Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
dkUsunut.
Fékk ekki inni hjá Lykla Pétri þrátt fyrir að fá í sig fulla spennu úr háspennulínu og skaðbrennast:
Himnaríkisvistun reyndist eÚd tímabær
Rætt við hjónin Bjarna Skarphéðinsson og Sigrúnu D Elíasdóttur í Borgarnesi
Á þriðju hæð í húsi við Kveld-
úlfsgötuna í Borgarnesi búa hjónin
Bjarni Skarphéðinsson og Sigrún
Dagmar Elíasdóttir. Þau hafa það-
an gott útsýni yfir Borgarvoginn,
vestur og norður um Mýrar en þar
yfir blasir við Snæfellsjökull sem
stöðugt breytir ásýnd sinni, en fal-
legastur er hann í mildri síðsum-
arskvöldsólinni. „Svo í hina áttina
er steinsnar í kirkjugarðinn eða
dvalarheimilið, verst að þurfa að
taka krók niður í kirkju áður en
maður kemst í garðinn," segir
Bjarni Skarphéðinsson, fýrrver-
andi rafveitustjóri í Borgarnesi.
Hann situr við eldhúsborðið á
móti viðmælanda, hæglátur með
glaðlegar hrukkur við milt augna-
ráð, undir miklum brúnum. Farinn
að grána talsvert, ekki hávaxinn og
lítið eitt fölur. Við borðsendann
heklar Sigrún, húsmóðirin á heim-
ilinu en leiðir þeirra lágu saman
fyrir margt löngu vestur í Mjólkár-
virkjun. Gefum Bjarna fyrst orðið:
Hreinræktaður að vest-
an og með berkla
„Eg er Vestfirðingur í báðar ætt-
ir,“ byrjar Bjarni og er nokkuð
stoltur yfir uppruna sínum.
„Fæddur á Þingeyri 1. janúar árið
1927. Foreldrar mínir voru Vil-
borg Guðmundsdóttir á Þingeyri
og Skarphéðinn Benediktsson frá
Patreksfirði. Þeim auðnaðist ekki
að ná saman til frambúðar utan um
drenginn og því er ég alinn upp hjá
móður minni og foreldrum hennar
á Þingeyri. Eg átti góða daga hjá
þeim og lítið skyggði á hina fögru
veröld fyrir vestan, utan þess að ég
fékk berkla um fermingu. Berkl-
arnir komu í veg fyrir að ég færi
sama farveg og flestir jafnaldrar
mínir, á vertíð eða síld. Á ung-
lingsárum mínum vann ég því við
ýmislegt það sem til féll á staðn-
um, svo sem við húsbyggingar. Jú,
barnaskólanámið var með hefð-
bundnum hætti og ég var hálfan
vetur á Núpi.“
En hvernig var unnið á berklun-
um þegar þeir knúðu dyra? „Svo
sem ekki mikið, ég var látinn éta
kalk, alveg lifandis býsn af kalki,
hann var nokkuð seigur læknirinn
sem leiðbeindi mér á þessum tíma
og ég lifði.“ Aftur birtist brosið
ljúfa. Viðmælandinn er hægur og
virkar einstaklega umburðarlyndur
og hlýr.
