Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2006, Side 18

Skessuhorn - 25.10.2006, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 ^ttUsunu.. i T^GfltlitltU-^ / Jóhanni Arsœlssyni svarað Umræður um umfcrðaröryggismál og ffamkvæmdir við vegagerð eru stöðugt viðfangsefni . Eg fagna því enda mikilvægt að fá ffam þau öflugu sjónarmið sem eru uppi í samfélaginu um að bæta þurfi vegakerfið og auka öryggi í umferðinni. Enginn hefur skrifað og talað meira um það en undirritaður hin síðari ár og ég hef beitt mér fyrir aðgerðum sem skipta miklu máli. I ffamhaldi af fundi tnn umferðar- mál á Kjalamesi beinir Jóhann Ár- sælsson nokkrum spumingum til mín varðandi vegamannvirki og hraðakst- ur á svæðinu. Setur hann þar ffam á- bendingar um skammtímaaðgerðir og langtímaaðgerðir. Rétt er að hraða verður svo sem unnt er áffamhaldandi uppbyggingu vegarins um Kjalames í því skyni að auka umferðaröryggi og afkastaget- una. I samgönguáædun, sem nú er á lokastigi áður en fjallað verður um hana á Alþingi, er gert ráð fyrir þess- um verkefhum. Ég vil minna á þá ákvörðun ríkis- stjómarinnar að leggja sérstaka fjár- muni í að byggja upp stofhvegina út ffá höfuðborgarsvæðinu, bæði Vest- urlandsveg og Suðurlandsveg. Vega- gerðin hefur þegar hafist handa við að undirbúa fyrstu aðgerðir og mun á næstunni leggja ffam áætiun um út- færslu á endurbótum á veginum um Kjalames. Má segja að þegar séu komnar af stað þær skammtímaað- gerðir sem Jóhann Arsælsson leggur til. Meðal þeirra er til dæmis að koma upp hringtorgi á vegamótum Vestur- landsvegar og Þingvallavegar og bæta tengingar við þéttbýlið á Kjalamesi. Með þessu tvennu, auknu fjár- magni sem til ráðstöfunar er strax, og þeim verkefnum sem samgöngu- áætlun gerir ráð fyrir, em þessi mál komin í skýran farveg. Jaftiffamt þessu er rétt að íhuga ábendingar greinarhöfundar um hvort lækka eigi ökuhraða á lengri köflum á Kjalarnesvegi miðað við það sem en nú er. Því mun ég beina til þeirra að- ila sem um það fjalla. Astæða er til þess að vekja athygli á því að verið er að setja upp hraðamyndavélar á Vesturlandsvegi upp í Borgames í þeim tilgangi að fylgjst með hraðakstri og koma í veg fyrir lögbrot í umferðinni. Að lokum vil ég þakka Jóhanni fyrir skrifin og hvetja hann til þess að gera allt sem hann getur til þess að auka skilning forastu Samfylk- ingarinnar á því að bæta þurfi vega- kerfið og það þurfi einnig að gerast utan höfuðborgarsvæðisins. Mjög vaxandi umferð, fjölgun bíla, auknir flutningar vegna mikillar grósku í samfélaginu, allt kallar þetta á betri vegi og hraðari uppbyggingu þeirra. Eins og fram kemur í fjárlagafrum- varpi ríkisstjómarinnar, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, er mikil áhersla lögð á samgöngumálin. Þau em í forgangi. Eg hef ekki orðið þess var að forysta Samfylkingarinnar hafi fagnað því sérstaklega... Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Ágæti lesandi. Hverja vilt þú sjá á Alþingi Islend- inga? Hverjar em þínar áherslur í málefnum þjóðarinnar? Hvernig vilt þú sjá samfélag okkar þróast á næstu árum? Svarið við þessum spurning- um gefur þú í kosningunum í vor. Nú er hafinn undirbúningur Al- þingiskosninganna og á næstu vik- um og mánuðum verður fólk vahð á ffamboðslista stjómmálaflokkanna. Aðferðirnar eru margvíslegar, en misjafiilega fallnar til að tryggja að- komu kjósenda að valinu. Nýr markaðs- stjóri BIFRÖST: Listakonan Rebekka Rán Samper hefur tek- ið við starfi Bárðar Arnar Gunn- arssonar, sem markaðsstjóri Há- skólans á Bifröst ffá og með 1. nóvember. Rebekka er mennmð í listfræðum ffá Barcelona en auk þess lauk hún MBA prófi í viðskiptaffæði sl. vor. Rebekka hefur áðttr starfað við hönnun, leiðsögumennsku, fjölmiðlun, verkefnastjórn á sviði ýmiss konar lista og fleira. -kh Á kjördæmisþingi Samfylkingar- inar sem haldið var á Isafirði í haust var ákveðið að ffam skyldi fara próf- kjör um skipan efstu sæta framboðs- listans fyrir næstu Alþingiskosning- ar. Prófkjörið fer ffam 28. og 29. október og með póstkosingu sem þegar er hafin. Mikilvægt er að sem flestir notfæri sér möguleikann á að hafa áhrif á listann, mæti á kjörstað eða kjósi í póstkosningunni. Þar er fagnaðarefni hversu margir hafa boðið sig ffam í efsm sætin á lista Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi. Allt er það frambærilegt og gott fólk sem sómi er að. Þátttaka og virkni Undirritaður býður sig ffam til að leiða ftstann, sækist eftir 1. sæti hans. Hvers vegna geri ég það? Eg hef allt mitt líf verið mikill áhugamað- ur um félagsmál og stjórnmál. Eg er upprunninn á Dröngum á Ströndum, í einhverri afskekkmsm sveit á Islandi, en hef síðusm tvo áratugi búið í nágrenni við mesta þéttbýli landsins. Hvar sem ég hef verið, hef ég lagt mig fram um að vera virkur þátttakandi og gerandi ef mér hefur verið falið það hlut- verk. Eg hef síðustu ár verið í for- ysm fyrir sókn Akraness til fram- fara á öllum sviðum og hef löngun til þess að nota mína f j ö 1 þ æ 11 u reynslu til þess að vinna að hagsmunamálum alls kjördæm- isins. En til þess að svo geti orðið þarf ég stuðning í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Áhugi og þekking Eg þekki kjördæmið vel. Uppruni mirrn veldur því að ég hef fylgst vandlega með málefnum fólks í hin- um dreifðu byggðum og áhuga minn á sjálfbærri nýtingu náttúm- gæða hef ég sýnt í verki, þar ég stunda ásamt systkinum mínum ár- angursríkan hlunnindabúskap í heimahögunum á Ströndum. Eg er þess fullviss að reynsla mín og þekking á málefnum sveitarfé- laga, á atvinnulífinu og á samfélags- málefnum almennt sé gott vegar- nesti. Eg hef kynnst högum fólksins í kjördæminu og viðhorf mín og hugmyndir um nýtingu landsins gæða ættu að koma sér vel í störfum fyrir kjördæmið. Sveinn Kristinsson J^ötlttitltl^,, Eg setþrjú mál á oddinn Eftir glæsilega fundarherferð að undanfömu í tengslum við prófkjör Samfylkingarinnar í NV kjördæmi styttist mjög í sjálff prófkjörið sem verður laugardaginn 28. október og stmnudaginn 29. október. Eg hef tekið þátt í þessu skemmtilega ferli ásamt meðffambjóðendum mínum og áhugafólki víðsvegar um kjör- dæmið. Þetta ferðalag hefur verið mikill lærdómur fyrir mig sem fram- bjóðanda og einstakling. Gaman hefur verið að heyra í öllu því fólki sem hefur sýnt fundarherferðinni á- huga og oftast sköpuðust mjög mál- efnanlegar og góðar umræður sem vom fundarmönnum til sóma og sýndu að töluverður áhugi er fyrir stjórnmálaumræðu, sem betur fer. Við stjómmálamennirnir þurfum að vera duglegri við að halda umræð- unni á lofti fyrir okkur öll, alltaf. Einkum em það