Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
jntasijnu^
Akraneshöllin vígð við hátíðlega athöfii
Akraneshöllin, hið nýja fjölnota
íþróttahús á Akranesi, var vígt við
hátíðlega athöfri á laugardaginn var.
Mikið fjölmenni var saman komið
og margt góðra gesta, meðal annars
ráðherrarnir Sturla Böðvarsson,
Magnús Stefánsson og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúar
sveitarfélaga á Vesturlandi, foiystu-
menn í íþróttahreyfingunni og
margir fleiri.
I tilefni 60 ára afmælis Iþrótta-
bandalags Akraness og vígslu hallar-
innar heiðraði IA 29 einstaklinga
sem unnið hafa ötullega innan
hreyfingarinnar á fiðnum áratugum.
Meðal dagskráratriða var söngur
bama úr Söngskóla Huldu Gests,
fiðlusveit Tónlistarskólans á Akra-
nesi lék og ýmsir fluttu ávörp. Séra
Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á
Akrahesi blessaði mannvirkið. Gísli
Gíslason hafnarstjóri og fyrrverandi
bæjarstjóri stjómaði samkomunni.
I ávarpi Gunnars Sigurðssonar
forseta bæjarstjómar kom ffam að
byggingarkostnaður hússins væri
rúmar 400 milljónir króna.
Þá var opnuð ljósmyndasýning
með stiklum úr sögu IA að hætti
Friðþjófs Helgasonar, bæjarlista-
manns. Sýninguna opnuðu þau
Hallbera Leósdóttir, eiginkona Rík-
arðs Jónssonar og Helgi Damelsson
faðir Friðþjófs. Að lokinni vígslu
hússins var öllum viðstöddum boðið
að skoða sýninguna og yngri kyn-
slóðin gat bmgðið á leik í ýmsum
leiktækjum sem komið hafði verið
upp í höllinrú.
Á þessum hátíðisdegi komu marg-
ir færandi hendi og hæst bar þegar
Gunnar Sigurðsson forseti bæjar-
stjórnar afhenti IA eina milljón
Margt góSra gesta var vií vígsluna og í forgrunni fulltrúar yngri kynslóSarinnar.
Sveinbjöm Sveinbjömsson frá SS verktökum, sem byggði húsió, afhenti Akranesbæ jyrstu
fimm mörkin í húsið. Gunnar Sigurðsson, forseti bœjarstjómar tekur hér við sérstöku
spjaldi því til staðfestingar.
króna að gjöf ffá Akraneskaupstað.
Einnig færði verktakinn við bygg-
ingu hússins, SS-verktakar hf., hús-
inu fimm mörk að gjöf og Knatt-
spymusamband Islands færði húsinu
tugi bolta að gjöf.
Heiðursmerki afhent
Þeir sex einstaklingar sem hlutu
æðstu viðurkenningu IA, heiðursfé-
lagatitil em: Guðjón Guðmtmdsson,
Gunnar Sigurðsson, Helgi Daníels-
son, Helgi Hannesson, Magnús
Oddsson og Þorsteirm Þorvaldsson.
Heiðursgullmerki IA hlutu 8 ein-
staklingar að þessu sinni sem hafa
unnið ff ábært starf í þágu bandalags-
ins eigi skemur en 30 ár. Þeir era:
Alfreð Viktorsson, Hannes Þor-
steinsson, Haraldur Sturlaugsson,
Hörður Ragnarsson, Ingunn Rík-
harðsdóttir, Jón Rtmólfsson, Reynir
Þorsteinsson og Ævar Sigurðsson.
Heiðurssilfurmerki IA hlutu að
þessu sinni 15 einstaklingar sem hafa
tmnið frábært starf í 20 ár í þágu
bandalagsins. Þeir em: Björn Jóns-
son, Elín Hannesdóttir, Erla Karls-
dóttir, Georg Janusson, Gísli Gísla-
son, Guðjón Þórðarson, Guðmtmd-
ur Páll Jónsson, Jóharmes Guðjóns-
son, Jón Gunnlaugsson, Olafur
Þórðarson, Ragnar Sigurðsson,
Ragnheiður Runólfsdóttir, Rósa
Halldórsdóttir, Þórdís Arthúrsdóttir
og Þröstur Stefánsson. Það var Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sem afhenti
heiðursverðlaunin. Heiðursmerkin
hannaði Dýrfinna Torfadóttir sér-
staklega fyrir Iþróttabandalagið.
MM
Böm úr Söngskóla Huldu Gests tóku nokkur lög.
