Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Qupperneq 10

Skessuhorn - 13.12.2006, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 ■ in.- ; Langri jólalokun leíkskólans Hraunborgar afstýrt Stjórnendur Borgarbyggðar komu í veg fyrir langt jólafrí í leik- skólanum Hraunborg á Bifröst. Bæj- arstjóri segir að um einhliða ákvörð- un stjómenda skólans hafi verið að ræða. Fulltrúi minnihluta bæjar- stjómar telur að um sé að ræða vinnubrögð sem ekki gangi. Leik- skólastjórinn bendir á að málið hafa verið rækilega kynnt foreldmm í haust. Skólinn hafi sveigjanlegan opnunam'ma en nú verði hugsan- lega horfið ffá þeirri stefinu. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrn ákváðu stjómendur Hraun- borgar að loka leikskólanum frá 18. desember og skyldi lokunin vara fram yfir áramót. Foreldmm var tdl- kynnt um þessa lokun en ekki sveit- arfélaginu. I samtali við Skessuhom staðfesti Páll Brynjarsson sveitar- stjóri í Borgarbyggð að um einhliða ákvörðun hafi verið að ræða. Máls- atvik hafi verið þau að forráðamenn leikskólans hafi rætt við foreldra á svæðinu og eftir það hafi verið ákveðið að loka 18. desember því fá börn myndu verða á svæðinu. Hins vegar hafi borist kvörtun ffá foreldri sem ekki var ánægt með þessa ákvörðun og þannig hafi sveitarfé- lagið komist á snoðir um málið. Hann hafi því rætt við leikskóla- stjórann í Hraunborg og ákveðið hafi verið að stytta lokun til 21. des- ember, en lokað verður milli jóla og nýárs. „Til að ljúka þessu máli og ræða ffamtíðarskipulag munum við ræða við forráðamenn Hjallastefn- unnar fljótlega," sagði Páll. Sveinbjörn Eyjólfsson sveitar- stjómarmaður í Borgarbyggð segir þessa gjörð þvert ofan í alla samn- inga Hjallastefnunnar við sveitarfé- lagið. „Shk vinnubrögð ganga auð- vitað ekki, að ræða ekki við alla sem hlut eiga að máli. Foreldrar þurfa að geta gengið að því vísu að staðið sé við gerða samninga,“ segir Svein- bjöm. Anna María Sverrisdóttir, leik- skólastjóri á Hraunborg segir að málið hafi verið rækilega kynnt á foreldrafundi í haust. „Þar var boðið upp á sveigjanlegan leik- skóla að því leiti að verið er að reyna að aðlaga starfsemina því umhverfi sem unnið er í. Sem dæmi er leikskólinn opinn svokall- aða rauða daga, því þá er verið að kenna í háskólanum. A móti var talað um að hafa lengri jóla- og páskafrí, þegar nemendur háskól- ans eru í ffíi og ekkert gjald er tek- ið fyrir þá daga sem lokað er. Mál- ið hefur verið kynnt bæði á heima- síðu Háskólans á Bifföst og einnig á heimasíðu Hraunborgar. Nú verður hins vegar gerð rækileg könnun meðal foreldranna, hvort þeir vilja þennan sveigjanlega leik- skóla áffam eða fara í það kerfi sem er víða annarsstaðar," sagði Anna María að lokum. BGK Bemharð og Bílver opna nýtt þjónustuhús á Akranesi Við vígslu nýja hússin sl. laugardag. Frá vinstri: Gylfi Gunnarsson, framkvæmdasljój'i Bemharðs og hjónin Magndts Bára Guðmundsdóttir og Reynir Sigurbjömsson í Bílveri. Síðastliðinn laugardag opnaði Bíl- ver á Akranesi, í samstarfi við bíla- umboðið Bemharð, nýtt og glæsi- legt þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Með tilliti tdl þess að í undirbúningi er að gera Þjóðbraut á nýjan leik að aðalinnkeyrslunni í bæjarfélagið, er húsið einkar vel staðsett m.t.t. umferðar. Nýja húsið er samtals 1012 fermetrar á einni hæð. Bílasalan og þjónusturými henni tengt verður í um 590 fer- metrum en í syðri enda hússins verður líklega sett upp verslun af öðmm toga. Bílasalan einkennist af stómm sýningarsal með sýningargluggum út að Innnesvegi og Þjóðbraut. Auk þess er 200 fermetra þjónustrými þar sem bílar verða teknir inn í þjón- ustuskoðanir og fleira. Hjónin Reynir Sigurbjömsson og Magndís Bára Guðmundsdóttir hafa um ára- bil rekið bflaverkstæðið Bflver við Akursbraut á Akranesi og samhliða því verið sölu- og þjónusmaðilar fyrir bflaumboðið Bemharð sem sel- ur Honda og Peugout bfla. Nú hafa þau selt verkstæðisreksmrinn og munu sérhæfa sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Bernharð. Reynir Sigurbjörnsson sagðist í samtah við Skessuhom vera afar ánægður með þessa nýju að- stöðu og ekki síst að hafa fengið um- boðið með í verkefnið. „Við byggj- um þetta rými samkvæmt ítrustu stöðlum um hvernig