Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
...r.vinii. ..
Fjórða hver jörð skipulögð fyrir fnstundabyggð
eða aö hluta.
Gríðarlegar breyt-
ingar hafa á umliðnum
árum orðið á búsetu og
eignarhaldi í dreifbýb.
Landnotkun breytist
ört og verðlag á jarð-
næði hefur hækkað. Bú-
jörðum er nú víða skipt
upp í smærri skika til
annarra landnota en
áður var og virðist sem
lagarammi hér á landi
sé mjög rúmur í því
samhengi. Þessi þrótm
hefur áhrif á möguleika
til áframhaldandi notk-
imar lands til landbún-
aðar og hafa margir af
því áhyggjur að veru-
lega þrengi að mögu-
leikum til landbúnaðar
á Suður- og Vestur-
landi. A sama tíma og
erfiðara er að festa kaup á jarðnæði
til búskapar hefur hagur margra
landeigenda batnað mikið þar sem
efdrpum efrir landi hefur aukist og
sumir velja þann kost að selja fremtu-
en að halda áfram búskap.
Síðastliðinn miðvikudag var fjöl-
mennt málþing haldið á Hvanneyri
þar sem fjallað var um skipulag og
búsetuþróun í dreifbýli á undanföm-
um ámm og var Vestur- og Suður-
land sérstaklega skoðað í því sam-
hengi enda þróun frístundabyggðar
orðið hröðust þar.
Meðal frummælenda á ráðstefn-
unni var Sölve Bæmg frá landbún-
aðarháskólanum í Asi í Noregi, sem
fjallaði um verulega stífa löggjöf
Normanna um kaup og sölu land-
búnaðareigna þar í landi. Þar era
reglur svo stífar að ef menn eiga
jarðir verða þeir að búa á þeim. Slíkt
er í ravm algjör andstaða við það sem
hér á landi viðgengst og lýsir sér
þannig að landeigendur geta t.d. selt
jarðir í heilu lagi eða bútum, til ým-
issa nota og breyta þá gjaman notk-
un þeirra án þess að við því sé amast
af hálfu stjórnvalda. Atli Már Ing-
ólfsson, lögfræðingur frá landbún-
aðarráðuneytinu sagði m.a. í erindi
sínu að sveitarfélög hefðu á tmdan-
fömum árum samþykkt í flestum til-
felltun án athugasemda þegar breytt
væri nýtingu jarða; þær seldar í hlut-
um til annarra nota en landbúnaðar
og skipulagi breytt. Taldi hann að
skerpa þyrfri á öllu efrirlití af hálfu
KortiS sýnirjaröir á Vestur- og Suöurlandi sem skipulagðar hafa veriðfyrir fi-ístundabyggð ýmist í heild
Heimild: Skipulagsstofhun.
verið ráðstafað undir frístunda-
byggðir. Það ber þó að hafa í huga
að þótt land sé á aðalskipulagi ráð-
stafað undir ffístundabyggð er ekki
víst að svo verði. Það fer eftír mark-
aðsaðstæðum á hverjum tíma.
I samanburði við þessa þróun á
Vesturlandi sýndi Stefán Thors tölur
sem Skipulagsstofriun hefur tekið
saman um skipulagðar frístunda-
byggðir á svæðinu frá Borgar-
byggð í vestri til og með
Rangárþings eystra í austri. A
svæðinu em samtals 28 sveitar-
félög og era þar með tahn sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu og á Suðurnesjum. A svæð-
inu em um 2100 jarðir og var
þann 1. október sl. búið að gera
ráð fyrir að á 510 þeirra verði
frístundabyggð, eða sama hlut-
fall að meðaltali og raunin er í
Borgarfirði. (Sjá mynd).
sveitarfélaga og ráðuneytisins og því
verði betur ffamfylgt að farið verði
eftír samþykktu aðalskipulagi hvers
landsvæðis þegar land skiprir um
eigendur og notkun þess breytt.
Mest aukning
í Hvalfj arðarsveit
Stefán Thors, skipulagsstjóri fjall-
aði um skipulagsáætlanir og breyt-
ingar á búsetu á liðnum áram. Sýndi
hann m.a. mjög athyglisverða mynd
sem sýndi sUpulagðar frísmnda-
byggðir á suðvestur- og vesturhluta
landsins. Þar hefrir þróun verið ör í
þá átt að jarðir séu teknar úr hefð-
bundinni landbúnaðarnotkun og
gerðar að ffístundajörðum. I Borg-
arfirði era nú einungis 3 sveitarfélög
efrir sameiningar sl. vor og er í þeim
öllum vaxandi fjöldi frístundajarða.