þrjú málefni sem mig langar til að setja á oddinn í komandi starfi mínu fyrir kjördæm- ið. I fyrsta lagi em það málefni sveit- arfélaganna sem nauðsynlegt er að laga en tekjuskipting ríkis og sveitar- félaga hefur skekkst undanfarin ár. T.d. em fleiri og fleiri Islendingar sem afla tekna í gegnum fjármagn en ekki hefðbundna launþegavinnu. Fjármagnstekjur bera 10% skatt sem rennur allur til ríkisins og þar með verða sveitarfélögin af skatttekjum sem myndast hjá íbúum þess. Þessu þarf að breyta hið snarasta því í nú- verandi kerfi býr óréttlæti sem eykur ójöfnuð á milli ríkis og sveitarfélaga og einnig getur þetta skapað ójöfnuð á milli sveitarfélaga sem ég tel afar óheppilegt. Sveitarfélögin eiga að fá fleiri verkeftii ffá ríkinu en fyrst verður að laga tekjuskiptinguna. Umhverfismál hafa skipað sess í mínu máli þar sem ég vil benda landsmönnum á tillögur Samfylk- ingarinnar í bæklingnum „Fagra Island“. Þar er mikilvægt skref stigið af hálfu Samfylkingarinnar þar sem náttúran fær að njóta vafans í ákvörðunum okkar um umhverfis- mál. Afdráttarlaus afstaða er tekin með verndtm helstu náttúraperlna landsins til framtíðar sem era heldur betur í hættu ef áframhaldandi stór- iðjustefna núverandi stjórnvalda fær að njóta sín. Hana verður að stoppa. Menntamál era mér hugleikin og ég tel menntun vera fykilinn að framtíðinni fyrir Islendinga. Við þurfum að efla menntun í landinu samgönguráðherra Ég gladdist þegar ég heyrði álykt- un Samtaka verslunar og þjónustu um samgöngumál. Bent er á sömu atriði og ég hef verið að fjalla um í mæltu máli og rituðu, allt ffá því ég tók sæti á Alþingi, að vegakerfi landsins er allsendis ófullnægjandi, í einu orði sagt stórhættulegt. Umferðarspá fyrir Vesturland, sem gilda átti til 2012, fór ffamúr um 1000 bíla í fyrra. Þungi flutn- ingabíla hefur molað undirstöður og valdið missigi. Nú er unnið að síðari hluta vegar yfir Þverárfjall og harm hafður metra breiðari en fyrri hlut- inn sem lokið var við fyrir 2 áram. Ástæðan: Miklu meiri umferð en reiknað var með. Allt vísar í sömu átt nema eitt. Viðbrögð ríkisstjóm- arinnar. Fjárframlög til vegamála þurfa að sjálfsögðu að stóraukast. Það er smánarlegt að á sama tíma og hags- munasamtök í landinu vara við úr sér gengnum vegum vegna aukinnar umferðar er mörg þúsundum íbúa landsins boðið uppá að aka eftír hol- óttum malarvegum á þjóðvegum, þeim einu leiðum sem Hggja milli þeirra og höfuðborgar landsins. Að ég tali ekki um alla vegakaflana þar sem búast má við grjóthruni, snjó- flóðum eða aurflóðum. Og allir fjallvegirnir og hálsarnir sem enn eru einu samgönguleiðir milli byggða. Landsmenn, bæði íbúar höfuð- ins og lands- b y g g ð a r , verða að horfast í augu við að sam- göngukerfið íslenska hefur verið svelt í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þeir sem hafa haldið um taumana undan- farin kjörtímabil lifa ekki í nútíman- um og þeim verður að koma ffá. Þeir hafa leikið ljótan skollaleik þar sem þeir hafa stært sig af ffamlögum til vegamála fyrir kosningar en tekið til baka jafinharðan að kosningum loknum. Og að bera saman ffamlög til vegaffamkvæmda fyrir áratug og nú er besti vitnisburðurinn um að viðkomandi Hfir ekki í nútímanum, er úreltur. Við eigum réttmæta kröfu á að ferðast við þær öraggustu aðstæður sem nútíma tækni býður, á láglendi, breiðum vegnum með bundnu sHtlagi. Samtök verslunar og þjónustu hafa lög að mæla. Að sjálfsögðu þarf að stórauka fjármagn, setja sérháleit- ari og nútímalegri markmið varð- andi vegaffamkvæmdir og tímasetja þau. Eins og ég benti nýlega á í grein á heimasíðu minni www.althingi.is/akg Ég fagna liðsinni Samtaka versl- tmar og þjónustu í baráttunni fyrir nútíma samgöngum og gegn úrelt- um hugsunarhætti. Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi *etitutiti~^ö Styðjum Guðbjart Hannesson tiljmystu Samfylkingafólk í Norðvestur- kjördæmi gengur til prófkjörs um skipan framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Ljóst er að það er mikill hugur í samfylk- ingarfólki um allt kjördæmið sem endurspeglast í öflugum og glæsi- legum hópi frambjóðenda sem býður fram krafta sína til að koma stefnu Samfylkingarinnar á ffam- færi fyrir alþingiskosningarnar vor- ið 2007. Af ffambjóðendum vil ég þó sér- staklega nefna Guðbjart Hannes- son, skólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Þar hefur hann mótað og stýrt verkum í ffamsæknu skóla- starfi, sem eftir hefur verið tekið um allt land. Þá hefur Guðbjartur víðtæka þekkingu á sveitarstjórnar- málum með setu í bæjarstjórn á Akranesi og í stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi. Auk þess hefur hann aflað sér dýrmætrar reynslu af f j á rm á 1 a - heiminum með setu í bankaráði Landsbanka íslands. Hann hefur auk þess gegnt margs konar trúnaðarstörfum tengdum skóla,- íþrótta- og æskulýðsstarf- semi. Ágæta samfylkingafólk í Norð- vesturkjördæmi: Ég hef þekkt Guðbjart lengi og get fullyrt að við eram heppin að eiga þess kost að styðja Guðbjart Hannesson til for- ystu fyrir okkar hönd. Ég hvet sem flesta til þátttöku í prófkjörinu 28.- 29. október og skora á samfylking- arfólk um allt kjördæmið að velja Guðbjart sem leiðtoga okkar í komandi kosningum. Sigurður Már Einarsson, fiskifrœðingur Borgamesi. enn ffekar og þar Hggja tækifæri fyr- ir landsbyggðina. Af menntun skap- ast fjölbreytni, nýsköpun og ffum- kvæði sem brýn þörf er á, sérstaklega fyrir landsbyggðina. Ég vil efla grunnmenntun í landinu og tel það vera heppilegustu leiðina til að auka árangur menntakerfisins. Fyrsta skrefið er að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið og vinna þannig að gjaldffjálsum leikskólum sem myndi bæta hag margra fjöl- skyldna. Veita þarf grunnmenntun meiri athygli í landsmálaumræð- unni. Ágætu kjósendur, það er von mín að þátttaka verði góð í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í NV kjördæmi og vilji fólksins fái því ráð- ið hverjir taka að sér forystuhlut- verkið í komandi þingkosningum. Samfylkingin þarf að komast til valda svo landsmenn fái notið þeirra miklu vinnu sem ffam hef- ur farið í flokknum að undanförnu. Samfylkingin býður upp á metnaðarfullar leiðir til að efla land og þjóð til ffamtíðar. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér stefnu flokksins í málefnum þjóðar- innar sem byggir á hinum klassísku gildum jafnaðarmanna; jöfnuði, ffelsi og samábyrgðar. Einar Gunnarsson Höf býður sigfram í 5. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri semframfer helgina 28. og 29. október.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.