Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Page 4

Skessuhorn - 13.12.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 Vilja samning við Rauða krossinn AKRANES: Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar hefur sam- þykkt að mæla með því við bæjarráð Akraness að bæjarfé- lagið semji við Rauða kross Is- lands - Akranesdeild til tveggja ára um þjónustu við útlendinga í bæjarfélaginu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni bauðst Rauði krossinn til þess að gera slíkan samning í til- raunaskyni í eitt til tvö ár. Hugmyndin er sú að komið verði á fót upplýsingamiðstöð um málefni útlendinga þar sem þeir geti leitað nauðsynlegra upplýsinga á einum stað. Talið er að allt að 200 manns af er- lendum uppruna séu nú bú- settir á Akranesi. Bæjarráð vís- aði hugmyndinni til umsagnar félagsmálaráðs. -hj Greiðslur til heimavinnandi foreldra HVALFJÖRÐUR: Félags- málanefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjóm að um áramót verði teknar upp greiðslur til heimavinnandi foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Einnig leggur nefndin til að sveitarfé- lagið greiði foreldrum kosmað vegna dvalar barna hjá dagfor- eldram enda komist þau ekki inn á leikskóla þrátt fyrir að hafa til þess rétt. Lagt er til að þessi kostnaður verði greiddur aftur í tímann eða frá 1. ágúst á þessu ári. Sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar mun fjalla um málið á fundi sem hefst í dag kl. 16. Eins og fram hefur komið í fféttum hefur leikskóh í Hvalfjarðarsveit verið gjald- frjáls um nokkurt skeið. -hj Vilja ráða djákna til starfa á Höfða Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti að taka þátt í greiðslu kostnaðar vegna ráðningu djákna í 20% starf á Dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. Málið var rætt á fundi stjórnar heimilisins fýrir skömmu þar sem fram kom að Ragnheiður Guðmundsdóttir sjúkraliði hafi lokið djáknanámi og hafi áhuga á þessu starfi. Fram kom á fundinum að djáknar séu í starfi á nokkrum öldrunarstofnunum á höfuðborgarsvæðinu og reynslan af störfum þeirra sé mjög góð. Akvað stjórnin því að fara þess á leit við sveitarfélögin sem að dvalarheimil- inu standa að þau greiði kostnað- inn af þessu nýja starfi en talið er að launakostnaður verði um 70 þúsund krónur á mánuði. Eins og áður sagði samþykkti bæjarráð beiðni stjórnar Höfða með tveimur atkvæðum. Sveinn Kristinsson bæjarráðsmaður Sam- fylkingarinnar greiddi atkvæði gegn málinu þar sem hann telur það ekki hlutverk Akraneskaup- staðar að greiða kostnað sem þennan. HJ Borgarbyggð vill úr héraðsnefiid Borga ríj arðarsýslu Byggðaráð Borgarbyggðar hefur látið í ljós áhuga á því að leggja nið- ur héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu eða að sveitarfélagið segi sig úr henni og tilnefni því ekki fulltrúa í nefndina. Landbúnaðarráðuneytið er ekki hrifið af hugmyndinni. Ráðuneytið hefur ritað bréf til Borgarbyggðar þar sem tíundaðar eru lagalegar skyldur héraðsnefnda, en þær eru meðal annars fólgnar í yfirstjórn allra afféttar- og fjall- skilamála í þeirra umdæmi, óháð sveitarfélögum. Þar á meðal að hlutast til um leitir á öræfum sem tengjast upprekstrarsvæðum þar sem fjárvon kann að vera. Einnig er samkvæmt lögum óheimilt, að mati ráðuneytisins, að framselja ein- hliða lögbundin verk héraðsnefnda til þeirra sveitarfélaga sem rétt hafa til að tilnefha fulltrúa í héraðs- nefhd. I bréfinu er einnig lýst furðu á því Borgarbyggð hyggist ekki til- nefha mann í héraðsnefhdina þrátt fýrir þau mikilvægu verkefni sem henni eru falin í afréttar og fjall- skilamálum. Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir áliti félagsmálaráðuneyt- isins á með hvaða hætti Borgar- byggð gemr uppfyllt skyldur sem nú er sinnt innan héraðsnefndar. BGK Hætt við klæðningu Brekkubæjarskóla Bæjaryfirvöld á Akranesi eru hætt við að klæða Brekkubæjarskóla að utan á næsta fjárhagsári eins og lof- að hafði verið, að því er ffam kem- ur á vef skólans. Þar segir að síðast- liðið vor hafi klæðning hússins ver- ið boðin út en ekkert tilboð hafi borist í verkið „sem nú hefur verið blásið af,“ eins og segir á vef skól- ans. Meðfýlgjandi mynd er birt á heimasíðunni með eftirfarandi kynningu: „Hér má sjá mynd af nokkrum af þeim fjölmörgu götum sem prýða klæðningu skólans í dag.“ HJ Nýtt skipulag slökkviliðs í Borgarbyggð til utnræðu Vinnuhópur um slökkviliðsmál í Borgarbyggð hefur lokið störfum. Lagt er til í tillögum hópsins að slökkviliðið heyri undir fram- kvæmdasvið Borgarbyggðar. Slökkviliðsstjóri verði undirmaður forstöðumanns framkvæmdasviðs og eldvarnaeftirlitsmaður gegni starfi varaslökkviliðsstjóra. Hópirm skipuðu Sigurður Páll Harðarson, Bergþór Kristleifsson, Eiríkur Olafsson, Kristján Ingi Pémrsson og Sigurður Helgason. Starf eldvarnareftirlitsmanns er ekki til hjá sveitarfélaginu en starfs- hópurinn leggur til að það verði stofnað. I starfi hans verði megin áhersla lögð á forvarnir ekki síst í dreifbýli og því meiri forvarnir sem byggð er lengra frá slökkvistöðvun- um. Þar sem vegalengdir eru mikl- ar innan Borgarbyggðar er þetta mikilvægur þátmr í starfi slökkvi- liðsins. Ef mál færu á þennan veg yrðu tveir fastráðnir menn í fullu starfi hjá slökkviliðinu og einn til tveir slökkviliðsmenn tækju bak- vaktir á móti fastráðnum mönnum. Lagt er til að aðalslökkvistöð verði í Borgamesi en aðrar slökkvi- stöðvar verði staðsettar á efrirtöld- um stöðum: Stærri útstöðvar verði á Hvanneyri, Reykholti og á Bif- röst. Minni útstöðvar verði í Bæ í Bæjarsveit, Laugagerðisskóla og Húsafelli. Ekki er aðstaða fýrir hendi á Bifföst og Húsafelli en nefhdin leggur til að stefnt verði að því að koma þeim upp og laga hús- næði, meðal annars á Hvanneyri og í Borgarnesi. Búið er að festa kaup á nýrri Renault slökkvibifreið er verður til- búin síðari hluta sumars. Sú verður staðsett í Borgamesi. Auk þess ligg- ur fýrir að Skorradalshreppur hefur keypt nýja Ford biffeið sem verður afhent slökkviliðinu til afhota með þeim skilyrðum að slökkviliðið sjái um reksmr hennar og bifreiðin verði staðsett innan tíu kílómetra ffá hreppnum. Vinnuhópurinn leggur til að gengið verði til samninga við Skorradalshrepp á svipuðum nót- um og gert var við Eyja- og Mikla- holtshrepp. Einnig að unnið verði að því að gera samninga bæði við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð við mengunarslys og við slökkvilið Stykkishólms á sama grunni og samningur við slökkvilið Akraness. BGK Talsverð hækkun þjónustugjalda í Grundarfirði Bæjarstjóm Gmndarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum á fimmmdag nýja gjaldskrá er tekur gildi um ára- mótin. Þjónusmgjöld hækka en fasteignaskattar lækka í kjölfar mik- illar hækkunar á fasteignamati fýrr á árinu. Af einstökum gjöldum má nefna að leikskólagjöld hækka um 10% og sömu sögu er að segja af skólagjöldum í Tónlistarskólanum. Sorphreinsunargjald heimila hækk- ar úr 9.200 krónum á hverja tunnu í 12.000 krónur eða um rúm 30%. Sorpeyðingargjald heimila hækka á hverja tunnu úr 7.800 krónum í 10.000 krónur eða um rúm 28%. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn talsverða lækkun fasteignaskatta. Má þar nefna að fasteignaskattur A- flokks lækkar úr 0,45% í 0,34% eða um rúm 24% og fasteignaskattur C-flokks lækkar úr 1,55% í 1,5% eða um rúm 3%. Þá lækkaði lóðar- leiga einnig. Sem kunnugt er var framkvæmt endurmat á fasteignum í Gmndarfirði fýrr á þessu ári og varð niðurstaðan sú að matið hækk- aði um 37%. Tillögur að gjaldskrárbreyting- um voru samþykktar með fjómm atkvæðum bæjarfulltrúa meirihluta Sjálfstæðisflokks en þrír bæjarfull- trúar Samstöðu sátu hjá. HJ Fann sjálfur stolna bifreið AKRANES: Sl. föstudagskvöld brá ungur maður sér inn á bensínstöð á Akranesi. Bifreið sína skildi hann eftir í gangi fýrir utan. Einhver notfærði sér það og tók bifreiðina. Hún fannst þó aftur á sunnudags- kvöldið og var það eigandinn sjálfur sem fann hana í Mos- fellsbæ. Eitthvað tjón mun hafa orðið á henni. Lögreglan á Akranesi telur fulla ástæða til að brýna ökumenn á því að skilja bifreiðar ekki eftír ólæstar og allra síst í gangi þegar farið er frá þeim. -kh Framkvæmdir / við Utnesveg SNÆFELLSNES: Vegagerðin hefur auglýst eftír tílboðum í endurbyggingu Útnesvegar á Snæfellsnesi frá Háahrauni að Saxhóli. Um er að ræða 16,9 km kafla vegarins sem verður 6,5 metrar á breidd með klæðn- ingu. Tilboðsfrestur rennur út 19. desember og verkinu skal lokið 15. júlí 2009. -hj Lítil samkeppni STYKKISHÓLMUR: Þrjú orkufýrirtæki gerðu tilboð í raf- orkukaup Stykkishólmsbæjar en þau vora boðin út á dögun- um. Bæjaráð Stykkishólmsbæj- ar hefur samþykkt að ganga til samninga við Rarik um við- skiptín en einnig bárust tílboð frá Orkuveitu Húsavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur. Að sögn Þórs Arnar Jónssonar bæj- arritara í Stykkishólmi er áætl- að að sparnaður sveitarfélagsins af útboðinu verði á bilinu 150- 200 þúsund krónur á ári miðað við raforkukaup liðinna ára. Að auki mun raforka tíl sveitarfé- lagsins ekki hækka um áramót- in eins og boðað hafði verið. Þór Örn segir ljóst af niður- stöðu útboðsins að svigrúm raf- orkufýrirtækja sé mjög lítíð og því vakni sú spurning hvort samkeppni sé í raun til staðar á raforkumarkaði. -hj Glitnir styrkir utanfara BIFRÖST: Þegar Glitnir banki opnaði skrifstofu í Shanghai á dögunum afhenti Einar Sveinsson stjórnarfor- maður bankans Kristjáni Pétri Kristjánssyni nemanda Háskól- ans á Bifröst 50 þúsund norskar krónur úr menningarsjóði bankans. Nokkrir nemendur Háskólans á Bifröst stunda nám við Shanghai University og voru þeir viðstaddir opnunina. Styrkurinn var nýttur til farar átta nema frá Bifröst sem héldu tíl Xian Yang í liðinni viku til þess að kynna sér nýja hitaveitu sem bankinn kemur að ásamt fleiri fyrirtækjum ffá Islandi. -hj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.