Skessuhorn - 13.12.2006, Qupperneq 18
18
MIÐVTKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
't-
4
-4
*
Tvær
sýningar á
Bókasafiii
Akraness
Skátastarf á
Akranesi í 80 ár
Á „Vökudögum“ menningar-
dögum á Akranesi í nóvember
var opnuð sýning í anddyri
bókasafhsins á skjölum og
myndum í varðveislu Héraðs-
skjalasafes Akraness í tilefni af
80 ára afmæli skátastarfs á Akra-
nesi. Þar má sjá m.a. reglugerð
Skátafélagsins á Akranesi ffá 8.
maí 1928, félagaskrá, lista yfir
nauðsynlegan búnað og dagskrá
Landsmóts skáta í Kalmans-
tungu 1932, vinnubækur og
fréttablöð. Margar skemmtileg-
ar myndir eru á sýningunni. Það
vantar að nafngreina þónokkra
og eru gestir vinsamlega beðnir
um að að láta vita ef þeir þekkja
fólkið á myndunum. Sýningin er
opin á opnunartíma safnsins og
mun standa út janúar 2007.
Safharasýning:
Jólakerti
Guðrún Erla Guðlaugsdóttir
leikskólakennari á Vallarseli er
safiiari desembermánaðar. Hún
hefur safnað ýmsu um ævina og
eru jólakerti eitt af því. Fyrstu
kertin eignaðist hún sem smá-
stelpa og síðan hefur bæst við
safrúð á hverju ári og nú í dag er
safrúð orðið mjög umfangsmik-
ið. Það er aðeins brot af jóla-
kertasafni hennar sem er tdl sýn-
is í glerskáp á bókasafninu.
Sögufélag Borgarfjarðar
óskar efrir útgáfustyrk
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur
vísað til menningarsjóðs Borgar-
byggðar ósk Sögufélags Borgar-
fjarðar um að sveitarfélagið styrki
útgáfu þrettánda bindis af Borg-
firskum æviskrám. Farið er fram á
eitthundrað krónur á hvern íbúa
sveitarfélagsins. Sögufélag Borg-
arfjarðar hefur gefið út Borgfirskar
æviskrár síðan árið 1969 og geym-
ir ritröðin æviskrár allra þeirra er
hafa átt búsetu í héraðinu frá því
um 1700. Snemma árs 2007 er
þess von að þrettánda bindið komi
út og er þá lokið þeirri starfrófsröð
er byrjað var á með fyrsta bindinu.
Þá er eftir útgáfa viðbótarbindis
með æviskrám þeirra er ekki var
getið í þeim bókum sem komnar
eru út svo og leiðréttingum og við-
bótum við fyrri bindi. Einnig er í
undirbúningi að setja upplýsingar
æviskránna í gagnagrunn á tölvu-
tæku formi. Það verður verkefni
félagsins næstu árin.
BGK
Meðaleinkunn samræmdra prófa
í lægri kantmum í NV-kjördæmi
Árangur nemenda sem tóku
samræmd próf í grunnskólum árið
2004 var lægstur í tveimur náms-
greinum í Norðvesturkjördæmi.
Þetta kemur fram í skýrslu
menntamálaráðherra um fram-
kvæmd skólahalds í grunnskólum
sem lögð hefur verið fyrir Alþingi.
Þá kemur einnig fram í skýrslunni
að árangri í kjördæminu hefur
heldur hrakað árunum 2002-2004.
Á sama tíma hefur hlutfall þeirra
er tekið hafa samræmd próf hækk-
að.
Á árinu 2004 var meðaleinkunn
nemenda í Norðvesturkjördæmi
27,9 í íslensku og var það lakasti
árangur á landinu. Bestur var ár-
angurinn í Reykjavík 31,2.1 stærð-
fræði var árangurinn 27,9 og að-
eins í Suðurkjördæmi var hann
lakari eða 27,5. Bestu var árangur-
inn í Reykjavík 31,3. I ensku var
meðaleinkunin 26,9 og var hann
hvergi lakari. Bestur var hann í
Reykjavík eða 31,9. I dönsku var
meðaleinkunin 27,6 og aðeins í
Suðurkjördæmi var árangurinn
lakari eða 27,2 og bestur var ár-
angurinn í Reykjavík 32,1.
I náttúrufræði var einkunin 26,6
og aðeins í Suðurkjördæmi var
hann lakari eða 25,7 og bestur var
árangurinn í Reykjavík 33,3. I
samfélagsfræði var útkoman 27,5
og sem áður var hann aðeins lakari
í Suðurkjördæmi eða 27,3.
