólanum í Borgarnesi hefur nú verið boðið í námsferð til Skotlands í tilefni góðrar frammistöðu á námskeiðinu. Eru þetta Sigurður Þórarins- son, Eggert Sigurðsson, Valdís Sigmarsdóttir og Rakel Erna Skarphéðinsdóttir, öll úr 10. bekk, en verkefni þeirra fékk 1. verðlaun. Dvöldu þau í Skotlandi í liðinni viku. -mm * Asinn opnar að nýju STYKKISHÓLMUR: Mynd- bandaleigan Asinn á Nesvegi í Stykkishólmi hefur nú opnað aftur eftir lokun vegna innbrots í sumar. Nýr eigandi, Kári B. Hjaltalín, hefúr tekið við starf- seminni og opnaði hann sl. föstudag. Eins og sagt var frá í fréttum Skessuhorns í sumar var öllum DVD mynddiskum leigunnar stolið í innbrotinu í sumar og hefur Kári því staðið í ströngu við að verða sér úti um nýja titla. Stykkdhólmspóstur- inn greindi frá. -mm Meimingar- stefna í mótun BORGARBYGGÐ: Byggða- ráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að veita auknum fjár- munum til menningarnefndar Borgarbyggðar vegna vinnu nefndarinnar við mótun menn- ingarstefnu sveitarfélagsins. Óskaði nefndin eftir framlagi að upphæð 120 þúsund krónur. Nefndin hyggst nýta þessa fjár- muni til þess að halda tvo auka- fundi í nefndinni auk þess að kalla til sérfræðing í stefnumót- unarvinnu inn á fund nefndar- innar. Einnig hyggst nefndin kalla fulltrúa helstu menningar- stofnana, félaga og fyrirtækja í sveitarfélaginu til samstarfs við mótun menningarstefnunnar. -hj Akranes þéttbýlast og Hvítársíðu- hreppur strjálbýlastur Um síðustu áramót bjuggu ríf- lega 642 manneskjur á hvern km2 lands á Akranesi. A sama tíma bjuggu aðeins 0,1 íbúi á hvern km2 í Hvítársíðuhreppi. Þetta kemur fram í samantekt í skýrslu um Vaxt- arsamning Vesturlands. Vesturland nær yfir 9.554 km2 svæði eða tæp- lega 10% af flatarmáli landsins. Næst þéttbýlast var í Stykkishólmi þar sem bjuggu rúmlega 116 íbúar á hvern km2 . Akranes og Stykkis- hólmur skera sig úr öðrum sveitar- félögum í þessu efni því þriðja þétt- býlasta sveitarfélagið var Grundar- fjörður með 6,4 íbúa á hvern km2. Til gamans má geta þess að væri ís- land jafn þéttbýlt og Akranes byggju ríflega 64 milljónir manna á landinu. Væri það hins vegar jafn strjálbýlt og í Hvítársíðuhreppi byggju aðeins 10 þúsund íbúar á landinu öllu. HJ Opin samkeppni um byggðamerki Borgarbyggðar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur auglýst opna samkeppni um byggðamerki fyrir hið nýja sveitar- félag sem varð til við sameiningu nokkurra sveitarfélaga í Borgarfirði í vor. Keppnin er öllum opin og eru íbúar sveitarfélagsins sérstaklega hvattir til þátttöku. I verklagsregl- um segir að merkið skuli hafa aug- ljósa skírskotun til atriða eins og landafræði eða landslags svæðisins, sögu, menningar eða menningar- arfs, dýralífs eða flóru og atvinnu- hátta eða atvinnulífs. Þá segir að hið nýja merki skuli ekki líkjast um of byggðamerkjum þeirra sveitarfé- laga sem sameinuð voru og að það skuli teljast endingargott með tilliti til myndlíkinga þess. Dómnefiid hefur verið skipuð og eru í henni Þór Þorsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Sigurbjörk Ósk Askelsdóttir, Bjarki Þorsteins- son og Ólafur Ingi Ólafsson auk þess sem Félag íslenskra teiknara mun tilnefna tvo menn. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti sam- keppninnar. Fyrstu verðlaun færa höfundi 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 7 5 þúsund og þriðju verð- laun 50 þúsund krónur. Að auki fær höfundur verðlaunamerkisins greiddar 250 þúsund krónur fyrir kaup á merki hans. Skilafrestur rennur út 8. nóvember nk. HJ Engin ákvörðun um breytingar á Grundartanga Ingimundur Bimir forstjóri ís- lenska járnblendifélagsins segir í samtali við Skessuhorn enga ákvörðun hafa verið tekna um flutning á ffamleiðslu magnesíum- kísilmálms ffá verksmiðju Elkem í Noregi til Grandartanga. Af ffétt- um fjölmiðla í undanfarna daga hefur mátt skilja að innan tíðar muni ein af verksmiðjum félagsins verða flutt frá Noregi til Grundar- tanga. Ingimundur segir að innan Elkem, sem er móðurfélag íslenska járnblendifélagsins, fari stöðugt ffam mat á því hvar skynsamlegast er að ff amleiða hinar ýmsu afúrðir. Islenska járnblendifélagið hafi á undanförnum árum sótt á meira inn á svið sérhæfðari ffamleiðslu, fyrir sérhæfðari markað. Sú þróun þýði fleiri framleiðsluskref og sífellt flóknari framleiðslu með auknum virðisauka. Unnið hafi verið að á- kveðnu verkefni í þessu sambandi og niðurstöðu sé að vænta í haust. Ef af verður sé tun að ræða nýtt framleiðsluskref sem nýtir beint málm ffá einum af núverandi ofn- um. Orkuþörf fyrirtækisins myndi ekki aukast af þessum sökum. Vegna frétta fjölmiðla undan- fama daga er rétt að minna á frétt þar sem fjallað var um þetta mál og finna má á fféttavef Skessuhorns frá 19. maí sl. HJ Fyrirhuga hækkun leigu fyrir aldraða í Stykldshólmi Rekstararreikningur Dvalar- heimils aldraðra í Stykkishólmi var lagður ffam á stjómarfundi fyrir skömmu. Kom þar ffam að 7,2 milljóna króna tap er á rekstrinum. Rekstur heimilisins er tvíþættur, annars vegar dvalarheimilið sjálft, en rekstur þess gekk ágætlega og fór 100 þús. kr. ffam úr fjárfram- lögum. Hins vegar er rekstur þjón- ustuíbúða. Sá rekstur skilaði tapi og í kjölfar umræðna um málið var rætt um að hækka húsaleigu um 10%. Akvörðun hefur ekki verið tekin, en búast má við að þetta haldist í hendur við hækkun á leigu félagslegra íbúða, en hún hækkaði um 10% og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð miðað við vísi- tölu fjórum sinnum á ári. Eignarfyrirkomulag þjónustuí- búðanna er þannig að bæjarfélagið á 80% en íbúar 20%. Guðmundur Andrésson, innheimtustjóri hjá Stykkishólmsbæ, sagði að íbúðirnar séu misstórar og því erfitt að nefna dæmi um hve há hækkunin væri í krónum talið. Hann nefndi þó dæmi af tveggja manna íbúð sem kostar nú í leigu ríflega fjörutíu þúsund og einnig einstaklingsíbúð sem kostar tæplega tuttugu þúsund. Leigan mundi þá hækka um fjögur þúsund krónur annars vegar og tvöþúsund hins vegar í þessum dæmum. Jóhanna Guðbrandsdóttir, ffam- kvæmdastjóri Dvalarheimilisins, sagði í samtali við Skessuhorn að leiga hefði ekki verið hækkuð í hús- unum síðan árið 1999. Nú væri svo komið að mikið tap væri á rekstrin- um og ef ekkert yrði að gert mundi það halda áffam að aukast. Komið væri að viðhaldi húsnæðisins og það kostaði töluvert. Hún sagði að hækkanir kæmu alltaf illa við fólk, en hún efaði ekki að íbúar myndu skilja ástæðu þessara hækkana. Jó- hanna sagði að nauðsynlegt væri að koma hlutnnum þannig fyrir að