Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2006, Side 15

Skessuhorn - 25.10.2006, Side 15
 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 15 Bjarg fagnar 40 ára afmæli Um þessar mundir eru þörutíu ár liðin frá því verslunin Bjarg hóf starfsemi sína á Akranesi. Verslunar- reksturinn er tvíþættur og á tveimur stöðum. Húsgagnaverslun er rekin í nýlegu húsi á Kalmansvöllum 1A og fataverslun að Stillholti 14. Hjónin Örlygur Stefánsson og Asta Gísla- dóttir eiga og reka Bjargverslanirn- ar. Upphaflega voru það þeir Akurs- menn Stefán Teitsson, faðir Örlygs, og Gísh Sigurðsson sem hófu rekst- urinn með því að kaupa árið 1966 Húsgagna- og viðtækjaverslun Akraness sem þá var rekin á Skóla- braut 21, af þeim Guðrúnu Bjama- dóttur og Þjóðleifi Gunnlaugssyni. „Þeir nefiidu verslunina Bjarg og opnuðu í öðrum hluta hússins hús- gagnaverslun og herrafataverslun í hinum hlutanum. Fyrsti starfsmaður Bjargs var Bjami Amason rafvirki en honum tdl halds og trausts var Frið- gerður Bjarnadóttir. Það er skemmtilegt að segja ffá því að þau ætla bæði að rifja upp gamla tíma næstkomandi laugardag þegar við ætlum að minnast þessara tíma- móta,“ sagði Asta Gísladóttir í sam- tafi við Skessuhorn. Örlygur Stef- ánsson byrjaði að vinna í Bjargi árið 1972 en Ásta í kringum 1980. Asta segir að á fimmtudag, föstu- dag og laugardag í þessari viku verði eitt og annað gert til að minnast af- mælisins. „Við verðum með lukkuleik í gangi, tónlistarfólk lítur við, kaffi og konfekt verður í boði og ýmis tilboð í gangi á húsgögn- um og á vöru- merkjum í fötum sem Bjarg hefur selt frá fýrsta degi, svo sem Melka skyrtunum góðu. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að kíkja til okkar í heimsókn á þessum tímamótum," segir Asta. Sókn er besta vömin Ekki er á neinn hallað þó sagt sé að kaupmenn í Bjargi kunni öðrum betur kúnstina að reka góðar versl- anir. Þjónusta er til fyrirmyndar og mildð er lagt upp úr því að gera við- skiptavinum til hæfis. A undanföm- um árum hefur sérverslunum fækk- að veralega á Akranesi og mest fækkaði um það leitd sem samgöng- ur bötnuðu með tdlkomu Hvalfjarð- arganganna. Kaupmenn í Bjargi voru í hópi þess hluta verslunarfólks á Akranesi sem htu á tilkomu gang- anna sem tækifæri og efldu rekstur- inn í stað þess að rifa seglin. Asta og Ölli bera sig vel og segja að rekstur- inn gangi ágætlega. „Við höfum þurft að laga okkur að breyttum að- stæðum í verslun hér á Akranesi. Héðan er stutt að fara til höfuðborg- arinnar og því verðum við einfald- lega að sýna að minnsta kosti jafh góða þjónustu eða betri en í boði er annarsstaðar. Við teljum okkur vera fýllilega samkeppnishæf í verði, vöruvah og þjónusm,“ segir Asta. Hún segir þau í gegnum tíðina hafa haft mjög stóran viðskiptamanna- hóp sem þau metd mikils og séu þakklát tryggðinni. En ekki síður metur hún gildi þess að hafa gott starfsfólk. „Við höfum einnig alla tíð verið ákaflega heppin með starfs- fólk. T.d. hefur hún Hrefha Guð- jónsdóttir verið viðloðandi hjá okk- ur allar götur síðan 1978, fýrst í starfskynningu og síðar fastráðinn starfsmaður. I dag starfa 7 manns við hjá okkur, allt alveg ffábært fólk,“ sagði Asta að lokum. MM Hjónin Örlygur ogÁsta í Bjargi. Aikidohópur UMFR Ungmennafélag Reyk- dæla hefur staðið fyrir æfingum á japönsku sjálfsvarnaríþróttinni Aikido. Á mánudag í lið- inni viku fóru krakkarnir, sem æfa aikido, ásamt þjálfara sínum, Sigrúnu Hjartardóttur á æfingu hjá japanska meistaran- um Hiroaki Sensei í Reykjavík. Krakkarnir höfðu bæði gagn og gaman af þessari æfingu, hefðbundin æfing var meiri hluta tímans, en einnig var kynning á því hvernig æft er með vopnum. Gleði og létt- leiki einkenndi æfinguna í heild. Það vakti athygli hve krakkarnir voru einbeittir og fylgdust vel með því sem ffam fór. Aikido er japönsk sjálfsvarnar- íþrótt, nokkuð skyld judo og jiu- jitsu. Iþróttin byggir ekki á beinum líkamsstyrk og því auðvelt fyrir unga og aldna að æfa saman. Ekki er um að ræða keppnisíþrótt, en mikil áhersla er lögð á andlega upp- byggingu. Miðað er við að æfinga- félagar vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa hver á móti öðrum. Áhersla er lögð á að beina krafti andstæðingsins ffá sér í stað þess að mæta krafti með meiri krafti. Æfingar UMFR í aikido eru tvisvar í viku og fara ff am í Iþrótta- miðstöðinni á Kleppjárnsreykjum og eru nýir félagar velkomnir í hópinn. HHS Samþykkt að móta jafnréttisáætlun Grundaríj arðar Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að fela bæjarráði, sem fer með verkefni jafnréttisnefndar, að móta jafhréttisáætlun fyrir Grundarfjarð- arbæ. Það voru bæjarfulltrúar L-listans, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar, sem lögðu ffam til- lögu um að stofhuð yrði sérstök nefnd sem ynni að gerð jafhréttisá- ætlunar fyrir sveitarfélagið og að þessi nefnd gæti einnig séð um að setja skýrari farveg fyrir fram- kvæmd nýsamþykktrar fjölskyldu- stefnu sveitarfélagsins. Við umræður gat Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar þess að bæjar- ráð hafi með höndum verkefhi jafh- réttisnefndar samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarfé- lagsins. Lagði hún því til að ráðinu yrði falið þetta verkefni og var til- laga hennar samþykkt samhljóða. W Akraneskaupstaður Vökudagar 2006 Dagana 2. til 9. nóvember verður óvenjumikið um að vera á Akranesi á sviði menningarmála: • Rolling Stones tónleikar í Bíóhöllinni • tónlistarviðburðir á vegum Tónlistarskólans • leiksýning fyrir börn í grunnskólunum • hagyrðingakvöld í Byggðasafninu • jazz • myndlistarsýning á verkum Eiríks Smiths • ungir - gamlir, rokktónleikar Grundaskóla • Bach fyrir börnin • klassískir tónleikar • flugeldasýning OR • kaffihúsakvöld Kirkjukórs Akraness • sýning Skátafélags Akraness 80 ára • sýningar á vegum Dvalarheimilisins Höfða I • hátíðarguðsþjónusta og fleira I Takið frá tíma og búið ykkur undir skemmtilega daga. * Nánar auglyst 2. nóvember n.k. Menningarmála- og safnanefnd Akraneskaupstaðar Flligger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild iSW BUREKSTRARDEILD BORGARNtSt Egilsholt 1-310 Borgames Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.