Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 2006 jaWSUHl/.. Betur vinnur vit en strit Sveitungi minn einn var orðlagð- ur fyrir leti. Mikið var rætt um hvemig í ósköpumnn hann hefði haft dug í sér að geta konu sinni böm. Granni hans hafði svar við því. Kona hans var svo séð að láta karl sofa fyrir innan sig í rúminu. Hann þurfti því að klifra yfir hana þegar farið var fram úr. Þreyttir menn þurfa að hvíla sig, því var ágætt að stoppa á miðri leið á bakaleiðinni ef hann þurfti að kasta af sér vatni á nóttunni. Hæna var það heillin! I hverri sveit er nauðsynlegt að hafa einn til að segja sögur af og tala um, það litar mannh'fið. An efa þekkjum við öll ffásagnir af einhverjum grönnum okkar sem vom á einhvem hátt öðmvísi en aðrir. Yfirleitt em þessir menn ríkari af æðruleysi en við hin, enda þurfa þeir ugglaust á því að halda. í gamla daga var mikið af „örðuvísi" fólki þar sem ég ólst upp. Menn og konur sem skám sig úr fjöldanum, einhverra hluta vegna. Þessu fólki hefúr fækkað mikið, nú em flestir „eins“. Sem betur fer eimir enn af þessu í sveitinni, þar er normalkúrfan ekki eins rismikil og í kaupstaðn- um. Eitt sinn heyrði ég sögu af bræðmm sem vom að fara í kaupstaðinn með foreldrum sín- um. Stráksamir vom að dunda sér úti á hlaði þar til hægt væri að leggja af stað. Þegar pabbinn kemur út, sér hann að það er sprungið á bílnum. Skottið er opnað í miklu snarhasti og þá fljúga allar hænur heimilisins þaðan upp. Höfðu stráksamir potað þeim í skottið meðan for- eldramir vom að taka sig til. Gaman hefði verið að sjá við- brögðin ef skottið hefði ekki ver- ið opnað fyrr en á plani kaupfé- lagsins í Borgamesi. Botnlokan á sínum stað Eitt sinn um réttir var faðir að reyna að fá son sinn til að koma og hjálpa sér við að draga fé. Sonurinn sagðist ekki geta kom- ið, hann væri að drepast í rassgat- inu. „Og andskotinn hafi það drengur, ekki dregur þú með rassgatinu“ sagði pabbinn stuttur í spuna. „Ekki dreg ég rassgats- laus,“ svaraði sonurinn að bragði. Minjavemd ríídsins Svo var það góður vinur minn sem átti bílaútgerð. Hann var svona einn af þeim sem gat látdð gamalt og lélegt duga, þótt ótta- legt basl væri oft á útgerðinni, eitt bilaði og annað gafst upp. Þá var einum sveitunga að orði: Utgerðin var eintómt basl ekkert nema ryðgað drasl. Safngripir um alla sveit, standa þar, í grónum reit. Ekki fleira úr sveitinni að sinni. Meira síðar. Sveinn Kristinsson erfrábœr leiðtogi Síðastliðin átta ár hef ég verið bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Bæjarstjórn Akraness og átt þar náið samstarf með Sveini Kristins- syni sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Reynsla hans og þekking á flestöllum málefhum hefúr oft komið sér vel og var alltaf gott að leita til hans ef þurfti að fá önnur sjónarmið. Það er sama hvort var í skólamálum, fjármálum, velferðarmálum, atvinnumálum o.þ.h. þá benti hann á hinar ýmsu hliðar á málunum og kom þar víð- sýni hans sér vel. Býr hann að mik- illi reynslu hvort sem er í atvinnu- lífinu eða af sveitastjórnarmálum. Sú reynsla á eftir að hjálpa honum mikið ef hann kemst á Alþingi því oft hefur vantað þar inn fólk sem starfað hefur við allt á milli himins og jarðar, sjávar og sveita en það hefur Sveinn gert í áranna rás. Hann er af hinni vinnandi stétt sem er hverfandi af Alþingi, en byggir upp þjóðfélagið og því er hann í góðum tengslum við hinn venju- lega borgara. Sveinn er félagshyggjumaður ffam í fingurgóma og þolir ekki misrétti í hvaða mynd sem það er. Ræðusnilld hans er einstök og færni hans með tungumálið okkar er að- dáunarverð svo ekki sé meira sagt. Samstarf okkar Sveins var bæði gaman, gagnlegt og lærdómsríkt og treysti ég honum fullkomlega til að