Skessuhorn - 25.10.2006, Qupperneq 17
^ktMunuk.:
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
17
„Þessi björgun var kraftaverk“
Þórður Guðjónsson, skipstjóri segir frá ævintýralegri björgun skipverja á norsku fiutningaskipi
Hér birtir Skessuhom glefsu úr
bókinni „Lífskraftur - á landi og sjó,“
sem Bragi Þórðarson útgefandi á
Akranesi gaf út nýlega. Bókin er full
af áhugaverðum ífásögnum ffá lið-
inni öld. Hér er gripið niður í kafla
þar sem Þórður Guðjónsson, skip-
stjóri ffá Akranesi segir frá hetjulegri
björgun skipverja á norsku skipi:
Það var komið kvöld 9. október
1947. Ég var þá skipstjóri á Sigurfar-
anum og var á leið á reknetaveiðar í
Miðnessjó. Við vorum komnir rétt
suður fyrir Garðskaga, vindinn var
tekið að herða og veðurspáin sagði að
vindáttin yrði suðvestan með stormi -
sjö vindstig. Það var því ekki um ann-
að að ræða en halda aftur að landi, og
bíða betra veðurs. Það gerðum við.
Smám saman tíndust hinir bátamir
líka heim.
Þegar við komum til Akraness vom
allir bátamir komnir að landi. Þegar
ég steig upp á bryggjuna stóð þar for-
maður Slysavarnadeildarinnar á
Akranesi, Axel
Sveinbjömsson.
Hann kom til
mín og spurði
hvort við, ég og
áhöfnin á Sig-
urfara, treystum
okkur til að fara
vestur á Mýrar.
Þar væri norska
flutningaskipið
Bro strandað.
Formaðurinn
sagði mér að
enginn af þeim
bátum, sem
komnir væm að
landi, hefði
treyst sér til að
fara í þessa ferð,
enda augljóst að
fárviðri væri á
þessum slóðum.
Hann vissi að ég
var vel kunnug-
ur skerjagarðin-
um á Mýrunum, var aðeins ellefu ára
gamall þegar ég byrjaði að róa þar
með föður mínum.
Ég kvaðst reiðubúinn að fara, ef
hann fengi leyfi útgerðarinnar til að
leggja bátinn í þessa tvísýnu. Sömu-
leiðis skyldi ég tala við skipshöfh
mína, en við vomm sjö um borð.
Kallaði ég þá alla saman og sagði
þeim hvað ffamundan væri. Kváðust
þeir allir tilbúnir að fara með mér.
Skömmu síðar kom formaður slysa-
varnadeildarinnar og sagðist hafa
fullt samþykki útgerðarinnar - við
mættum fara.
Þegar hér var komið sögu var
sunnanstormur, sjö vindstig, og spáin
suðvestan stormur undir morgun. Þá
vissum við að það mátti engan tíma
missa, ef takast ætti að bjarga mönn-
unum.
Við lögðum ffá bryggju og héldum
sem leið liggur vestur á Mýrar. Ég var
í stöðugu loftskeytasambandi við
Loftskeytastöðina í Reykjavík, sem
var í loftskeytasambandi við norska
skipið. Þegar við fórum að nálgast
Þormóðssker sáum við hvar skipið
var strandað. Það var á svipuðum
slóðum og Pourquoi Pas? hafði
strandað 15. september 1936. Þórður
Sigurðsson, skipshöfh hans á mótor-
bátnum Ægi og björgunarsveitin á
Akranesi höfðu einmitt lagt í lífe-
hættulega björgunarferð til þess að
reyna að bjarga áhöfhinni á því ffæga
skipi.
Ég bað loftskeytamanninn í
Reykjavík að halda stöðugu sambandi
milli okkar svo að enginn misskiln-
ingur yrði, þar sem ég gat ekki talað
við skipið. Við vorum illa settir því að
dýptarmælirinn var bilaður hjá okkur,
engan radar höfðum við og enga ljós-
kastara til að lýsa upp svæðið.