góðar bílasölur eiga að vera, hér er bjart þar sem gluggar era stórir, góður sýningar- salur og og vandað hefur verið til allra hluta. Lóðin er stór og vel stað- sett og ég er mjög bjartsýnn á ffam- haldið. Því má heldur eklá gleyma að við hefðum ekká getað farið í svona ffamkvæmd nema af þeirri ástæðu að Akumesingar og aðrir Vestlendingar hafa tekið okkur og bflum ffá umboðinu mjög vel í gegnum tíðina og eigum við því mjög góða markaðshlutdeild hér á svæðinu. Fyrir það emm við að sjálf- sögðu þakklát,“ sagði Reynir. Auk Akraness sinnir Bflver sölu og þjón- ustu fyrir Bemharð á öllu Vestur- landi. Bflaumboðið Bemharð á tæpleg helming í bflasöluhluta hússins. Gylgi Gunnarsson, ffamkvæmda- stjóri fyrirtækisins segir að þessi nýja bflasala og aðstaðan öll á Akranesi sé sú besta sem fýrirtækið hafi til sölu og þjónusm bfla. „Þetta er besta að- staðan sem við getum boðið uppá, jafhvel mun betri en í höfuðstöðvmn okkar við Vatnagarða í Reykjavík. Við emm því bjartsýnir á að þessi fjárfesting skdli sér fljótt og vel og emm einnig mjög ánægðir með að stunda þessi viðskipti með Reyni og hans fólki sem er fýrirmyndar þjón- ustuaðili í alla staði,“ sagði Gylfi Gunnarsson. MM Jólasveinninn Gluggagægir fann farartæki við sitt hœfi og skoSar hér nýttjjórhjól sem hann hugðist kaupa sér og nota í önnum næstu daga. Líklega gerast þær ekki öllu glæsilegri btlasölumar á landsbyggðinni en þessi sem nú er risin við Innnesveg og Þjóðbraut á Akranesi. Þyrill og IA í samstarf um sölu flugelda Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi og Knattspyrnufélag IA hafa gert með sér samkomulag um samstarf varðandi sölu flugelda. Þyrill hefur tun áratuga skeið stað- ið að sölu flugelda um hver áramót og lagt affaksmr starfseminnar tdl góðra mála meðal annars björgun- arsveita, sjúkrahússins á Akranesi og fleiri aðila. Nú hefur tekist sam- komulag með Þyrli og Knatt- spymufélagi IA um að liðsmenn knattspymufélagsins komi að sölu flugelda með kiwanisfélögum og er ætlunin meðal annars að ná til stuðningsmanna IA liðsins utan Akraness. Hagnaður af sölunni fer síðan áffam til góðra málefna, annars vegar með styrkjum Kiwanis og hins vegar til starfsemi knatt- spymufélagsins og í því sambandi má nefna að unglingastarf félags- ins mun fá hluta þeirra fjármuna sem skila sér af sölunni. I tilkynn- ingu ffá félögunum segir að þau séu sammála um að starfa saman að öflugum forvarnarmálum fýrir ungt fólk og er því vonandi að sam- starfið skili góðum árangri í ffam- tíðinni. Þeir Guðni Tryggvason og Olafur Sölvason skrifuðu undir samkomulagið fýrir hönd Þyrils, en Gísli Gíslason og Orn Gunnarsson fýrir hönd knattspyrnufélagsins. Einnig var viðstödd undirritun samkomulagsins Svava Ragnars- dóttir starfsmaður Unglingaráðs Knattspyrnufélags IA og Sigmund- ur Amundason gjaldkeri Rekstrar- félags meistaraflokks og 2. flokks. Hjf A annað hundrað manns stóðu í biðröð sk'ómmu áður en verslunin var opnuð. BT opnar verslun a Sl. laugardag opn- aði BT nýja verslun á Akranesi í 300 fer- metra rými í verslun- arhúsinu sem enn er í byggingu á Miðbæj- arreitnum. Þetta er því fýrsta verslunin sem opnar í húsinu en þar verður einnig verslun Krónunnar, Subway og fleiri þjónusmaðilar, en það mun skýrast endanlega á næstu settu verði í tilefiii opnunarinnar, en dögum hvaða fleiri fýrirtæki velja að í takmörkuðu magni. Þeir sem ekki komust fýrstir gripu því í tómt. Það var því hlaupið og troðist þegar Gísli S Einarsson, bæj- arstjóri opnaði verslun- ina formlega fýrir BT menn og bauð þá vel- komna í bæjarfélagið. Versltmarstjóri BT á Akranesi er Þorsteinn Ingi Vignisson en starfs- menn verða fimm í fjór- Starfsmenn í BT Akranesi. Þorsteinn Ingi Vignisson, um stöðugildum. verslunarstjóri erfyrir miðju. MM staðsetja sig þar. Ekki er laust við að mikil eftirvænt- ing hafi ríkt meðal bæjarbúa því margir lögðu á sig að bíða í biðröð svo klukku- tímum skipti áður en verslunin var opnuð á slaginu klukkan 11. Margar vörar vom á niður- Það var ruðst og hlaupið þegar opnað var á slaginu klukkan 11. Akranesi Þessir drengir höfðu beðið íþrjá klukkutíma til að ná meðal annars Play station tölvunum sem kláruðust á augabragði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.