Lærði á rafmagnið
„Svo fór ég suður til Reykjavíkur
19 ára gamall að læra rafvirkjun hjá
Ljósafossi á Laugavegi 27. Berkl-
arnir tóku sig upp og var ég á Víf-
ilsstöðum sumarið 1949. Þá um
haustið fór ég í framhaldsnám í
Vélskóla Islands, tveggja vetra nám
og útskrifast þaðan sem raffræð-
ingur og fékk vinnu hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Eg held að það
hafi verið árið 1955 sem ég byrjaði
hjá Rafmagnsveitum ríkisins, var
þá orðinn löggiltur á háspennu-
virki. Vann ég við uppbyggingu
raflagna í ýmsum bæjum og þorp-
um og í febrúar 1957 varð ég fast-
ur starfsmaður hjá Rarik í Borgar-
firði með aðsetur í Borgarnesi. Eg
var víst fyrsti fastráðni starfsmað-
urinn í héraðinu. Það var mikill
snjóavetur og ófært vikum saman í
Hvalfirðinum. Sem dæmi um snjó-
þyngslin má nefna að einhverntím-
an um veturinn var samkoma á
Varmalandi. Óskar Eggertsson og
fleiri frá Andakílsárvirkjun fóru
þangað og komust ekki heim fyrr
en eftir viku.“
Störfin í Borgarfirði
og tímamótin
í Mjólkárvirkjun
„Þetta var margþætt og stundum
erfitt, að sjá um viðgerðir á línum
um héraðið, viðhaldið, lesa af mæl-
um og innheimta. Þessu fýlgdi
einnig rafmagnseffirlit í Stykkis-
hólmi og Búðardal. Þetta gekk allt
stórslysalaust, þá var maður ungur
og sprækur. Þá var ég beðinn um
að fara vestur í Mjólkárvirkjun. Eg
var jú að vestan og hafði taugar til
Vestfjarða. Það varð því úr að ég
fór þangað og var við byggingu
virkjunarinnar. Þetta var haustið
1957. Þarna varð ég stöðvarstjóri
1958. Þegar ég kom vestur var
starfrækt mötuneyti í byggingu
sem var ófrágengin og ætluð
stöðvarstjóra. Þar var ráðskona 18
ára stelpa, frá Drangsnesi á
Ströndum, Sigrún Dagmar Elías-
dóttir, ég er enn í fæði hjá henni,“
segir Bjarni og brosið hans ljúfa,
lýsir upp andlitið.
Vantaði ráðskonu í
virkjunina
Svo „stelpan" er af ströndum.
Gefum Sigrúnu orðið: „Eg fæddist
7. febrúar 1939 á Hólmavík og er
uppalin á Drangsnesi, eftir að hafa
verið fyrstu átta ár ævinnar í
Bjarnanesi. Foreldrar mínir voru
Elías Svavar Jónsson í Bjarnanesi í
Steingrímsfirði og móðir mín
Ingibjörg Sigurjónsdóttir frá
Tindum í Austur Húnavatnssýslu.
Eg er afar þakklát að hafa lifað og
starfað í þessu litla þorpi. Það
reyndi á hina ýmsu þætti; bústörf
og margbreytilega fiskvinnu.
Móðir mín kenndi mér húsverkin,
handavinnu og barnagæslu. Eg
söng öll mín ungdómsár og var
farin að syngja í kirkjukórnum 13
ára, hef sungið síðan og syng núna
í kirkjukórnum hér í Borgarnesi og
með kór eldri borgara. Mamma
hafði farið á Kvennaskólann á
Blönduósi og vildi að ég færi þang-
að líka. Sjálfa langaði mig til náms
á Bifröst en Kvennaskólinn varð
niðurstaðan. Þegar ég kom heim á
Drangsnes um vorið fór ég að
vinna við símstöðina hjá foreldrum
mínum. Svo var það einhverntím-
an um sumarið að hringt var í sím-
stöðina og beðið um að kanna
hvort hægt væri að fá ráðskonu á
Drangsnesi til að sjá um mötuneyti
við Mjólkárvirkjun sem þá var í
byggingu. Ég leitaði að ráðskonu
og fann enga. Svo var hringt aftur
og spurt hvað liði með ráðskon-
una. Þegar ég svaraðí að enga væri
að fá, var spurt hvort ég gæti ekki
bara komið sjálf, það hefði spurst
vestur að ég hafi verið á hús-
mæðraskóla. Að athuguðu máli,
vorum við foreldrar mínir og ég
sammála um að ég færi vestur.
Ekki væri fjárhagslegur grundvöll-
ur til þess að ég yrði lengi við sím-
ann,“ segir Sigrún.
I mikið ferðalagið vestur heldur
hún þann 8. ágúst 1957. „Fyrst
flaug ég suður til Reykjavíkur, síð-
an með sjóflugvél sem lenti við
Þingeyri. Á Þingeyri beið mín
vörubifreið sem átti einnig að
flytja hluta af aðrennslisrörunum í
virkjunina. Fyrst var ég sett inn í
vörubílinn, síðan var feikna langt
og vítt rör hengt utan á hann.
Sama gerðist hinumegin. Þegar
bílstjórinn var kominn inn var
annað sams konar rör fest hans
megin. Hófst nú mikil ævintýra-
ferð. I flestum beygjum þurfti að
hnika bílnum fram og aftur til að
reka ekki rörin í. Allt hafðist þetta
þó á endanum og ég var orðin
ráðskona og svo kom Bjarni,“ seg-
ir Sigrún og hlær við.
