Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Side 18

Skessuhorn - 08.11.2006, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006 ^aUOVIU/i.i f * 3 Fréttir frá MaJawí - Annar hluti Asta Rut er hér að taka á móti skjólstaeðingum. Við erum þrír hjúkrunarfræðingar sem sinnum sjálfboðaliðastörfum í Malawí í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar á Islandi. Við héldum til Malawí 11. september síðastliðinn og áætltun að vera hér fram í miðjan febrúar næstkomandi. Við ætlum síðan að fara í sex vikna ferðalag um suður- og austurhluta Affíku í lokin. Nú er Mobile clinicin byrjuð. Mobile clinic er í raun bíll sem fer um til að hafa efrirlit og koma með birgðir í „Feeding center" (Feeding center er miðstöð þar sem munaðar- laus og mjög fátæk böm frá sex mán- aða til fimm ára fá ffían mat þrjá daga vikunnar). Birgðirnar saman- standa af maísmjöli, sykri, matarolíu, sápu og fleira. Tilgangur með þessu starfi er að næra börnin, fyrirbyggja sjúkdóma og ffæða aðstandendur þeirra. Feeding centerin eru staðsett við kirkjur í litlum þorpum um allt land. Landinu er síðan skipt upp í þrjú svæði; norður, suður og mið- hluta og hver hluti hefur 30-40 Feeding center. Hver hluti hefur sinn bíl sem ferðast um svæðið og tekur hver ferð tæpar 3 vikur. Heim- sótt eru 2-3 center á hverjum degi. Mobile clinicin er starffækt á tíma- bilinu október til apríl en þá er svo- kallað hungurtímabil í suðurhluta Afríku þar sem uppskeran er búin. Með okkur í ferðunum eru aðstoð- armaður og bílstjóri. Starf okkar felst í að athuga hvort allt er til staðar sem á að vera þar. Þama á að vera skýli eða kirkja, eld- hús, klósett, baðherbergi, ruslagryfja o.fl. Við eigum að skrá það niður og hvemig okkur finnast aðstæðumar líta út þ.e. hvort þetta sé viðunandi. Hefðum við ekki fengið að fara með infæddum hjúkrunarffæðingi fyrstu þrjá dagana væmm við ekki vissar um að okkur hefði fundist neitt af þessu viðunandi. Þegar við eram búnar að skoða þetta allt er stuttur fundur með fólkinu sem tekur þátt í verkefriinu. Fundurinn fer reyndar fram á chichewa (tungumáli inn- fæddra) svo við skiljum ekki mikið. Við verðum bara að fylgjast með hvenær verið er að biðja svo við get- um sýnt viðeigandi hegðun. A þess- um fundum þurfum við ekki að segja mikið annað en að heilsa og kynna okkar sem er eiginlega það eina sem við kunnum að segja á chichewa. Effir fundinn byrjar ballið því þá flykkjast allir að með börnin til að fá ókeypis læknisaðstoð (hjúkranarað- stoð þar sem enginn læknir er á staðnum). Þar sem lyfin era einnig ókeypis vilja allir nýta sér þjónust- una þrátt fyrir að meirihluti barn- anna séu ekki bráðveik. Mörg þeirra era vannærð og með öndunarfæra- og meltingarfærasýkingar eins og al- gengt er hjá bömum á þessum aldri. Malaría er algeng í Malawi og era böm sem hafa verið með hita oftast meðhöndluð þrátt fyrir að ekki sé vitað hvort þau séu sýkt. HIV er einnig algengur sjúkdómur en sjaldnast greindur hjá þessum börn- um. Hér sjáum við einnig tilfelli sem sjást ekki á Vesturlöndum. Við höf- um t.d. skoðað börn yfir tveggja ára sem era ekki farin að ganga eða tala, með vatnshöfuð eða þroskaheft án nokkurrar greiningar. Við skoðum 15-40 böm í hverju Feeding centeri, sjúkdómsgreinum þau, gefum lyf og skráum allt niður. Þau tílfelfi sem við getum ekki greint eða meðhöndlað vísum við áfram á sjúkrahús. Sam- sldpti við fólkið geta verið svolítið erfið þar sem við þurfum túlk til að tala við það. I ferðunum gistum við ýmist á gistiheimilum eða heima hjá prestin- um í héraðinu. Þegar við fóram með infædda hjúkrunarfræðingnum fyrstu 3 dagana gistum við hjá presti. Húsið var mjög fírit, byggt úr múr- steinum þó það hafi haft stráþak og ekkert rafmagn. Þegar við komum byrjaði presturinn á að sýna okkur hreykinn að hann væri búinn að steypa gólfið hjá sér (í vor þegar þau vora hjá honum var víst moldargólf). Þegar við vorum að fara að sofa kom í ljós að við áttum að sofa í stofunni og það á gólfinu. Við reyndum að láta á engu bera þó okkur væri nú ekki vel við kóngulæmar sem skriðu um stofuna. Þar sem við vorum bara með eina dýnu til að deila tókum við pullumar úr sófunum og notuðum þær líka. Við eram afar fegnar að hafa tekið með okkur íslensk rúmföt því þá er bara hægt að skríða inn í sængurverið og svo vöfðum við flugnanetinu um hausinn. Við sváf- um bara ótrúlega vel þama og urð- um ekki varar við nein skordýr. Haninn byrjaði reyndar að gala upp úr klukkan 3 (og því miður var hann inni í húsinu), en þar sem við höfð- um farið að sofa