Skessuhorn - 20.09.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
'VliHAhe’’rfiið
Vertu góður vinur minn - við þá menn sem hrasa
Góðir
lesendur!
Samkvæmt núm-
erakerfi mínu er þessi
þáttur hin tvöhund-
ruðasti í röðinni sem
ég skrifa fyrir Skessu-
horn og verða það
líklega að teljast
nokkur tímamót. Þetta er þó ekki alveg ör-
ugg númerasetning því nokkra þætti hef ég
skrifað annarsstaðar þegar tölvan mín hef-
ur átt við heilsuleysi að stríða um lengri
eða skemmri tíma og fleira hefur orðið til
þess að rugla númerakerfinu smávegis.
Hvað um það, einhver tímamót hljóta
þetta víst að teljast og er ekki við hæfi að
staðnæmast aðeins á slíkum stundum og
líta aðeins til baka og hugsanlega eitthvað
fram á veginn?
Það hefur líklega verið á útmánuðum
1993 að ég hitti frænda minn, Olgeir
Helga Ragnarsson, sem þá var ritstjóri
Borgfirðings sáluga, í einhverri Borgarnes-
ferð minni og fór að nefna það við hann að
það vantaði vísnaþátt í blaðið. Svo fór að
ég lét tilleiðast að taka einn eða tvo þætti
meðan hann væri að leita sér að öðrum til
að sjá um verkið til frambúðar. Þar með
var ég orðinn fastur á króknum og hef ver-
ið meira og minna viðriðinn vísnaþátta-
skrif síðan.
Stundum hef ég velt því fyrir mér hver
lesendahópur minn er. Hvernig er hann
samansettur og hver er til dæmis aldurs-
skipting hans? Að sjálfsögðu vona ég að
hann sé sem stærstur og aldursskiptingin
sem breiðust en raunverulega veit ég lítið
um það. Þeir sem hafa samband við mig
eru yfirleitt frekar eldra fólk en það svosem
útilokar ekki það sem ég vona að mér tak-
ist stundum að ná til yngra fólksins. Hins
vegar gæti það hjálpað mér svolítið við
efnisvalið að vita meira fyrir hverja ég er
að skrifa. Allavega tel ég mig ekki vera að
skrifa fyrir neina sérfræðinga því þeir vita
hvort sem er flestir mun meira en ég. Ol-
geir Helgi sem ég byrjaði að vinna hjá
sagði einhverntíman við mig eitthvað á
þessa leið: „Það er nokkuð stór hópur sem
hefur gaman af vísum og það er líka dálít-
ill hópur sem flettir með hraði yfir allar
vísur sem hann sér en það er töluvert stór
hópur þarna á milli sem hefur gaman af
skemmtilegum og kannske svolítið mein-
legum vísum en ekki endilega öllum vísum
og það skiptir dálitlu máli að ná honum í
lesendahópinn". Þetta hef ég reynt að hafa
að leiðarljósi síðan og gjarnan reynt að
stilla svo til að á einhverjum tímapunkti
væri einhver möguleiki að kreista fram
bros yfir sem flestum þáttunum. Hvernig
svo sem öðrum finnst að mér hafi til tekist.
Annað hlutverk þessara þátta finnst mér
vera að reyna að bjarga hálfgleymdum
kveðskap og hræddur er ég um að æði mik-
ið hverfi með þeirri kynslóð sem nú er að
kveðja . Stundum er mér bent á að það
vanti meira af nýjum vísum í þáttinn en
þær eru þó væntanlega til ennþá í kollun-
um á höfundunum, það er verra að ná vís-
um úr minni þeirra sem horfnir eru af
sjónarsviðinu.
Jæja, er ekki rétt að fara að snúa sér að
efninu og rifja aðeins upp efni úr fyrstu
þáttunum? Einhver fyrsta vísa sem ég birti
í vísnaþætti mun vera þessi eftir Guðmund
Rafn Sigurfinnsson, skólabróður minn frá
Hvanneyri og mun vera ort þar í gamla
skólahúsinu á kaldri vetrarnóttu:
/ skólanum er skratti kalt,
skjálfa menn að vonum.
Brennivínið búið allt
og barn í flestum konum.
Þá er nú fokið í flest skjól en þess ber að
geta að Bændaskólinn var ekki eins vel
sóttur af konum á þeim tíma og síðar varð.
Hins vegar voru óspart hafðar í heiðri
þessar gömlu hendingar:
„Ef freistingarnar guða á gluggann
þinn,
Þá gœttu þess að hleypa þeim inn."
