Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Síða 7

Skessuhorn - 13.12.2006, Síða 7
§HSSUH©BKI MIÐVDCUDAGUR 13. DESEMBER 2006 7 Hverfi fyrir 50 ára og ✓ 1 Ljósm. MM Bæjarráð Akraness hefur heimil- að Soffiu Magnúsdóttur og fyrir- tæki hennar Þitt val ehf. að útfæra skipulagningu á allt að 7 hektara landi við Kalmansvík á Akranesi „enda skili hún tillögum um skipu- lag á svæðinu og framkvæmdaáætl- rrn innan eins árs,“ eins og segir í bókun ráðsins. Jafnframt ákvað ráðið að úthluta ekki umræddu landi til annarra á þeim tíma. I minnisblaði ffá Soffíu sem lagt var fyrir bæjarráð kemur fram að hugmyndin sé að skipuleggja á svæðinu allt að 450 íbúðir af ýms- um stærðum og gerðum sem ætlað- ar eru fólki 50 ára og eldri. Eru þar nefnd 30-50 raðhús, parhús og ein- býlishús, 220-240 þjónustuíbúðir í fjölbýlishúsum, 80-100 svokallaðar öryggisíbúðir í fjölbýli þar sem gert er ráð fyrir umferð hjólastóla og ýmissa annarra sérþarfa íbúa og 80- 100 íbúðir í hjúkrunarheimili, sem gert er ráð fyrir að reisa í samvinnu við hið opinbera. Fram kemur í minnisblaðinu að eignarhald verði afar mismunandi allt frá einkaeign íbúa til leiguíbúða. Þá kemur fram að áætlaður tími til uppbyggingar hverfisins verði 10-12 ár með und- irbúningsvinnu en erfitt verði að tímasetja byggingu hjúkrunarheim- ilis. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir hugmynd Soffíu djarfa og framsýna og bæjarráð hafi talið sjálfsagt að veita henni frekari Frá Kalmansvík á Akranesi. gaum og því hafi verið ákveðið að gefa Soffiu svigrúm til þess að út- færa hana nánar. Fyrr á þessu ári hafhaði bæjarráð beiðni Loftorku um skipulagningu hverfis í Kalm- ansvík þar sem rúmast myndu 200- 300 íbúðir. Þá sagði formaður bæj- arráðs í samtali við Skessuhorn það stefnu bæjarins að ljúka uppbygg- ingu Skógarhverfisins áður en nýtt hverfi yrði skipulagt. Aðspurður hvort ákvörðunin nú orki ekki tví- mælis í ljósi fyrri samþykkta segir Gísli S. svo ekki vera. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar taki öllum góðum hugmyndum um uppbygg- ingu á Akranesi fagnandi og sé ekki bundinn af ákvörðunum fyrri meirihluta bæjarstjórnar. Soffía Magnúsdóttir hefur und- anfarin ár rekið Fasteignamiðlun Vesturlands. Hún segir málið á al- gjöru frumstigi. Hún segir ákvörð- tm bæjarráðs afar ánægjulega og gefi svigrúm til þess að útfæra hug- myndirnar nánar. Soffía segist í starfi sínu sem fasteignasali oft hafa orðið vör við þörf á fleiri kostum fyrir fólk þegar fjölskyldurnar taka breytingum. Með skipulagningu hverfis sem ætlað er fólki 50 ára og eldra verði tekið mið af öðrum þáttum en við skipulagningu hefð- bundinna íbúðahverfa. Sem dæmi nefnir hún að ekki verði gert ráð fyrir leikskóla og grunnskóla í hverfinu. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að hliðstætt hverfi hafi verið skipulagt hér á landi og því sé hér um afar spennandi kost að ræða. Eins og fram kom er rætt um að í hverfinu verði um 450 íbúðir og Soffía óttast ekki að þar sé í of mikið ráðist og bendir á að þarna sé verið að hugsa rúman áratug ffam í tímann. HJ Skyndihjálp hlutí af lífsleikninámi í Grundaskóla á Akranesi er kennt fag sem heitdr Hreyfistund en þar er komið til móts við aukna þörf fyrir hreyfingu innan veggja skólans hjá bömum í 1.-4. bekk. I Hreyfistund er leitast við að samþætta náms- greinar þar sem m.a.er unnið með stærðfræði og íslensku tengt hreyf- ingu. Einnig er farið í leiki, tjáningu, lífsleikni og síðast en ekki síst skyndihjálp. Blaðamaður brá sér í heimsókn í skólann og tók hús á Hinum meðvitundarlausu komiSjýrir í sjúkrabíl. Hildur Karen og aSrir nemendur fylgjast meS. kennaranum Hildi Karenu Aðal- steinsdóttur og nemendum hennar, fræddist örlítið um Hreyfistund, skyndihjálparleikritin og hvernig kennslan er að skila sér ríkulega. Hildur Karen er menntuð úr Kennaraháskóla Islands og hefur séð um hreyfistundakennsluna í Grundaskóla undanfarin ár þar sem markvisst er unnið með helstu lík- amsheiti og mikilvægi þess að beita líkamanum rétt. Mikil áhersla er lögð á að nemendur læri að slaka á og læri æfingar til þess, en með slök- uninni er m.a. leitast við að draga úr spennu t.d. með snertingu og nuddi. „Til að ná góðri stemningu og trausti í hópnum er gott að setjast niður með nemendum og ræða mál- in en jafnframt er mikilvægt að hlusta á þeirra frásögn, því böm hafa oft mikla þörf fyrir að segja frá eigin lífsreynslu og ræða hana,“ segir Hildur Karen. Leikgerðin færir námsefn- ið nær