I skýrslu menntamálaráðherra
eru birtar meðaleinkunnir þriggja
skólaára, 2002-2004, og þar kem-
ur fram að meðaleinkunn nem-
enda í Norðvesturkjördæmi hefur
farið lækkandi í öllum áðurnefnd-
um námsgreinum á þessum þrem-
ur skólaárum. Hins vegar hefur
hlutfall þeirra er þreyta samræmd
próf heldur farið hækkandi í kjör-
dæminu og má dæmi nefna að árið
2004 tóku 96,6% nema í Norð-
vesturkjördæmi samræmt próf í ís-
lensku. HJ
Skógarbók
Grænni skóga
Ut er komin bókin Skógarbók
Grænni skóga. Efni hennar er
byggt á námsefni námskeiða
Grænni skóga, sem er nám fyrir
skógarbændur. Námið hófst árið
2001 fyrst á vegum Garðyrkjuskól-
ans og síðar Landbúnaðarháskóla
Islands í samstarfi við Skógrækt
ríkisins, Landgræðsltma og lands-
hlutabundnu skógræktarverkefnin.
Bókin er hugsuð bæði sem
kennslubók og almenn handbók
um fjölmarga þætti skógræktar á
Islandi og er ætlað að bæta úr
brýnni þörf fyrir slíkt námsefni.
Skógarbók Grænni skóga fæst í
bókabúðum Penninn Eymundsson
og á skrifstofu Landabúnaðarhá-
skóla Islands á Reykjum. Einnig
getur fólk pantað bókina á vefnum
r.lbhi.is
('fréttatilkynning)
Jólaiort
„ Vetrarjiiglar "
Mpdftí tft»
Jólakort Samhjálpar komin út
andi kort eru í hverjum pakka og er
verð hvers pakka með umslögum
690 krónur. Einnig er hægt að
kaupa pakka á 990 krónur og fylgir
þá annað hvort með geisladiskur-
inn Greater Than Anything eða
bókin Koss götunnar. Þannig er
hægt að eignast hvor tveggja jóla-
kort og jólagjöf fyrir afar lága upp-
hæð. Allur ágóði af sölu kortanna
rennur til hjálparstarfs Samhjálpar.
Kortin eru til sölu á skrifstofu Sam-
hjálpar að Stangarhyl 3a í Ártúns-
holti í Reykjavík. Einnig er hægt
að panta kort á milli kl. 9 og 15 alla
virka daga í síma 561-1000.
(fréttatilkynning)
tlllnr «(jieinm éífíii
>ii9H mm iil ftiiirn um mntiti megn >fn
Sala er hafin á jólakortum Sam-
hjálpar. Heiti kortanna er Vetrar-
fuglar, myndröð eftir listmálarann
Sigurþór Jakobsson. 6 mismvm-
Þegar gamall grammófónn - giftist harmóniku
l/ÍUtAh^Uli(í
Allt frá upphafi hef-
ur Ríkisútvarpið verið
æði ríkur þáttur í
hversdagslífi okkar og
flestir hafa haft ein-
hverja skoðun á bæði
dagskrá þess og
stjórnun. Yfirleitt
aðra skoðun en stjórn-
endumir sjálfir. Fyrir allmörgum áram þeg-
ar Andrés Bjömsson var útvarpsstjóri var
skipt um menn í útvarpsráði og komu inn
ungir og ferskir menn og vildu breyta bæði
miklu og fljótt. Ekki mun Andrés hafa verið
að fullu sáttur þegar hann kvað:
Leiðist mér og líka ei
að lifa meðal varga.
Aftur geng ég er ég dey,
-cetla að drepa marga.
Sá ágæti útvarpsmaður, Svavar Gests sá
lengi um ýmsa útvarpsþætti og undir einum
slíkum orti Sveinbjörn heitinn Beinteinsson:
Veina hundar, vcela fress,
vondir bolar öskra.
Svo er líka Svavar Cests.
-Sumum fer að blöskra.
Eitt af því efni sem margir vora hrifnir af
voru vísnaþættir sem vora nokkuð regluleg-
ir á tímabili. Minnist ég nokkurra vunsjónar-
manna slíkra þátta svo sem Sigurðar frá
Haukagili, Sigurbjörns Stefánssonar og mér
finnst endilega að Guðmundur Sigurðsson
hafi einnig séð um þessa þætti á tímabili.
Ekki get ég í fljótu bragði séð annan sem
hefði verið líklegri til að fá þessa góðu
kveðju frá þakklátum hlustanda:
Ævinlega ylja mér
útvarps kvceðavökur.
Cuðmundur ég þakka þér
þínar góðu stökur.
Eftir Ólaf Jónsson er þessi ágæta sjálfslýs-
ing og virðist mér hún bera það með sér að
höfundurinn hafi ekki verið fyllilega ánægð-
ur með þau spil sem skaparinn útdeildi hon-
um:
Að geti ég ort er aðeins gort,
andans sport þó stunda.
