Skessuhorn - 13.12.2006, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
^kúsuhul:
Ráðínn framkvæmda-
stjóri þriggja
ungmennafélaga
Fyrir stuttu var Gunnar Örn
Arnarson ráðinn framkvæmdastjóri
þriggja ungmennafélaga á Snæ-
fellsnesi. Um 50% starf er að ræða
hjá Víkingi Ólafsvík, Reyni Hell-
issandi og Ungmennafélagi Staðar-
sveitar. Starfið er alveg nýtt af nál-
inni og er sett á fót í tilraunaskyni
ffarn á haust. Gunnar, sem er að-
eins 22 ára, er fæddur og uppalinn
á Hellissandi en stundaði nám í
Reykjavík og útskrifaðist sem stúd-
ent 2004. Skessuhorn sló á þráðinn
til Gtmnars til þess að forvitnast
aðeins um hvernig honum líkaði
nýja starfið og í hverju það fælist.
„Astæðan fýrir því að mér var
boðið starfið er líklega sú að ég hef
verið mikið viðloðandi knatt-
spyrnustarfið hér á svæðinu og
stundað íþróttir alla mína ævi. Þar
sem starfið er alveg nýtt er það
jafnffamt í mikilli þróun og ég er
smátt og smátt að koma mér inn í
hlutina,“ segir Gtmnar. Aðspurður
um í hverju starfið fælist, svarar
Gunnar: „ Eg hef séð um að fríska
upp á vefinn - www.vikingur.vdsl.is
Gunnar Öm Amarsson.
og koma upp skrifstofu í Ólafsvík
en einnig mun ég vinna með
stjórnum ungmennafélaganna. A
skrifstofunni hittist fólk á laugar-
dögum og tippar í getraunum en
það er talsverður áhugi á slíku hér
og mikill kultúr í kringum það“.
Gunnar bætir því við að fólk á
svæðinu hafi tekið honum afar vel
og hann hlakki til að takast á við
verkefhið, enda af nægu að taka, en
ráðningasamningur hann við ung-
mennafélögin er fram á næsta
haust.
KH
Ráðgert að halda tón-
leika í gíg Grábrókar
Skipulagning á tónlistarhátíðinni
Isnord, sem verður haldin í júní-
mánuði 2007, er í fullum gangi og
þar verður ýmislegt í boði. I samtali
við Jónfnu Ernu Amardóttur, aðal-
skipuleggjanda hátíðarinnar kemur
ffam að leikhústónlist mun verða í
öndvegi að þessu sinni, en þetta er
í þriðja sinn sem hátíðin verður
haldin.
Samkvæmt Jónínu er reynt að
hafa eins konar þema yfir hverri
hátíð og nú hafi verið ákveðið að
einblína á leikhúsin og þá fjöl-
breytilegu tónlist sem tengist þeim.
Til að mynda verður tónlist úr leik-
rimm Kjartans Ragnarssonar en
þar kennir ýmissa grasa og mörg
lögin löngu orðin sígild. Bræðurnir
Þorsteinn Gauti ogjóhann Sigurð-
arsynir munu flytja lög úr vel völd-
um verkum, Guðrún Ingimarsdótt-
ir söngkona syngur ásamt fleirum.
Listamennirnir sem koma fram á
hátíðinni eru borgfirskir eða
tengdir héraðinu á einhvern hátt.
Gullaldartónlist verður í bland
við alþýðlega nánast öll úr íslensk-
um leikrimm þó vissulega votti fýr-
ir norrænum blæbrigðum og
tengslum. Hátíðin verður dagana
8. - 10. júní og uppákomurnar víða
um héraðið. Frumlegasti tónleika-
staðurinn verður óneitanlega að
teljast gígurinn í Grábrók, en ráð-
gert er að halda tónleika þar, svo
ffemi að veður verði ekki þaðan af
verra. Þar munu verkin Skugga -
Baldur, Fjalla - Eyvindur og Gullna
hliðið verða flutt og blásarahljóm-
sveit spilar undir. IsNordhátíðinni
verður fléttað saman við Borgfirð-
ingarhátíð en Jóm'na segir að það
geti spilast vel saman þar sem al-
þýðumenning verður í hávegum
höfð og allir ætm að geta fúndið
eitthvað við sitt hæfi. KH
Við söfnum geðveikt
Allir geta tekið þátt i geðveikri söfnun til styrktar samtökum
sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum
Viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja
félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til
! félagsins. Farðu inn á www.spar.is eða komdu við í næsta
i sparisjóði og veldu hver fær þinn styrk.
^SRARISJÓÐURINN
fyrir þig og þína
Rauða krossinum
Nú á aívmtunni komu böm úr Grundaskóla, Vallarseti og Teigaseti og skreyttu húsnæöi
RauSa krossins á Akranesi. Þar er á sunnudögum frá klukkan 14 til 18 tekið á móti
jólagjófum til bágstaddra bama á Akranesi. Ijölskyldurvió Akraneskaupstaðar mun sídan
sjá um ai deila út gjöfunum. A meSfylgjandi mynd eru böm tír 6. bekk Grundaskóla aS
skreytajólatréS hjá RKI. MM/ Ijósm. BJ