Þegar við komum að Þormóðs-
skeri fórum við inn að sunnanverðu
við skerið og ég bað stýrimanninn að
vera ffammi á með handlóð til að
mæla dýpið. A meðan á þessu stóð
var skipstjórinn á norska skipinu
alltaf að biðja Reykjavíkurradíó að
spyrja hvort við kæmumst ekki nær
skipinu. Ég fór eins langt og ég
treysti mér og við létum akkerið fara
þegar við vorum komnir í vindstöðu
við skipið, þá yrði auðveldara fýrir
skipverjana að róa til okkar undan
vindinum. Ég bað Loftskeytastöðina
að láta mig vita þegar þeir væru
komnir í bátana, tdl þess að við gæt-
um fylgst með þeim. Þeir létu okkur
vita að nú væru þeir lagðir ffá skipinu
til okkar á tveimur bátum; skipstjóra-
bát með átta manns og stýrimannsbát
með sjö manns.
Við horfðum út í sortann og sáum
brátt að annar báturinn, skipstjóra-
báturinn, var að leggjast að síðunni
hjá okkur. Hinn bátinn sáum við
ekki. Bað ég þá Loftskeytastöðina að
spyrja hvort hann hefði ekki farið frá
skipinu á sama tíma. Sagði ég norska
skipstjóranum að fara í talstöðina hjá
mér og fékk þá að vita að þeir hefðu
farið á sama tíma. Hinn bátdnn hafði
rekið af leið, hann var horfinn og
skipstjórinn vissi ekkert hvar hann
væri. Þá sagði ég við Loftskeytastöð-
ina að við yrðum að létta akkerum og
leita björgunarbátsins en það væri
mjög hættulegt innan um öll þau
sker, sem hér væru. Ég sagði að þeir
yrðu að fylgjast vel með okkur því að
það væru miklar líkur á að við mynd-
um stranda áður en við fyndum bát-
inn.
Eftir nokkra leit fór þó svo að við
fundum hinn björgunarbátinn. Þá
voru sldpverjamir á honum illa á sig
komnir, búnir að gefast upp, hættir
að róa og báturinn hálffullur af sjó.
Þeir voru svo aðffamkomnir að það
þurffi að lyfta þeim öllum upp í Sig-
urfarann.
Þegar hér var komið kallaði ég á
Loftskeytastöðina og sagði þeim að
það væri mjög erfitt að komast út úr
þessum aðstæðum; þeir yrðu að
senda annað skip á móti okkur til
vonar og vara. Eftír nokkum tíma
komumst við þó klakklaust út og mér
létti mikið þegar ég var kominn út
fyrir Þormóðssker. En það mátti ekki
tæpara standa. Skömmu eftir að
mennirnir yfirgáfu flutningaskipið
seig það út af skerinu og sökk. Það
eina sem stóð upp úr vom mastur-
stoppurinn og efsti hlutinn af brúnni.
Næsta dag var það alveg horfið. Enda
hefði þá verið vonlaust að bjarga
þessum mönnum úr landi, því að þá
var kominn suðvestan stormur. Það
mátti því sannarlega ekki tæpara
standa með björgun þeirra. Norski
skipstjórinn, sem var ffá Haugasundi,
benti á tunglið, sem óð í skýjum, og
sýndi þakklæti sitt og gleði yfir að
hafa komist klakklaust úr þessum
hildarleik.
Við sigldum síðan með skipbrots-
mennina til Reykjavíkur og lögðum
þar að bryggju klukkan sjö um morg-
uninn. Þar tók norski konsúllinn á
móti þeim, en við héldum strax upp á
Akranes og vorum komnir þangað
klukkan níu. Það skal játað, að við
vomm þreyttir þegar heim var kom-
ið, en ánægðir. Þennan dag átti ég af-
mæfi, varð 24 ára. Enginn hafði treyst
sér til að segja móður minni ffá því
um kvöldið, að ég hefði verið sendur
í þennan björgunarleiðangur vestur á
Mýrar.
