Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 15
SSBSSÍlBMKaKÍ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 15 Skemmtileg heimild um horfið mannlíf Skessuhorn hefur nú hafið sam- starf við Ljósmyndasafn Reykja- víkur um að kynna ljósmyndir Olafs Arnasonar ljósmyndara. O- lafur, sem fæddist árið 1919 og dó árið 1997, rak Ijósmyndastofu á Akranesi áratugum saman og fað- ir hans, Arni Böðvarsson, gerði slíkt hið sama á undan honum. Af- komendur Olafs komu safninu til vörslu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur með þeirri ósk að þar yrði það varðveitt, flokkað og skráð. I næstu tölublöðum Skessuhorns munu birtast tvær myndir úr safninu og eru lesendur beðnir um að reyna að auðkenna fólkið á þeim. Til að hleypa átak- inu af stokkunum var ákveðið að birta þrjár myndir að þessu sinni. María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykja- víkur, þekkir vel til myndanna, umpakka filmunum í sýrufríar umbúðir til betri varðveislu. Vanafastur og fór víða María segir myndirnar vera ómetanlega heimild um horfið mannlíf. „Til dæmis eru hér myndir frá þeim tíma sem verið var að reisa Sementsverksmiðjuna og er mjög gaman að sjá það svæði áður en hún kom til sögunnar, sem og Jaðarsbakkasvæðið áður en íþróttamannvirkin risu.“ Olaf- ur tók að sögn Maríu mikið af myndum tengdum hátíðum og mannfagnaði, sem og af atvinnu- háttum. „Hann tók mikið af skipamyndum, ekki síst sjósetn- ingum, og fór einnig inn í vél- og trésmiðjur og prjónaverksmiðju svo eitthvað sé nefnt.“ María seg- ir hann einnig hafa verið skemmtilega vanafastan. „Hann Myndimar sem viS birtum lesendum Skessuhoms ífyrstu lotu eru teknar á JaSarsbökkum. Þær eru teknar á sjó- mannadag, en ekki er vitað nákvœmlega hvenær, giskað er á árabilið 1955-1965. Þeir sem telja sig vita rétt ártal og þekkja einhverja á myndunum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ljós- myndasafn Reykjavtkur.,,,,, enda frá Akranesi sjálf. Hún segir að við skoðun þeirra hafi heill heimur opnast henni og hann hafi komið henni á óvart. „Okkur vantar hins vegar oftast upplýs- ingar um myndefnið, hvaða fólk er á myndunum. Við vitum hvenær myndirnar voru teknar en ekki er skráð hverjir eru á þeim.“ María segir að verið sé að vinna í safninu um þessar mundir og búið sé að raða kontöktum í raunstærð í 17 möppur og nú sé verið að María Karen Sigurðardóttir rýnir í eina möppuna sem geymir kópíur afmyndum Ólafs. tók til dæmis fjöldan allan af skipamyndum af nákvæmlega sama staðnum á bryggjunni. Eins tók hann mikið af myndum úr fermingum og þá alltaf ffá sama stað í kirkjunni.“ Upplýsinga óskað María segir að á Ljósmyndasafni Reykjavíkur séu um 30 þúsund myndir eftir Olaf, þar af um 23 þúsund af stofunni hans, en þær myndir verði ekki sýndar almenn- ingi. Um þær gilda lög um per- sónuvernd og þær eru því ekki til sýnis. Aðspurð um hvers vegna myndirnar séu ekki geymdar á Ljósmyndasafni Akraness segir María að í raun skipti engu máli hvar myndir séu geymdar, svo lengi sem þær séu gerðar aðgengi- legar. „Það var hins vegar ósk að- standenda að þær yrðu hér, enda öll aðstaða hér eins og best verður á kosið. Við erum að vinna í því að gera þær eins aðgengilegar al- menningi og mögulegt er og t.a.m. má nú sjá ríflega 230 mynda hans á vef okkar.“ María hvetur alla til að fara inn á vef safnsins, www.ljosmyndasafii- reykjavikur.is, velja þar myndavef og smella á nafh Olafs Arnasonar. Þá er hægt að skoða myndir hans og þeir sem telja sig þekkja myndefnið eru beðnir um að hafa samband við safnið. I Ljósmyndasafninu er einnig að finna eitthvað af myndum Arna Böðvarssonar, föður Ólafs, en þar sem ljósmyndastofa hans brann er ekki til mikið af myndum hans. Er það von Skessuhorns að lesendur hafi gaman af þessum svipmyndum úr gömlu þjóðlífi sem birtar verða í blaðinu. Þeir sem telja sig þekkja viðkomandi á myndunum eru beðnir um að hafa samband við Ljósmyndsafh Reykjavíkur, annað hvort í síma 563-1790, eða í net- fang ljosmyndasafn@reykjavik.is -KÓP Tveir ryknemar HVALFJ.GÖNG: Tveir ryknemar hafa nú verið settir upp í Hvalfjarðargöngum og er þeim ætlað að mæla svifryks- mengun og ræsa loftræsiblásar sjálfvirkt sé þess þörf. Eins og fram kom í fréttum Skessu- horns á sínum tíma hefur þetta staðið til um tíma. Fram til þessa hefur mengun af völdtun útblásturs bíla stöðugt verið mæld í göngunum og ræsa þeir blásara til hreinsunar gerist þess þörf. Fari þessi mengun yfir ákveðin mörk er göngunum lokað fýrir umferð á meðan á hreinsun stendur yfir. Með sí- vaxandi umferð hefur svifryk valdið óþægindum mun oftar en útblástur bíla einkum að vetrarlagi þegar notkun nagla- dekkja er sem mest. Slík óþæg- indi eiga því að heyra sögunni til. Þessa dagana eru starfs- menn Spalar að fínstilla búnað- inn og samband ryknemanna við blásarakerfið. -hj Hæglætis vika BORGARFJÖRÐUR: Sjö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í síð- ustu viku. Allt saman voru þetta minniháttar óhöpp og ekki urðu teljandi meiðsl á fólki að sögn lögreglunnar þar á bæ. 38 ökumenn voru teknir fýrir of hraðan aksmr í umdæmi lög- reglunnar í Borgarnesi í síðustu viku. Þá var einn ökumaður tekinn í Borgarnesi fýrir ölvun við akstur. Þá fengu rúmlega 20 bifreiðaeigendur boðunarmiða um að mæta með bifreiðar sín- ar til skoðunar. -so

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.