Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 2006 23 Skór Pálma á hilluna Pálmi Haraldsson leikjahæsti leik- maður liðs ÍA í knattspyrnu hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Hann á að baki tæp- lega 500 leiki með liði ÍA og hefur sem kunnugt er verið í hópi bestu leikmanna liðsins um árabil. Á heimasíðu ÍA eru honum færðar bestu þakkir fyrir frábært framlag til knattspyrnunnar á Akranesi. HJ Snæfell lagði Fjölni en Skallagrímur tapaði Dóra Islands- meistari í brids Borgfirðingar sópa að sér stórum titlum í hug- lægum íþróttum þessa dagana. Nýlega fór fram íslandsmeistaramót kvenna í tvímenningi í brids. Þar sigraði Borg- nesingurinn Dóra Axels- dóttir ásamt Esther Jak- obsdóttur. Þær tóku for- ystuna í seinni hluta mótsins og sigruðu með miklum yfirburðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dóra hampar þessum titli því ásamt Öldu Guðna- dóttur, varð hún íslandsmeistari kvenna árið 1998. MM Fyrsta umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta hélt áfram á sunnudaginn og fóru leikar þannig að Snæfell lagði Fjölni 67:60 en Skallagrímur tapaði naumlega fyr- ir Njarðvík 84:87 í hörku spenn- andi leik í Borgarnesi. Leikur Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi fór hægt af stað og mátti glögg- lega greina að þetta væri með fyrstu leikjum haustsins, Snæfelling- ar stirðir til þess að byrja með og sóknar- leikurinn ekki sannfær- andi. Hins vegar tóku menn sig saman í and- litinu, náðu að jafna og í blálokin röðuðu Snæ- fellingar átta stigum til viðbótar í körfuna og sigruðu. Hlynur Bær- ingsson, leikmaður Snæfellinga, átti góðan leik og skoraði 22 stig og tók alls 19 fráköst, en hann tók þau flest allra leikmanna. Naumt tap í Borgarnesi Njarðvíkingar náðu að knýja sig- ur á Skallagrímsmönnum í Borgar- nesi en leikurinn, sem var fremur rólegur til þess að byrja með, var kaflaskiptur og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Lið Skallagríms sýndi góða takta í fyrri hlutanum, lék vel saman og hreyfanleiki inn- an liðsins góður en í hálfleik misstu þeir einbeitinguna og Njarðvíkingar náðu dýrmætum stigum. Bestir innan Skalla- grímsliðsins voru þeir Axel Kára- son, Pétur Sigurðsson og Hafþór Gunnarsson. Næstu leikir liðanna eru fimmtu- daginn 26. október en þá etur Snæfell kappi við Hauka og Skallagrímur við KR. Staða Vest- urlandsliðanna í deildinni er þá þannig að Snæfell hefur hlotið 2 stig og er í áttunda sæti en Skalla- grímur ekkert og er í því tíunda. KH Þolakstursmót mótorfáka á Langasandi Síðastliðinn laug- ardag stóð Vélhjóla- íþróttaklúbburinn (VÍK) í samvinnu við nýstofnaðan Vél- íþróttaklúbb Akra- ness fyrir æfinga- keppni á Langasandi á Akranesi. Keppnin var svokölluð Enduro keppni sem þýðir að um þolakstursmót var að ræða þar sem keppendur reyndu að komast sem lengsta vegalengd á ákveðnum tíma. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem sandurinn er notaður í þessum tilgangi fyrir formlegt mót, þó mótorsportsfólk hafi ein- staka sinnum látið vélfáka sína þeysa þar um. Braut var lögð um þröngar beygjur, hraða fjörukafla og gerð krefjandi með alls konar þrautum þar sem keppendur þurftu að aka yfir hindranir af öll- um stærðum og gerðum. Skemmtilegt var að fylgjast með þegar menn tóku hjól sín til kost- anna og margir tefldu djarft í þrautakóngi þessum. Á sama tíma og þolakstursmótið fór fram var keppt í því að aka sem lengst á afturdekkjunum eftir ströndinni og sáust þar einnig glæsileg til- þrif. Segja má að áhorfendasvæði séu óvíða betri frá náttúrunnar hendi og einmitt á bökkunum við Langasand og safnaðist gríðar- legur fjöldi áhugasamra bæjar- búa að til að fylgjast með keppn- inni í ágætu veðri þennan fyrsta vetrardag. Strandakstursmót sem þetta er náttúruvænt, miðað við akstur vélhjóla almennt, því brautin er lögð í fjöru og að lokinni keppni ar hún hreinsuð og síðan sá stór- straumsflóðið um að slétta svæðið og afmá spólförin. Keppnin var skipulögð í sam- vinnu við bæjaryfirvöld á Akra- nesi og þóttist hún takast vel og var óneitanlega skemmtileg til- breyting í bæjarlífið. Myndirnar tala sínu máli. MM Hafþór Ægir laus allra mála hjá ÍA Samninga- og félagaskipta- nefnd Knattspyrnusambands ís- lands hafnaði á miðvikudag kröf- um Knattspyrnufélags ÍA um að viðauki sem stjórn rekstrarfélags meistaraflokks félagsins gerði við Hafþór Ægir Vilhjálmsson yrði ógiltur. Þar með er leikmaðurinn laus undan samningi við félagið frá 31. október að telja. Gangi hann til liðs við annað félag skal það félag þó greiða fyrir hann fé- lagaskiptagjaid samkvæmt regl- um KSÍ. Forsaga málsins er sú að Haf- þór Ægir og ÍA gerðu á sínum tíma samning með gildistíma til 31.12 2008. Þann 16. september í ár undirrituðu aðilar síðan viðauka- samning þar sem segir orðrétt: „ Fari svo að Guðjón Þórðarson verði ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA eftir leiktímabilið 2006 þá er leikmaðurinn laus undan samningi við félagið þann 31. október 2006. Gangi hann til liðs við annað félag skal það félag þó greiða félaga- skiptagjald skv. reglum KSÍ.“ í bréfi sem stjórn rekstrarfélags ÍA sendi samninga- og félaga- skiptanefnd KSÍ kemur fram að umræddur viðaukasamningur sé ekki til á skrifstofu félagsins né um hann getið í fundargerðarbók fé- lagsins. ÍA byggði kröfu sína um ógildingu viðaukans á þeim rökum að ekki sé getið um viðauksamn- inginn á staðalformi og vísaði fé- lagið til reglugerðar KSÍ um samn- inga og stöðu leik- manna þar sem segir að allra fylgiskjala með samn- ingi skuli getið á staðalformi ella teljist þau ekki bindandi hluti samnings. Var einnig vísað til þess að í upp- runalegum samningi segir að hann sé óuppsegjanlegur á samn- ingstímanum nema með sam- þykki beggja aðila. Hafþór Ægir byggði mál sitt á því að hann hafi óskað eftir að losna undan samningi við félagið af persónulegum ástæðum og fé- lagið hafi samþykkt það og var til- búið að ganga frá samkomulagi sem myndi losa leikmanninn und- an samningi 31. október ef Guð- jón Þórðarson yrði ráðinn þjálfari. í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að ákvæði það er ÍA vísar til í röksemdum sínum geti með engu móti takmarkað al- mennt samningsfrelsi aðila og komi ekki í veg fyrir að aðilar samnings geti breytt samningi sín- um eftir undirritun hans ef aðilar eru sammála um slíkt. Þess má geta að þessa dagana er Hafþór Ægir í viðræðum við sænskt félag. HJ *TUR - SKARTGRIPIR - GJAFAVÖRUR fuðmundur M <Mnn> ÚRSMIÐUR Suðurgötu 65 - Akranesi - Sfmi 431 1458 Skallagrímur- Hamar/Selfoss Sunnudaginn 29. október klukkan 19:15 í Borgarnesi ALLIRÁ VÖLLINN! \ * *

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.