verða góður talsmaður jafnaðar, sanngirm og félagshyggju ef hann kemst á þing. Því hvet ég alla tdl að taka þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar um komandi helgi og tel ég flokkinn fá frábæran leiðtoga ef Sveinn Kristinsson leiðir listann í komandi Alþingiskosningum. Agústa Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi. T^ejininn—: Tökum þátt íprófkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi Frambjóð- endur í próf- kjöri Sam- fylkingarinn- ar í NV kjör- dæmi hafa verið að ferðast tun kjör- dæmið undarfarnar vikur og farið á vinnustaði og hitt fólk á förnum vegi. Það hefur verið ánægjulegt að ferðast með þessum samhenta hóp sem stendur þétt saman þó sam- keppnin um sætin sé hörð. Það hlýtur að teljast einsdæmi hve sam- heldnin er mikil í hópnum enda eru hér á ferð flokksfélagar sem hafa það sameiginlega markmið að koma til áhrifa í vor ríkisstjórn jafhaðar, réttlætis og samábyrgðar. Það sem gerir prófkjörið sérstakt er að frambjóðendum er ekki heim- ilt að gefa út efni eða auglýsa ffam- boð sitt sérstaklega í fjölmiðlum. Kjördæmisráð sér um að gefa út sameiginlegt kynningarefni um frambjóðendur og halda kynning- arfundi. Þessar reglur koma í veg fyrir að fólk þurfi að eyða milljón- um króna í kapphlaupið og því gefst fleirum kost á að taka þátt í próf- kjörinu. Kynningarefni varðandi frambjóðendur verður sent inn á öll heimili í kjördæminu á næstu dög- um. Prófkjörið er ekki aðeins opið flokksbundnum Samfylkingarfélög- um heldur gefst fólki utan flokksins kostur á að taka þátt með því að lýsa yfir stuðningi við ffamboðið í kjör- dæminu. Stuðningsyfirlýsingarnar verða ekki notataðar af flokknum heldur verður þeim fargað eftir prófkjörið. A þennan hátt er kjós- endum sem búa í kjördæminu og eru ekki flokksbundnir gefinn kost- ur á að hafa áhrif á uppröðun list- ans. Þeir sem verða ekki heima á kjördag eða búa fjarri kjörstöðum geta fengið kjörgögn send til sín í pósti með því að hafa samband við skrifstofu Samfylkingarinnar eða einstaka ffambjóðendur. Agætu íbúar í NV kjördæmi. Takið þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar sem ffam fer dagana 28. - 29. október nk. Notið tækifærið, hafið áhrif og takið þátt í að raða upp sig- urstranglegum lista fyrir alþingis- kosningamar í vor. Það skiptir máli ef við ætlum að koma til valda vel- freðarstjórn sem hefur að leiðar- ljósi; jöfnuð, réttlæti og samábyrgð. Bryndís Friðgeirsdóttir Flofúndur erfyrrverandi bæjarfull- trúi í Isafjarðarbæ og býður sigfram í 2. - 3. sæti Samfylkingarinnar í NV kjördæmi. Flún Margre't Helga Guðmundsdóttir, frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, er Borgfirðingur í húð og hár. Hún starfar við að passa böm á Hvanneyri og hóf nýlega slíkar rekstur með vinkonu sinni. Heyrum í henni hljóðið: -Pt 'mninn—. Kjósmn Karl tilforystu Um aðra helgi stendur yfir próf- kjör Samfylkingarinnar í Norðvest- urkjördæmi. Mikið mannval er í framvarðarsveitinni og vandi að velja. Til að auðvelda valið vil ég minna á afar laginn mann sem hef- ur komið í gegnum þingið, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu, tveimur þingsályktunum, með því að beita hógvæmm og jákvæðum málflutningi. Þingmannsefnið sem hér um ræðir er Karl V. Matthíasson prest- ur og fyrrverandi alþingismaður. Það á varla að þurfa að kynna hann - svo þjóðþekktur er hann af skrif- um sínum og störfum í þágu fólks hér í kjördæminu og reyndar á landinu öllu. Karl þekkir vel til í kjördæminu því þar hefur hann búið og lifað stærstan hluta ævi sinnar. Hann er kvæntur Sesselju Björk Guðmundsdóttur, leikskóla- kennara, sem er borin og barnfædd á Snæfellsnesi og eiga þau þrjú börn. Karl hefur starfað sem sjó- maður, kennari, prestur