Öll mín kort eru af einni sort
- ekki skortir hunda!
Tónlistinni hefur löngum verið allvel
sinnt af Ríkisútvarpinu þó menn hafi reynd-
ar sjaldnast orðið sammála um tónlistarval-
ið. Isleifur Gíslason orti einhvemtíman:
Hljóðfæranna sœtur sónn
sjatnaði ekki í viku.
Þegar gamall grammófónn
giftist harmóniku.
Því miður man ég ekki hver orti svo um
söng einhverrar ágætrar söngkonu en
greinilega hefur flutningurinn ekki fallið
fullkomlega að hans smekk:
Lítt hefur gildi göfgandi
gól af þessu tagi,
líkt og kattarkvikindi
kveini í hærra lagi.
Á fyrstu árum Ríkisúrvarpsins voru veður-
fréttir eitt af því sem mönnum þótti mikil-
vægast og Jón Eyþórsson veðurfræðingur
nánast í heilagra manna tölu enda frábær út-
varpsmaður á öðrum vettvangi jafnframt þó
spárnar stæðust ekki alltaf. Eg held endilega
að það hafi verið hann sem orti í óþurrkatíð:
Stór að lýsa veðri er vandi,
vantar öll hin réttu skil.
En það er ekki óhugsandi
að einhverntíma létti til.
Ekki þótti öllum það gáfuleg ráðstöfun
þegar Theresía Guðmundsson var gerð að
veðurstofustjóra og þótti fráleitt að norsk
kona hefði nokkurt vit á íslensku veðri. Auk
heldur hafði tíðin náttúrlega aldrei verið
eins bölvuð eins og eftir að byrjað var á þess-
ari spádómavitleysu. Egill Jónasson orti um
veðurútlitið:
Syrtir að til fjöru og fjalls,
finnst ei rof á milli skýja.
Sýnist vera vís til alls
veðurgyðjan Theresía.
í kuldatíð og jarðbönnum glumdu á fólki
auglýsingar um að gefa smáfuglunum og
Egill kvað:
Tökin herðir tíðarfar,
Theresía spáir byl.
Hver sem tittlings verður var
veiti honum skjól og yl.
Bjartsýni er mönnum lífsnauðsynleg og
ekki síst í leiðindatíð. Guðmundur V. Sig-
urðsson nefnir eftirfarandi kvæði Sjóðsrent-
ur og virðist hafa sent það einhverjum rit-
stjóra í von um birtingu:
Mundirðu birta í blaðinu Ijóð,
(bjartsýnisþanka, - sem yljað þér getur)
- mannsins em átti frá sumrinu sjóð
- og söng út á renturnar - langt fram á vetur.
Menn segja að vetur sé genginn í garð
og grasið sé hætt að spretta
og helvítis ári ég hissa varð
(en hætti samt við að detta.)
Og þó var ég engum efa í
að inni í mér tregi bærðist
en auðvitað var ekkert vit í því
að velta - þó hjartað særðist.
já þessvegna yrki ég ennþá mitt Ijóð,
með andlitið fullt af brosi.
Og var ekki fregnin um veðrið góð?
-Vestlægur élja rosi!
Nei almanakið fær engu breytt,
- minn andi er frjáls og svífur.
Ég heilsa þér vetur og hirði ekki neitt
um hóstann sem brjóst mitt rífur.
Það er nú óneitanlega svo að veðrið hefur
alltaf áhrif á vinnulag okkar og verkhætti og
kannske ekki að furða þó höfundi eftirfar-
andi erinda litist ekki meira en svo á blikuna:
Barometið bölvanlega stendur.
Af Stalinisma þögull því
þvæ ég mínar hendur.
Veðurofsinn voru starfi háir,
vindstigunum tíu, takk,
Theresía spáir.
Kristján Guðjónsson Scram eða Stjáni í
Gasstöðinni var þekktur hagyrðingur á sinni
tíð en lítill auðsöfnunarmaður og nokkuð
hallur undir veldi Bakkusar konungs. Ekki
kveið hann þó sinni síðustu för enda sýndist
honum ekki þörf mikils farteskis:
Ævi mín er einskisverð,
eintómt grjót og klaki.
Allt sem þurfti í þessa ferð,
það var skófla og haki.
Ég sorgum hef saman þjappað,
syndanna þvegið gólf.
Nú er allt klárt og klappað
og klukkan að verða tólf.
Við andlát Kristjáns orti Ingþór Sigur-
björnsson og er óvíst að ýmsir þeir sem
töldu sig honum meiri í lifanda lífi hafi feng-
ið betri eftirmæli:
Crínið eins og gróðrarskúr
græddi sár og hressti veika.
Cullkorn sem hann gróf upp úr
grjóti hversdagsörðugleika.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 311 Borgarnes
S 849 2715 - dd@simnet.is
*