Annar skólabróðir minn frá þessum
árum, þó úr Reykholti en ekki frá Hvann-
eyri var Hermann Jóhannesson frá Kleif-
um og var strax á þessum árum orðinn
furðu snjall hagyrðingur. Þórir heitinn
Steinþórsson sem lengi var skólastjóri í
Reykholti var í daglegu tali nemenda kall-
aður Gæinn, hann kenndi stærðfræði og
tók eitt sinn Hermann upp í algebru. Her-
mann var illa lesinn og orti meðan hann
gekk upp að töflunni:
Upp að töflu einn ég fer,
á mig kallar Cœinn,
hárin rísa á höfði mér
og herpist saman maginn.
Um annan sómamann sem var forfalla-
kennari einn vetur eða hluta úr vetri en
gekk illa að ná góðu sambandi við nem-
endur, kvað Hermann:
Fátt mun vera í fari hans
fœrandi í letur.
Eftirlíking Andskotans
aldrei heppnast betur.
Björn Jakobsson var lengi kennari í
Reykholti og hafði þann sið að láta nem-
endur sína skila einni rétt kveðinni vísu
eftir veturinn og taldi að það væri engum
manni ofraun ef hann hefði heilan vetur til
verksins. Til leiðbeiningar hefði mátt vera
þessi kveðskapur sem ég veit raunar ekki
um höfund að (gæti verið Böðvar Guð-
laugsson?):
Skíragull
skal vera stuðlum í
og stál í höfuðstöfum .
Reginbull
sem rímar á móti því
í restina svo við höfum.
Ekki veit ég hvað það eru mörg héraðs-
fréttablöð sem halda úti vísnaþáttum að
staðaldri enda fæðast þau og deyja rétt eins
og fleira. A tímabili vorum við þó þrjú
skólasystkin úr þessum um eða tæplega
hundrað krakka hópi sem sáum um vísna-
þætti hvert í sínu blaði. Auðunn Bene-
diktsson sá þá um vísnaþátt í Víkurblaðinu
á Húsavík og Arndís Þorvaldsdóttir var
með vísnaþátt í Austra en ég í Borgfirðingi
sáluga. Eg er stundum spurður að því
hvort það sé ekki töluverð vinna að halda
úti svona þætti og ég svara því jafnan til að
það verði að líta á þetta sem hverja aðra
vinnu og sinna því sem slíku. Auðvitað er
alltaf möguleiki að sleppa ódýrt út úr ein-
um og einum þætti en þann leik leikur
maður ekki oft ef á að halda vinsældum.
Hins vegar er gott samband við lesendur
mikill styrkur hverjum þeim sem er í svip-
uðu hlutverki. Einhver vísnaþáttaritari
ávarpaði lesendur sína svo:
Fyrst ég ykkur fórnað hef
fjórum nœturvökum,
eflaust fœ ég ótal bréf
og aragrúa af stökum.
Þeir nágrannar Hjálmar Jónsson á Ás-
felli og Páll Eggertsson í Lindási ráku um
tíma umtalsverðan alifuglabúskap og eins
og gengur þarf búskapur jafnan nokkur að-
föng og höfðu þeir meðal annars tekið út
vörur og / eða þjónustu hjá Þorgeir og Ell-
ert hf. Þegar ráðamönnum þar þótti bið
eftir greiðslu orðin hæfilega löng var Val-
geir Runólfssyni falið að semja innheimtu-
bréf:
Pútur & Peking h.f.
Lindásfelli.
c/o hr aðalforstjóri P.Eggertsson.
Lindási, Innri Akraneshreppi.
17/4 1967
Flagvaxtarstjóri í hænsnarœkt!
Hér með tilkynnist yður,
að lánsviðskipti vor lokast öll
við Lind-Ásfellsbú því miður.
Meðan búið ei getur greitt
gömlu skuldina niður,
eitt hundrað króna og einar tólf
eru þar stærstur liður.
Liðið er hátt á annað ár
án þess að greiðsla fáist,
fuglarnir skila fullum arð
þó féhirðir stöðugt þráist.
Ferðast sá út um fjarlæg lönd
þótt fullnaðaruppgjör láist,
að skuldseiglu þessa „merka" manns
margur skálkurinn dáist.
Aðgangshörku við yðar bú
oss verður tœpast kennt um,
lögfræðinga að leita til
með litla skuld vér ei nenntum.
Og þótt vér hyggðumst að heimta féð
hátt vér ei bogann spenntum,
nú krefjumst vér skuldaskila strax
með skráðum vöxtum og rentum.
Virðingarfyllst
Þorgeir og Ellert h.f.
Bréfið hafði hins vegar þau áhrif að þeir
félagar drógu greiðslu sem lengst í von um
að fá meira af slíku. Annars er hægt að
velta því fyrir sér til hvers allur þessi elt-
ingarleikur við veraldar verðmætin er eig-
inlega. Guðmundur Þorláksson sem kall-
aður var Glosi kvað við Bensa Þór kaup-
mann í Reykjavík:
Vertu góður vinur minn
við þá menn sem hrasa.