svona hlutir gerðust nokkuð sjálf- krafa, þannig að tekjur stæðu undir gjöldum. -KÓP Hvalfj arðarsveit vill Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefúr samþykkt samhljóða að fela Einari Emi Thorlacius, sveitarstjóra að undirbúa viðræður við Strætó BS og Akranesbæ um að komið verði upp biðstöð við Hvalfjarðargöng norðanverð og að sveitarfélagið verði aðili að samningi um almenn- ingssamgöngur til og ffá Reykjavík. Einnig verði hafhar viðræður við Borgarbyggð um skipulag og sam- starf strætóferða við þjóðveg eitt. Strætóferðir milli Akraness og Reykjavíkur hófust tun síðustu ára- mót og greiðir Akraneskaupstaður um 16 milljónir króna á ári til Sttætó Strætó BS vegna ferðanna. íbúar Hvalfjarðarsveitar, sem nota ferð- imar, þurfa í dag að fara á Akranes til þess að ná vagninum. í febrúar barst bæjarráði Akraness ósk ffá íbúa í Hvalfjarðarsveit um að komið yrði upp biðstöð við Hvalfjarðargöng en þeirri ósk var hafnað. HJ Neyðarbauju stolið AKRANES: Neyðarbauju var stolið úr sementsflutningaskip- inu Skeiðfaxa þar sem það lá við bryggu í Akraneshöfn í síðustu viku. Neyðarsendir baujunnar fór í gang og bárust boð um neyðarkallið meðal annars frá Noregi. Að sögn lögreglunnar á Akranesi fannst baujan skömmu síðar á floti í höfiiinni á Akra- nesi. -so Sjást illa VESTURLAND: Nú þegar daginn tekur að stytta hefur lög- regla á Vesturlandi haft afskipti af allnokkrum ökumönnum til að benda þeim á að ljósabúnað- ur bifreiða þeirra sé ekld í lagi. Algengast er að perur séu sprungnar í afturljósum og öku- menn vita ekki af því. Rétt er að benda ökumönnum á að yfirfara ljós á bifreiðum síntun áður en ekið er inn í skammdegið. -kóp Staðsetning menntaskóla BORGARBYGÐ: Á síðasta fundi skipulags- og byggingar- nefhdar Borgarbyggðar bárust athugasemdir um fyrirhugaða staðsetningu menntaskólans á gamla íþróttavellinum við Borg- arbraut. Bréfritari taldi hana ekki heppilega og að ekki væri gert ráð fyrir nægilega mörgum bílastæðum. Bréfið verður tekið til umfjöllunar á fundi byggða- ráðs í dag (miðvikudag) og mun Skessuhorn fylgja því eftir á vefhum og í næsta tölublaði. -kóp Fundir á netið AKRANES: Fundur bæjar- stjómar Akraness í vikunni sem leið var sá fyrsti sem verður að- gengilegur almenningi á heima- síðu bæjarfélagsins. Um nokkurt skeið hefur bæjarstjómarfund- um verið útvarpað á FM 95,0 en framvegis verða upptökur af fundunum vistaðar á heimasíð- unni og verða öllum aðgengi- legar. -hj Hafiiar samstarfi um bamavemdarmál BORGARBYGGÐ: Félags- málanefhd Borgarbyggðar mæl- ir ekki með áffamhaldandi sam- starfi við Dalabyggð í bama- verndarmálum. Beiðni kom frá Dalabyggð um áframhaldandi samstarf og sendi byggðaráð er- indið til félagsmálanefndar til umsagnar. í bókun nefhdarinnar kemur ffam að hún telji að mið- að við núverandi starfsmanna- hald og ærin verkefni þá sjái hún sér ekki fært að veita þjónustu utan sveitarfélagsins. Þá segir að nefhdin telji að reynslan af sam- starfi í bamaverndarmálum á síðasta kjörtímabih gefi ekld til- efni til að sækjast efdr áffam- haldandi samstarfi. -hj WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og f lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhom.is Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.