„A síðusm 10 árum hefur í heild
orðið 117% aukning í ráðstöfun
lands fyrir ffístundabyggð í sveitar-
félögunum Borgarbyggð, Skorra-
dalshreppi og Hvalfjarðarsveit. I
Borgarbyggð er nú alls 85 jörðum af
453 ráðstafað tmdir ffístundabyggð í
einhverjum mæli, í Skorradalshreppi
10 jörðum af 22 og í Hvalfjarðarsveit
39 af 74 jörðum. Mest aukning hef-
ur á undanfömum 10 ámm orðið í
Hvalfjarðarsveit, eða 340% aukning
sem er að stórum hluta tilkomin
vegna nýs aðalsUpulags fýrir fýrram
Leirár- ogMelasveit og Hvalfjarðar-
strandarhrepp. Um fjórðungur jarða
í þessum sveitarfélögum hefur því
Sumarhús byggð
„fullvaxin“
Það er ekU aðeins að svæð-
um fyrir ffístundabyggð fjölgi
heldur hefrir orðið nánast bylt-
ing í stærð sumar/heilsárshúsa
sem byggð era á ffístundajörðum í
dag. Stefán Thors sagði að fyrir árið
1998 hafi stærð húsa almennt verið
undir 60 frn auk 10 ffn geymslu. Eft-
ir árið 1998 var farið að ákvarða
stærð húsa í deilisUpulagi en í dag er
þróunin sú að stærðir húsa séu að
færast í 100 - 300 ffn auk gestahúsa
eða geymsluhúsnæðis sem oft era að
stærð 25 - 40 ftn. Þá er algengt að
steyptir grunnar séu undir húsunum
og kjallari. Því má segja að á nýhðn-
um áram séu einkum byggð hús sem
í huga margra eiga fátt sameiginlegt
með sumarbústöðum eins og þeir
vora, heldur miUu ffemur um að
ræða heilsárshús með alla þá kostí
sem góðum íbúðarhúsum fylgir.
Hátt jarðaverð í flestum
tilfellum jákvætt
Auk þeirra frummælenda sem
nefridir vora hér að ffaman hélt
Torfi Jóhannesson, fonnaður sUpu-
lags- og byggingarnefridar Borgar-
byggðar erindi og Magnús Leó-
poldsson fasteignasali fjallaði um
fasteignamarkað í dreifbýli. Torfi fór
yfir þær breytingar sem orðið hafa á
umfangi landbúnaðar í dreifðum
byggðum síðustu áramgina. Hann
bentí á að um væri að ræða samfellda
þróun ffá því um 1875 sem ekU sæi
fyrir endan á ennþá. Landbúnaður-
inn gætí ekU staðið undir búsetu
sveitanna og því þyrfti að eiga sér
stað nokkurs konar þéttbýhsvæðing í
dreifðum byggðum. Torfi spáði því
að lögbýlið, sem undirstaða mannlífs
og byggða, færi halloka fyrir bland-
hluta jarða sirma tíl að greiða niður
skuldir eða til að fjármagna fram-
kvæmdir. Þannig fælust einnig miUl
tæUfæri í háu jarðaverði. Það er ekk-
ert nýtt við að jarðir séu hlutaðar
sundur eða sameinaðar og sú þróun
þarf ekU að vera hættuleg í sjálfu sér.
Að lokum fjahaði Torfi um aukna
ffístundabyggð á bújörðum. Hann
benti á að í mjög mörgum tilfellum
væri frístundabyggð sUpulögð á
landsvæðum sem ekU henmðu vel
til hefðbundins landbúnaðar og
nefridi Skorradal og Munaðarnes
sem dæmi. Þannig skapar ásókn
fólks í sumarhús ný tæUfæri og get-
ur farið vel með öðrum rekstri. Það
eina sem væri varasamt í núverandi
þróun er þegar félög eða einstak-
lingar eiga margar jarðir án þess að
hafa áform um búsetu á þeim. Það
skapar eyðisveitir.
Erlent eignarhald
neikvætt
Magnús Leopoldsson, fasteigna-
sali taldi varasamt að félög og út-
lendingar gætu eignast jarðir. EkU
þyrfri að óttast að Islendingar söfri-
uðu jörðum - það hefði oft gerst
áður í sögunni. EinstaUingar sUlja á
endanum við þennan heim og þá
Frá ráðstefiunni á Hvanneyri, en þar var salurinn þe'ttskipaður.