Aftur í Borgarfjörðinn
„Haustið 1960 flytjum við til
Borgarness og ég fór aftur í gamla
starfið mitt. Þá áttum við orðið tvö
börn, Guðmund Karl, sem er
fæddur 1959. Hann er rafmagns-
tæknifræðingur og tölvusérfræð-
ingur. Þá fæddist Ingibjörg Elín
árið 1960, en hún er tannlæknir.
Inga Vildís fæðist svo 1964, hún er
hársnyrtir og nemur nú félagsfræði
við Háskóla Islands. Yngst er
Berglind Bára fædd 1976 og er
iðjuþjálfi. Bamabörnin eru orðin
11. Við hjónin höfum verið lánsöm
með blessuð börnin okkar. Þau eru
hraust, dugleg og sjálfstæð. Guð-
mundur Karl býr erlendis, starfar í
Hróarskeldu. Dálítið merkilegt; í
dómkirkjunni í Hróarskeldu er
biblía sem langafi minn, Sigurður
Gíslason á Botni í Patreksfírði,
batt inn á sínum tíma. Jæja, þetta
var nú smá krókur,“ segir Bjarni.
„Aftur hingað heim í hérað. Hér í
Borgarnesi vorum við til júlíloka
1962. Þá um verslunarmannahelg-
ina fluttum við upp í Andakílsár-
virkjun. Eg sá um línur og annað-
ist vélgæslu í virkjuninni. Þar vor-
um við lengst eða til ársins 1985,“
segir Bjarni.
Virk í félagsstarfi
En hvað með félagsmálin, ein-
hver afskipti munu þau hjón hafa
haft af þeim. Nú kemur eitt og
annað upp á yfirborðið, m.a. að
þau bæði störfuðu innan ung-
mennafélagsins Islendings. Starfs-
svæði félagsins var Andakílshrepp-
ur og Skorradalur. Bæði komu þau
að stofnun deildar innan félagsins
sem nefnd var Æskan. Bjarni var
þar nokkuð í forystu um stofnun
sérstaks starfs fýrir yngstu börnin
og fór fram alls konar félagsmála-
starf sem börnin stýrðu undir hans
stjórn. Sigrún tók mikinn þátt í að
endurvekja leiklistarlíf innan fé-
lagsins sem hefur verið blómlegt í
mörg ár. Þá hefur Sigrún kennt á
vegum Félagsmálaskóla alþýðu.
Sigrún brosir og segir: „Fyrsta
námskeiðið sem ég kenndi á var
fyrir járniðnaðarmenn á Akureyri.
Eg var ósköp lítil í mér fýrsta
kvöldið, þegar námskeiðinu lauk
var ég bara býsna ánægð með
mig.“
Bæði eru þau Bjarni og Sigrún
heiðursfélagar í ungmennafélaginu
Islendingi. Lionshreyfingin hefur
einnig notið starfskrafta þeirra
beggja. „Sjálfur byrjaði ég 1961 og
hef verið þar innan dyra alla tíð
síðan, en Sigrún byrjaði seinna,
þetta er búið að vera ósköp gefandi
allt sarnan," segir Bjarni og Sigrún
tekur undir það.
Bankað upp á
hjá Lykla Pétri
Þegar hér er komið sögu, Bjarni,
ertu búinn að vinna við rafmagn í
30 ár, fékkstu aldrei straum? ,Jú,
jú, alvarlegast var það nú í júlí
1973, í spennuvirkinu við Anda-
kílsárvirkjun. Þannig var að til stóð
að breyta spennu á sveitalínunni.
Það þurfti að skipta um spenna.
Til þess var fenginn bíll frá Borg-
arnesi með krana. Þegar hann var
að koma uppeftir rakst kraninn í
línuna, sleit hana og við það brotn-
uðu staurarnir sitt hvoru megin við
veginn. Við fórum því í að leysa út
línuna, fýrst í stöðinni og síðan fer
ég upp í spennuvirkið. Með mér
var Sigmundur Hermundsson. Þar
fæ ég í mig fulla spennu, brenn
mikið og fell til jarðar meðvitund-
arlaus. Sennilega hefur Lykla Pét-
ur ekki talið tímabært að taka á
móti mér, því ég lifi enn,“ segir
Bjarni og bætir við: „Fullvíst er að
Sigmundur Hermundsson bjargaði
lífi mínu. Hann var rosalega góður
félagi.“ Hér tekur Sigrún við: „Það
var okkar mikla lán að Sigmundur
Hermundsson var með honum.
