Skessuhorn - 08.11.2006, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006
Tugmilljóna tjón í Búðardal
Óveðrið sem gekk yfir landið að-
faramótt sunnudags og á sunnu-
daginn sjálfan olli víða tjóni, meðal
annars í Búðardal, þar sem tug-
milljóna tjón varð. Gamli sjóvarn-
argarðurinn skemmdist mikið,
einkum vegna þess að fi'na efnið
undir grjótinu skolaðist allt í burtu.
Viðgerðir stóðu yfir við garðinn en
ekki nákvæmlega á þeim stað sem
fór í veðrinu. Einnig sópaðist upp
nýlega lagt malbik við sjóvarnar-
garðinn og við sláturhúsið. Ekkert
skemmdist innandyra í sláturhúsinu
en hluti af rétt sem stendur við hús-
ið skemmdist. Ekki er vitað til þess
að nein hús hafi skemmst innar í
bænum. Að sögn Gunnólfs Láms-
sonar sveitarstjóra er von a trygg-
ingamönnum íyrr í vikunni til að
meta tjónið. Ekki liggur fyrir hvort
Viðlagasjóður bætir tjón af þessum
toga.
BGK/ljósm. BAE
gögn og annað. Vinnupallar á ní-
undu hæð nýbyggingar á Miðbæj-
arreit aflöguðust á festingum sínum
og gömul geymsla neðst við Vest-
urgötu blakti á tímabili á stoðum
sínum sem tjald á útihátíð, en fauk
þó ekki. Björgunarsveitarmenn og
lögregla höfðu í nægu að snúast frá
laugardagskvöldi og ffameffir degi
á sunnudegi við að aðstoða íbúa við
að fergja ýmsa hluti.
MM
--7-------------------
Overulegt tjón
Lítið tjón varð á mannvirkjum á
Akranesi í veðurhamnum sl. sunnu-
dag og í raun minna en gera hefði
mátt ráð fyrir miðað við veðurham-
inn. Ymislegt smálegt dót fór þó á
ferð, svo sem trambólín, garðhús-
í óveðrinu á Akranesi
Björgunarsveitarmenn í Grundarfirði að vinna við þak geymsluskúrsins við Nesveg.
Hluti af þaki grunnskólans í
Grundarfirði fauk í óveðrinu
Talsvert tjón varð á mannvirkjum
í Grundarfirði í óveðrinu sem gekk
yfir á sunnudaginn. Veðrið byrjaði
að versna þar uppúr klukkan 8 um
morguninn og var að sögn Olafs B
Ólafssonar, björgunarsveitarmanns
verst á tíunda tímanum. Þá fauk
meðal annars hluti af þaki grunn-
skólans og lenti það að mestu á nýj-
um gervigrasvelli við skólann og
skemmdi hann. Þá fauk þak af
geymsluskúr Essó við Nesveg og
smáskemmdir urðu víðar í plássinu.
Engin óhöpp voru á fólki í veður-
hamnum. Margir björgunarsveitar-
menn unnu við björgunarstörf í
Grundarfirði og fjöldi sjálfboðaliða
einnig. Að sögn Olafs var þetta eitt
versta veður sem hann man eftir,
eða allt frá tímum kröppu lægð-
anna sem gengu yfir snemma á síð-
asta áramg. „Suðvestan er einna
versta vindáttin hér í Grundarfirði.
Þá koma gríðarlega öflugar og
langar vindhviður og síðan slær
niður á milli,“ sagði Olafur B
Olafsson í samtali við Skessuhorn.
MM/ljósm. SveiTÍr
Hluti þaks grunnskólans endaöi og var reirt niöur á sparkvettinum, sem einnig er tölu-
vert skemmtur.
PISTILL GISLA
Mál vikunnar
Maður vikunnar er tvímæla-
laust Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður með meiru.
Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr því fáir hafa náð að
vekja jafa mikil viðbrögð með
einni eða tveimur setningum
eins og hann gerði þegar hann
ræddi um málefni erlendra
borgara á Islandi. Hitt er svo
annað mál hvort menn eru
sammála því sem hann hafði
fram að færa.
Eg ætla ekki að túlka skoðan-
ir þingmannsins en leyfi mér þó
að efast um þá túlkun að hann
hafi gert sig sekan um kyn-
þáttafordóma af versm sort eins
og sumir vilja vera láta. Það
sem mér þykir hinsvegar alvar-
legt er að í kjölfar orða þing-
mannsins hefur komið berlega í
ljós hversu grunnt er á kyn-
þáttafordómum í þessu þjóðfé-
lagi. Síðustu tvo daga hafa þrír
bláókunnugir menn fundið hjá
sér brýna þörf til að ræða við
mig nauðsyn þess að koma
þessum útlendingum hið bráð-
asta úr landi. An þess þó að ég
viti hvernig ég tengist málinu
þar sem ég tel mig ekki hafa
völd til að ákveða búsetu ann-
arra og hef ekki sóst eftir því.
Eg er bara nokkuð sáttur á
meðan ég fæ að ráða því hvar
ég bý sjálfur.
Fyrir fjórum árum var tekið
saman hversu margir údend-
ingar byggju á Islandi og um
leið hversu margir íslendingar
byggju í útlandi. Þá voru hinir
síðarnefhdu tvöfalt fleiri og þó
þessi hlutföll kunni að hafa
breyst eitthvað þá ber okkur að
hafa í huga að við ætlumst til
þess að okkur og okkar löndum
sé tekið með kostum og kynjum
hvar sem er í heiminum.
Síðustu daga höfum við
hneykslast á umíjöllun danskra
fjölmiðla um íslendinga og
kallað hana kynþáttafordóma.
Við höfum fordæmt að Auka-
blaðið, danska, (Ekstra bladet)
kallaði íslendinga í heild sinni
skattsvikara og ýmsum öðrum
illum nöfhum og vísaði þar til
meintra og ósannaðra brota
fárra einstaklinga. A sama tíma
dæmum við heilu þjóðflokkana
á grundvelli verka örfárra úr
þeirra hópi. Því var haldið fram
í útvarpi í gær að útlendingar
væru upp til hópa nauðgarar og
var sá málflutningur byggður á
einu máli þar sem útlendingar
koma vissulega við sögu. Utffá
því má slá því ffam að Reykvík-
ingar séu ofdrykkjumenn og
dæma það útfrá einum eða
tveimur rónum niður á
Hlemmi. Það er ekki víst að all-
ir sættu sig við þau rök.
Ég er heldur ekki viss um að
mínir sveitungar væru sáttir við
að því yrði slegið fram sem
staðreynd að allir Borgnesingar
væru hárlausir bara vegna þess
að ég er það.
Eg veit um hreinræktaða ís-
lendinga sem hafa orðið fyrir
kynþáttafordómum á Lauga-
veginum vegna þess að þeir eru
dökkir yfirlitum og starfa í
byggingariðnaði. Þetta segir
mér það að það er ansi stutt í
öfgarnar hjá mörgum þegar
þessi mál eru til umræðu og því
þarf að stíga varlega til jarðar
þótt auðvitað þurfi að ræða alla
hluti.
Gísli Einarsson,
mannfræðingur.