um níu um kvöldið slapp það alveg. Núna eram við búnar að fara í eina ferð, gist við hin- ar ýmsu aðstæður en höfum þó alltaf möguleika á að fara á gistiheimili ef okkur h'st ekki á aðstæður. Með kveðju heim, Fríða Björk Skúladóttir Asta Rut Ingmiundardóttir Bjamheiður Böðvarsdóttir * t Athyglisverður Maður í mislitum sokkum Leikdeild Umf. íslendings ffum- sýndi sl. laugardagskvöld í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Am- mtrnd S. Backman. Frumsýningin markaði 30 ára samfellt leikstarf fé- lagsins og bar með sér að hér vora engir nýgræðingar að verki. Asa Hlín Svavarsdóttir er leikstjóri og leikendumir átta sem fara með jafri- mörg hlutverk. Verkið Maður í mislitum sokkum er öðra fremur gleðileikur um gam- alt fólk og ungt með alvarlegum undirtóni þó. Verður því best lýst með orðum leikskáldsins sjálfs: „í leikritinu um gamla fólkið er ég jafnframt að velta fyrir mér þeirri stöðu sem upp kemur þegar sæmi- lega efiiaður miðstéttarmaður tekur aðra stefriu í lífinu á gamals aldri en afkomendur vildu helst. I leikritinu er þessu þannig stillt upp að harð- fullorðin bömin verða áhyggjufull þegar pabbi gamli fær nýstárlegar hugmyndir um hvemig best sé að eyða elliárunum. Honum dettur nefriilega í hug að kannski geti hann notað fjármuni sína sjálfum sér til ánægju áður en öllu er lokið...“ An ýkna eða farsaláta tekst höf- undi að draga fram hárfínar myndir atburðanna á mörkum skops og skælna þar sem áhorfandinn þarf ekki að fara langt í umhverfinu eftir hhðstæðtun. Asa Hlín Svavarsdóttir og leikendur í leikslok. Asu Hlín leikstjóra hefur tekist að koma hinu ágæta verki Arn- mundar á fjalirnar þannig að flest fellur í samræmdar skorður í þéttri og fallegri sýningu: Kátleg orða- skipti og meinleg atvik verða trú- verðug þarna í viðreisnarárastof- unni hennar Steindóra gömlu. Það er einmitt sú brjóstgóða kona sem grandalaus verður miðlínan í at- burðunum og fær aðstoð nokkurra nágranna sinna til þess að greiða úr þeim vanda sem upp er kominn - raunar tvennra eldri hjóna sem fátt eiga sameiginlegt lengur nema lönguna til að vera ósammála hvort öðra. Leikarahópurinn hefrir líka unnið afar vel að verkinu og skilar hver og einn sínu hlutverki með ágætum svo myndir og blæbrigði leiktextans njóta sín. Eg leyfi mér þó að nefria sérstaklega afar einlæga og sannfær- andi meðferð Katrínar Jónsdóttur á hlutverki áðurnefhdrar Steindóra. Gervin vora góð en tæpast þó nógu gamalleg öU fyrir minn smekk. Það er meira en reisunnar virði að skreppa í félagsheimilið Brún og njóta kvöldstundar við þetta góða verk Arnmundar Backmans, Asu Hlínar, leikhópsins og hins fjöl- marga aðstoðarfólks er að sýning- unni kemur. Hún gefur bæði tilefrii til þess að hlæja og hugsa. Og ekki spillir að í hléinu má njóta kvenfé- lagskaffis og þjóðlegs meðlætis. Glitnir gefur tækitilSHA Á haustfundi Glitnis, sem hald- inn var á Akranesi á föstudaginn, tilkynnti Bjarni Ármannsson for- stjóri þá ákvörðun bankans að færa Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöð- inni á Akranesi að gjöf tvö tæki. Annars vegar þol og áreynslubraut af fullkomnustu gerð og hins vegar heyrnarmælingarklefa. Guðjón Brjánsson ffamkvæmdastjóri SHA tók við gjöfunum úr hendi Bjarna og Magnúsar Brandssonar útibús- stjóra Glitnis á Akranesi. Guðjón segir gjafirnar kærkomn- ar. Fyrir átti stofriunin áreynsluhjól en að sögn Guðjóns hentar það ekki öllum að hjóla og því komi á- reynslubraut þar sem hægt er að ganga og hlaupa sér mjög vel. Heyrnarmælingarklefi hefur ekki verið um nokkurt skeið á SHA eða frá því að heimasmíðaður klefi var aflagður. Guðjón segist vonast til þess að hin nýju tæki verði komin í gagnið um næstu áramót. Við afhendingu gjafanna rifjaði Bjarni upp að hann sjálfur ætti starfsfólki stofnunarinnar mikið að þakka frá uppvaxtaráram sínum á Akranesi og því væri það honum mikið gleðiefni að fá tækifæri til þess að bæta tækjakost SHA. Guð- jón Brjánsson þakkaði fyrir gjafim- ar og sagði það ómetanlegt fyrir stofnunina hversu vel fyrirtæki og einstaklingar styddu við starf henn- ar. Hann sagði Glitni og SHA í nokkuð ólíkum sporam gagnvart viðskiptavinum sínum. Starfsfólk Glitnis reyndi sitt besta til þess að fjölga viðskiptavinum sínum og halda þeim sem lengst en starfsfólk SHA reyndi af fremsta megni að fækka sínum viðskiptavinum og að heimsóknir þeirra tækju sem minnstan tíma. Báðir aðilar leituð- ust samt við að veita ffamúrskar- andi þjónustu. Gjafir Glitnis myndu auðvelda það starf. HJ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.