Þeir hlutu heiðursmerki IA á laugardaginn. Frá vinstri: Magmís Oddsson, Guðjón Guð-
mundsson, Helgi Hannesson, Þorsteinn Þorvaldsson, Helgi Dam'elsson og Gunnar Sig-
urðsson. Þá Þorgerður Katrín Gunnarsdótti?; menntamálai-áðherra og Sturlaugur Stur-
laugsson, formaður aðalstjómar IA.
Heiðursgullmerkjahafar ÍA.
Þaufengu heiðurssilfurmerki ÍA.
e
%r
Þrjár leiðir koma til greina í upp-
byggingu sundlauga á Akranesi
Stjóm Sundfélags Akraness
kynnti bæjarráði fyrir skömmu
þrjár leiðir í sundlaugarmálum á
Akrnesi. Núverandi mannvirki og
aðstaða til æfinga er ekki nógu góð
og nauðsynlegt að fara í fram-
kvæmdir til að enn betri árangur
náist. „Hin öfluga Ragnheiður
Runólfsdóttir, yfirþjálfari liðsins,
hefur ásamt samstarfsfólki sínu náð
merkum áföngum í stmdi og er lið-
ið nú í fremstu röð sundfélaga yfir
landið auk þess sem það hefur vak-
ið á sér athygli fyrir sterka stmd-
menn frá ekki stærra sveitarfélagi,“
segir í bréfi stjórnarinnar.
Stjórn félagsins leggur til þrjár
mismunandi leiðir í sundlaugar-
málum. I fyrsta lagi að stækka nú-
verandi laug á Jaðarsbökkum í 8
brauta 50 metra innilaug, með
möguleika á að tvískipta lauginni
þannig að í grynnri endanum verði
kennsla og leiksvæði en í þeim
dýpri verði nægt pláss fyrir sundæf-
ingar og almenningssund. Að auki
verði gert gott útisvæði. Kosturinn
við þessa tillögu segir stjórnin þann
að þar með sé fundin framtíðar-
lausn á stmdlaugamálum á Akranesi
en jafhffamt em ókostirnir þeir að
loka þurfi lauginni á meðan á fram-
kvæmdum stendur.
Önnur leiðin er sú að gerð verði
ný yfirbyggð 8 brauta, 25 metra
kennslu- og keppnislaug með
tengibyggingu við íþróttamiðstöð-
ina, en gamla laugin verði óbreytt
og tengd útisvæði. Kostirnir við
þessa tillögu eru þeir að ekki þarf
að loka gömlu lauginni, hægt að
byggja hratt upp og í áföngum auk
þess sem sundmót ættu ekki að
tmfla rekstur. Þriðja tillagan er að
gerð verði ný 8 brauta 25 metra
kennslu- og keppnislaug og byggt
yfir báðar laugarnar í einu húsi en
auk þess verði gert gott útivistar-
svæði. Kostirnir em þeir að lítið
þurfi að loka gömlu lauginni, sund-
mót trafla ekki rekstur, ekki verði
árekstur milli sundæfinga, kennslu
og almenningssunds. Ókostirnir
eru hins vegar þeir að með þessu
verði sundlaugarnar tvær og lengd
lauganna verði óþarflega mikil.
Þessar leiðir telur Stjórn Sundfé-
lagsins eðlilegar í samanburði við
þá þróun sem á sér stað um allt land
í sundlaugarmálum og vonast effir
að tillögur félagsins verði skoðaðar
hjá bæjaryfirvöldum og lausn verði
fundin til þess að stuðla að frekar
árangri sundfólks á Akranesi.
KH/ljósm. Hilmar Sigv.s.
Leikstjórinn Asa Hlín Svavarsdóttir ásamt leikurum.
Maðurí
mislitum sokkum
í byrjun nóvember mun Ung-
mennafélagið Islendingur frum-
sýna leikritið Maður í mislitum
sokkum. Verkið er gamanfarsi effir
Arnmund Backman. Undanfarið
hafa staðið yfir æfingar í félags-
heimilinu Brún og hafa þær gengið
vel og mikið verið hlegið. Leik-
stjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir en
hún hefur víða komið við bæði sem
leikari og leikstjóri. Leikendur era
átta talsins og koma ffá Hvanneyri
og nágrenni en leikritið fjallar um
gamlan mann sem ratar ekki heim
því hann hefur misst minnið og
skrautlegum tilburðum nokkurra
vina við að koma honum til síns
heima. Þeir sem hafa gaman af
góðu gríni ættu ekki að missa af
þessu. GB
Helgi Pétur
semur að
nýju við ÍA
Helgi Pétur Magnússon hefur gert
samning um að leika með liði ÍA
næstu tvö árin. Vegna meiðsla lék
Helgi Pétur lítið með liði ÍA á liðnu
sumri og seinni hluta sumars var
hann lánaður til HK.
HJ
t