og alþing- ismaður í kjördæminu og vinnur nú sem prestur á svið áfengis- og fíkni- efnamála. I því starfi liggja leiðir hans víða um land - ekki síst í Norðvesturkjördæmi því hann sækir Staðarfell í Dölum reglulega heim. Karl hefur lengi starfað að stjórnmálum. Hann tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar og gegnir þar trúnaðarstörfum. Hann nýtur álits og fylgis þeirra sem til hans þekkja, enda var hann kosinn í framkvæmdastjórn flokksins á síð- asta landsfundi. Þau tvö ár sem hann sat á þingi fylgdist hann sér- staklega vel með heima í héraði með reglulegum heimsóknum á vinnustaði og stærri samkomur og þann sið hans kann ég vel að meta. Það skiptir miklu máli að til for- ystu fyrir Samfylkinguna í Norð- vesturkjördæmi veljist maður sem hefur sýnt einstaka hæfni til að um- gangast fólk í gleði og sorg. Heið- arlegur maður sem sem tryggir hag fólks með hógværð hlýju og góðlát- legri kímni. Við þekkjum vel mannkosti Kalla og þá skulum við sérstaklega muna í prófkjörinu dagana 28. og 29. október og gera okkar til að tryggja að allir íbúar Norðvesturkjördæmis njóti þeirra á næstu árum. Prófkjörið verður fljótlega auglýst nánar og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á framtíð okkar að taka þátt í því og kjósa Kalla. í fyrsta sætið. Bjöm Davíðsson, Isafirði. Fullt nafn: Margre't Helga Guðmundsdóttir Starf: Dagmamma Fceðingardagur ogár: 25. nóvember 1913 Fjölskylduhagir: Gifi og á tvö böm Hvemig bíl áttu? Skoda Oktavíu Uppáhalds matur? Lambakjöt Uppáhalds drykkur? Vatn og Pepsi Max Uppáhalds sjónvarpsefni? Alias, Desperate houswives og Lost Uppáhalds sjónvarpsmaður? Enginn sérstakur Uppáhalds innlendur leikari? Ingvar E. Sigurðsson Uppáhalds erlendur leikari? Get eiginlega ekki bent á einn frekar en annan... Besta bíómyndin? Hringadrottinssaga var nú ansi mögnuð. Hef ekki farið í bíó síðan ég sá síðasta hlutann! Annars er engin sem er neitt sérstaklega minnisstæð. Uppáhalds íþróttamaður? A engan svoleiðis. Uppáhalds íþróttafélag? Ekkert í sérstöku uppáhaldi Uppáhalds stjómmálamaður? Akkúrat enginn. Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Emiliana Torrini, Ragnheiður Gröndal og svo nokkrar hljómsveitir, NýDönsk ogfleiri... Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Norah Jones, Uppáhalds rithöfundur? Æi, veit það ekki. Það koma nokkrir til greina Ertu fylgjandi eða andvíg ríkisstjóminni? Hvorki né Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika, húmor, hjálpsemi Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki, óstundvísi Hver er þinn helsti kostur? Újf, svona spuming líka! Ætli það sé ekki að ég sé svona hæfilega klikkuð! Kannski ekki gott að viðurkenna þetta þar sem ég er dagmamma, en, það hjálpar reyndar stundum til! Hver erþinn helsti ókostur? Frágangsfælni ogframkvæmdaleysi. Get líka blaðrað endalaust! Hvemig datt þér í hug aðfara út íþennan rekstur? Eg var búin að fá plássfyrirson minn hjá samstarfskonu núnni ogsagði við hana að ef égfengi ekki vinnu þá hefði ég alveg áhuga á að gerast dagmamma líka. Stuttu seinna hringir hún í mig og spyr hvort ég vilji vera með henni í þessu dagmömmustússi, það væri svo mikil eftirspum eftir plássi. Þannig að ég bara sló til! Hvemig hefur gengið með bömin? Það hefur gengið alveg glimrandi vel. Þau eru öll alveg yndisleg og manni þykir alltaf vænna og vænna um þau, enda ekki annað hægt. Eftirminnilegasta atvikið? Það er nú svo stutt síðan við hófum starfsemina að maður man svona nánast eftir öllu. Þar sem krílin eru flest ekkifarin að tala þá er nú ekki mikið um gullkom, en svipbrigði og hegðun geta látið mann veltast um afhlátri! Umsjón: Bima Konráðsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.