Hann var með mikla reynslu síðan
hann vann hjá slökkviliðinu í
Reykjavík og tók umsvifaslaust og
af krafti við stjórninni. Fékk vatn
úr Andakílsá sem var rétt hjá, til að
kæla Bjarna, lét hringja á sjúkrabíl
og lækni frá Borgarnesi og kældi
Bjarna viðstöðulaust á meðan beð-
ið var. Þegar læknirinn kom með
sjúkrabílnum var Bjarni fluttur á
Akranes, með viðkomu við fjósið á
Skeljabrekku þar sem fengið var
vatn í mjólkurbrúsum. Læknirinn
lét Sigmund um að stjórna þessu
öllu á leiðinni og Bjarni var
stöðugt kældur þar til hann var
kominn inn á sjúkrahúsið."
Sigrún heldur áfram: „Eg mun
alltaf muna öll smátriðin þegar
þetta gekk yfir, hvað Simmi var
ótrúlega ákveðinn yfir Bjarna, all-
an vatnsausturinn, hvernig Simmi
féll saman á sjúkrahúsinu þegar
ábyrgðin á honum var komin í
hendur starfsfólksins þar, óvissuna
fýrsta sólarhringinn og svo þegar
ég var komin heim og fékk mitt
spennufall.“
Fyrsta sólarhringinn var Bjarna
vart hugað líf - en hann tórði. „Á
sjúkrahúsinu var ég á fjórða mánuð
en sex mánuðum eftir slysið var ég
kominn aftur til starfa, þetta var
mikið lán,“ segir Bjarni Skarphéð-
insson.
Nokkur ár á
Reykhólum
„Við yfirgáfum Andakílsárvirkj-
un árið 1985, þá varð ég rafveitu-
stjóri í Borgarnesi og urðu árin tíu.
Þá var veitan seld Rafmagnsveitum
ríkisins og ég var úreltur," nú
glottir Bjarni og Sigrún tekur við.
„Það vantaði ráðskonu við Barma-
hlíð sem er heimili aldraðra í
Reykhólasveit. Það varð að sam-
komulagi að ég sæi um þetta í ein-
hverja daga, en árin urðu sex,“ seg-
ir hún. „Ég fýlgdi á eftir og fékk
vinnu hjá sveitarfélaginu, fýrst sá
ég um unglingavinnu en varð svo
umsjónarmaður fasteigna, maður
vasaðist í einu og öðru, þetta var
ágætt tímabil," bætir Bjarni við.
I helgan stein
„Nú erum við aftur komin í
Borgarnes og næstum því sest í
helgan stein, ég búinn að vinna við
rafmagnið í 44 ár og þar af 38 ár
hér í Borgarfirði," segir Bjarni.
„Ég er reyndar að vinna smávegis á
Kleppjárnsreykjum." Sigrún er nú
dálítið leyndardómsfull: „Eg á mér
líka afskaplega skemmtilegt tóm-
stundagaman. Eg lærði m.a. að
baldera og á orkering fýrir tæpum
40 árum í Heimilisiðnaðarskólan-
um og hef gripið í að sauma þjóð-
búninginn og baldera í hann það
sem þarf. Eg hef hjálpað mörgum
að koma upp þjóðbúningum, mér
finnst það afar skemmtilegt, já og
svo syng ég ennþá.“
En hvernig hefur heilsan verið
hjá Bjarna eftir slysið 1973? „Bara
frískur, ég fékk að vísu blóðtappa
þegar við vorum á Reykhólum og
það hefur þurft að gera upp dálítið
af æðum við hjartað. Sigrún mín
hefur verið býsna spræk,“ segir
Bjarni. Hann tjáir gestum að kjall-
arinn eigi hug hans núna: „Það er
eitt og annað sem þarf að skoða
þar, það er svo ótrúlega mikið af
alls kyns drasli sem safnast að
manni í gegn um árin. Þetta er ég
nú að dunda við að yfirfara, flokka
og eftir atvikum henda,“ segir
Bjarni að lokum. Þeim heiðurs-
hjónum er þakkað móttökurnar og
að leyfa lesendum að skyggnast inn
í líf þeirra.
Bjami Skarphéðinsson og Sigrún D. Elíasdóttir.