Því að hinsti hjúpur þinn
hefur enga vasa.
Alls konar kort eru að verða verulegur
þáttur af daglegu lífi okkar svo að sumum
þykir nóg um. Einhverntíman orti Theó-
dór Einarsson:
Fyrr ég gat á árum ort
eins og best ég vildi.
Nú er ég eins og kreditkort
sem komið er úr gildi.
Vestur íslensku skáldin KN og Guttorm-
ur J Guttormsson voru miklir vinir og fór
KN oft að heimsækja vin sinn og gisti þá
jafnan í sama herberginu sem þeir kölluðu
„Freezirinn“ vegna lélegrar upphitunar,
enda orti Gutti:
Svo ég geti hjalað hress
hvenær sem mig fýsir
gamla KN „Cood and fresh"
geymi ég inni í„freezir".
Eitt af því sem fylgir breytingum og
hraða nútímans eru tíðir hjónaskilnaðir og
fjöldi einstæðra foreldra. Símon Jón Jó-
hannsson orti eftirfarandi vögguljóð til-
einkað einstökum feðrum og þó sum hinna
ungu skálda segi að formið hefti hugsunina
þá sé ég ekki annað en höfundur hafi kom-
ið þokkalega frá sér hugsun sinni og leyfi
mér að efast um að þetta kvæði væri nokk-
uð betra þó það væri óstuðlað:
Sofðu litla lukkutröll,
Ijúfur ertu og sœtur.
Pabbi geymir gullin öll,
geislabyssu og He-man höll.
En vakir yfir videói um nætur.
Það er margt sem mamma veit,
minn er hugur þungur.
Nýleg barnalögin leit,
lofuð er þar mæðrasveit.
En ég mun reynast rembusvín
og pungur.
Sofðu Ijúfur sofðu rótt.
Seint mun best að vakna.
Aðeins þessa einu nótt
í örmum pabba sefur rótt
Einnig feður finna til og sakna.
Stundum heyrast efasemdarraddir um
framtíð vísunnar en fyrir nokkrum árum
orti ónefndur menntaskólanemi og meðan
unglingar yrkja svona sé ég ekki ástæðu til
að óttast:
Saman kœtumst kvöldum á
cool og sæt að vanda.
Drykknum mæta dreypum á.
Diet Sprite og landa.
Ekki veit ég hvert hefur síðan orðið
framtíðarstarf þessa ágæta unga manns eða
hver lífskjör hans hafa orðið. Eftir Gísla
Olafsson frá Eiríksstöðum er þessi ágæta
hugleiðing um lífið og dauðann:
Þegar lagt er lík á beð,
lokagreiðslan kemur.
Heimur borgar manni með
moldarrekum þremur.
Það færist mjög í vöxt að kúabændur taki
tæknina í þjónustu sína og komi sér upp
svokölluðum „robotum“ til að annast
mjaltirnar. Einn ágætur bóndi sem á upp-
kominn heimavinnandi son var spurður
hvort hann ætlaði ekki að fara að fá sér ro-
bot eins og fleiri en svarið var á þessa leið:
„Nei, það er miklu betra að borga strákn-
um sæmilega. Það er miklu meiri félags-
skapur að honum“. Það mætti segja mér
að það væru sirka þrír aldarfjórðungar síð-
an dætur Halldórs á Asbjarnarstöðum voru
að dást að myndum í kennslubók af aðbún-
aði kúa í Hollandi og varð það Halldóri til-
efni eftirfarandi hugleiðingar:
lllt er að teljast ómagi
andann kvelja á búsýsli
mætti ég velja verkefni
væri ég belja í Hollandi.
Þar eru fjósin hrein og há
hýrar drósir júgrin kljá
rafmagnsljósin lömpum frá
lýsa upp rósir út við skjá.
Hvar eru mörkin milli gamans og al-
vöru? Það hefur vafist fyrir mörgum að
svara þessu. Isleifur Gíslason var þekktur
fyrir flest annað en alvarlegan kveðskap en
þó er spurning hvort ekki má greina alvöru
undir niðri í bölsýnisvísum Jóns gamla:
Skapið laskast, lund er breysk,
lífsins háski margfaldast.
Auðna raskast, ævin beisk.
Er ég máske að forskrúfast?
Stöku sinnum er ég spurður að því hver
sé mín uppáhaldvísa og verður að segjast
að þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Þó held ég að ef mér væri stillt upp við
vegg yrði fyrir valinu eftirfarandi vísa Sig-
urðar Magnússonar frá Gafli í Víðidal,
kannske vegna þess að mér finnst hún eiga
svo vel við sjálfan mig:
Grœna hjalla gyllir sól
grös í halla skína.
Upp til fjalla fann ég skjól
fyrir galla mína.
Með kœrri þökk fyrir
lesturinn bœði nú og áður.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is