Ljósm: AÞ
aðri búsem sem væri í ratm forsenda
þess að sveitimar lifi af. Hann fjall-
aði einnig um hækkandi jarðaverð
og taldi það að flesm leyti jákvætt.
Verra hefði verið þegar jarðaverð var
of lágt til að bændur gæm selt jarðir
sínar með hagnaði. Hátt jarðaverð
gerði bændum einnig Ueiff að selja
sUptist eignarhald jarðarma á erf-
ingja. Félög á hinn bóginn deyja
ekU og geta auðveldlega komist í
eigu erlendra fjárfestingasjóða.
Þannig gæti þjóðin glatað yfirráðum
yfir eigin landi og slíM ætti að varast.
MM
PISTILL GISLA
Ég veit ekki af hverju það
er. Kannski er það vegna þess
að ég hef aldrei migið í saltan
sjó og kann best við mig í af-
dölum sem fjærst brimi og
boðaföllum að ég hef alla tíð
haft ákveðna fordóma gagn-
vart sjávarútvegsráðherrum.
Ekki það að þeir hafi verið
mikið að þvælast fyrir mér úti
í móa eða flóa. Þessir fordóm-
ar eru með öðrum orðum eitt
af því fjölmarga í mannlegu
eðli (eða mínu eðli öllu held-
ur) sem erfitt er að útskýra á
fullnægjandi hátt.
Hvað um það þá slaknaði
heldur á þessum fordómum
þegar núverandi sjávarútvegs-
ráðherra tók sig til einn
þokkalegan veðurdag í síðustu
viku og gaf út veiðileifi fyrir
hval. Enda veit sjálfsagt eng-
inn betur en einmitt hann að
það er nauðsynlegt að vera
með veiðikort þegar lagt er af
stað á veiðislóð. Þetta kom
mér skemmtilega á óvart enda
er ég, líkt og sjálfsagt flestir
aðrir gamlir hvalskurðar-
menn, búinn að bíða spenntur
eftir þessum tíðindum í átján
ár.
Það kom mér hinsvegar
ekkert á óvart þó viðbrögðin
við útgáfu hvalveiðikortsins
yrðu ekki allsstaðar þau sömu
og mín. Satt að segja átti ég
von á því að þau yrðu enn
meiri. Hinsvegar er það svo,
eins og oft áður, að það er
reynt að gera mikið úr litlu.
Það er blásið upp að þeir sem
hafa atvinnu af að sína útlend-
ingum hval á lífi séu ekki par
hrifnir. Ég er heldur ekki hrif-
inn af öllu sem gert er og það
kæmi sér vissulega betur fyrir
mína hagsmuni ef eitt og ann-
að væri gert öðruvísi en
reyndin er.
Það er líka blásið upp að
tveir eða þrír umhverfisráð-
herrar í útlöndum fordæma
hvalveiðarnar. Það er hins-
vegar minna gert úr því að
þeirra málflutningur byggir
að stórum hluta á augljósri
vanþekkingu. Það er líka tölu-
vert látið með það að Græn-
friðungar hafa sent frá sér
stöðluð mótmæli á eyðublöð-
um sem þeir áttu á lager.
Skemmtilegustu fréttirnar
af viðbrögðum við hvalveið-
um finnst mér þó vera af for-
svarsmönnum alþjóðlegrar
sjávarútvegsráðstefnu sem
halda átti hér á landi. Vegna
hvalamorðanna var víst
ákveðið að halda ráðstefhuna
frekar í Noregi. Sem er nokk-
uð skemmtilegt vegna þess að
Norðmenn hafa í raun aldrei
hætt að veiða hval, þrátt fyrir
boð og bönn. Síðan var ekki
laust við að ég táraðist yfir
fréttum af því að hvalveiðarn-
ar gætu hugsanlega haft hugs-
anleg áhrif á Nylonútflutning
frá Islandi. Með öðrum orð-
um þá óttast umboðsmaður
smápíkusveitarinnar Nylon
að Bretar kunni að skrúfa nið-
ur í tónlist sveitarinnar vegna
hvalveiðanna. Ég reyni þó að
brosa í gegnum tárin, meðal
annars í ljósi þess að hvalur-
inn er þó hrein náttúruafurð
og því betri fyrir ímynd þjóð-
arinnar en einhver gerviefhi.
Gísli Einarsson,
hvalskurðarmaður.