raunveruleikanum Krakkarnir, sem mættir vora í skyndihjálpartíma, stigu á stokk og voru í þann veginn að fara að flytja leikrit um fyrstu viðbrögð í skyndi- hjálp, er blaðamann bar að, en leik- ritin sömdu þau að stórum hluta sjálf. „I skyndihjálpar- kennslunni er stuðst við bókina Við hjálp- um, sem Rauði kross- inn gefur út en mikill hluti kermslunnar fer hinsvegar fram með því að setja á svið leik- rit og sýna en einnig með umræðum og sögugerð,“ útskýrir Hildur Karen. Aður en leikritin hófust kynntu þau sig og út- skýrðu hlutverk sitt innan verksins, en hópurinn, sem var skipt niður í þrjá minni hópa, tók fyrir þrenns konar slys. í fyrsta hópnum var tekið fyrir óútskýrt meðvitundarleysi, þar sem tveir drengir hnigu í öngvit og félag- ar þeirra hlúðu að þeim, töluðu til þeirra, lyftu upp fótum til að blóð- flæði til heilans væri tryggt og hringdu síðan 1-1-2 og báðu um að- stoð. Til allrar lukku barst hjálpin hratt og örugglega og hinir meðvit- undarlausu voru fluttir hið snarasta á spítala með sjúkrabíl. Annað atriðið fjallaði um stúlku sem hafði verið mönuð af félögum sínum að hlaupa yfir götu, en varð svo óheppin að lenda fyrir bíl. Sama ferli hófst, félagar hennar sýndu hár- rétt viðbrögð, athuguðu meðvitund- arstig, hvort einhverjir áverkar væru og töluðu til hennar. Hringt var á Neyðarlínuna, skilmerkilega sagt frá aðstæðum og hjálpin barst. I þriðja leikritinu var fjallað um eld þar sem áherslan var lögð á að koma sér út út brennandi húsi hið fyrsta og alls ekki að reyna að bjarga dóti eða öðrum veraldlegum hlut- um. Krakkarnir stóðu sig allir með mikilli prýði, leikurinn var afar sannfærandi og greinilegt að þeim þótti gaman að takast á við verkefh- ið. Auk þess að búa til leikrit eru bömin síðan látin skrifa sögu og teikna myndir en þannig er haldið áffarn með efnið. í síðasta tímanum er síðan farið út á meðal fólks og það krafið sagna um kunnáttu sína í skyndihjálp. Hefur komið að gagni En blaðamanni lék forvitni á að vita hvort skyndihjálparnámskeiðið hefði komið að gagni í daglega lífinu hjá krökkunum og sagði Hildur Karen það vissulega hafa gerst. Til dæmis hefði strákur slasast á skóla- lóðinni, utan skólatíma, og þar hefðu félagar hans leyst úr aðstæð- um á hárréttan máta. Sýnt yfirveg- un, róað þann sem slasaðist og kall- að til hjálp. Einnig kom það nýlega fyrir að nemandi skólans var með móður sinni í bíl þar sem hún fékk skyndilegt aðsvif og nánast meðvit- undarleysi en drengurinn, sem sýndi mikið æðruleysi, hringdi í Neyðar- línuna og talaði til móður sinnar á rólegu nótunum meðan hann beið efrir hjálp. Hildur Karen segir að lokum að frábært sé að sjá árangurinn og áhugann hjá krökkunum „en þessu öfluga starfi má m.a. þakka góðum stuðningi og hvatningu skólayfir- valda í Grundaskóla en það skiptir miklu máli að finna að maður hafi stuðning við það sem maður er að gera.“ KH rf.ytI ingi tryggvason hdL /ylt lt/ lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI SKALLAGRÍMSGATA1 íbúð á 2. hæð 122 ferm. og bílskúr 34,7 ferm. Forstofa, hol og gangur flísalagt. Stofa teppalögð. Þrjú svefnherbergi dúklögð. Eldhús flísalagt, ljós viðarinnrétting. Baðherbergi allt flísalagt, ljós innrétting. i Þvottaherbergi, búr og geymslur. Sér inngangur. | Verð: 26.900.000 SKÚLAGATA19 Einbýlishús á 2 hæðum 118,8 ferm. Á efri hæð er parketlögð forstofa. Saml. stofa og eldhús með flísum og við á gólfum, viðarinnr. í eldhúsi. Eitt herbergi með viðargólfi. Lítil dúklögð snyrting. Á neðri hæð er hol með máluðu gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi en veggir málaðir. Eitt herbergi dúklagt og geymsla. Verð: 18.000.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017, ^netfang: Iit@simnet.is - veffang: lit.is____^ HYRNUT0RGI - B0RGARNESI Opnu nartín ii yfir iól C ig ára mót: J Laugardagur 16.12.2006 10:00-20:00 Sunnudagur 17.12.2006 12:00-19:00 Mánudagur 18.12.2006 09:00-19:00 Þriðjudagur 19.12.2006 09:00-19:00 Miðvikudagur 20.12.2006 09-00-19:00 Fimmtudagur 21.12.2006 09:00-19:00 Föstudagur 22.12.2006 09:00-22:00 Þorláksmessa - laugardagur 09:00-23:00 Aðfangadagur -sunnudagur 09.00-13.00 Jóladagur - mánudagur Lokað Annar í Jólum - þriðjudagur Lokað Miðvikudagur 27.12.2006 09-00-19:00 Fimmtudagur 28.12.2006 Vörutalning Föstudagur 29.12.2006 09:00-19:00 Laugardagur 30.12.2006 09:00-20:00 Gamlársdagur -sunnudagur 09.00-13.00 Nýársdagur - mánudagur Lokað Þriðjudagur 2.1.2007 Venjuleg opnun

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.