Þegar lagt var í þennan leiðangur
gerði ég mér grein fyrir því að þetta
var mikil áhætta, en ég trúði því stað-
fastlega að okkur myndi takast að
bjarga sldpshöfnmni á norska skip-
inu. Ekkert annað komst að í huga
mínum en að bjarga mönnunum, því
að ég vissi að ekki var hægt að bíða til
morguns, þá yrði engum bjargað.
Það sem gerði þessa björgun hins
vegar erfiðari var að útfall var og þá
er grunnt á boðunum. Þetta er talinn
einn hættulegasti strandstaður við ís-
Þórður Guðjónsson
land. Óhætt er því að segja að þessi
björgun hafi verið kraftaverk.
Stendur ekki einhvers staðar að
það sé haldið yfir manni vemdar-
hendi - einkum þegar maður hefur
ekkert nema sjálfan sig að treysta á?
Ég var skipstjórinn, ég varð að taka
allar ákvarðanir sjálfur, en átti traust
skipshafnarinnar sem hlýddi þeim
ákvörðunum.
Fyrir nokkram ámm hitti ég
mann, Magnús að nafni, sem á þess-
um tíma bjó í Straumfirði og hafði
hlustað á samskipti okkar í gegnum
Reykjavíkur Radíó allt kvöldið og
nóttina. Hann sagði mér, að heimilis-
fólkið í Straumfirði hefði talið það
nánast útilokað að komast aftur út úr
skerjagarðinum við þessar aðstæður.
Utfall og sterk suðvestanátt yllu því
að straumurinn væri afar sterkur.
Þeim fannst rmdravert að fylgjast
með hversu giftusamlega tókst til.
Myndir úr safiii Olafs Amasonar
Skessuhorn tekur nú upp þráðinn við að birta
myndir úr safrii Ólafs Arnasonar. Að þessu sinni
birtast tvær myndir. Önnur er frá skólaskemmt-
un í Gagnffæðaskólanum á Akranesi árið 1969
og hin frá síldarsöltun hjá HB (án ártals). Þeir
sem telja sig þekkja einhverja á myndunum, eða
hafa um þær aðrar upplýsingar, eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við Maríu Karen
Sigurðardótmr á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í
síma 563-1790, eða í netfangið
ljosmyndasafn@reykjavik.is Þá er minnt á að
fleiri myndir Ólafs má skoða á myndavef Ljós-
myndasafns Reykjavíkur á netinu. MM
Aflaskipið Sigurfari varfyrsta tréskipið, sem smíðaí var hjá Þorgeiri ir Ellert á Akranesi.
Bergþór Guðjónsson og Sigurður Þorvaldsson létu smíía skipið. Fyrstu árin var Bergþór
skipstjóri, síóan tók Þórður við márg næstu ár. Sigurfari var alla tíð mikið happaskip.
Björgunarsveitarmenn áAkranesi lögðu oft í tvísýnu. Norska flutn-
ingaskipið Bro, sem Þórður og skipshöfn hans á Sigurfara björguðu á
Mýrunum 9. okt. 1947, strandaði á s'ómu slóðum ogfranska haf-
rannsóknarskipið Pourqoui pas? Þessi mynd sýnir hj'örgunarsveitar-
menn frá Akranesi sem voru í þeim leiðangri 15. sept. 1936. Fremri
röð: Guðmundur Bjamason, Hjörtur Þorkelsson, Þórður Bjamason,
Jónas Sigurgeirsson, Níels Kristmannsson, Sigurbjöm Asmundsson,
Haraldur Kristmannsson, Sigurður Einvarðsson, Kjartan Helgason,
Jón Guðmundsson, Þórður Sigurðsson skipstjóri. Aftari röð: Sigurdór
Sigurðsson, Hjörtur Bjamason, Ingvar Amason, Þórður Sigurðsson,
Sigurður Bjamason, Ásgrimur Eyleifsson.